Morgunblaðið - 25.04.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.04.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 19« Rauðarárstlg 31 Simi 22-0-22 IVIAGIMÚSAR SKIPHOLTi 21 SÍMAR 21190 eftir lokun slmi 40381 ' ■ ^ sími ^_44_44 mmm Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 eSa 81748 SigrurSur Jónsson. BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir iokun 34936 og 36217. BÍLALEIG AN AKBRAIJT NÝIR VW 1300 SENDUM SÍMI 82347 Skolphreinsnn Losa um stífluð niðurfalls rör. Niðursetningu á brunn- um. — Smáviðgerðir. Vanir menn. Sótthreinsum að verki loknu. — Sími 23146. Sparið' fé og fyrirhöfn Daggjald 300 kr. 3 kr. pr, km. Bílaleigan BRAÖT Hringbraut 93, Keflavík. Sími 2210. Látið ekki dragast að athuga bremsurnar, séu þær ekki lagL — Fullkomin bremsu- þjónusta. Stilling Skeifan 11 - Sími 31340 „Á nóttu sem degi“ Margrét Ársælsdóttir í Hafnarfirði skrifar: „Kæri Velvakandi! Ég má til með að láta frá mér heyra. Það er um prests- embættið í Danmörku. Ég er ein af þeim mörgu, sem hef orðið aðnjótandi hjálpar prestsins okkar þar, sr. Jónasar Gislasonar. Hjálp- semi, fórnfýsi og annað, sem hann innir þar af hendi fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra, sem þangað þurfa að leita, er ómetanleg. Það veit enginn eins vel og sá, sem reynir, hversu mikilvægt starf hans er þar. Það er ekki lítið öryggi í því fyrir að- standendur sjúklinga, sem fara með þeim til hættulegra skurðaðgerða, að eiga sr Jónas Gíslason að. Þeir eru ekki orð- ir svo fáir, sem þangað þurfa að leita. Þarna er hann að írá morgni til kvölds, já og á hvaða tíma sólarhringsins sem er, að hjálpa sjúklingum og aðstandendum þeirra. Hann gefur okkur upp símanúmerið sitt heima og segir um leið, að við megum hringja til hans jafnt á nóttu sem degi. Þetta og allt annað er ekki lítið ör- yggi fyrir þá, sem eru staddir á erlendri grund, engan eiga að og bjarglítið í málinu. Nú ætla ég að biðja og vona, að starf prestsins okkar í Kaup mannahöfn, sr. Jónasar Gísla- sonar, verði ekki lagt niður heldur styrkt okkur öllum ís- lendingum til hjálpar og bless- unar. Margrét Ársælsdóttir, Hafnarfir»i“. ★ Af eigin kynningu Ofanskráða fyrirsögn set- ur H. G. J. á bréf sitt, sem hér fer á eftir: „Góði Velvakandi! Ég varð ákaflega hissa, þeg- ar ég heyrði biskupinn segja frá því í útvarpsávarpi, að ekki yrði lengur veitt fjárveit- ing til prestsembættisins í Danmörku. Ekki veit ég, hvar væri meiri þörf fyrir slíka þjónustu. Ég þurfti að fara með 12 ára dóttur minni síðast í ágúst í fyrra til Kaupmannáhafnar í spítala, vegna höfuðaðgerðar. Öll sú aðstoð, sem séra Jónas Gíslason veitti mér þá, vekur mig til þessarra skrifa um það, hvað nauðsynlegt er, að þetta starf hætti ekki. Ég dvaldist úti í einn mánuð en varð þá vegna fjárhagsörðugleika að skilja dóttur mína eina eftir, og var hún þá algjörlega löm- uð öðrum megin. Erfitt hefði þetta verið, ef ég hefði ekki getað beðið mann, sem hægt var að treysta, séra Jónas Gíslason um aðstoð. Hann fylgdist allan tíman með henni, eftir að ég var farinn, í þrjá og hálfan mánuð, þar til hann fylgdi henni á flugvöll- inn til heimferðar. Það voru margir íslendingar í lækningaerindum á sama tíma og ég, og höfðu þeir allir samband við séra Jónas, sér til aðstoðar. Daginn, sem aðgerðin var gerð á dóttur minni, sýndi séra Jónas mér þá umihyggju að taka mig heim með sér. Þaðan hafði hann samband við sjúkra húsið og spurðist fyrir um, hvernig gengi. Enginn veit, hvenær dauðinn kallar. Margir af þeim mönnum, sem sendir eru út til lækninga, eru með hættuléga sjúkdóma. Sem bet- ur fer tekst oft að lækna þá. En ekki alltaf. Oftast eru það nánustu vinir, sem fylgja sjúklingunum út. Þeir þurfa svo sannarlega á aðstoð að halda, þegar sorgin færist yfir. Ég tel því nauðsyn að hafa þar aðstoð áfram, eins og verið hefur. Ég vona, að ég þurfi ekki að fara aftur út undir slíkum kringumstæðum. En ég hugsa til hinna, sem kannske eiga eftir að fara, og eiga engrar fyrirgreiðslu að vænta. Að lokum vil ég þakka séra Jónasi Gíslasyni fyrir allt það, sem hann hefur fyrir mig gert. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna, H. G. J.“. „Aldrei fullþakkað“ Kæri Velvakandi! Það, sem knýr mig til þess að drepa niður penna, er hið hróplega ranglæti, sem sparn- aðarráðstöfun ríkisins hefur nú nýverið beitt, með því að fella niður launaveitingar til prests- embættis í Danmörku. Ég á ekki mildari orð yfir þessar aðgerðir en „hróplegt hneyksli". Það eru allir sammála um, að nú sé brýnna sparnaðarráð- stafana þörf af hálfu hins opin bera, og skal ég ekki fjölyrða um þá nauðsyn. En hér heggur sá, er hlífa skyldi. En það er bersýnilegt, að sá einstaklingur eða þeir menn, sem lagt hafa á ráðin um þessa fáheyrðu sparnaðarráðstöfun, varðandi prestsembættið í Danmörku, hafa alls ekki kynnt sér hið mikilvæga og lífsnauðsynlega starf sr. Jón- asar Gíslasonar þar. Og ég leyfi mér að lýsa sök á hendui þeim, sem þessu óþurftar- verki hafa til vegar komið, sakir embættisafglapa af versta tagi. Það er deginum ljósara, að þeir, sem ég lýsi sök á hendur, hafa alls ekki kynnt sér starf og aðstæður, þýðingu og verðleika, heldur aðeins unnið í blindni. Við, hinir fjöl- mörgu, sem nú eflaust skipta hundruðum, sem höfum þurft af sárri og brýnni nauðsyn að leita lækninga fyrir okkur sjálf eða astvini í Danmörku, oft fákunnandi í málinu eða svo til mállaus og félítil, við vitum og höfum sannarlega þreifað á, hvers eðlis starf sr. Jónasar er. Það verður aldrei fullþakk- að, aldrei. Og það skilur eng- inn ti!l hlítar, nema sá, sem reynt hefur. Og af reynslu minni er mér nú ljósara en áð- ur, að þessi sérstæða þjónusta verður af engum betur af hendi leyst en af manni með prestlega reynslu og þekkingu. Um sr. Jónas vil ég segja þetta: Hann er vökumaður, sem aldrei sefur á verðinum, en er alltaf boðinn og búinn á degi sem nóttu að rétta fram hjálparhönd. Og vil ég benda á, að ómælt er örlæti hans og heimilis hans, ef verða megi til þess að létta undir með þeim, sem eru í vanda staddir. Teldi ég, að presturinn og heimilið verðskulduðu ekki að- eins áframhaldandi starfslaun, heldur ríflega risnu (sparnaðar postularnir athugi það). Að lokum þetta: Mér var kennt sem unglingi, að þeir, sem hefði orðið eitthvað á, væru meiri menn að, ef þeir hefðu hugrekki að kannast við yfirsjónir sínar. Nú skora ég á háttvirta alþingismenn og fjárveitingarvald að kannast við mistök sín og bæta fyrir þau, með því að ^étta hlut prestsins og hans mikilvæga og ómissandi starfs, og það án taf- ar. Með því yrði mörgum óþægindum, að ekki verði sagt voða, afstýrt, en háttvirt Al- þingi íslendinga yxi að dreng- lund, þegnskap og virðingu. Virðingarfyllst, Bjarni Bjarnason, verzlm. Heiðarvegi 26. Vestmannaeyjum". ^ Kirkjan borgi sjálf fyrir sig „Kirkjurækinn" skrifar: „Ýmsir eru að skrifa þér út af prestsembættinu í Kaupin- hafn og finnst bréfriturum þínum misráðið að leggja það niður. Vafalaust hefur em- bættismaður sá, sem þessu embætti gegnir, orðið ein- hverju fólki að liði, þar ytra — um það vil ég ekki efast, þótt ég sé ekki kunnugur störf um hans þar. Þó er ég á þeirri skoðun, að hárrétt hafí verið að leggja embættið niður, eins og nú er málum komið í þjóð- félaginu, þegar allur landslýð- ur þarf að grípa til alvarlegra sparnaðaraðgerða. Þetta var hálfgert fordildarembætti, og til þess var stofnað án þess landsfólkinu væri gerð grein fyrir nauðsyn þess. Ég leyfi mér að benda á, að við höfum sendiráð í Kaupinhafn, og það á að vera nægileg trygging fyrir því, að hagsmuna íslend- inga, sem í Danmörku dvelja, sé gætt. En úr því ég er farinn að skrifa þér, Velvakandi góður, þá vil ég gjarnan láta þig vita, að ég er andvígur því, að ríkis- sjóður greiði laun presta. Ég vil aðskilnað ríkis og kirkju — ég vil, að söfnuðirnir Launi presta sína sjálfir, enda er ég sannfærður um, að sú aðstaða, sem íslenzka Þjóðkirkjan hef- ur skapað sér hjá ríkissjóði, hefur á vissan hátt verkað nei- kvætt á starfsemi hennar. Er ekki deyfð, værukærð og framtaksleysi innan kirkjunn- ar að einhverju leyti þessu þægilega og makráða fyrirkomu lagi að kenna? Ég held, að samhugur innan safnaðanna, raunverulegur skilningur á mikilvægi kirkju- og kristni- lífs myndi eflast, ef kirkjan stæði frammi fyrir þeim vanda að sjá sér fjárhagslega farborða. Þá þyrfti hún að berjast, og barátta skapar fórnir og samhug. Það er líka siðferðilega rangt að gera upp á milli Þjóðkirkjunnar og hinna lúthersku fríkirkjusafn- aða — launa presta Þjóðkirkj- unnar, en neita Fríkirkjunum um sömu hlunnindi. Hver er réttlæting fjárveitingavaldsins á slíkri afstöðu? Eftir því sem ég bezt veit, hefur starfsemi hinna fáu frí- kirkjusafnaða hér á landi ver- ið blómleg. Þeir hafa reist sín- ar kirkjur fyrir eigin atorku og eigið fé, og af framlögum safnaðarfólksins hefur rekstr- arkostnaðurinn verið greidd- ur. Þetta sýnir að kirkjulegt starf getur staðið undir sér með guðs hjálp og góðra manna. Ef forráðamenn þjóðkirkj- unnar hafa raunverulegan áhuga á prestsembættinu í Kaupinhafn, þá geta þeir aflað fjár til þess sjálfir — ekki vor- kenni ég þeim það — og hafi forstöðumenn ríkissjóðs raun- verulegan áhuga á sparnaði, mættu þeir gjarnan hugleiða hvort ekki sé tímabært að aðskilja ríki og kirkju. Bein útgjöld ríkissjóðs til Þjóðkirkj- unnar voru s.l. ár um 40 millj- ónir króna. Þess vegna segi ég: Við eigum að spara meira en kostnaðinn við prestsembættið í Kaupinhafn — við eigum að spara meginhluta þess fjár, sem fer í þennan rekstur. Fjár málaráðherrann á að segja sem svo við herra biskupinn: „Nú tekur þú sjálfur við rekstri kirkju þinnar, góði minn. Þú verður að láta kirkju gjöldin nægja upp í kostnað- inn. í þessu efni hafa aðrir gengið á undan með góðu for- dæmi. Feta þú fótspor þeirra og minnstu þess, að guð hjálp- ar þeim, sem hjálpa sér sjálf- ur“. En fari nú svo, að allt verði látið sitja við það sama, þá finnst mér það réttlætiskrafa, að ríkissjóður geri öllum söfn- uðum landsins jafnt undir höfði í fjárhagslegum efnum. Með þökk fyrir birtinguna. Kirkjurækinn“. Skrifstofu- og lugerhúsnæði er til leigu að Vesturgötu 2. Nánari upplýsingar gefnar Reykjavíkurflugvelli. í aðalskrifstofunni,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.