Morgunblaðið - 25.04.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.04.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1908 kynnum, að húsverðir eru lið- legir í viðskiptum sínum við lögregluna, og fúsir til að kjafta frá. Það lagðist líka einhvern- veginn í hann, að þetta væri ekki í fyrsta sinn, að hann stæði augliti til auglitis við þessa konu. Jafnvel röddin í henni, kom honum eitthvað kunnuglega fyrir eyru — djúp, dálítið hás, en samt hljómfögur og með of- urlitla aðkenningu af erlendum þreim. Eldhúsið var hvorttveggja í senn borðstofa og setustofa. Að konan ætti einhverja fjölskyldu, sá hann bezt á því, að vask- urinn var fullur af óhreinum borðbúnaði. Dyr að öðru her- bergi stóðu opnar, og þar sá hann tvö óumbúin rúm. — Má ég setjast? sagði hann. — Ég þarf að skrifa nokkur atr- iði niður. Hún svaraði engu og rétt að hún benti á einn eldhúástólinn. Hún hafði langa fingur og hend urnar voru mjög óhreinar. — Má ég það? endurtók hann. — Já, gerið svo vel, sagði hún þá loksins og brosti. — Af- sakið, að^ ég skuli vera dálítið ringluð. Ég er alveg steinhissa. Lögreglumaður, sem ávarpar mann eins og manneskju. Það hef ég ekki rekizt á, árum sam- an. Er þetta byltingin, eða er þetta þér sjálfur, fulltrúi? Þessi málrómur. Nemetz var næstum farinn að segja við sjálf an sig: — Þetta er engin hús- varðarkellingarrödd. Hún er alltof menntuð og skóluð. Hann settist. Þarna var aðeins ein ber ljósa pera í loftinu til lýsingar, en sam var nógu bjart til þess að Nemetz sá konuna nógu greini- lega. Hún var eitthvað á sex- tugsaldri, en beinvaxin. Andlit- ið hlaut einhverntíma að hafa verið frítt, hörundið var slétt en aðeins sílótt, eins og við var að búast eftir aldri hennar. Aug un voru með sama lit og mjúkt, dökkbrúnt flauel, en augnalok in voru rauð af þreytu. Um hökuna og yfir vörunum vott- aði fyrir ljósgráum hárvexti. Samanborið við annan útgang á henni, var það slétt og vel- greitt og snúið upp í hvirfingu uppi á höfðinu. Kjóllinn var ekki almennilegur kjóll, heldur einskonar sloppur, hnepptur að aftan. Hún var vafalaust tauga- óstyrk, kannski beinlínis hrædd. en samt ekki svo, að það kæmi fram í andúð og þverúð, eins og annars var alvanalegt hjá kon- um af hennar stigum. Hún hafði fullt vald á rödd sinni og hreyf- ingum, en svör hennar komu jafnan eftir andartaks hik, og dálítið skjálfandi, einkum á dýpri tónunum. 42 Nemetz bað hana um lýsingu á hverri fjölskyldu í húsinu sér- staklega og samband þeirra við Halmy og komst að því, að þótt læknirinn væri vinsæll, eða að minnsta kosti látinn afskipta- laus, þá hötuðu allir fjöl- skyldunnar Toth og Zloch. Eink um hafði Toth, sem umboðsmað- ur hússins verið stöðug plága á íbúum þess. Þegar Nemetz tók að spyrja hana um henpar eigið samband við Toth-fólkið, varð hún sýnilega óróleg. Þegar hér var komið þóttist hann hárviss um, að hann væri búinn að finna konuna með svuntuna. Enn hafði hann ekki spurt um nafn hennar, því að það vildi hann finna út sjálfur. Þetta var einskonar leikur. sem hann lék við sjálfan sig, til þess að vita, hvort hann gæti enn treyst á eigin skarp- skyggni. En loksins gat hann ekki stillt sig lengur. — Frú Moller, sagði hún. — Frú Rudolf Moller. Nú vissi hann það, enda þótt hún reyndi að villa fyrir honum með því að segja ekki nema eitt ættarnafn sitt. Hún var frú Rudolf Maray-Moller, sem hann hafði kynnzt, þegar hann var ungur rannsóknarlögreglu- maður, og var sendur til að taka þátt í samkvæmum fína fólksins. Það var þá — á þriðja áratug aldarinnar — þegar yfir- stéttin var þegar búin að jafna sig eftir ófriðinn og eftirfar- andi byltingu, og var sem óðast að koma sér aftur fyrir í, til- verunni, sem þekkti ekki annað en öryggi og frið. Nemetz hafði verið valinn í þetta starf, þrátt fyrir örið, vegna þess að hann leit ekki hlægilega út í kjólföt- um, og gat hagaS sér réttilega af eigin hyggjuviti, hvað sem fyrir kynni að koma. Ríkafólk ið lét sér fátt um finnast kon- ungsættina, sem var á hverfanda hveli og eins viðburðina í Þýzka landi og Rússiandi, en hélt bara áfram dansi sínum kring um brennideplana tvo, en þeir voru sjálfskipaður ríkisstjóri, Nichol- Flutningaþjonustan tilkynnir Húseigendur, skrifstofur og aðrar stofnanir. Ef þér þurfið að flytja búslóðina eða skrifstofu- búnað og fleira, þá athugið hvort við getum ekki séð um flutninginn fyrir yður, bæði smærri og stærri verk. Tökum einnig flutninga á pínóum, peningaskápum og fl. Vanir nienn. •»— Reynið viðskiptin. Flutningaþjónustan, símar 81822, 24889, 34408. KARLAKÓRIl ÞRESTIR HAFNARFIRÐI. SAMSÖNGVAR Karlakórinn heldur samsöngva í Bæjarbíó þessa daga Föstudag 26. april kl. 9. Laugardag 27. apríl kl. 5 Söngstjóri er HERBERT HRIBERSCHEK ÁGÚSTSSON. Undirleikur Skúli Haldórsson, (pianó), Pétur Björnsson, (bassi), Karel Fabri, (slagverk). Einsöngvari Ólafur Eyjólfsson. Aðgöngumiðar í Bókabúð Böðvars Sigurðssonar, Hafnarfirði og við innganginn. Aðgöngumiðar að árshátíð kórsins sem haldin verð- ur í Alþýðuhúsinu laugardaginn 27. apríl kl. 7,30 eru til sölu í Bókabúð Böðvars. Karlakórinn Þrestir. 1000 kr. útborgun og 1000 kr. á mánuði Svefnsófar, svefnbekkir, svefnstólar. skrifborð, skrifborðsstólar, sófaborð, innskotsborð, kommóður. Sófasett, margar gerðir, útb. frá 4 þús. kr., eftirstöðvar greiðist á einu ári. Nýkomið RAÐHÚSGÖGN, mjög hagstætt verð. VALHÚSGÖGN Ármúla 4 sími 82275. — Þessum gítar fylgir heill pakki af höfuðverkjatöflum fyrir foreldra. as Horthy -— sjólaus aðmíráll. — og forngripurinn Josef af Habsburg-Lothringen, erkiher- togi. Þetta fólk hegðaði sér eins og það væri að dansa á kletti en ekki sandbleytu. Ungar stúlk ur voru kynntar í mjallhvítum ballkjólum, vetrinum eyddu menn við spilaborðin í Monte Carlo og sumrinu við spilaborð- in í Lido. Toscanini stjórnaði í Vigado og Gigli söng í kon- unglegu óperunni. Ókrýnd drottning landsins var hvorki frú Horthy né heldur hin skrítna erkihertogafrú Ágústa, heldur frú Rudolf Maray-Moller, fædd Beatrice Bedier. Að hún hækk- aði í tign og áliti og komst langt fram úr konum af gömlu höfð- ingjaættunum og eins konum leikara og stjórnmálamanna, þá varð það að þakka auðæfum hennar, greind og fegurð, en á því sviði skaraði hún fram úr öllum hinum. Nemetz kynntist henni þegar hann var varðhundur í þessum fínu veizlum. Hún kom alltaf á réttum tíma, þegar það þótti Þetta er merki úrsmiða Seljum aðeins viðurkenndar teg- undir af úrum og klukkum. Skiptið beint við úrsmiði — Góð þjónusta. ÚRSMIÐAFÉLAG ÍSLANDS Hrúturinn 21 marz — 19 apríl Líkur benda til, að vinir þínir leiti eftir aðstoð þinni í dag i viðkvæmu máli. Þú skalt reyna að vera hlutlaus og sjá ekki bara aðra hlið málsins. Nautið 20. apríi 20 maí Ekki er allt sem sýnist í dag HlustaCu vandlega á það, aðrir hafa til málanna að leggja og flanaðu ekki að neinu. Vertu sparsamur Tvíburarnir 21. maí — 20. júni Undarlegustu verk vinnast þér auðveld í dag Notfærðu þér það skynsamlega, hversu vel þú ert upplegður. Þú mættir gjarn- an færa nánum fjölskylduvini gjafir í kvöld. Krabbinn 21. júní — 22. júlí Annríkið virðist vaxa þér upp fyrir höfuð, en þú ert dugmik- ill og kjarkaður og lætur þér ekki allt fyrir brjósti brenna Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. Þú átt í innri baráttu í dag og veizt ekki, hvaða stefnu er hyggilegast að taka Vertu rólegur og yfirvegaðu málin með gætni og athygli. Jómfrúin 23. ágúst — 22. september Þú skalt ekki gleypa við öllu lofi, sem þú heyrir um sjálfan þig og mundu að sumir leita eftir vináttu þinni I eiginhagsmuna- skyni. Vogin 23. september — 22. október. Þú heíur tiihneigingu til að taka hlutina og geyst og sflcyldir gæta allrar varúðar Eihkum og sér í lagi skaltu eikki vera of fljótur að draga álýktanir um mál, sem þú veizt ekki allt um. Drekinn 23. október — 21. nóvember. TUfinningarnar eru erfiðar viðfangs í dag, þar sem Skynsem þín og innri geðhrif eru ekki á einu máli Reyndu að bíða þangað til versta hryðjan er um garð gengin. Bogmaðurinn 22. nóvember —21. desember Þú skalt enn halda áfram að vinnia verk þín af alúð og skeyta ekki um þótt þú mætir nokkuirri andstöðu. Það er senni- legt að þú hafir sem oftar á réttu að standa. Steingeitin 22. desember — 19. janúar Misstu ekki samband við fjairstadda vini þína, sem biða eftir íréttum af þér Rarmsakaðu hug þinn vandlega og hluitlaust og reyndu að komast að niðurstöðu í viðkvæmu máli. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar Þú er ákveðinn að fylgja fram máli, sem þú vilt að leysist skjótlega Reyndu samt að sýna stillingu og vera ekki um of djarfur í orðum. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz Þú skalt gæta fyllsta öryggis I umferðinni og tefla hvergi I tvísýnu, ella getur illa farið. í kvöld skaltu vera heima við og bjóða gjaman til þln kunnmgjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.