Morgunblaðið - 19.05.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.05.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1968. 3 Jón Auðuns, dómprófastur: Almennur bænadagur ÞJÓÐKIRKJA ÍSLANDS væntir þess, að þessi dagur verði al- mennur bænadagur þjóðarinnair. Og þess er vænzt, að þá hafi menn einkum í hnga erfiðleik- ama, sem yfir þjóðina ganga á þessu vori, og þjáningar af hern- aðarböli víðsvegar um heim. Kristnum manni er eiginlegt að leigigja vandamál fram fyrir Guð í bæn. Svo lengi sem við vitum um miannlíf á jörðu hafa menn leitað hjálpar æðri mátt- airvalda, er þeir stóðu andspænis hamförum náttúrunnar, óárarn og hverskonar andsitreymi. En hug- myndir voru og eru margvísleg- ax um uppruna óláns og erfið- leika. Ýmsar hugmyndir frumstæðra trúairbragða um þau efni eru framandi kristindómi. Menn trúðu því áður íyrr, og sú hugmymd hefir reynzt ótirú- lega lífseig í kristninni, að óár- an, eldgos og isár, hernaður og hallæri væri refsing frá Guði, vottur reiði hans. Þessvegna vonu í frumstæð- um trúarbrögðum tíðkaðar fórnir til að blíðka guðina, guðdóminn og fá hann til að létta þjáning- um af þjökuðum mönnum stöðva eldgos, gefa regn á sfcræln aða jörð stilla veður og bægja hallæri og hörmungum frá. Jafnvel hinar mifclu menning- arþjóðir Evrópu til forna, Grikkir og Rómverjar, voru á valdi þessara hugmynda þrátt fyrir háþróaða heimspeki og list. ir, einfcum Grildtja, sem fcunn- uigt er. Þegar illt var í efni og vá sýndist fyrir dyrum, var grip- ið til þess að færa guðunum fórnir með hátíðlegum fórnar- siðum. Jafnvel var fórnað þræl- um og börnum til að sefa reiði guðanna. Þessar fornu hugmyndir eru þó ekki fjarlægari oss en svo, að sumar þeirra lifa í trúax- heimi okkar og trúarathöfnum, raunar í breyttri mynd, mildara og menningarlegra formi. Flestir menn í kristnum heimi eru vaxnir frá þessum fornu og frumsitæðu hugmyndum um Guð og stjórn 'hans. Vestræn vísrndi hafa sannfært allan- þorra manna um, að við lifum í lögmáls- bundnum heimi, heimi sem lýt- ur lögmálum en ekki duttlung- um máttarvaldanna. En er þá ekki farin ástæða þess að leita hjálpar Guðs og ákalla hann, þegar ótíðindi verða og óáran? Fjarri fer því. En um hvað og hvernig skal þá biðja? í eríiði og andstreymi skal biðja um handleiðslu Guðs til að standast erfiðleifcana, sigra þá, og um manndómslund til að bera þá, og þrek, meðan þess er þörf. Veitir þjóð okkar aí því að vera einhuga um þá bæn í dag? Að biðja Guð um að stöðva strauma hafs og hrekja hafísinn til Grænlands, ber meiri svip af töfratrú en Keima eigi í kristn- um dómi. Hitt er kristileg bæn að biðja Guð um leiðsögn, að við fáum sigrazt á erfiðleikunum og borið þá eins og menn meðan þeir standa yfir. Fjárhagserfiðleikar okfcar stafa sumpart af verðfalli, sem við höfum efcki fengið ráðið við. Þeir eru okfcur í huga í dag. Hvers ber um þá að biðja? Ekki þess, að Guð „taki í taumana“ og hækki veirð á út- flutningsafurðum okkar, heldur hins, að hann veiti otekur leið- sögu til að finna nýjar leiðir og vit .til að fara þær leiðir, og með- an þess er þörf manndóm til að taka erfiðleikunum eins og full-* orðnir menn en ekki eins Ogt fcveinandi krakkaT, óðara og efcki eru til allsnægtir. Af þvi hefir of mikið heyrzt og of mikiðl sézt hjá ofcbur síðan fór að berat á fjárhagserfiðleikum. ---------- \ ALMENNUR BÆNADAGUH*. — forðumst að líta á hann eima og töfratæki til að breyta rás náttúrulagmálanna og stefnat verðlagsmálum til hagstæðari áttar fyrir okkur. Hönd Guðs er framrétt til míit og þín. Verum einhuga um þáí ^ bæn, að ofckur lærist að þiggjít hjálp Guðs og handleiðslu hanS til að verða betri einstaklingar^ betri þjóð, þjóð sem hefir vif og manndóm til að takast á viðj stundarerfiðL j| Þá vex okfcur ekki yfir höfuðt sá vandi, sem okkur er nú ái höndum um sinn. í| Ætlum ekki Guði það, sendt hanm hefir lagt fyrir okku® sjálfa að leysa. En gleymum ekk| því, að „sérhver sá öðlast, senaf biður, og sá finnur, sem leitar, og fyrir þeirn mun upp lokið, eií á knýr“. |j Aðvörunarkerfið um ís í Þjórsá — reyndist vel við tilraunir í vetur I ÞEIM kuldum sem verið hafa á landinu í vetur og vor, hefur að sjálfsögðu verið enn kaldara á hálendi. Langt inni í Þjórsár- dal er nú mikil byiggð vegna framkvæmdanna við Búrfell. — Þar hefur oft verið kalt í veðri. Fór frostið þar upp fyrir 20 stig aðfaranótt 1. apríl, að því er Halldór Eyjólfsson, sem lengi var á Rauðalæk, tjáði okkur. Hann hefur umnið við flutninga á mönnum og athuganir á rann- sóknartækjum við árnar síðan 1964 og sagði, að vetur færu stöðugt harðhandi. Hann sagði a® í Tungnaárbotnum hefði kuldi mælzt 26 stig í febrúar. Ýmsar framkvæmdir eru í sambandi við kulda og ís vegna virkjunarinnar, og hefur verið unnið að tilraunum og uppsetn- imgum á tækjum í vetur. Eitt það merkilegasta er aðvörunar- kerfið ,sem verður í Þjórsá við Samöfell og mun gefa þeim sem stjórna í rafstöðimni upplýsing- ar um ís í ánmi þremur tímum áður en það vatn kemur að stífl- unni, þannig að hægt sé að gera ráðstafanir með hækfcun á vatns- borði o. fl. Eru tækin að mestu fullgerð, og hafa verið gerðar með þau tilraunir í vetur, því slik tæki hafa ekki verið notuð annars staðar við samskonar að- stæðuT. Mbl. fókk nánari upplýsingar um þetta hjá Gunnari Sigurðs- syni, yfirverkfræðingi Lands- yirkjunar. Hann sagði að þetta byggðist á viðnámsmælingum með rafmagni, sem mælir vöfcv- ann er rennur framhjá stöng neðan úr nofckurs konar báti í ánni og breytist svörunin eftir því hvort þarna er hreint vatn eða ís í því. Hefur Björn Krist- insson, verfcfræðinigur, smíðað þetta tæki og hefur það reynzt vel. Sjálfur mæíirinn og mæl- ingakerfið virkar ágætlega, en talsverðir byrjunarörðugleikar urðu við framkvæmdir, einfcum við að koma því örugglega fyrir i ánni. Þurfti m. a. að stækka bátinn sem bar tækin, auka hita- streymið til hans, til að bræða af honum, og fleira þessháttar. En við þetta töpuðust bátar, er ís hlóðst á þá eða þeir slitnuðu upp. En þetta hefur verið bætt eftir leiðum reynslunnar, og sagði Gunnar að þetta yrði mjög góð tæki, þegar ytri útbúnaður væri orðinn fullkomnari. Þarna er í rauninni um að ræða mæla af þremur mismun- andi gerðum, með aðskildu hlut- verki. Einn er ísskriðmælir, er mælir ísmagnið í ánni við Sanda- fell. Annar verður við inntaks- mannvirkin, til að gefa til kynna þykkt íssins við imntakið. Það er einniig viðnámsmælir. Sá þriðji er þrepahlaupavari, sem gefur aðvörun, þegar flóðalda kemur niður ána. Verður hann ofan við stífluna, e.t.v. við Sandfell og annar við Klofey. Ef hlaup kemur verður vitað um það 15—30 mínútum áður en það kemur að stiflunnL Skriðmælingin er samfelld mæling. Niðurstöður verða send- ar með loftbylgjum til stöðvar- hússins og lesið af mælum, til að sjá hve mikið það er. Þarna er líka vatnshæðamælir, sem Sig- urjón Rist hefur sett upp fyrir Landsvir'kjun, og koma upplýs- ingar um vatnshæðina með radíóbylgjum. En á aðvörunar- staðnum við Sandfell er rafstöð, sem sér þess'um tækjum fyrir rafmagni, og á efcki að þurfa að líta eftir henni nema öðru hverju. Sem kunnugt er, að stífl- an í ánni þannig gerð, að ef skrið er í ánni eða ís, má hækka vatns- borðið og leiða efsta lagið með ísnum í rennu út í Bjarmalækj- arskarð, vatnið í miðjunni er tekið inn í virkjunina, en það neðsta og þar með skriðið fer um neðstu hólfin og í burtu. Fréttamaður Mbl. kom um daginn að Þjórsá við Sandfell. Þá var búið að tafca mælinga- bátana upp, enda enginn ís leng- ur til að gera tilraunir með. Þarna hefur verið gerður Skáli fyrir þá sem eru að vinna, einnig settur kláfur yfir ána og hinum megin er verið að setja upp vatnshæðamælinn. Hvað harðnandi veðurfar snerí ir, þá er fylgzt með því. í haust var komið upp veðurathugunar- stöð við Tangafoss og upp úit miðjum vetri við Svartá og Hrauneyjarfoss, en veðurathug- anir hafa lengi farið fram þarna inn frá. Skipstjórar — Útgerðarmenn Höfum fyrirliggjandi 1%” trollvíra, merkta í 300 faðma rúllum. R. JÓNSSON S/F., umboðs- •& heildverzlun Nýlendugötu 14, sími 10377. SÍMI 16245 — GRETTISGÖTU 32. m NYK0MIÐ: SMEKKBUXUR, stærðir 0—1. SUMARPEYSUR TELPNA .stærðir 1—5. STUTTBUXUR, stærðir 3—8. SUNDBOLIR, heilir og bikini stærðir 128—152. SUNDSKÝLUR, stærðir 2—4. Heimilisiðnaðarfélag íslands. TÓVINNA 0G SPUNI Vegna mikillar eftirspurnar verður haldið eitt nám- skeið í tóvinnu. Námskeiðið byrjar 27. maí og stendur yfir í 10 daga. Upplýsingar í verzluninni íslenzkur heimilisiðnaður, sími 15500. Heiniilisiðnaðarfélag íslands. W ilton-teppad reglar trá Englandi Breiddin er 365 m. svo engin samskeyti myndast á miðju gólfi. Það fallegasta og bezta sem þér fáið á gólfið. Verðlækkun Við tökum mál og leggjum teppin með stuttum fyrirvara. PER8ÍA Sími 11822 — Laugavegi 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.