Morgunblaðið - 19.05.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.05.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. MAl 19W. Ingólfar Kristjnnsson: Siglnfjorðarkanpstaðiir 50 ára -150 ára verzlunarstaður arnar fóru í hönd. Fram undan var þá mesti annatími ársins, og honum fylgdi tiðum miklar vök ur og þreyta, en jafnframt von um mikla peninga og ófáar á- nægjustundir. Þá streymdi fólk til Siglufjarðar úr öllum áttum. Á götum úti og gildaskálum blönduðust saman mörg tungu- mál í glaðværum kliði, en borið í*at við að sukksamt yrði í bland — að hendur væru látnar skipta og jafnvel að hnífar blikuðu ; lofti, þá eir blóðheitiir „frænd- ur“ töldu sig eiga óuppgerðar sakir eða óútkljáð deilumál. Áður höifðu peningair verið lítt í umferð manna á meðal. En nú fylltu þeir skyndilega vasa allra þeirra, sem vettlingi gátu valdið og tekið þátt í at- hafnalifinu. Jafnframt jukust tekjur sveitarfélagsins, svo að það gat beitt sér fyrir, og stað- ið undir ýmsum framkvæmdum í þágu almennings, til aukinnar reisnar hinu unga ört vaxandi kauptúni. Þannig varð Siglu- fjörður til dæmis með fyrstu kaupstöðum landsins, sem fékk rafmagn til ljósa, þegar Hvann- eyrará var virkjuð árið 1913. Tveim árum áður hafði vatns- leiðsla verið lögð um þorpið og um líkt leyti komst á síma- samband við Siglufjörð, þrátt fyrir torvelda símalagningu yfir Siglufjarðarskarð. En Siglfirð- ingar vildu mikið á sig leggja til þess að fá símann. Þeir báru á sjálfum sér jarðstrenginn upp í skarðið, og auk þess styrktu fógrum sumardegl leggur peningalyktina yfir Siglufjörð. — jafnvel dauðir hlutir gátu ekki á sér setið, en brugðu á leik. Nýi tíminn skall eins og flóðbylgja yfir kauptúnið og H vanneyrarskálin (Ljósm.: Ólafur í baksýn. Ragnarsson). Um þessar mundir á Siglu fjörður tvöfalt afmæli. Liðin eru 150 ár frá því að hann hlaut löggildingu, sem verzlunarstað- ur, og 50 ár frá því að Al- þingi samþykkti lög um bæjar- stjórn á Siglufirði, en þá lög- gjöf fékk bærinn í eins konar afmælisgjöf, þá er rétt ein öld var liðin frá löggildingu verzl- unarstaðarins. Hinn 20. maí 1918 var alda- mótahátíð haldin á Siglufirði, en hámarkið náðu þau hátíða- höld, er oddviti síðustu hrepps- nefndarinnar þar, séra Bjarni Þorsteinsson, tónskáld, tilkynnti ' hátíðagestum, að Alþingi hefði samþykkt lög um bæjarstjórn á Siigliufirði, en frumvarp þar um var fflutit af þáverandi þinig- mönnum Eyfirðinga, þeim Stef- áni Stefánssyni í Fagraskógi og Einari Árnasyni á Eyrarlandi. Þegar minnzt er á Siglufjörð kemur sildin eins og ósjálfrátt í huga manna. Og þegar rætt er um síldveiðar, kemur Siglu- fjörður upp í hugann. Svo ná- komin og samruna eru þessi tvö nafnorð í vitund margra, að þegar annað er nefnt, myndast hiugreininingairiteogsll við hitt. Það er heldur engin tilviljun og ekki út I bláinn, að síldin skuli vera tákn Siglufjarðar- kaupstaðar, en þrjár myndir af þessum glitfagra fiski eru í skjaldarmerki og fána kaupstað- arins. Allt frá því um síðustu alda- mót er Siglufjörður tók að vaxa úr lítilli og fámennri verstöð í þróttmikinn athafna- og fram- fanabæ, hafa síldveiðar og sí'ld- ariðnaður sett mestan svip á at- hafnalíf Siglfirðinga og mótað þróun og viðgang kaupstaðar- ins. Og þó að misjafnlega hafi oft árað og síldin þráfaldlega brugðizrt, er húin þó jafnan snar þáttur í afkomu bæjarbúa og bæjarfélagsins á hverjum tíma. Siglufirði mætti líkja við kaup- höll. Gengi hans stígur eða fell- ur í hlutfalli við síldveiðarnar, og fasteignir og önnur verðmæti á staðnum, sem lítt eru seljan- leg á síldarleysisárum, geta skyndilega orðið eftirsótt á afla árum. Fáir kaupstaðir á landinu, að sjálfri höfuðborginni undan- skildri, munu jafnkunnir erlend is og Siglufjörður, og býr hann þar enn að fornri frægð. Víða þar seim Íslandssíld er á borð- um , er hún kennd við Siglu- fjörð. Þúsundir erlendra sjó- manna og tugir útvegsmanna komu líka þangað ár eftir ár, meðan síldveiðarnar stóðu með hvað mestum blóma við Norð- urland, og Siglufjörður var mið stöð þeirra og bærinn í sem örustum vexti. Allt stuðlaði þetta að kynningu staðarins út á við, og það lék ævintýra- ljómi um nafn Siglufjarðar. Á hverju ári fylltist fjörðurinn af skipum, svo að yfir að líta voru siglutré þeirra eins og þéttur skógur á höfninni: allar bryggj- ur og sérhver söltunarstöð reis af dvala eftir langan vetur, og ajlt komst á hreyfingu til sjós og lands. Silfurliitað hreistur síijlarinnar glitraði á gulum stökkum sjómannanna og svunt um söltunarstúlknanna, og marg litur höfuðbúnaður og hálsklút ar spegluðust í lygnum voginum imn með Eyrinni og bar við dökkgrænar hlíðar fjallanna handan fjarðarins. Ávallt ríkti mikil eftirvænt- ing á Siglufirði, þá er síldveið- þeir Landssjóðinin með fj árfnam- lagi til þessarar framkvæmdar: Sr. Bjarni Þorsteinsson. Niðri á Siglufjarðareyri, þar sem aðalkjarni þorpsins var, reis hvert húsið af öðru, meðal annars nýr barnaskóli og fim- leikahús — en barnaskóli hefur verið starfræktur á Siglufirði fná því árið 1883 —: göitua* voru lagðar og bryggjur smíðaðar, og brátt tók byggðin að teygja sig upp í brattlendið móti hlíðinni, en í landi hinna forrau bújarða, kirkjustaðarins Hvanneyrar, og Hafnar, hefur Siglufjarðarkaup staður byggzt. Það Liggur í augum uppi. að mikil breyting hafi orðið á dag legu lífi heimafólksins í hinu kyrrláta og afskekkta þorpi, þegar aðkomumenn fóru að streyma þangað í byrjun aldar- innar. Allt komst á hreyfingu raskaði öllu svipmoti þess. Sild- arstöðvar voru reistar á malar- kambinum á austanverðri eyr- inni, uppfyllingu var ekið í tjarnir og skurði og um ger- valla eyrina var byggt og göt- ur lagðar. Um aldamótin var að eins ein slétt moldargata ó Siglu fjarðareyri, Gránugatan, og náði hún frá sjó á austanverðri eyr- inni upp að svokölluðu Fakt- orshúsi, en tímamótaárið 1918, þegar Siglufjörður fékk kaup- staðarréttindin var búið að skipuleggja og byggja við meira en 20 götur, og nú eru marg- ar af þeim orðnar steinsteyptar. Á næstu árum angaði þorpið af viðair'lykt frá nýbyggðum húsium er blandaðist römmum, þráum og saiitikemndium fynk fná sildar- stöðvunum við sjóinn. Sagar- hljóð og hamarshögg voru á þess um tíma eins og hljómkviða, sem leikin var frá morgni til kvölds. Um fjörðin sigldu skipin, hvert á eftir öðru. Sum héldu á miðin til veiða, önnur sigldu frá landi með sumaraflann niðursaltaðan í tunnur, en inn á höfnina komu skip með byggingarefni í ný hús og nýjar bryggjur og söltunar- stöðvar, eða með tunnufarm og salt, — og svo auðvitað veiði- skipin, sem komu drekk- hilaðin að landi. Á þessum árum var ólgandi og litríkt líf á Siglufirði. All- ir höfðu nóg að starfa, menn og vagnar og hestakerrur. Allir lifðu í önn dagsins, og jafnvel kyrrð næturinnar varð tíðum stopul, þá er mikil síld barst að landi. Á fáum árum margfölduðust tekjur sveitarfélagsins, og báru hinir erlendu útvegsmenn og síldarsaltendur, ásamt nokkrum innlendum athafnamönnum, sem komið höfðu sér fyrir á Siglu- firði með atvinnurekstur sinn, mestan hluta hreppsgjaldanna. Fram á aldamótin síðustu var fátækraframfærsla einn stærsti úitigjialLd'aliður h reppsf ékugsinB og gekk drjúgur hluti aX tekjum þess til styrktar þurfamönnum og ómögum. Á þessu varð skjót breyting, eftir að síldin tók að veiðast og önnur útgerð og at- vimnuviegir efldiust. Þá varð af- koma ailimienninigs betri á Siglu- firði, en í flestum öðnum kaiup- stöðum landsins á þeim tíma. íbúunum fór líka ört fjölgandi. Má sem dæmi nefna, að alda- mótaárið áttu 408 manns lög- heimili í Hvanneyrarhreppi, bæði í Siglufjarðarkauptúni og sveitinni, en 15 árum síðar voru íbúar hreppsins orðnir 961. Þann ig hljóp snöggur vaxtarkippur í þessa fámennu fjarðarbyggð og breytti henni úr fátæku hrepps- félagi í þróttmikið og vaxandi kauptún. Leiddi þetta til þess, að Siglufirði voru veitt kaup- staðarréttindi með lögum frá Al- þingi 18. maí 1918. Verzlunarsaga Siglufjarðar hefst raunar 30 árum áður, en tilskipun Friðriks konungs sjötta um löggildingu verzlunar- staðarins var gefin út. Þar hafði verið starfrækt verzlun frá því 1788, er hið svokallaða fríhöndl- unartímabil hófst hér á landi, eftir að einokunarverzlun- inni var aflétt. Eins og kunn- ugt er, fól fríhöndlunin það í sér, að verzlunin hér á landi var gefin frjóls þegnum Dana- konungs, og tóku íslendingar þá brátt að gefa sig að verzlun, þótt langt væri í það, að þeir tækju verzlunina algjörlega í sínar hendur. Á fyrstu árum frí höndlunarinnar voru það nær einvörðungu Danir, sem réðu hér á landi verzlun, og höfðu margir þeirra áður verið verzl- unarstjórar eða aðrir starfs menn hinnar dönsku konungs- verzlunar. Á einokunartímabil- inu tilheyrði Siglufjörður verzl- unarsvæði Eyjafjarðar — eða Akureyirarverzluin, en bænd- um þar þótti óhægt um vik að sækja verziiun tdll Afcureyiriar enda landleiðin þangað yfir ó kleif fjöll að fara, en sjóleiðin fyrir Siglunes inn Eyjafjörð oft og tíðum torsótt, einkum að vetri og vori til, þegar hafís lagði að landi og rak inn á firð- ina. Þá þótti þeim öllu bæri- legra að fara til Hofsóss, vega- lengdin þangað styttri, hvort heldur klömgnazit var yfir SigiLu- fjarðarskarð og suður Fljót, eða farin var sjóleiðin út fyrir Úlfa- dalafjöll og fyrir Sauðanes og Amenninga inn Skagafjörð. Það var því ekki ófflkt, að Siigl- firðingar, Siglunesbændur og jafnvel. Héðinsfirðingar, rækju verzlun sína á Hofsósi, þótt í óleyfi væri. En ef til viU hafa þessi tengsl SigLfirðiniga við Hofisós- verzlun átt sinn þátt í því, að verzlun var sett á fót á Siglu- firði þegar árið 1788, en stofn- andi þeirrar verzlunar hafði ein mitt verið starfsmaður konungs- verzlunarinnar á Hofsósi í lok einokunartímabilsins. Þegar Siglufjörður var lög- giltur sem verzlunarstaður árið 1818, var eigandi verzlunarinn- ar þar Örum og Wulff og allt fram undir síðustu aldamót var oftast aðeins ein verzlun starf- rækt þar. Að sjálfsögðu hafði þó oft orðið eigendaskipti að verzluninni, og margir voru verzlunarstjórarnir á þessu tíma bili, mismunandi þokkaðir af al- þýðu manna. En vissulega átti almenningur mikið undir verzl- uninni og þeim mönnum, sem stjórnuðu henni. Á öldinni, sem leið, bar hæst nafn eins verzlunarstjóra á Siglufiirði, en það var nafn Snorra Pálssonar, sem var þar verzlunarstjóri frá 1864 til 1883. Hann hafði forgöngu um ýmsar verklegar framkvæmdir og nýj- ungar í félags- og menningarmál um og naut í því efni stuðnings og samvinnu við framfarasinn- aða menn í byggðarlaginu. Til dæmis stofnsetti hann, ásamt fleiri, Sparisjóð Siglufjarðar, sem á þessu ári er 95 ára: enn fremur gekkst hann fyrir niður- suðu matvæla, sennilega einnar fyrstu niðursuðuverksmiðju landsins, og sem þingmaður fékk hann því til leiðar komið, að Siglufjörður eða Hvanneyrar- hreppur varð sérstakt héraðs- læknisumdæmi 1879, en fyrsti héraðslæknir á Siglufirði var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.