Morgunblaðið - 19.05.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.05.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUK 19. MAÍ 1968. 11 Utsýnarferðir — Odýrar úrvalsferðir ÍTAL8KA RÍVIERAN ALAS8IO RIVIERA DEI FIORI—BLÓMASTRÖNDIN - nefnist strandlengja sunnan Alpanna frá landamæruxn Frakklands til Genova á ftal- íu. Fegursta borgin á Blómaströndinni er hin yndislega ALASSIO, sem mörgum Is- lendingum er kvrnn úr ferðum ÚTSÝNAR þangað undanfarin ár. Borgin stendur við lítinn flóa í skjóli fjallanna, hrein og björt við breiða, mjúka sandströnd, sem er 4 km löng og talin ein hin bezta í Evrópu. Hér ríkir ítölsk stemmning. Það er nota- legt að setjast niður á eitt kaffihúsið og drekka í sig — ásamt veitingum— áhrif in af fegurðinni, sem alls staðar blasir við, þar sem blómaskrúð í öllum regnbogans litum og hávaxnir pálmar bærast fyrir ljúf um andvara frá hafinu. Alassio er miðstöð sjávaríþrótta, og hægt er að stunda siglingar, köfun, sjóskíði, tenn is og golf. í Alassio eru 200 hótel, ágætar verzlanir og fjölbreytt skemmtanalíf. Gam an er að reika um hið fagra umhverfi borg arinnar, og völ er á skemmtilegum ferða- lögum eftir Blómaströndinni í báðar áttir, til Monte Carlo og Nice í vestri og til Genova, Rappallo og Porto Fino í austri. Alassio er frábær sumarleyfisstaður, og farþegarnir snúa aftur endurnærðir og geisl andi af lífsorku með fagurbrúnt hörund. HOTEL CONTINENTAL er alveg nýtt og sérlega viðfelldið hótel, opnað sumarið 1967. Það stendur aðeins 100 metra frá ströndinni. Flest tveggja manna herbergi eru með einkabaði og svölum og smekklega búin húsgögnum eins og borðsalurinn, bar og setustofa, og matur og þjónusta þykja ágæt. GRAND HOTEL GENOVA er eitt af stærstu hótelunum í Alassio og stendur alveg við ströndina. Flest tveggja manna herbergi eru með einkabaði, og sal ir eru rúmgóðir og vistlegir. „Suimarið 1967 fór ég til bæjarins Alassio á ítölsku Riverunni. Riviera dei Fiori— „Blómaströndin" ber nafn með rentu. Blóm og trjágróður er meðfram allri ströndinni og upp um allar hlíðarnar í krlng. Bað- ströndin sjálf er þakin fíngerðum ljósum sandi, öll hin ákjósanlegasta og sjórinn ylvolgur. Bærinn hefur upp á að bjóða gnægð verzlana og engin þörf er á að láta sér leiðast á kvöldin. Dansstaðir og skemmtistaðir eru þar við allra hæfi. Grand Hotel Genova er mjög vistlegt og þjónusta þar til fyrirmyndar. Ég vil þakka Útsýn fyrir mjög góða farar stjórn og fyrirgreiðslu, sem átti ekki hvað minnstan þátt í að gera mér þessa ferð ógleymanlega." Ástríður Guðlaugsdóttir, skrif. Brottför: 12. júlí, 26. júlí 9. ágúst. FERÐATILHÖGUN: 11 DAGAR ALASSIO 4 DAGAR LONDON Farþegar mæti í afgreiðslu Flugfélags ís- lands á Reykjavíkurflugvelli kl. 8.30 að morgni. Brottför þaðan kl. 9.30. Veitingar eru framreiddar í flugvélinni á leiðinni til London. Þaæ er lent 5 stimduim síðar. Fararstjórinn aðstoðar og leiðbeinir farþeg unum á flugvellinum við komuna, og síð- an er ekið inn í London, þar sem dvalizt verður til mánudags. Gist er I Regerat Palace Hotel við Piccadilly Circus, og er morgunverður innifalinn. Verzlanir eru opnar víða í London allan laugardaginn, en tilvalið er að nota sunnudaginn til að kynnast merkisstöðum heimsborgarinnar. Síðdegis á mánudag er aftur flogið frá London með ágætum flugvélum Britannia Airways til Genova á Ítalíu, og eru veit- ingar innifaldar á leiðinni. Flugið þangað tekur um 2 stundir, en síðan er ekið til hótels í Alassio, þar sem dvalizt er í 11 daga, og er fullt fæði innifalið. Komið er til London á heimleið aðfararnótt föstu- dags og gist í Regent Palace Hotel, bezt staðsetta hóteli Lundúna, en þaðan er ör- skammt í verzlunargöturnar frægu. Regent Street, Oxford Street og Bond Street ann- ars vegar en hins vegar I ýmis frægustu leikhús og skemmtistaði heimsins. — Flog ið er heim frá London kl. 17.30 á föstudag. og lent í Reykjavík kl. 21.30 Athugið að í ferðinni 12. júlí verður flogið til London með þotu Flugfélags Is- lands frá Keflavíkurflugvelli, og brottfar- arttmi þaðan er kl. 8.00 að morgni. SKAMDIIMAVIA SKOTLAMD HARDANGURFJ ÖRÐUR—OSLO KAUPMANNAHÖFN—GLASGOW Hér gefst yður kostur á að kynnast feg- urstu og skemmtilegustu stöðum nágranna landanna, njóta náttúrufegurðar Noregs og Skotlands, skemmta yðtir í Kaupmanna- höfn og verzla i Glasgow allt í einni og sömu ferð — fyrir ótrúlega lágt verð. Ferðir þessar hafa notið mikilla vinsælda s.l. 5 ár og færri komizt en vildu. Brottför 16. júlí HilÐ-EVRÓPA KAUPMANNAIIÖFN—RÍNAR- LÖND—SVISS—PARÍS Þetta er ein vinsælasta ferð Útsýnar og hef ur jafnan verið fullskipuð undanfarin 12 ár, enda heppilegasta kynnisferðin um meg inland Evrópu. Veitið athygli, að fegursta hluta leiðarinnar — um Rínarlönd, Svarta skóg og Sviss — er ferðazt í bifreið, svo að farþegarnir fái notið hinnar rómuðu náttúrufegurðar, en langleiðir eru farnar í flugvélum. Brottför 3. ágúst Ný ferðaáætlun komin út! ROfVf - SORREMTO „Allar leiðir liggja til RÓMAR, segir fornt orðtak, og hver er sá, að hann langi ekki til að stofna til kynna við þann stað, sem öðrum fremux hefur ráðið örlögum heims- ins. „Borgin eilífa“, eins og .hún er oft nefnd, eir auðug af list, sögu og klasstók- um minjum fortlðarinnar en nokkur annar staður i Evrópu. Einnig þeir, sem ekki hafa áhuga á sögu og fornminjum, finna hér nóg við sitt hæfi: verzlanir, er bjóða hvers kyris fagran vam- ing, þvi að ítalsikar iðnaðar- og tízkuvörur þykja í fremstu röð, gnægð veitinga- og skemmtistaða, glaðvært götulíf og suðrænt áhyggjuleysi. Hvarvetna mæta augum merk ir staðir og áhrifin eru heillandi og sterk. Enginn gleymir töfmm Rómaborgar, tign hennar og seiðmögnuðum áhrifum, hafi hann eitt sinn kynnzt þeim. Flestir þekkja sönginn fagra um SORREN TO. Þetta er kjörin ferð fyrir þá, sexn unna list og fegurð, því að fáir staðir í heiminum eru jafndáðir fyrir náttúru- fegurð, og Sorreinto og nágrenni heranar við bláan Napoliflóann. Það er engin tilviljun, að margix fegurstu söngvar ítalfu eru upp- runnir héðan. Útsýnið er frábært og skarramt að fara til hinna frægu staða Pompei, Napoli, Amalfi og út í eyraa Capri. Ferð, se<m skilur meira eftir af heillandi myndum og miraningum I hug manns, er vandfundin. GRIKKLAMD GRIKKLAND er mjög ofarlega á vin- sældalista ferðamanna. enda hafa fá lönd jafnmikið að bjóða. Það, sem eirikum hef- ur dregið úr ferðum íslendinga þangað er, hve ferðalagið hefur verið dýrt. Vegna hagstæðrar samvinnu við RIVIERA í Lond on, getur ÚTSÝN nú boðið fjölbreytta Grikklandsferð á ótrúlega lágu verði og miklu ódýrari en áður hefur þekkzt frá íslandi. Allt er nú með kyrrum kjörum í Grikklandi og engin ástæða til að láta stjórnmálaástandið aftra sér frá að ferðast þangað. Auðséð er, að margir munu nota sér þetta einstæða tækifæri til að kynnast þessu stórmerka heillandi landi og sögu þess. Aþena er langþráð takmark öllum, sem nokkurt skyn bera á sögu og listir hins vestræna heims. En það er ekki aðeins hinn fomi frægðarljómi og minnismerki landsins, sem lokka ferðamenn þangað. Grikkland nútímans á líka sína töfra, götu líf með hálfausturlenzkum blæ, fjölda veit ingastaða og næturklúbba og skemmtanalíf með stórborgarsniði, að ógleymdum úrvals baðstöðum. Þesssar Grikklandsferðir ÚTSÝNAR eru sérstaklega fjölbreyttar, þar eð farþegun- um gefst einnig kostur á heillandi siglingu um Adríahafið meðfram ströndum Júgó- slavíu á leið til Grikklands. TH boða standa kynnisferðir til margra merkustu staða landsins, s.s. Korintu, Mykene, Epid- aurus, Nauplia, Olympíu og Spörtu, en uppihald í 12 daga á einum bezta bað- stað landsins, um klukkustundarferð frá Aþenu. Stanzað er í 4 daga í London og komið heim þaðan með þotu Flugfélags íslands að kvöldi 19. dags. Brottför: 16. ágúst, 30. ágúst. FERÐ ATILHÖGUN: 3 DAGAR RÓM 8 DAGAR SORRENTO 4 DAGAR LONDON ÓDÝRT TIL LOMDOM London er orðin vinsælasta borgin er- lendis hjá islenzkum ferðamönnum. f sumar getur ÚTSÝN boðið sérlega hag- stæðar hálfsmánaðarferðir til London með hóteluppihaldi og fyrirgreiðslu í borginmi, þar eð starfsmaður ÚTSÝN- AR verður staðsettur 1 London og get- ur veitt margvislega aðstoð, ef á þarf að halda. Athugið að 15 daga ferð kost- ar aðeins kl. 11,250,— miðað við gist- ingu í Regerit Palace Hotel, en eiranig er völ á öðrum hótelum. 3 DAGAR SIGLING M/S HELEANNA 12 DAGAR GRIKKLAND 4 DAGAR LONDON Farþegar mæti í afgreiðslu Flugfélags ts- lands á Reykjavikurflugvelli kl. 8.30 að morgni. Flug þaðan til London. Sjá nán- ar ferðatilhögun í ítaHuferðum. Gisting á Regent Palace Hotel í London eina nótt en ferðinni haldið áfram á laugardags- morgun kl. 9.55 til Rimini á Ítalíu með Britannia Airways. Þaðan er ekið til hafnar í Ancona, um 2 stunda ferð í þægi- legum langferðabíl, en þar koma farþegar sér fyrir I klefum sínum i skemmtiferða- skipinu HELEANNA, sem er 26 þús. tonn og býður upp á alls kyns þægindi og skemmtan. Geta farþegarnir notið þess að hvíla sig á hinu stóra og rúmgóða skipi á skemmtilegri siglingu í hálfan annan sólarhring á leið til Patras í Grikklandi. Þangað er komið á mánudagsmorgun og ekið til hótelsins á hrífandi fögrum stað við botn Korintuflóans, þar sem dvalizt verður i 12 daga. Til Aþenu er aðeins rúmlega klukkustundarferð. Auk þess er völ á ýmsum kynnisferðum til merkustu og sögufrægustu staða landsins. Að þessum fögru, sólbjörtu og viðburðarríku dögum liðnum er siglt aftur með Heleanna undan ströndum Júgóslavíu til Ancona og flogið frá Rimini til London síðdegis, þar sem dvalizt verður 3 daga áður en haldið er heim með þotu Flugfélags íslands. HOTEL BAKOS í Loutraki er alveg nýtt fyrsta flokks hó- tel, opnað 1967. Það stendur 100 metra frá ströndinni í hrífandi umhverfi við botn Korintuflóans. Staðurinn er frægur fyrir heilsulindir og gott loftslag, hreinlegur og óspilltur af ferðamannastraum, en býður þó upp á nokkurt skemmtanalíf. CLUB POSEIDON er sumarleyfisnýlenda um klukkustundar- ferð frá Aþenu. Gestirnir búa í þægilegum og vistlegum smáhúsum, en í sambygg- ingu eru setustofur, matsaUr, danssalir og önnur þægindi til afnota fyrir gestina, og þar er dans og skemmtiatriði á hverju kvöldi. Það eru aðeins örfá skref á hina ágætu strönd og örskammt til Loutraki. VIMSÆLUSTL SPÁMARFERÐIRMAR: Brottför: LLORET DE MAR 15 dagar 18/6—26/7 9/8—16/8 23/8—30/8 6/9 13/9 HÓTEL: ALEXAINE, FLAMINGO, INTER, RIVIERA — VERÐ: FRÁ KR. 10.900.- MEÐ SÖLUSKATTI SÍMAR: 20-100 og 2-35-10. Austurstræti 17 FERÐASKRIFSTOFAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.