Morgunblaðið - 19.05.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.05.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1968. 17 ískyggilegar horfur Hafísinn við norðausitanvert landið hefur þegar valdið íbú- um þar stjórtjóni og vekur nú vaxandi ugg um land allt. Fæst- ir núlifandi íslendingar þekkja af eigin raun til verulegra vand ræða af hafis við strendur landsins. Að undanförnu hefur stundum mátt virðast svo sem sumir héldu tal um hættu af hafís einskonar endurvakning á kynjasögum aftan úr öldum. Um slíkt er ekki að fást, enda er allur viðbúnaður gegn þessari hættu ákaflega erfiður, bæði vegna þess að enginn veit fyrir- fram hvenær hana ber að garði, og þegar hún birtist þá lýsir hún sér með síbreytilegum hætti. Rétt fyrir hið hryggilega andlát Markúsar Sigurjónssonar skipstjóra í vetur var endur- prentuð í Morgunblaðinu eftir- tektarverð grein, sem hann hafði skrifað um hafíshættuna og áður hafði komið í Sjómanna- blaðinu Víking. Þar vekur hann athygli á þeim voða, er af því (Ljósm. Ólafur Ragnarsson) Sumar í Siglufirði. REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 18. maí geti stafað, að ísinn reki úr Norðurhafinu inn í Norðurfló- ann milli Hornbjargs og Langa- ness og þrýstist með ofurþunga upp að landsteinunum. Enn sýn- ist ekki svo illa komið, þó að ísrekið nú minni mjög á aðvar- anir Markúsar, og vonahdi ræt- ist betur úr áður en varir. Þrátt fyrir það, að allir voni hið bezta, verða menn að reyna að gera sér grein fyrir til hverra úrræða skuli grípa, ef verulega illa fer. Um sumt stöndum við nú miklu betur að vígi en áð- Ur, en hins vegar eru menn nú mun háðari flutningum að og frá en fyrr. Hér þarf glögga athugun á öllum aðstæðum, bæði til ákvörðunar um aðgerðir nú og til lærdóms síðar. Hefur Kadar vit fyrir hinunt? Mjög fróðlegt hefur verið að fylgjast með framvindu mála í Tékkóslóvakíu síðustu vikur. Augljóst sýnist, að lítillar hrifni gæti hjá ýmsum valdamönnum í Sovét-Rússlandi yfir þeirri at- burðarás. Engu að síður virðast þeir þó a.m.k. enn vera þar of- aná, sem varúðar vilja gæta. Ýmis miálgögn eru hins vegar lát in halda uppi harðri gagnrýni á hina nýju valdamenn í Tékkó slóvakíu og heimta að þar sé étoki haldið otf eimcLreigið eða ákaft í frelsisást! Hversu und- ir logar sést af því, að mestu valdamenn Tékkóslóvakíu komu í heimsókn til Moskvu um miðja nótt, áttu ítarlegar viðræðurvið æðstu menn Sovétríkjanna og hurfu síðan á braut með þeim hætti, að af fréttatilkynningu var bersýnilegt, að verulegur á- greiningur hafði orðið og var enn óleystur. örfáum dögum síð ar var haldinn nýr fundur í Moskvu, þar sem helztu ráða- menn úr A-Þýzkálandi, Póllandi Ungverjalandi og Bulgaríu lögðu saman ráð sín og Sovét- stjórnarinnar rússnesku. í er- lendum blöðum segir, að þar hafi talsmenn austur-þýzkra komm- únista og Pólverja verið tillögu- verstir, en Kadar frá Ungverja- landi lagt bezt til mála og ein- dregið lagst gegn því, að ný í- hlutun á borð við það, sem haust ið 1956 átti sér stað í Ung- verjalandi yrði endurtekin. Telja nú flestir, að slík árás sé ekki yfirvofandi, þó að liðs- flutningar að landamærum Tékkóslóvakíu, séu til þess lag- aðir að minna Tékkóslóvaka á, að þeim hæfi bezt að hafa hóf á frelsi og lýðræði í landi sínu. Heimsóknir Kosygins og rúss- neska hermálaráðherrans til Prag eru vafalaust af sömu rót- um runnar. Illa íjarri góðu gamni Greinilegt er, að kommúnistar hér una því illa að hafa ekki getað hrint af stað ámóta stú- dentaóeirðum og að undanförnu hafa víða brotist út. S.l. fimmtu- dag er forustugrein Þjóðviljans um þetta efni og nefnist „Ba' átta stúdenta.“ Þar segir m.a.: „Þessi barátta hefur verið margvísleg eftir aðstæðum, en hvarvetna er þó borin fram sr sameiginlega krafa, að bæta þurfi menntunarskilyrði til mik- illa muna og að stúdentar fái stóraukin áhrif á málefni menntastofnana sinna.“ Síðan eru færð um þetta nokk- ur dæmi, sérstaklega vikið að atburðum í Frakklandi og Dan- mörku og í lokin segir: „Islendingar hafa fulla ástæðu til að gefa þessari at- burðarás gaum; menntunarkerfi okkar er afar úrelt, vinnuað- staða mjög léleg í skólum, kenn- arar of fáir og illa launaðir. Því væri skynsamlegt af stjórr völdum hér að taka frumkvæði í þessum málum, stórauka fjár- framlög til menntastofnana og bjóða námsmönnum að fyrra- bragði aukin lýðréttindi í skól- um sínum. Séu hins vegar hat- ursskrif Bjarna Benediktssonar og Morgunblaðsins um nemend- ur og kennara við Ménntaskól- ann á Akureyri til marks um skilning valdhafanna á þessum vandamálum, er ekki von á góðu.“ Enginn ber á móti því, að fræðslukerfi okkar þurfi endur- skoðunar. Slík endurskoðun hef ur raunar átt sér stað árum saman og lýst sér í síbættu fyr- irkomulagi margra hluta, þó að hitt sé rétt að betur má, ef duga skal, miðað við þær öru breytingar, sem nú verða hvar- vetna á þjóðfélagsháttum og menntunarkröfum. Eftir aðstæð- um hafa íslenzk stjórnvöld feng- ið miklum umbótum áorkað og einkanlega lagt sig fram um að búa vel að stúdentum. Sú við- leitni lýsir sér m.a. í fyrirmæl- um um stórbætt kerfi styrkja og, lána, og nú síðast í félags- stofnun stúdenta, sem lögfest var á nýafstöðnu Alþingi. Þar eru stúdentum sjálfum fengin úrslitaráð um þessi mikilvægu málefni þeirra. Allar þessar um- bætur hafa náðst fram með hóf- samlegri málsókn stúdenta og skynsamlegum undirtektum rík- isstjórnar og Alþingis, án þess að Alþingi götunnar kæmi þar nokkuð við sögu. Þögn um hið þýðiíigarmesta Þótt Þjóðviljinn telji ástæðu til að skrifa sérstaka langa for- ustugrein um „baráttu stú- denta“, þá minnist hann þar ekki á það, hvar hún hefur orð- ið áhrifaríkust. Það er rétt, að víða í V.Evrópu og í Banda- rikjunum hafa orðið hörð átök á milli stúdenta og yfirvalda bæði ríkis og háskóla. Hvergi hafa átökin þó orðið harkalegri né áhrifameiri en í A.Evrópu. Viðureign Sovétstjórnvalda við hina frjálshuga rithöfunda er einungis einn anginn af ókyrrð ungra menntamanna í þessum löndum. Átökin urðu samt miklu alvarlegri í Póllandi, þar sem því fáheyrða bragði var hótað, að foreldrar ungmenna skyldu verða fyrir refsingum vegna á- virðinga barna sinna fyrir of r ötula baráttu í frelsisátt! Þýð- ingarmest hefur þó barátta stú- denta í Tékkóslóvakíu reynzt. Ákaflega er hæpið, að ef þeirra hefði ekki notið við, þá hefði tekizt að hrekja hina gömlu Stalínista frá völdum og fá nýja víðsýnni menn í þeirra stað. Hópganga stúdenta til grafar Jans Masaryks á 20 ára ártíð hans vakti heimsathygli. Sú hóp- ganga var tákn þess, að tékk- neska þjóðin lætur ekki lengur bjóða sér, að dánarorsök hiris vinsæla utanríkisráðherra sé framvegis hjúpuð sömu leynd og hingað til. Heiftin sem sú sann- gjarna krafa hefur vakið á með- al afturhaldsaflanna í A.EvrópU, kemur aftur á móti fram í því, að í rússnesku tímariti hefur ver ið harðlega ráðist á föður Jans Masaryks sjálfa þjóðhetju Tékkóslóvaka, Thomas Masar- yk, þeirra fyrsta forseta, aLþekkta frelsishetju sinna tíma. Þó að Þjóðviljinn iðki það óspart að fræða lesendur sína um at- burði í A-Evrópu sér hann ekki ástæðu til að minnast á þátt stúdenta í þessum úrslita at- burðum, heldur segir hann í um- getinni forustugrein: „Þessi sameiginlegu hags- munamál stúdenta hafa svo tengst almennum þjóðfélags legum baráttumálum, en á því sviði hefur að vonum borið hæst andstöðuna gegn árásarstyrjöld Bandaríkjanna í Víetnam." Nemendur og sellustjórar tvísaga f síðasta Reykjavíkurbréfi var birtur kafli úr grein Péturs Þor- steinssonar, nemanda í Mennta- skóla Akureyrar, sem hann skrif aði „fyrir hönd hlutaðeigandi“ til skýringar á hinni hneykslan- legu framkomu kommúnistasell- unnar í Menntaskóla Akureyrar sumardaginn fyrsta s.l. f tilvitn- aðri grein Péturs þessa segir m.a.: „Fullnægjandi svar við þess- um ásökunum er raunar sú stað- reynd, að við borguðum börn- unum að meðaltali tuttugu og fimm krónur hverju, sem var snöggt um hærri upphæð en sú, er Mbl. greiðir. Töldum við, að við værum ekki með þessu að níðast á blaðburðarbörnum Mbl. heldur að semja við þau sem sjálfstæðan samningsaðila á sama grundvelli og Mbl.“ Af þessari umsögn Péturs Þor- steinssonar er augljóst, að hann vill sannfæra almenning um að því fari fjarri, að þeir félagar hafi viljað „níast á blaðburðar- börnum Mbl. heldur semja við þau sem sjálfstæðan samnings- aðila á sama grundvelli og Mbl.“ Nú hafa kennararnir tveir, sem tekið hafa Pétur Þorsteinsson og félaga hans undir sína pólitísku handleiðslu, einnig báðir upp- lýst málið af sinni hálfu. f Þjóð- viljanum 12. maí skrifar Jóhann Páll Árnason menntaskóla- kennari m.a.: „Á sumardaginn fyrsta var svo sem kunnugt er skipulögð á Akureyri mótmælaaðgerð gegn hvoru tveggja, glæpaverkum Bandaríkjamanna í Víetnam og þjónkun Morgunblaðsins við þau. Aðgerð þessi kom blaðinu í opna skjöldu ..." Þessi frásögn Jóhanns Páls kemur alveg heim við það, sem Jón Hafsteinn. Jónsson mennta- skólakennari hafði sagt í Þjóð- viljanum þegar hinn 4. maí á þessa leið: „ ... Víetnambréfi nr. 3 var dreift á Akureyri um leið og Morgunblaðinu, sýnilega til að andmæla hinni svívirðilegu af- stöðu þessa volduga blaðs til Víetnamstriðsins en ekki til þess að spara fé og fyrirhöfn, eins og Jón Helgason, formaður Al- þýðubandalagsins á Akureyri heimskar sig á að upplýsa við Morgunblaðið.“ „Siðferðilesa rétt“? Eftir yfirlýsingar mennta- skólakennaranna tveggja verður ekki um það villst, hve fjarri þeir og nemendur þeirra hafi verið því, að semja við útburð- arbörn Morgunblaðsins á sama grundvelli og Morgunblaðið um að vinna heiðarlegt og öllum augljóst verk, heldur var verið að níðast á blessuðum börnun- um með því að ginna þau með fémútum til þess að fara á bak við hinn eiginlega vinnuveit- anda sinn. I hinu lýð- frjálsa íslandi er mönnum að sjálfsögðu heimilt að hafa mis- munandi skoðanir á ágæti Morg- „ bláðsins sem og því, hvar styrjaldaraðili í Víetnam beri meiri ábyrgð á ógæfu þess óham- ingjusama lands. Um hitt verð- ur ekki deilt, að tilraun til að koma mótmælum fram á þann veg, sem þessir tveir mennta- skólakennarar gerðu með nem endum sínum er fullkomið sið- leysi, sem hlýtur að sæta harðri fordæmingu hjá öllum þeim, er kunna að greina á milli þess, sem rétt er og rangt. Eftir yfir- lýsingar menntaskólakennar- anna tveggja verður því að ætla, að siðferðisvitund þeirra sé meira en lítið brengluð. Það staðfestist óneitanlega af yfir- lýsingu Jóns Hafsteins Jónsson- ar í Þjóðviljanum hinn 16. maí, þegar hann segir: „Nú er það mála sannast, að dreifiinto ViebniambréÉsins hér á Akureyri var lögleg athöfn og auk þess eins og aðrar hlið- stæðar mótmælaaðgerðir sið- ferðilega rétt.“ „Smáborgaraleg vihorf“ Út af fyrir sig skal það full komlega dregið í efa, að dreif- ing bréísinis hafi veirið lögleg at- höfn. Þvert á móti, eru allar líkur til, að þarna hafi freklegt lagabrot í garð ósjálfráða út- burðarbarna og Morgunblaðs- ins átt sér stað. En Morgun- blaðið hefur enga löngun til að koma fram laga refsingu gegn þessum ógæfusömu mönnum. Að- alatriðið er, að siðleysi þeirra má ekki liggja í þagnargildi. Þó er skylt að geta þess, að menn irnir virðast ekki eins blindu slegnir og þeir láta, því að Jón Hafsteinn Jónsson a.m.k. víkur að því í grein sinni 4. maí, að „.... illt er til þess að vita að smáborgaralegra viðhorfa skuli jafnvel gæta enn meira í Verka- manninum en íhaldsblöðunum“. Þessi sama hugsun kemur enn Ijósar fram í grein hans hinn 16. maí, þar sem segir: „Hin smáborgaralega afstaða sumra Akureyrarblaðanna að einblína á öll frávik frá hefð- bundinni hegðun, en vilja ekki sjá það samhengi, sem þar kann að vera við hin stærstu mál sam- tímang, er naiumast annað en við var að búast, og erfitt hlýtur þeim að reynast að skilja götu- setur Bertrands Russels og hans manna.“ Rödd samvizkunnar hjá Jóni Hafstein, er sem sé ekki alveg þögnuð. Hitt tekur út yfir, þeg- ar hann vitnar máli sínu til stúðnings í Bertrand Russel og götusetu hans. Bertrand Russ- el var á sínum tíma merkur mað- ur, en hann er nú nær einn- ar aldar gamall og hefur í meira en 20 ár gengið í barndómi. f elliórum hans hefur verið skammt öfganna á milli. Ein- mitt á þessu ári eru 20 ár lið- in frá því, að Bertrand Russ- el fullyrti, að árásar strið „preventiv war“ gegn Rússlandi væri réttlætanlegt. Hann sagði orðrétt: „Ég er í engum efa um, að Amerika mundi vinna að lokum. Kommúnismann verður að þurrka út og heimsstjórn að koma til valda.“ Það er rétt, að í þessum orðum átrúnaðar- goðs Jóns Hafsteins Jónssonar lýsir sér sízt af öllu „smáborg- araleg" afstaða né hollusta við „hefðbundna hegðun“. En er það virkilega slíkur lærdómur, sem æskulýður íslands þarf nú öllu öðru fremur á að halda?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.