Morgunblaðið - 19.05.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.05.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUN’BLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. MAt I9«*. Útgefandi: Fr amk væmdastj óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Ritstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: í lausasölu: Áskriftargjald kr. 120.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Simi 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Kr. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. SIGLUFJÖRÐUR H ALMENNUR BÆNADAGUR inn almenni bænadagur íslenzku þjóðkirkjunnar l^eir íslendingar eru býsna1^ margir, sem eiga góðar minningar frá dvöl í Siglu- firði, síldarbænum, þar sem allt iðaði af lífi og fjöri, eft- irvæntingu, uppgripum — og raunar líka vonbrigðum. Þess vegna eru það miklu fleiri en þeir, sem af sigl- firzku bergi eru brotnir, sem hugsa til Siglufjarðar nú á 150 ára afmæli verzlunar- staðar og 50 ára afmæli kaup- staðarréttinda. Á fyrri helmingi aldarinn- ar gnæfði Siglufjörður hátt yfir alla aðra við síldveiðarn- ar, og enn er Siglufjörður og síldin samtvinnuð í hugum manna, enda er aðstaða til móttöku og vinnslu síldar í Siglufirði enn miklu meiri en nokkurs staðar annars staðar, og þar er enn það fólk, sem bezt kann til verk- unar þessa verðmætis. En Siglufjörður er miklu meira en athafnabærinn, þar sem síld og annar sjávarafli er unninn. Siglufjörður er bær mikillar menningar, íþrótta og lista og hefur lengi verið. E.t.v. stuðluðu upp- gripin á sumrin, en minni umsvif á veturna, að því að öflugt félags- og menningar- líf þróaðist í Siglufirði og sjálfsagt á innilokunin langa vetrarmánuði einnig sinn þátt í því. Þótt síldin hafi ekki verið hliðholl Siglfirðingum að undanförnu er enginn vafi á því, að hún mun aftur berast þar á lánd í stórum stíl og Siglufjörður mun á ný öðlast sinn sess sem óumdeilanlegt höfuðból á sviði síldarútvegs — og mannvirkin og fólkið bíður þess albúið að taka við aflanum. Síldarflutningarnir hafa gefið góða raun, og þeir verða stórauknir í sumar, ef síldin þá ekki kemur upp að Norð- urlandinu strax á þessu ári. Hin nýja tækni gerir það að verkum, að Síglufjörður verð ur mikill síldarbær á þessu ári og í framtíðinni, hvert svo sem sækja verður aflann lengra eða skemra. Morgunblaðið flytur Siglu- firði og Siglfirðingum beztu árnaðaróskir í tilefni af af- mæli kaupstaðarins og það talar fyrir munn íslendinga allra, þegar það óskar þess, að mikil síld eigi á ný eftir að berast til Siglufjarðar og atvinnulífið að eflast og styrkjast. er í dag. I öllum kirkjum landsins skal beðið fyrir far- sæld landsins og friði í heim- inum. í dag skal þeirra minnzt, sem ógæftir, afla- brestur og vorharðindi bitna mest á, og þess beðið, að þjóð in í heild takist á við erfið- leikana og vinni samhuga að almannaheill. Þá skal beðið fyrir þeim, sem styrjöld þjakar og ógnar, og þeim, sem vinna að sáttum og friði og leita lausnar á vandamál- unum, sem stefna okkur öll- um í beinan voða og opinn dauða, ef eigi greiðist úr. Löngum heyrist, að trú- rækni sé þverrandi meðal ís- lenzku þjóðarinnar, kirkjur séu ekki sóttar nema af rosknu fólki og æskan láti sig kristindóminn engu varða. Hvað sem hæft er í þessum fullyrðingum, er hitt víst, að kenningar kristninnar um sið gæði og kærleika hafa festst djúpum rótum meðal þjóðar- innar og eru snar þáttur í uppeldi sérhvers æskumanns. íslenzka þjóðkirkjan hefur vaxið mjög undanfarin ár. Nýjar glæsilegar kirkjur rísa af grunni og safnaðarstörfin aukast, þar sem margir leggja á sig erfiði í óeigin- gjörnu starfi. Hlúa ber að æskulýðsstarfi kirkjunnar og gera henni kleift að efla það við sem beztar aðstæður, þar sem öflugt starf kirkjunnar á því áfiði getur haft góð og varanleg áhrif á þjóðlífið í heild, þegar fram líða stund- ir. Um þessar mundir umlyk- ur hafís meirihluta okkar norðlæga lands, víða er hart í ári og ekki sér fyrir, hvern- ig sigrast verður á erfiðleik- unum. Nýlega eru hafnar viðræður til lausnar hinu hörmulega stríði í Víetnam. í dag munu íslendingar biðja fyrir farsælli lausn þessara mála. LISTIR l^íeð hækkandi sól færist * * gróska í liststarfsemi okk ar. Um síðustu helgi lauk hér i borginni þremur mynd- listarsýningum og um þessa helgi hefjast tvær. Þá hafa myndlistarskólarnir efnt til sýninga á verkum nemenda sinna. Á sýningum þessum sést, að íslendingar eru ó- hræddir að kanna nýjar slóð- ir á sviði myndlistar eins og í öðrrum listgreinum. Þá vekur fjölbreytileiki á sviði tónlistar einnig athygli. Um þessar mundir eru tón- listarskólarnir að ljúka starf- •y.-v UTAN ÚR HEIMI ••••• Sovézki marskálkurinn Jakub ovsky er hann kom í heimsókn til Prag fyrir nokkrum dögum. Rauðir haukar og dúfur deila um Tékkóslóvakíu HARÐAR deilur fara nú fram að tjaldabaki í Sovét ríkjunum og þeim kommún istalöndum, sem enn fylgja sovétstjórninni að málum, um það hvemig bregðast eigi við þróuninni í Tékkó slóvakíu. Að sumu leyti bera þessar deilur keim af umræðum þeim um Viet- nammáljð. sem valdið hafa kiofningu í Bandarikjun- um. Bæði þar og í Austur- Evrópu eigast við „hauk- ar“, sem fylgja herskárri stefnu, og dúfur, sem vilja friðmælast. Harry Schwartz, hinn kunni sérfræðingur New York Times í málefnum kommúnistaríkja, tók deil- urnar í kommúnistalöndun um nýlega til meðferðar, og verður efni greinar hans rakið hér. HAUKARNIR í kommúnista- löndunum líta á þróunina í Tékkóslóvakíu sem illkynjaða meinsemd, sem aðeins verði læknuð ef skjótt verði brugð- ið við og öllum tiltækum ráð- um beitt, því að öðrum kosti muni valdablökk kommúnista liðast í sundur. Liðssafna'ður Rússa á landamærum Pól- lands og Tékkóslóvakiu í síð- ustu viku, sem var rækjlega auglýstur að yfirlögðu ráði, þjónaði þeim tilgangi að vara leiðtogana í Prag við því, hvað þeir gætu átt í vændum ef Alexander Dubcek leiðtogi tékkneskra kommúnista, breytti ekki stefnu sinnj. Áð- ur höfðu Austur-Þjóðverjar undirbúi'ð jarðveginn fyrir hugsanlegar hernaðaraðgerðir með ásökunum um, að banda- rískir hermenn óg skriðdrek- ar hefðu verið fluttir til Tékkóslóvakíu. Þá var pólsk- semi sinni. Efnt ,er til nem- endatónleika, þar sem hljóm- sveitir og einleikarar úr skól- unum koma fram og kynna list sína. Söngkórar laridsins um kommúnistum sagt, að „sannir“ kommúnistar í Tékkó slóvakíu þyrftu ef til vill á hjálp Pólverja að halda til þessa að flæma burtu „endur skoðunarsinna" og zíonista", sem hefðu framið „valdarán" í Prag. Hins vegar hefur ekki verið gripfð til neinna róttækra ráð stafana, því að skoðanir eru mjög skiptar í ríkisstjórnum kommúnistalandanna, einkum þó í Moskvu. Óttast ekkj Vesturveldin. í hópi haukanna, sem vilja róttækar og skjótar aðgerðir, eru áreiðanlega austur-þýzki kommúniistaleiðtoginn Walter Ulbricht, sovézki hugmynda- fræðingurinn Mikhail Suslov, sennilega Leonjd I. Brezhnev, aðalritari sovézka kommún- istaflokksins, og Moczar-klík- an í Póllandi (sem hefur stað- ið fyrir herferðinni gegn „zíon istum“ þar í landi). Fremstir í flokki dúfnanna, sem hvetja til þess að gætt verði stjlling ar og gerðar verði nýjar til- raunir til a'ð koma á sáttum, eru Alexei Kosygin, forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, og Janos Kadar, leiðtogi ung- verska kommúnistaflokksins. Haukarnir halda því fram, að hernaðarleg „lausn“ yrði tiltölulega einföld og gæti vel orðið með sama hætti og í Ungverjalandi 1956. Þeir segja, að það eina sem gera þurfi sé að tilkynna í útvarpi í Moskvu, Varsjá og Austur-Berlín, að „sannir“ kommúnistar í Tékkóslóvakíu undir forystu Antonin Novot- nys fyrrverandi forseta eða einhvers annars fyrrverandi lefðtoga, sem handgenginn er honum, hafi komið á fót sann leggja land undir fót og ferð- ast í aðra landshluta, þar sem söngur þeirra vekur verð- skuldaða athygli. Áhugi tíslendinga á fögrum ri „stjórn yerkamanna og bænda“ í Tékkóslóvakíu og hún hafii be'ðið „ríkisstjórnir í öllum bræðralöndum" um aðstoð. Herir Rússa og ann- arra Austur-Evrópuríkja gætu síðan með samræmdri sókn ráðizt inn í Tékkóslóvakíu úr nær öllum áttum og fljótlega brotið á bak aftur alla mót- spyrnu og steypt stjórn Dubceks af stóli með eins skjótum hætti og þegar stjóm Imre Nagy var bolað frá völd um í Ungverjalandj fyrir 12 árum. Haukarnir í kommúnista- löndunum geta leitt sannfær- andi rök að því, að ekki þurfi að óttast að Bandaríkin eða önnur vestræn ríki láti til skarar skríða til þess a‘ð koma stjórninni í Prag til hjálpar. Þeir geta bent á fordæmi það sem skapaðjst þegar ákveðið var að grípa ekki til íhlutun- ar í Ungverjalandi 1956 og geta haldið því fram að and- rúmsloft það, sem óánægjan með Vietnam-styrjöldina hef- ur valdið, gerir það að verk- um, að Johnson forseti þorir ekki að hreyfa hönd e'ða fót tii að hjálpa frjálslyndu öfl- unum í Tékkóslóvakíu. Tékkar háðir Rússutn. Haukarnir í kommúnista- löndunum segja, að ef hernað arlegar aðgerðir séu of rót- tækar megi fljótlega reyna að beita efnahagslegum þving- unum. Þeir halda því fram, að Tékkar séu svo mjög háðir hráefni og hveiti frá Sovét- ríkjunum, að góðar horfur séu á því að neyða megi Prag- stjórnina til uppgjafar — eða a'ð minnsta kosti til að þagga niður í róttækum menntamönn Framh. á bls. 20 listum vex ár frá ári, jafn- framt því sem listmennt henn framt því sem listmennt þeirra eykst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.