Morgunblaðið - 19.05.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.05.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. MAI 1968 „Með samstilltu átaki og réttum hug“ Spjallað við Stefán Friðbjarnarson, bæjarstjóra á Siglufirði „í síldinni á Siglufirði", var viðkvæðið hér áður fyrr. En nú er öldin önnur — síldin hefur yfirgefið Siglufjörð og um leið flutt miðpunkt ís- lenzka sumarlífsins til ann- arra staða. Eftir glæsta upp- gangstíma hefur Siglufjörður nú um nær tveggja áratuga skeið háð varnarstríð fyrir til veru sinni og í harðri baráttu tekist að sanna sinn tilveru- rétt ekki síður en á timum vel gengninnar. Og nú er hátíð á Siglufirði — afmælis er minnzt enn á ný leikur ljómi um nafn þessa norðlenzka fjarðar. — Mig langar aðeins til að minnast á það fyrst, segir Stef án Friðbjarnarson, bæjar- stjóri í Siglufirði, þegar Morg unblaðið hittir hann að máli í tilefni þessara tímamóta, að á fyrri hluta þessarar aldar átti Siglufjörður einn veiga- mesta þáttinn í þeirri verð- mætasköpun þjóðarbúsins, sem gerði mögulega okkar þjóðfélagsþróun — frá fá- tækt og frumbýlingshætti til velmegunar og tækniþróunar. Enda þótt aðstæður hafi breytzt með breyttum göng- um síldar og annarra fiski- stofna, er Siglufjörður enn í dag í fremri röð síldarbæja og býður upf á meiri afkastagetu á sviði síldarsöltunar og bræðslu en nokkur einn stað- ur annar. Fari svo sem horf- ir, að á næstu árum verði að sækja síldina á fjarlæg mið og flytja hana langar leiðir til vinnslu, þá hefur Sigluf jörður ekki síðri vígstöðu en aðrir síldarbæir á Norður- og Aust- urlandi. — En hvað með bæjarfélag ið Siglufjörð í dag? — Jú, Siglufjörður hefur flest það, sem til þarf. Við skulum fyrst snúa okkur að fræðslumálunum. Hér er nú nýlega endurbyggður og vel út búinn barnaskóli með við- byggðum fimleikasal. Gagn- fræðaskóli er til húsa í ný- byggðu húsnæði og þar er Iðnskólinn líka, en hann hef- ur verið rekinn hér í Siglu- firði allt frá 1936. Tónlistar- skóla höfum við líka og er skólastjóri hans, Geirharður Valtýsson, sem jafnframt er söngstjóri karlakórsins Vísis. Þá höfum við stóra yfir- byggða sundlaug, sem einnig er rekin sem íþróttahús á vet- urna. Er þá sett þar til sér- gert gólf yfir sundlaugar- þróna og skapast þá fullkom- in aðstaða til hvers kbnar inn an'hússíþrótta. Á veturna starfrækjum við Æskulýðsheimili, þar sem unglingum gefst kostur á að sinna margháttuðum tóm- stundastörfum og hollum skemmtunum. Á sumrin er hér dagheimili fyrir börn og þrír leikvellir, einn gæzluvöllur og tveir án sérstakrar gæzlu. Nýtt sjúkrahús var tekið í notkum fyrir rúmu ári og eru þar bæði sjúkra- og ellideild. Póst- og símstöð er nýbyggð, ráðhús er í smíðum og er neðsta hæð þess fullfrá- gengin. Þar er nú Bókhlaða Siglufjarðar, sem stendur á Skjaldarmerki Siglufjarðar Siglufjörður má' heita einangr uð byggt allt frá landsnámstíð til okkar daga. Samgöngur á sjó hafa lengzt af verið eini bjargvætturin. því Siglu- fjarðarskarð var aðeins fært yfir hásumartímann og gat staðurinn annar á Norður- landi. Á sl. sumri var og tek- in í notkun 700 metra flug- braut austan fjarðarins. — Hvað verður nú um Skarðið? — Dagar þessa fræga fjall- vegar munu nú taldir og hann öðlast verðugan sess í sögu Siglufjarðar. — En atvinnulífið? — Auk síldarscfltunar og bræðslu, sem ég minntist á áð an, eru helztu stoðirnar í at- vinnulífi Siglufirðinga þrjár. Fyrst vil ég nefna hraðfrysti- iðnað og tilheyrandi útgerð til hráefnisiðnaðar fyrir hann, þá tunnusmíði, en hér er starf rækt á veturna mjög fullkom in tunnuverksmiðja. Þess má geta svona í leiðinni, að í Siglufirði er vagga tunnuiðn- aðar í landinu. Þriðja megin- stoðin er vinnsla á síld, en hér starfa nú tvær verksmiðjur — Sigló — síld og Egils — síld og hefur framleiðsla beggja reynzt vel heppnuð og vinsæl markaðsvara innan Bæjarsttjórn Siglufjarðar á fundi. Frá vinstri: Jóhann Möller, Kristján Sigurðsson, Anna Hertervig, Knútur Jónsson, Stefán Friðbjarnarson, bæjarstjóri, Ragnar Jóhannesson, forseti bæjarstjómar, Bjarni Jóhannsson, Benedikt Sigurðsson og Kolbeinn Friðbjarnarson. Gegnt bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar situr Sigurður Gunnlaugsson, ritari bæjarstjórnar. gömlum merg, hvað bókakost snertir4 . Hér hefur þróazt mjög marg háttuð félags- og menningar- starfsemi, sem of langt mál yrði upp að telja, en gegnir þó veigamiklu hlutverki í bæj arlífi okkar. Það sem okkur helzt vantar nú er fullkomið félagsheimili. — Það hefur mikið rætzt út samgöngumálum Siglfirð- inga nú nýverið. — Já, á því sviði hafa átt sér stað miklar umbætur. raunar teppzt í hvaða mánuði árs sem var. Þessi einangrun hefur örugglega staðið bæjar- félaginu fyrir þrifum á marg- víslegan máta. En nú má segja, að komn- ir séu betri tímar, hvað þetta snertir. Sl. haust voru Stráka göngin opnuð til umferðar og með tilkomu þeirra og Siglufjarðarvegar ytri tengd- ist bærinn þjóðvegakerfi landsins mestallt árið. Er Siglufjörður nú í ekki verra vegarsambandi en margur Stefán Friðbjarnarson ur ekki ríkt fullt atvinuör- yggi, sérstaklega ekki yfir vetrartímann. Úr þessu er brýn þörf að bæta og við Sigl firðingar tengjum rhiklar von ir við Norðurlandsáætlun þá, sem nú er að unnið. — Hvaða hugmyndir hafa Siglfirðingar helzt í sambandi við úrbætur á þessu sviði? — Nú, ýmsar hugmyndir hafa auðvitað komið fram, bæði í sambandi við eflingu þeirra iðngreina, sem fyrir eru, og einnig um tilkomu nýrra, sem myndu auka á fjöl breytnina. Þar langar mig að benda á lýsinsherzlu. Eins og er, flytjum við nær allt okk- arlýsi út óunnið, en hér í Siglufirði er á margan hátt hentugt að koma upp lýsis- herzlu, ef mögulegt reynist að afla markaða fyrir framleiðsl- una. í öðru lagi vil ég nefna enn frekari nýtingu á salt- síldinni, sem við flytjum einn ig að miklu leyti út sem hrá- efni . Þriðja hugmyndin er drátt arbraut, svo framarlega sem athuganir leiða í ljós að starfs grundvöllur er fyrir slíkt fyr- irtæki á Norðurlandi auk þeirrar stóru dráttarbrautar, sem þegar er fyrir hendi á Akureyri. Síðast en ekki sízt vildi ég Siglfirðingrar hafa löngum átt góða skíðamenn, en þó hafa yfirburðir þeirra hvergi verið jafn miklir og í stökkinu. Á síðasta íslandsmóti áttu Siglfirðingar fimm beztu mennina í þeirri grein. Beðið eftir silfri hafsins. (Ljósm.: Ólafuir Ragnarsson). lands sem utan. Auk þessa er hér svo fjöl- breyttur iðnaðar annar,, tré- smíðar, vélaviðgerðir, raf- viðgerðir, netagerð o.fl. og má geta þess, að hvergi á Norðvesturlandi eru fleiri iðn fyrirtæki á einum stað en ein mitt hér á Siglufirði. Engu að síður er það stað- reynd, eftir að síldin breytti göngum síum og grundvellin- um var þar með að nokkru kippt undan helzta atvinnu- vegi Siglufjarðar, að hér hef- leggja áherzlu á aukna útgerð og fiskvinnslu, sem ávallt hlýt ur að vera ein meginstoðin undir atvinnulíf okkar Sigl- firðinga. Með samstillu átaki og rétt- um hug mun Siglufjörður án efa komast úr þeirri varnar- stöðu, sem hann nú er í, og sækja djarft fram til nýrri og betri tíma til gagns og blessunar fyrir íbúa bæjarins og þjóðarbúið í heild, segir Stefán að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.