Morgunblaðið - 19.05.1968, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.05.1968, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1968. 31 Vietnam: Ný sókn Viet Cong á næsta leiti? Sögð vera í tilefni afmœlis Ho Chi Saigon, 18. maí AP. YFIRMENN S-Vietnamhers sögðu í dag, að þeim hefði hor- izt njósn af því, að kommúnistar ætluðu að gera mikið áhlaup á allar stjórnarbyggingar í tilefni 78. afmælisdegi Ho Chi Minh, sem er á morgun, sunnudag. Miklar ráðstafanir hafa verið gerðar bæði í Saigon og viðar í S-Vietnam og herforingjar hafa skipað öllum herflokkum sínum að vera viðbúnir. Ekki var látið uppskátt, hvaðan þessi vitneskja var komin, né heidur hvort hún væri fulkomlega traust. Lögreglan í Saiigon hetfuír sagt, að búizt sé við auíkmuim hryðju- verkum í bæjum og borgum Landsims. Þá var tilkymnt, að við eftirlitstferð í Saigon hetfðiu fund- izl nokkrar sprengjur með 106 mm skotum, en hingað tE hatfa sbserstu skot í slíkum sprengjum verið 83 mm. Bandarískar orus tuflugvéila r gerðu í dag miklar árásir á Viet Comg flokka um 30 km vestuir af höfuðborginni. Vestmannaeyjar unnu Akureyri ÞAU mistök urðu í blaðinu í gær að Akureyringar voru sagð- ir hafa unnið Vestmannaeyinga í bæjakeppni í knattspyrnu sl. miðvikudag. Leiknum lauk hins vegar með sigri Eyjamanna, sem skoruðu eitt mark gegn engu. Bæði liðin sýndu skemmtileg til þrif og eiga eflaust eftir að efl- ast, þegar liður á sumarið. Beitarþol Landmanna- fréttar MYKJUNESI, 14. maí. — í da.g vaæ haldinn að Laugalandj fund- ur bænda í Holtahreppi til að ræða fjallskilamál Landmanna- aíréttar. Á fundinum mætti Ingvi Þor- steinsson, magister, og ræddi um gróðurrannsóknir og gróður- vernd og sýndi skuggamyndir máli sínu til skýrimgar. Taldi hann Landmannaatfrétt með gróð ursnauðari afréttum á Suður- landi. Telur Ingvi að afréttur- inn beri 2200—2600 fullorðins fjár, og er þá miðað við, að 1,4 lömb komi á hverja kind. Voru erindi og upplýsingar Ingva hin- ar fróðlegustu, og telja má að sú tala fjár, er hann nefndi, hafi verið á afréttinum síðustu árin. Síðan var borin fram af hreppsnetfndinni tillaga um að tekin skuli upp ítala í afréttinn samkvæmt gildandi lögum svo fljótt sem verða má, og var hún samþykkt með 28 atkv. gegn 4, en 2 sátu hjá. Sauðburður er nú að hefjast hér. Mjög kalt hefur verið í veðri og gróðurlaust með öllu og allur fénaður á gjöf. — M.G. - SR LEIGJA ............. Framh. af bls. 32 bræðslusílidanflutnimga í sumar edns og í fyrra. Ms. Haförninn lestaði síðast- liðið suimar um 3100 til 3200 tonn í ferð, en lestarrými hans fyrir bræðslusíld mun verða aukið um 200 tonn fyriir vertíð í sumar. Es. Síldin lestar svipað magn og ms. Haförn!inn. í fyrra fluttu þessi tvö skip til sarman um 80.000 tonn atf bræðshisíld af fjarlægum máðum till landsins. — Frakkland Framh. af bls. 1 DeGaulle lét þessi orð falla í ræðu sem hann hélt fyrir stúd- entum og kennurum í háskólan- um í Búkarest. Forsetinn gat stúdentaóeirðanna heima fyrir ekki einu orði. Hins vegar gat hann þess í samræðum við Ceaus escu, forsætiráðherra, að inn- göngureglur í rúmenska háskóla væru betri en heima í Frakk- landi. Sagði de Gaulle, að í Frakklandi gæti hver sem er gengið inn í háskólana, jafnvel fólk, sena ekki gæti fylgst með fyrirlestrum. Það væri af þess- ari ástæðu, að fransir háskólar væru yfirfullir. Buxnadragtir NÝ SENDING. BERNHARÐ LAXDAL, Kjörgarði. Verzlimarliúsnæði til leigu Viljum leigja verzlunarhúsnæði það er MR-búðin hafði til afnota í húseign okkar að Laugavegi 164. Mjólkurfélag Reykjavíkur. Skrifstofustúlka Seltjarnarneshreppur óskar að ráða nú þegar stúlku til skrifstofustarfa. Vélritunarkunnátta og reynsla í meðferð bókhaldsvéla nauðsynleg. Upplýsingar um starfið gefur sveitartjóri. Selt j arnarneshr eppur. Til sölu Glæsilegt raðhús í Fossvogi, svo til fullbúið 200 ferm. 6 herbergi. Teiknað af Helga og Vilhjálmi Hjámars- sonum. Skipti á nýrri eða nýlegri 5 herb. hæð koma sterklega til greina. Sverrir Herniannsson, Skólavörðustíg 30, sími 20625, kvöldsími 24515. Til sölu 6 herb. ný glæsileg íbúð við Hraunbæ. 20 ferm. stofa á jarðhæð fylgir. Skipti á 3ja—4ra herb. nýlegri íbúð koma til greina. Sverrir Hermannsson, Skólavörðustíg 30, sími 20625, kvöldsími 24515. Skípstjórai — Útgerðarmenn Ávallt fyrirliggjandi grandarar — íslenzkir fastsetningarendar — polyethelene tó í sverleikum 12 til 24 mm. IplortpuM&foltí I RITSTJÓRIM • PRENTSMIDJA AFGREIÐSLA-SKRIFSTOFA SÍMI 10»100 | R. JÓNSSON S/F., umboðs- & heildverzlun Nýlendugötu 14, sími 10377. Belgísk teppi Nokkur gullfalleg belgísk ullarteppi (Wilton) í persneskum munstrum ennþá til á gamla verðinu. Stærðir: 230x330, ’ 250x350, 270x360. Til sýnis að Suðurlandsbraut 6. FORSETAKJÖH REYKVÍKIIMGAR Allir þeir sem óska á einn eða annan hátt að stuðla að kosningu Kristjáns Eldjárns til forseta, eru vinsamlegast beðnir að gefa sig fram sem fyrst á kosningaskrifstofu undirbúningsnefnda í Bankastræti 6, 2. hæð eða í síma 83800. KOSNINGANEFNDIN í REYKJAVÍK. Raftækjaverzlun H. G. auglýsir: Margeftirspurðu Einkaumboð: Guðjónssonar ELDAVÉLARNAR komnar aftur. Ennfremur 270 lítra, 350 lítra, 550 lítra frystikistur. 160 lítra frystiskápur, kæliskápar. Mikið úrval loftljósa og gjafavöru. Raftækjaverzlun H. G. GUÐJÓNSSONAR Stigahlíð 45—47 Suðurveri — Sími 37637. A komandi hausti er áformað að halda ráðstefnu um málefni matvörudreifingarinnar og hvemig leita megi úrræða á ýmsum vandamálum í rekstri mat- vöru- og kjötverzlana. Til undirbúnings þessari ráðstefnu halda Félag Matvöi-ukaupmaima og Félag Kjötverzlana HÁDEGISVERÐARFUND n.k. þriðjudag 21. maí kl. 12.30 í Tjarnarbúð. Sveinn Björnsson, fram- kvæmdastjóri Iðnaðar- málastofnunar íslands flytur erindi á fundin- um um gildi og fram- kvæmd slíkra ráðstefna. Matvöru- og kjötkaupmenn eru hvattir til að fjöl- menna á fundinn og tilkynna þátttöku til skrif- stofu Kaupmannasamtakanna á morgun, mánudag, í síma 19390 og 15841. Félag Matvorukaupmanna, Félag Kjötverzlana. KAU PM AN N ASAMTÖK ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.