Morgunblaðið - 19.05.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.05.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. MAÍ 196S. J==*0tLAl£/BAM Rauðarárstíg 31 S'imi 22-0-22 MAGMÚSAR SKIPHOLTI21 SIMAR 21190 j eftir lolcun sSmi 40381 Hverfisgötu 103. Simi eftir lokuu 31160. LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 11—13. Hagstætt leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 Sigurður Jónsson. BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Simi 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. BÍLALEIGAN AKBRAtT NÝIB VW 1300 SENDUM SÍMl 82347 Skolphreinsun Losa um stífluð niðurfalls rör. Niðursetningu á brunn- um. — Smáviðgerðir. Vanir menn. Sótthreinsum að verki loknu. — Sími 23146. • -K Eldhúsvaskar -K Þvottahúsvaskar -k Blöndunartæki -k Harðplastplötur -k Plastskúffur -k Raufafyllir - Lím -k Þvottapottar -k Pottar - Pönnur -K Skólar - Könnur -K Viftur - Ofnar -k Hurðastál -K Þvegillinn -k Hillubúnaður og margt fleirra HAGSTÆÐ VERÐ! SMIÐJUBÚÐIN Háteigsvegi. — Sími 21222. 'A' Réttindi tvítugra Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðiuneytin'U, getuir Velvakandi nú frætt „Einn 20 ára“ um það, að samkvæmt stjórnarskrárbreytdngunni sem endanlega var samþykkt á AI- þingi sl. vetur öðlast íhann ekki aðeirus kosningarétt heldur einn ig kjörgengi. Ennfremux voru samþykktar í vetur breytingar á tveimur öðrum lagabálkum, sem varða hina tvitugu. Á lögum um lög- ræðisaidur var g'erð sú breyting að nú verður 20 ára maðiur fjár ráða og öðlast fúllt lögræði. t>á var gerð sú breyting á lögium um stofnun og slit hjúskapar, að piltar geta kvongast 20 ára án sérstaks leyfis. Ákvæði um brennivínsaldur- inn er aftur á móti í áfengis- lögunum, og er þar enn miðað við 21 árs aldur. Frumvarp var flutt um breytingu á þeirn lög- um á síðasta þingi, þar sem la-gt var til að það aldursákvæði yrði einnig lækkað um eitt ár, en það kom seint fram og dag- aði uppi. ★ Ellefu hundruð ára afmæli Mikil myntsöfnunardella hefur skyndilega gripið um sig á íslandi. Velvalkanda er tjáð, að til skamms tima hafi verið vitað um þrjá mynitsafn- ara á öllu landinu, en nú muni þeir ekki færri en þrjú þúsund, og beri að þakka það áróðri útlendra kauphéðna. Heimildarmaður Velvakanda lét þess og getið, að fátt væri verri fjárfesting á þessu ári en að festa peningana sína í íslenzkri mynt meðan hún væri á uppsprengdu verði vegna söfnunartízkufyrirbæris- ins, sem mundi brábt verða úr sagunni. — Ekki veit Velvak- andi það, en birtir hér á eftir fyrri hluta eins lengsta bréfs, sem hann man eftir að hafa birt í heilu líki. — Veskú!: „í tilefni af ellefu hundruð ára afmæli íslandsbygðggar, iangaæ mig til að drepa laus- lega á nokkra þætti í myntsögu okkar. Eins og gefur að skilja, var verðgildis viðmiðunin í árdaga hinnar íslenzku þjóðar öðruvísi en við eigum að venjast í dag. Þó var þá, eins og er í dag alltaf um nokkra fasta jafn- vægispunkta að ræða eða miða við, að vísu fór sjálf verzlunin í landinu á þessum öldum að langmestu leyti fram, sem myntlaus vöruskiptaverzlun, þar sem aðilar urðu ásáttir um að önnur höndin rétti samtímis hinni, þann hlut sem um var að ræða fyrir báða bóga. Þessar gömlu verzlunarregl- ur eða punktar voru einfööld og auigljós sannindi miðuð við þær aðstæður og það skipulag, sem ríkti á þeim tíma. Ég dreg hér á eftir upp nokkrar myndir af gamalli ís- lenzkri verðgildis viðmiðun. 1 eyrir jafngilti 6 álnuim vað- mála. 1 mörk var 8 aurar. 1 jarðarhiundrað — 1 hundrað á landsvísu var eitt kýrverð, kýrverð var 20 aurar eða 120 álnir eða 2£ mörk, síðar 4 spesíudalir. 1 spesíudalur var 120 skild- ingar. 1 fiskur var 2 skildingar. 1 vænt haustlamb var 1 eyrir eða 6 álnir. 1 ær 16 álmr eða 2 og I aur. 1 hestur fullvaxinn 90 álnir eða 16 aiurar. 1 ríkisdalur var 96 ásilding- ar. Fornt mál 1 stika var 2 álnir (ein alin var um það bil 60 sentimetrar). 1 faðmur var 3 álnir — 6 fet — 72 þumlunigar. 1 pund var 2 merkuT — 32 lóð — o,5 kg. 1 væbt var 8 fjórðungar — 80 pund 40 kg. 1 skippund var 20 lýsispund — 320 pund 160 kg. 1 lagartunna var 4 kvartil — 15 kútar — 120 pottar. Eins og aflir mega sjá, var einm eyrix í gamla daga mikið verðmæti, þeir skildu gömlu mennirnir þýðingu þess, að hafa hátt gengi, að vera ekki að burðast með hærri tölur en ástæða er tiL Á þjóðveldistímanum frá 874 til 1264 var gangmyntin í land- inu að mestu. innfllutt ómótað silfur, sem ýmist var vegið eða mælt, málmurinn var klipptur, malaður e’ða skorinn niður eft- ir þörfum, þar til hið rétta mál eða þyngd náðist. Þessi háttnr helzt í höfuð- dráttum áfram næstu tvær ald- ir eða þar um bil, en upp úr því tímabili, sem á eftir geng- ur, fer smámsaman innflutt slegin mynt, gull, silfur og kopar að ná undirtökunum á- samt heimatilbúinni mynt, þannig að smámsaman var hætt að brytja málminn niður, þess í stað var hann látinn halda verðgildi sínu í hinu mótaða upprunalega formL Á þessum öldum tímamót- anna hefst raunverulega skeið slegnu myntarinnar á íslandL peningarnir fara að hafa meiri áhrif í þjó’ðlífinu og millilið- imir byrja að myndast. Árið 1376 höfðu Islendingar færzt í konungssamband við Danmörku. Þessi breyting virt- ist í fyrstunni ekki ætla að valda neinum straumhvörfum, landsréttindin voru óskert sem áður og afskiptin af landinu áttu að vera í samræmi við það. Það kom þó í ljós er á leið, að sundurleysi íslenzku þjóð- arinnar og vöntun á samræmdri stjórnarforystu átti eftir að draga dilk á eftir sér. Áhrif útlendinga í landinu fara vaxandi, að sama skapi gætir íslenzks valds minna og minna eftir því sem lengra líð- ur. Danir fara að færa sig upp á skaftið. Þróunin verður Islendingum andstæð sökum andvaraleysis þeirra við utanaðkomandi á- sókn, sem byrjuð er að grafa undan sjálfstæði landsfólksins. Danir nota sér ástandið, ís- lenzka þjóðin er sundurlaus og lömuð, með ofríki ná þeir kverktaki á landinu og láta kné fylgja kviði á næstu öld- um. Ahrifa danskra embættis- manna fer að gæta í landinu, í stórum dráttum ver'ður gang- myntin í landinu dönsk, að visu spilar þarna inn í ensk, frrönsk, hollenzk og þýzk mynt ásamt Norðurlanda-myntinni og eins og ég gat um áður einka- mynt einstakra landsmanna, sem lék öldum saman stórt hlutverk í verziunarmálunum, aðallega var hér um innlenda og erlenda kaupmenn að ræða, þessir kaupmenn létu ýmist slá myntina hér heima, eða fluttu hana inn, allt éftir hvemig verkast vildi, þeir nötuðu svo þessa mynt sína hér öldum saman, sem einka gjaldmiðil milli sín og viðskiptamanna sinna. Útgáfa þessara einkamynta var bönnuð með lögum 1961 og er mér aðeins kunnugt um einn einkaaðila siðan, sem láti'ð hef- ur slá mynt hér á landi. Hinn mikla skartmann Pétur Hoffmann Salómonsson, sem lét slá mynt hér innanlands fyr ir nokkrum árum, bæði úr gulli, silfri og kopar, hina frægu Selsvarardali. Þannig er myntsagan í gegn- um einveldisárin svonefndu 1662 til 1874 og áfram í gegn- um eld sjálfstæðisbaráttunnar. 1 orði kveðnu giltu hin fomu lög, landsréttur þjóðar okkar var óvefengjanlegur með hin- um siðferðislega rétti, sem oft- ast var höfuð þolinmóðurinn á hverju sem valt. Eftir mikla þjóðernisbaráttu og mörg þing, var Alþingi kom ið á hér í Reykjavík 1843, en aðeins ráðgefandi. Alþingi var á þessum árum undir þungum dönskum þrýstingi, nytsamlegt er því þegar þessi mál eru met- in í dag með hliðsjón af fortíð- inni, að hafa í huga, að eitt að- al leynivopn danskra embættis manna til að hamla á móti sjálfstæðisbaráttu íslendinga á þessum árum, voru munnleg loforð,sem urðu nafnið eitt er á hólminn kom. Loks fáum við fullveldis við- urkenningu frá Dönum með sambandslögunum 1918, og með þeim lögum eru lögð drögin að endurnýjaðri íslenzkri ríkis- mynt. Af útgáfu hinnar fyrstu ís- lenzku ríkismyntar verður þó ekki fyrr en árið 1922, þá gef- um við út tíeyring og 25 eyr- ing, byrjunin var smá, en áfram er haldið á sömu braut, árið 1925 eru útgefnir 1 og 2 krónu peningar og í kjölfar- ið kohla 1-eyringar 1925—26 og 2 aurar og fimm aurar 1926 og svo koll af kolli áfram“. Framhald á þriðjudag. Iðnaðarhúsnæði til sölu Iðnaðarhúsnæði á mjög góðum stað við Borgartún, til sölu. Upplagt fyrir heildverzlun eða léttan iðnað. Stærð 2 hæðir og ris, grunnflötur 70 ferm. Tilboð sendist Mbl. fyrir fimmtudaginn 23. maí merkt: „8692“. 2V* kílómeter í Húsgagnahöllinni eru venjulega 2500 m. af húsgagna- áklæðum á lager í 70—80 mismun- andi litum. Munið að einkunnarorð okkar eru: IJrval, gæði, þjónusta » » Simi-22900 1 m mi 3 Laugaveg 26 v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.