Morgunblaðið - 19.05.1968, Side 22

Morgunblaðið - 19.05.1968, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. MAf 19W. I Guðmundur Agnars- son,Blönduósi 70 ára TÍMINN streymir jafnt og þungt eins og lygn elfa, sem leitar hafs. Engum reynist fært að stöðva þann straum, eða draga úr ferð- inni. Skáldið nefnir: „Tímans þunga nið“. Sálin skynjar niðinn þann. Allir berumst við með straumþunganum, farþegar á flotanum mikla. Samfylgdarmenn imir koma og fara. Sumir eiga skaimma samleið, aðrir lengri, og allir þar til ferjan kallar, er flyt ur okkur yfir á ókunna strönd, út yfir tíma og rúm. Einn af þeim er slóst í förina í tímans straumi, fyrir réttum sjötíu árum, var Guðmundur t Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir Magný Kristjánsdóttir andaðist að heimili sínu, Snorrabraut 79, þann 17. maí. Árni Ingólfsson Vigdís Ámadóttir lngólflur Árnason Margrét Ingvarsdóttir Jóhanna Árnadóttir Jóhannes Pállmason. t Hjartkær eiginmaður minn Haukur Oddsson andaðist að kveldi 16. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd ættingja hins látna. Sigríður A. Magnúsdóttir. t Jarðarför föður okkar Jóhannesar Guðmundssonar frá Arnardal fer fram frá Keflavíkur- kirkju þriðjudaginn 21. þ. m. kl. 2 e.h. Börnin. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Guðmundur Gíslason Brávallagötu 50, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 21. maí kl. 15. lngveldur Jónsdóttir Gísli Guðmundsson Hulda Ragnarsdóttir Guðrún Guðmundsd. Klemenz Jónsson Jóhann Guðmundsson Hrefna Einarsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir færi ég öll- um þeim sem sýndu mér sam- úð við fráfall Jóhanns B. Jónssonar. Sérstaklega þakka ég þeim Fáskrú'ðsfirðingum sem styttu honum stundir og sýndu hon- um hjálpsemi á síðustu árum. Stefanía Ólafsdóttir. Agnarsson, nú kjötmatsmaður á Blönduósi. Guðmundur fæddisit þann 20. maí 1898 að Hnjúkum á Ásum í Húnaþingi. Agnar faðir hans var sonur hjónanna Guð- mundar Gunnarssonar, er lengi bjó að Hnjúkum og löngum við þann bæ kenndur, og fyrri konu Guðmundar: Ingibjargar Áma- lóttur. Kona Agnars, móðir af- mælisbarnsins var Guðrún, dótt- ir Sigurðar á Tindum og konu hans Ástu Eyjólfsdóttur. Allir þessir forfeður Guðmundar voru góðum kostum búnir og harðsnún ir Húnvetningar. Kynni okkar Guðmundar Agn- arssonar eru orðin löng og með ágætum. Fyrstu náin kynni okk- ar urðu er Guðmundur gerðist verkamaður hjá mér við vega- gerðina. Flokkstjóri hjá mér, með litlum úrtökum, frá árinu 1926 til 1962. Guðmundur Agnarsson var skarpur áhugamaður, atorkumik ill til allra verka og heil/1 og trú verðugur í startfi. Og þó aldur færist nú yfir hann, og ellin ger ist jatfnvel nokkuð þung, vegna heilsubrests, þá er áhuginn hinn sami og fyrr, og aðrar dyggðir ekki dvínandi. Guðmundur Agnarsson hefur nú verið kjötmatsmaður við slát- urhúaið á Blönduósi í átján ár, og rækt það starf með prýði. Verk það er að jatfnaði vanþakik að, eða svo var það löngum fyrr á tímum, þótti viðskiptamönnum sláturhússins matsmenn óþarf- lega vandlátir, en Guðmundur hefur með lagni vikið ósanngjöm um kröfum til hliðar, og áuninið sér vinsældir og traust innlegg- enda sem yfirmanna sinna. GuðmundurAgnarsson ólst upp með foreldrum sínum, fyrsit á Hnjúkum, en flest árin á Fremmstagili í Langalal, með systkinum sínum, sjö, fimm t Alfreð Ólafur Oddsson lézt aðfaranótt 14. þ. m. Jarð- sett verður frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 21. maí kl. 1.30. Rakel Magnúsdóttir, böm foreldrar og systkini. t Þökkum samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Valgerðar Guðmundsdóttur Brávallagötu 6. Guðmundur Ófeigsson Guðrún Ófeigsdóttir Pétur Hjaltested Ingunn Ófeigsdóttir Ami Ámundason Stefanía Ófeigsdóttir Eirikur Þorsteinsson og barnaböra. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og jarðarför föðurbróður míns Lofts Sigurðssonar húsgagnasmíðameistara. Unnur H. Eiríksdóttir. bræðrum og tveimuir systrum. Onmur systirin, Ingibjörg er gift hér í Reykjavík en hin, Ásta í Vesturheimi. Bræður Guðmund- ar eru: Svavar, verkamaður á Blönduósi, Hannes og Ari, bíl- stjórar og Bragi fasteignasali, all iir búsettir í Reykjavík. Sigtrygg ur Levi er einnig búsettur hér í bænum, hann dó sl. vor. Þessi stóra fjölskylda þurfti mikils með, en það bjargaði að foreldr- arnir voru dugmikil, hyggin og hagsýn, og bömin ator'kuimikil er þau stálpuðust. Böm þeirra Agn- ars og Guðrúnar voru og vel að heiman búin, með haldgott vega nesti, er þau fóru af heimahlaði út á lífstorautina, á framandi slóð um. Á sumardaginn fyrsta, árið 1919 kvæntist Guðmundur Agn- arsson Sigurunn, dóttur Þorfinns Jónatanssonar og Krisitínar Da- víðsdóttur, þá búsett í Glaumbæ í Langadal. >au Sigumnn og Guð mundur eignuðust þrjú böm, tvo syni og eina dóttur, Kristínu. Hún er búsett í Reykjavík, gift Sigur- geir Magnússyni húsgagnasmið. Synimir eru: Agnar húsasmiður, kvæntur á Blönduósi, og Sigþór, fulltrúi hjá SÍS. Hann er og kvæntur. Öll eru bömin prýði- legum kostum búin, hatfa þau reynst mjög farsæl í startfi, og bera uppeldi foreldra sinna fag urt vitni. Gullbrúðkaup þeirra hjóna, Sigumnnar og Guðmunlar er skammt undan, þau hatfa nú þeg ar lifað í farsælu hjónabandi í 49 ár. í>au hafa aidrei safnað auði, enda fyrstu tveir áratug- ir samverutíma þeirra ekki gjöful ir á vei launuð störtf, en þau vonu veitu-1 atf litlum efnum. Hús þeirra stóð alltatf opið fyrir gest um og gangandi. Til þeirra var mönnum tíðförult. Húsbændurn- ir voru samhent í að veita gest- um sínum af mikilli rausn, og þá var viðmót hjónanna hlýtt og bjart og iaðaði það ekki síður en risraan; þó hún væri hin ágæt asta eins og fyrr getur. Hjá þeim hjónum vora menn glaðir á góðri stund, og hlutu í nesti bjartar minningar. Sigururm er liatfeng og hefur gert marga fagra muni í höndum sér. Saumað hetfur hún og mikið kventfatnað, og þótti gef- ast með ágætum. Agnar faðir Guðmundar átti jafnan góðhesta, enda hafði hann mikið yndi af gæðingum, og vaktiathygli hvar, sem hann bar fyrir á gæðingum sinum, enda maðurinn aðsópsmikill og einarð- ur. Guðmundur hlaut hesta- mennskuraa í föðurarf. Guðmund ur hefur og jafnan átt stríðalda gæðinga. Enga ánægjustund ut- an heimilis á hann meiri en þá að þenja góðfákinn um grandir og greiðfæra mela. Sjáitfur hef- ur Guðmundur tamið hesta aina, er honum og auðvelt að ná því bezta hjá hverjum hesti, og hvaða gangi, sem hesturinn á á- gætastan til. Ólaldir eru þeir fol ar, er Guðmunlur hefur tamið fyrir aðra menn, og gert „góðhest úr göldum fola“. Þegar við stöldrum nú við sjöunda mílusteininn á ævileið Guðmundar Agnarssonar, nota ég tækifærið til að þakka hontum vel unnin störf á okkar sameigin legu vegferð. Og við hjónin þökk urn Sigurunni og Guðmundi fyr- ir einlæga vináttu þeirra um langa tíð. Við óskum þeim langra og bjartra lífdaga, og þegar hall ar meir að kvöldi megi þau laug- ast í skini hnígandi sólar, sem vermir en brennir ekki. Steingr. Davíðsson. HESTAMÁIMIMA- FÉLAGIÐ FÁKUR Firmakeppni félagsins er í dag kl. 3 á skeiðvellin- um við Elliðaár. 130 gæðingar koma fram. Komið og sjáið gæðinga Reykvíkinga. Aðgangur ókeypis. Hestamannafélagið FÁKUR. JAFFA-APPELSÍNUR Kr: 355.00 kassinn. HVEITI 50 kg. Kr: 445.00. MOLASYKUR 10 kg. Kr: 97.00. SVESKJUR 10 kg. Kr: 394.00. GERIÐ VERÐSAMANRURÐ Vörumarkaðurinn hf. ÁRMÚLA 1 A - REYKJAVÍK - SÍMI 81680 Amerískor gnilnbuxur og fluuelsbuxur fyrir dömur og herra, hinar landsþekktu nýkomnar í mörgum litum. GEYSIR HF Fatadeildin, Hflk WV: l|§k\ k wk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.