Morgunblaðið - 19.05.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.05.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. MAÍ 196«. Sveinspróf í húsasmíði hefjast laugardaginn 8. júní næstkomandi kl. 14 í Iðnskólanum í Reykjavík. PRÓFNEFNDIN. Um 50 ferm. húsnæði fyrir verzlun, léttan iðnað eða skrifstofu er til leigu á Grettisgötu 29. Upplýsingar á staðnum eftir kl. 5. Bifreiðar lil sölu Á bifreiðaverkstæði lögreglunnar, Síðumúla 16, eru tvær bifreiðar til sýnis og sölu, Chevrolet 1963, sendibifreið, og Land-Rover 1963. Tilboð óskast send fyrir 24 .þ.m. á bifreiðaverkstæðið til Skúla Sveinssonar, aðalvarðstjóra, sem gefur allar upp- lýsingar. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 17. maí 1968. Ingimarsskóli “48 Frá Verzlunarskóla Islands Gagnfræðingar útskrifaðir 1948. 20 ára afmælisfagnaður verður haldinn í Lindarbæ miðvikudaginn 22. maí kl. 21.00. Skólinn óskar að ráða stundakennara í íslenzku næsta vetur, 1968—69, til að hafa á hendi íslenzku- kennslu í nokkrum bekkjardeildum í 1. og 3. bekk, samtals 14 stundir á viku. Þeir einir koma til greina, er lokið hafa prófi í íslenzkum fræðum við Háskóla íslands eða eru langt komnir með slíkt nám. Umsóknir skal senda til Skólanefndar Verzlunar- skóla íslands, Laufásvegi 36, fyrir 31. maí. Skólastjóri. Veiðiferð til Grænlonds Eins og undanfarin sumur efnir Flugfélagið til 7 daga veiðiferðar til Narssars- suaq á Grænlandi á tíma- bilinu 26. júlí til 1. ágúst. Tryggið yður far í þessari óvenjulegu ferð sem fyrst, þar em fjöldi þátttakenda er mjög takmarkaður. Nefndin. lUemendasafliband Kvennaskúlans í Reykjavík heldur árshátíð í Leikhúskjallaranum fimmtudag- inn 30. maí er hefst með borðhaldi kl. 19.30. Góð skemmtiatriði og hljómsveit hússins leikur. Aðgöngumiðar afhentir í Kvennaskólanum mán- daginn 27. og þriðjudaginn 28. maí kl. 5—7 eftir hádegi. STJÓRNIN. Frá Verzlunarskóla Islands Inntökupróf inn í 1. bekk Verzlunarskóla íslands fara fram dagana 28. og 29. maí. Röð prófanna er sem hér segir: íslenzka, danska, stærðfræði, lesgreinar. Fyrri daginn ber nemendum að koma í Verzlunar- skólann við Grundarstíg 24 kl. 8.30 árdegis. (Í3 FL UGFÉLÆG ÍSÍANDS Skólastjóri. Jasmin Ný sending af indverskum listmunum. Nýtt úrval af reykelsum, indverskar trommur (tabla), veggskildir, vegghillur, reykborð, útskorin borð og margt fleira fágætra mun frá Austurlöndum. Takið eftir að verzlunin er flutt að SNORRABRAUT 22 SÍMI 11625. CENERAL ELECTRIC CO. LTD. 6.C.C. ENGLAND sjónvorpstækin eni komin Mik.il verðlœkkun Þeir kaupendur sem beðið hafa og aðrir gjöri svo vel að hafa samband við umboðið. Takmarkaðar birgðir. A. O. Radio & Raftækjaverzlun. Sólvallagötu 27 Árni Ólafsson. Símar 12409 & 20223 Reykjavík. - PASIO Framh. af bls. 1 um átti nefndin fjögurra klukku- stunda fund með Breshnev og Suslov. Talið er að Finnarnir muni einnig hitta forseta Sovét- rí'kjatnna Podgorny að máli. Það hefur þó ekki verið staðfest, þar sem engar fréttir eru send-ar út um fundina. í Finnlandi var sagt, að heim- sóknin hefði verið gaignleg og einikar vinsamleg og að rædd hafi verið aðkallandi alþjóðleg vandamál. Sendinefndin heldur væntanlega heimleiðis á mánu- dag. — Utan úr heimi Framh. af bls. 16 um og binda enda á málfrelsi það, sem leyft hefur veriið — með því að stöðva algerlega öll viðskipti Sovétríkjanna og annarra kommúnistalanda við Tékkóslóvakíu. I þessum umræðum virðast dúfumar hreyfa þeim mótbár- um, að tilraunir til að beita Tékka hemaðarlegum eða efnahagslegum þvingunum geti valdjð miklu flóknari vandamálum og hættulegra á- standi en haukarnir geti gert sér grein fyrir. Dúfurnar benda ái, að til- raunir þær, sem Rússar hafa áður gert til þess að beita Júgóslava, Albani og Kínverja efnahagslegiun þvingunum, hafi haft þveröfug áhrif við það, sem til var ætlazt, og að- eins magnað upp þjóðemiis- hyggju í þessum löndum. Þar að auki liggur Tékkóslóvakía að Vestur-Þýzkalandi og gæti fengið efnahagslega aðstoð frá Vesturlöndum ef tekið yrði fyrir lífsnaúðsynlegsir vöru- sendingar frá kommúnista- heiminum. Ótryggt heimsástand Tilraun til að knýja fram hernaðarlegar „lausn“ fyllir dúfurnar kvíða, því að þær gera sér grein fyrir þeirri spennu, sem nú ríkir hvar- vetna í heiminum, ekki sízt í heimi kommúnista. Væri hægt að halda árás á Tékkóslóvakíu staðbundinni eða mundi hún kalla fram enn meira hættuástand? Mundu Rúmenar og Júgóslavar til dæmis halda að sér höndun- um ef sjálfstæði Tékkóslóva- kíu yrði fótum troðið? Er í raun og veru hægt að ganga að því vísu áð Banda- ríkjamenn og Vestur-Þjóðverj ar láti slíkt með öllu afskipta- laust? Hvað um það ægilega áfall, sem árás á Tékkóslóva- kíu hefði á siðgæðisvitund Rússa og pólitíska aðstöðu þeirra, ekki sízt á sama tíma og svo mikilli orku er varið í að fordæma íhlutun Banda- rikjamanna í Vietnam? Ósamhljóða greinar. í svipinn eru umræðumar óútkljá'ðar. Greinilegt dæmi um þá ringulreið, sem er ríkj andi, er að sovézk blöð birta samtímis greinar eftir æðstu leiðtoga Tékkóslóvakíu og sovézka stjórnmálafréttarit- ara, sem beinlinis eða óbein- línis ráðast á þær ráðstafanir, sem leiðtogarniir í Prag hafa gert í lýðræðisátt. Ef stjórn Dubcek lætur und an þvingununum og þaggar niður í menntamönnunum, sem hvetja til þess að lög verði sett sem leyfi stjórnar- andstöðuflokkum að starfa og krefjast þess að leitt verði fram í dagsljósið hlutverk það sem Rússar léku á tuttugu ára tímabili kúgunar þjóðar- innar, þá munu erfiðleikarnir í sambúð Tékkóslóvakíu og annarra kommúnistalanda hjaðna. En ef stjórnin í Prag neitar að gefast upp og held- ur áfram að leyfa málfrelsi og gagnrýni þannig að landið verði nokkurs konar eyja um- girt stórsjó nýstalínistískrar vanafestu, þá kunna kommún- istahaukarnir að fara með sig ur af hólmi þrátt fyrir allar þær hættur, sem yrðu sigri þeirra samfara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.