Morgunblaðið - 31.05.1968, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 31.05.1968, Qupperneq 1
32 SIÐIiR 112. tbl. 55. árg. FÖSTUDAGUR 31. MAI 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins TEKUR HANN SÉR ALRÆÐISVALD? De Gaulle rýfur þing og varar við hættu á ein- ræði kommúnista Stjórnarandstæðingar vara við borgarastyrjöld París, 30. maí. AP-NTB. • De Gaulle fyrirskipaði í dag þingrof og nýjar kosningar og varaði þjóðina við því að hann neyddist ef til vill til að gera aðrar ráðstafanir ef vandræðaástandið í landinu héldi áfram. Með þessu er talið, að hann hafi varað við því að hann kunni að taka sér alræðisvald. • Forsetinn sagði, að hætta á „kommúnistaeinræði“ vofði nú yfir frönsku þjóðinni og hann hefði alls ekki í hyggju að segja af sér eða víkja Georges Pompidou forsætisráðherra og stjórn hans frá völdum. I stjórnarskránni er forsetanum heimilað að gera nauðsynlegar varúðarráðstafanir að höfðu samráði við forsætisráðherra, ef truflun verður á eðlilegu starfi þingræðislegrar stjórnar. Novotny rekinn úr kommúnistaflokknum Prag, 30. maí AP. NTB. MlðSTJÓRN tékkneska komm- únistaflokksins ákvað á fundi sínum i gær að reka Antonin Novotny, fyrrv. forseta lands- ins, úr kommúnistaflokknum og þar með einnig úr miðstjórninni. Sex aðrir háttsettir embættis- menn voru reknir úr flokknum „um óákveðinn tíma“ meðan fer- ill þeirra verður rannsakaður og athugað hverja ábyrgð þeir bera á ofsóknum og pólitískum Ótryggt óstond í V-Þýzknlondi Bonn, 30. maí. NTB. ÓTRYGGT ástand ríkir í Vest ur-Þýzkalandi þar sem stúd- { entar hafa lagt undir sig marga háskóla til að mót- mæla nýjum lögum sem sam- bandsþingið samþykkti í þess efnis, að stjórnin fái sér- stök völd ef til hættuástands kemur. I Frankfurt ruddi lög- regla háskólann, sem stúdent- ar hafa haft á sínu valdi í nokkra daga, og háskólanum í ' Giessen var lokað. 1 Köln lok 1 uðu stúdentar götum sem | liggja til háskólans, og í Heid ( elberg ráku hægrisinnaðir stúdentar vinstrisinnaða stúd ! enta, sem lokað hafa leiðum | til háskólans, á flótta. 1, Múnchen, Bonn og Hamborg ruddust stúdentar inn í leik- ! hús til að kappræða við áhorf | endur um hættuástandslögin. 1 Bonn varð Lúbcke forseti' að fara úr óperunni um neyð ‘ arútgang þar sem stúdentar | börðust við lögreglu við aðal- | innganginn. réttarhöldum á hendur saklausu fólki. Meðal sexmenninganna er einn fyrrverandi forsætisráð- herra Dilen Sirokyn. Ákvörðun þessi var birt að loknum miðstjórnarfundi, sem þeir sátu báðir Novotny og Dub eck aðalritari kommúnistaflokks ins, sem mesta forgöngu hefur haft um að veita nýju lofti inn í tékknesk stjórnmál að unöan- förnu. Á fundinum var og sam- þykkt að kveðja saman aukafund í september til að staðfesta hina nýju stefnu tékknesku stjórnarinnar. Dubcek sagði, að flokkurinn væri staðráðinn í að losa sig við þá menn, sem bæru ábyrgð á margvíslegum pólitísk- um afglöpum og ofsóknum frá fyrri árum. Litið er á samþykkt miðstjórnarinnar sem ótvíræðan sigur fyrir Dubcek og óhang- endur hans. Þó virðist ekki á döfinni neinar skyndilegar að- gerðir gegn Stalínistum sem enn gegna ábyrgðarstöðum í Tékkó- Framhaid á bls. 2 De Goulle snýr nftur De Gaulle forseti kemur til . Elysee-hallar ásamt konu sinni frá sveitasetri sínu I í Colombey-les-deux-Eglises. Skömmu síðar hélt de Gaulle , fund með stjórn sinni og að honum loknum ávarpaði hann I bjóðina í útvarpi. # Leiðtogi Vinstriflokkabanda- lagsins, Francois Mitterand talaði skömmu eftir að forsetinn hélt ræðu sína að hann hefði hvatt til borgarastyrjaldar. „Þjóðin hef ur heyrt rödd einræðisins tala. Louisville, Kentucky 30. maí. NTB. TVEIR negrar voru drepnir í Louisville í gærkvöldi, þegar kyn þáttaóeirðir blossuðu upp þriðja daginn í röð. Negrarnir voru skotnir fáeinum klukkustundum eftir að 500 þjóðvarðliðar höfðu verið kvaddir aftur til búða sinna. Talsmaður lögreglunnar segir, að þeir hafi verið skotnir við gripdeildir í verzlunum. Slíta jafnaöarmenn stjórnarsamstarfi? Rómaborg, 29. maí. NTB. STJÓRN ítalska sósialista flokksins gerði þá samþykkt á miðvikudag, að flokkurinn hætti starfi í samsteypustjórn mið- og vinstri flokkanna, sem hafa far- ið með völd á Ítalíu síðustu fimm ár. Sósíalistaflokkurinn missti verulegt fylgi í kosning- unum nýverið, en foringi hans er Pietro Nenni, sem vill halda áfram stjórnarsamvinnunni. Heimildir innan flokksins vís- uðu því á bug, að samþykktin hafi að markmiði að koma á stjórnarkreppu í landinu. Mið- stjórn flokksins mun ræða sam- þykktina á fundi á föstudag og verður að samþykkja hana, til að hún öðlist gildi. Stjórnmála- sérfræðingar segja að þetta muni gera kristilegum demókröt- um erfitt fyrir um myndun minni Framhald á bls. 23 Leitin að Scorpion: Dularfulít kallmerki ekki irá týnda kafbáfnum Nortfolk, Virginia, Watlhiingiton, 30. maí AP—NTB. HIN umfangsmikla leit að banda ríska kjarnorkukafbátnum „Scorpion" jókst enn í gær, eft ir að bandarísk eftirlitsflugvél yfir Atlantshafi heyrði merki kl. 00,28 ) fyrrinótt að ísl. tíma, sem talin voru frá kafbátnum. Sex flotaskip heyrðu einnig merkin sem talin voru einkenn istákn hins týnda kafbáts. Síðla dags í gær sendi banda ríska flotamálaráðuneytið frá sér tilkynningu þess efnis, að víðtæk leit hafi verið haldið uppi á þeim svæðum, sem líkleg þóttu, en enginn árangur orðið. Ekkert hafi komið fram, er sanni á nokkurn hátt að skeytið hafi verið frá „Scorpion". Því hafi beinni leit að upptökustað merkjanna verið hætt. Talið var, að merkin kæmu frá stað sem væni um það bil 110 sjómílur auistur af Norfolk. Dýpt.in á því svæði er 210 metr ar og glædidust vonir um bjöcng un um skeið. Annar kjarnorku- kiniúinn ka.fbátur „Lapon“ heyrði einnig mierkin, en af mæilingum hams ex áætlað að Seorpálon hliyti að vera á minmsita kosti 4.500 metra dýpi. Kalkmarikin sem heyrðust hljóðuðu svo: „til Framhald á bls. 2 Þjóðin mun kveða niður þessa rödd. Þjóðin mun innleiða frelsi á ný. Lýðveldissinnar sameinist. Lengi lifi lýðveldið,“ sagði Mitter and. Hann sagði að stjórnarand- stæðingar mundu svara af misk- unnarleysi og festu þessari atlögu við lýðræðið, sem væri hliðstæð valdatöku Napoleons I. og Napo- leons III. og uppreisn Frakka í Alsír 1958. • Mikið uppnám varð á þingi þegar forseti þess, Jacques Chuban-Delmas, tilkynnti þingrof og nýjar kosningar í samræmi við ákvörðun de Gaulles og hef- ur sjaldan verið eins stormasamt í þinginu frá lokum heimsstyrj- aldarinnar. Gaullistar fögnuðu til kynningu Chaban-Delmas með fagnaðarhrópum. Þegar þing- fundi var lokið gengu gaullistar út, en kommúnistar og aðrir stjórnarandstæðingar sátu sem fastast, sungu þjóðsönginn og hrópuðu að de Gaulle yrði að segja af sér. Þeir hrópuðu að lok- um: „Lengi lifi lýðveldið.“ • De Gaulle hélt ræðu sina að loknum stjórnarfundi, sem stóð í þrjár stundarfjórðunga. Skömmu Franskir hermenn kallaðir heim? Bonn, 30. maí. NTB. FRANSKUR talsmaður bar til baka í kvöld fregnir um að helmingur hins 60.000 manna 1 herliðs, sem Frakkar hafa i Vestur-Þýzkalandi, verði kall- aður heim til Frakklands vegna ástandsins þar. Vestur- þýzk fréttastofa hafði þessa frétt eftir áreiðanlegri heim- ild í kvöld, en dró fréttina til baka. Samkvæmt þessari frétt var ákvörðunin tekin á fundi sem de Gaulle forseti á að hafa haldið með Jacques Massu hershöfðingja, yfir- manni franska herliðsins í Vestur-Þýzkalandi, og 11 öðr- um hershöfðingjum á fundi í Beifort í Austur-Frakklandi í gær. r

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.