Morgunblaðið - 22.06.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.06.1968, Blaðsíða 1
28 SIÐUR OG LESBOK 128. tbi. 55. árg. LAUGARDAGUR 22. JUNÍ 1968 Prentsniiðja Morgunblaðsins Rusk vill rœða við Rússa um stöðvun vígbúnaðarkapphlaupsins: Keppinsutar hittast | KEPPINAUTARNIR um til- nefninguna til forsetafram- ’ boðs, Hubert Humphrey, vara I forseti, og Eugene McCarthy, , I öldungadeildarþingmaður, . voru viðstaddir í fyrradag þegar þátttakendur í göngu 1 hinna snauðu efndu til mót- | mælaaðgerða við minnis- merki Lincolns forseta í | Washington. Humphrey er almennt talinn öruggur um útnefninguna þrátt fyrir sig- ur McCarthys í forkosningun- um í New York. Það eina sem komið getur í veg fyrir I útnefningu Humphreys er l stuðningur hlutlausra full- i trúa á landsfundi demókrata- flokksins, eða fulltrúa sem ' ekki hafa lýst yfir algerum stuðningi við varaforsetann. í Fækkun í herliðum austurs og vesturs rædd á NATO-fundinum að utanríkisráðherrarnir sam- þykki að gripið skuli til efna- hagslegra refsiaðgerða gegn Austur-Þjóðverjum, enda er ótt- ast þá verði gripið til fleiri að- gerða gegn Vestur-Berlín af hálfu Austur-Þjóðverja. „Hófleg bjartsýni“ Á fundi sínum með blaða- mönnum í Washington ræddi Rusk utanríkisráðherra einkum Vietnam-málið og sagði að ef Framh. á bls. 26 Berlín oðalmál iundarins í Reykjavík Washington 21. júní. NTB-AP d DEAN Rusk utanríkis- ráðherra sagði á fundi með blaðamönnum í Washington í dag að rætt yrði um mögu- leika á gagnkvæmri fækkun í herliðum Atlantshafsbanda- lagsins og Varsjárbandalags- ins á fundi utanríkisráðherra NATO í Reykjavík í næstu viku. Á fundinum sagði Rusk meðal annars að Bandaríkja- stjórn óskaði eftir viðræðum við sovétstjórnina um stöðv- un vígbúnaðarkapphlaupsins og ef eldflaugaárásunum á Saigon yrði hætt yrði litið svo á að Norður-Víetnamar hefðu dregið úr stríðsaðgerðum sínum. Rusk sagði einnig, að á ráð herrafundinum yrði rætt um síð ustu hömlur Austur-Þjóðverjja á umferðinni milli Vestur-Berl ínar og Vestur-Þýzkalands og kallaði þessar aðgerðir óréttlæt anlegar og ögrandi. Frelsi Berl- ínar og frjálsir aðflutningar til borgarinnar skipta NATO meg- inmáli og þetta mál verður rætt I smáatriðum í Reykjavík, sagði Rusk. Hann sagði, að að lokn- um hádegisverðarfundi með Wylly Brant, utanríkisráðherra Vestur-Þýzkaiands, á sunnudag yrði ákveðið hvort hann færi í heimsókn til Bonn etir NATO- fundinn. Bonnsamningurinn staðfestur Rusk sagði, að Austur-Þjóð- verjar yrðu að gera sér grein fyrir því að aðgerðir þeirra stuðluðu ekki að friðsamlegu ástandi í Mið-Evrópu. Þeir verða að gera sér grein fyrir því að gripið er til skjótra gagnráð- stafana hvenær sem aðflutning- um til borgarinnar er ógnað, sagði hann. Bandaríski utanríkisráðherr- ann sagði, að Bandaríkjastjórn mundi reyna að halda útgjöld- um til kjarnorkumála í skefj- um eftir staðfestingu sáttmálans um bann við útbreiðslu kjarn- orkuvopna. Hann sagði, að full- trúar Bandaríkjanna, Sovétríkj- anna og Bretlands mundu undir rita samninginn 1. júlí og yrði fulltrúum annarra ríkja síðan boðið að undirrita hann einnig. Hann sagði að mesta vanda- málið sem mannkynið stæði and spænis væri hvernig bægja mætti frá ógnun kjarnorkunnar og taldi bannsamninginn stórt fram faraspor. Um vígbúnaðarkapphalupið sagði Rusk, að Rússar hefðu sýnt áhuga á tillögu sem Banda ríkjamenn hefðu lagt fram fyr ir 18 mánuðum þess efnis að full trúar landanna ræddu um sam- komulag um að frestað verði fyrirætlunum um að koma á fót eldflaugavarnarkerfum í lönd- unum. Hins vegar sagði hann, að enn hefði ekki tekizt að ná sam komulagi um tíma og stað slíkra viðræðna. Refsiaðgerðir? Fréttaritarar eru sammála um, að umferðartakmarkanir Aust- ur-Þjóðverja verði mál málanna á Reykjavíkurfundinum. Vestur veldin hafa þegar gripið til þeirr ar gagnráðstöfunar að krefjast skatts af austur-þýzikum ferða- mönnum, sem vilja ferðast til NATO-landa. Almennt er gert ráð fyrir, að á fundinum verði samþykkt yfirlýsing þar sem lýst verði yfir samstöðu með Vestur-Berlínarbúum. Sam- kvæmt áreiðanlegum heimildium Íir hins vegar talið ósennilegt ritaHT | 01-meistarar { 7 Deauville, Frakklandi, i \ 21. júní — AP i ÍTALIR tryggðu sér sigur á \ l Olympíumótinu í bridge í dag I / er þeir unnu Bandaríkin. — I \ Spiluð voru 80 spii og loka- / 4 staðan varð 172—123. Italir \ í sigruðu Kanadamenn í und- 4 / anúrslitunum en Bandaríkja- ( \ menn Hollendinga og þannig / 4 komust þessi lið í úrslit. ( Fyrstu utanríkisraöherrar NATO- landanna koma síðdegis Fjöldi blaðamanna þegar kominn til landsins Earl Warren Eorl Warren segir af sér Washington, 21. júní. AP EARL Warren hefur sagt af sér embætti forseta Hæstaréttar Bandarikjanna, að því er haft var eftir áreiðanlegum heimild- um í dag. um í dag. Fréttin hefur ekki ver- ið opinberlega staðfest. Warren hefur gegnt embætt- inu síðan 1953, og hefur lengi haft í hyggju að segja af sér. Hann var áður ríkisstjóri Kali- forníu. Earl Warren hefur getið sér orð fyrir að vera mjög frjáls- lyndur í starfi sínu sem forseti Hæstaréttar og hefur teki'ð marg ar mikilvægar ákvarðanir, ekki sízt í kynþáttavandamálinu, og þannig eignazt marga óvildar- menn, einkum meðal hvítrp stuðningsmanna aðskilnaðar kynþáttanna. Johnson forseti skipar eftir- mann Warrens, og er talið lík- •legt að hann velji vin sinn Abe Fortas hæstaréttardómara, sem er talinn frjálslyndux. UTANRÍKISRÁÐHERRAR At- lantshafsbandalagsríkjanna koma til ísiands nú um helgina, sumir koma þegar í dag, eins og t.d. Dean Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Willy Brandt, utanrikisráðherra Vestur-Þýzka- lands, en þeir munu hittast á sunnudagsmorgun og ræða hin nýtilkomnu Þýzkalandsvanda- mál. Síðdegis á sunnudag munu þeir ræða við fulltrúa Breta og Frakka um þau mál. Gullfaxi, þota Flugfélags ís- lands, sem leigð hefur verið af Atlantshafsbandalaginu, er vænt anleg til Keflavíkurflugvallar laust íyrir kl. 2 síðdegis í dag. Með þotunni verða 113 farþeg- ar, þeirra á meðal Manlio Brosio, framkvæmdastjóri banda lagsins, ýmsir fastafulltrúar hjá bandalaginu, svo og almennt starfslið þess í Brussel. Gert er ráð fyrir því, að utan- ríkisráðherrar flestra aðildar- rikja Atlantshafsbandalagsins komi til Reykjavíkurfundarins. Michel Debré, utanríkisráðherra Frakka og Mitchell Sharp, utan- ríkisráðherra Kanada, sem báðir þurfa að vera heima vegna þing- kosninga, geta ekki komið né heldur utanríkisráðherrar Ítalíu og Luxemburgar. Margir utanríkisráðherrarnir koma með einkaflugvélum, svo sem Rusk, Brandt, Stewart, ut- anríkisráðherra Breta, en aðrir koma með áætlunarflugvélum á laugardagskvöld og sunnudag. Mikill undirbúningur hefur verið fyrir fundinn í Reykjavík, sem mun standa dagana 24. og 25. júní í húsakynnum Háskóla íslands. Sem dæmi um hinn víð- tæka undirbúning má nefna, að komið hefur verið fyrir hlustun- artækjum í fundarsalnum þar sem hlýða má á ræður jafnóðum þýddar á ensku og frönsku. Von er á 70 erlendum lllaða- mönnum, útvarps- og sjónvarps- mönnum. Áhugi þýzkra blaðo- manna fór mjög vaxandi er frétt ist að Willy Brandt mundi ræða hér við Dean Rusk um Þýzka- landsmálin. Blaðamenn hafa bækistöð í Hagaskóla, þar sem Stærstu fréttastofurnar hafa fengi’ð þar sérstök vinnuher- bergi, svo sem AP, UPI, AFP og Reuter. Fréttaritararnir hafa fengið béinar linur eða ritsíma- línur til útlanda, til fréttasend- inga. I Hagaskóla hefur Póstur og simi komið upp miklu kerfi. Þar er t.d. símaþjónusta og 10 síma- klefar, auk póstafgreiðslu. Allar símalínur frá landinu eru til taks til að senda fréttir fyrir blaðamenn. Það eru 7 símalín- ur til Bretlands, 6 til Kaup- mannahafnar, 2 til London, en strengurinn til Ameríku er slit- inn. Þá eru 15 telexlínur til London, 4 til Kaupmannahafn- ar og ein til Hamborgar og að Framh. á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.