Morgunblaðið - 22.06.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.06.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1998 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstj órnar f ulltrúi: Fréttastjóri: Auglýsingast j ór i: Ritstjóm og afgreiðsla: Auglýsingar: ílausasölu: Áskriftargjald kr. 120.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Kr. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. ERFIÐLEIKAR SAMBANDS ÍSL. SAMVINNUFÉLA GA FMns og fram hefur komið í fréttum hefur taprekst- ur orðið hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga, sem nemur nærri 40 millj. króna og hefur Sambandið nú á prjónunum víðtækar aðgerðir til þess að bæta rekstur og draga úr kostnaði. Forstjóri fyrirtækisins, Er- lendur Einarsson, gat þess í upphafi aðalfundar, að ýmsar greinar, sem gáfu slæma rekst ursafkomu, hefðu verið dregn ar saman eða lagðar niður og starfsfólki hefði verið fækkað um 145 eða 11%. Hann sagði, að unnið væri að umfangs- miklum skipulagsbreytingum og aukinni rekstrarhag- kvæmni í því skyni að lækka kostnað við vörudreifing- una, en bilið á milli tekna af vörusölunni og kostnaðar við hana væri orðið breiðara en svo, að þess væri að vænta, að það yrði brúað fljótlega með endurbótum á rekstrin- um einum saman. Erlendur Einarssan sagði að sýna yrði meiri aðgæzlu í fjármálum en áður, láns- verzlu væri orðin svo áhættu söm og lausafjárstaðan hefði versnað til þeirra muna, að samvinnufélögin yrði nú að stórminnka og í sumum til- fellum stöðva með öllu láns- verzlun. Hann sagði að taka yrði upp sparnað í öllum rekstri. Langt er síðan Morgunblað ið benti á nauðsyn þess, að samvinnufélögin hugsuðu ein ungis um hag viðskiptavin- anna og látið yrði af pólitískri misnotkun samtakanna, sem oftsinnis hefði leitt til óhag- kvæms reksturs og stórskaða fyrir félögin. Vonandi eru þær aðgerðir, sem nú er unnið að, gerðar í þessum anda, og bendir það til þess, að framkvæmda- stjóri Sambandsins kvað sam- vinnufélögin fús til að taka höndum saman við alla þá aðila, sem að þessum umbót- um vildu vinna af raunsæi og réttsýni. Ef þau öfl í samvinnuhreyf ingunni, sem vilja einbeita kröftunum að því að koma við hagkvæmum rekstri, en útrýma pólitískri misnotkun, hafa nú loks sigrað, er það vissulega mikið gleðiefni, og þá mun ekki standa á öðrum að veita liðsinni. Hitt er ljóst, að svo lengi hefur misnotkun átt sér stað í samvinnufélögunum, að menn hljóta að gjalda nokk- urn varhug við. En verst er hitt, að pólitíska misnotkun- in hefur leikið samvinnu- hreyfinguna svo grátt, að hún á nú við miklu meiri vanda að etja en ella væri. Hitt er raunar ljóst, að at- vinnurekstur hefur yfirleitt gengið erfiðlega á sl. ári, vegna þeirra miklu áfalla, sem við íslendingar höfum orðið fyrir og fyrst koma nið- ur á atvinnufyrirtækjunum. Rétt er einnig, að álagningar- reglur hafa verið með þeim hætti, að verzlunin hefur búið við mjög skarðan hlut, og víða verið um taprekstur að ræða. En þessar staðreyndir sýna, svo ekki verður um deilt, hve fáranlegur er sá áróður, að verzlunarstéttin taki allt of mikið í sinn hlut. Er hann þó einkar vinsæll og hefur lengi verið. VOTTUR VELMEGUNAR í rið 1962 voru farþegar með strætisvögnum Reykja- víkur yfir 18 milljónir, en á síðasta ári voru þeir nærri komnir niður í 14 milljónir og hafði fækkað um 22%. Þessi fækkun farþega hefur valdið erfiðleikum í rekstri strætisvagnanna, en um leið er hún vísbending um þá vel- megun, sem hér hefur ríkt, þegar fleiri og fleiri hafa get- að eignazt og notað einkabif- reið. Sú var tíðin að mjög var fjargviðrazt yfir því að leyft skildi að flytja bifreiðar til landsins, og aðeins eru örfá ár síðan kommúnistar létu af þeim áróðri, að notkun bif- réiða væri lúxus, sem ekki ætti að heimila. Lítil einka- bifreið er vissulega ekkert tildur, og flestir þurfa á bif- reið að halda vegna atvinnu sinnar, en einnig er bifreiðin mikill ánægjuauki fyrir þær fjölskyldur, sem hana eiga. Það er því sannarlega ánægjulegt, hve mjög bif- reiðaeign hefur aukizt hér á landi og vonandi að lífskjör versni ekki svo, að áframhald geti orðið á þeirri þróun, að sem allra flestir geti orðið þess aðnjótandi að eiga sína eigin bifreið. Trefjaglerverksmiðjan í Nahan. Flóttamannaráð íslands og Hollands kosta verks miðju tíb- ezkra flóttamanna myndir þær, sem fylgja hér með. í skýrslu sinni til Flótta mannaráðs íslands segir hr. Brouwer meðal annars: Á DEGI Sameinuðu þjóð- anna, þann 24. október 19GC, var gengizt fyrir almennri söfnun í fjölmörgum Evrópu- löndum til hjálpar flótta- fólki frá Tíbet, sem þá dvaldi við hinar hörmulegustu að- stæður í norðurhéruðum Ind- lands. Hafði fólkið unnið þar við vegavinnu í 7 ár sam- fleytt í mikilli eymd og vol- æði. Hlutverk Flóttamanna- söfnunarinnar 1966 var að afla nægilegs fjár, til þess að hægt væri að veita þessu tí- bezka fólki varanlega lausn á vandamálum sínum. Þann 10. marz 1967 kom hingað til lands hr. Brouwer, fulltrúi Flóttamannastofnunn ar SÞ, og í samráði við hann var ákveðið að fé það, sem safnaðist á íslandi skyldi renna til uppbyggingar trefja glersiðnaðar í Nahan-héraði á Indlandi, þar sem Tíbetar höfðu fengið landsvæði til afnota. f viðtali við fréttamenn hér í Reykjavík skýrði hr. Brouw er svo frá, að landsvæði þetta væri gjöf Indlandsstjórnar til flóttmannastarfsins, en þar hefðu Tíbetarnir möguleika á að byggja sér hús, rækta landið og vinna við léttan iðnað. Að lokinni athugun af hálfu S.Þ. kom í ljós, að heppilegt yrði að koma á fót tref jaglesiðnaði í Nahan. Verksmiðju gætu Tíbetar byggt sjálfir, og yrði hún síðan samvinnufyrirtæki, sem Tíbetarnir ynnu við. Gengið var frá því strax, að fram- leiðsluvörur verksmiðjunnar, svo sem baðker, vaskar, vatns geymar, stólar o.fl., hefðu ör- ugga sölu nokkur ár fram í tímann. Vorið 1967 voru síðan 17 ungir Tíbetar sendir til Nýju Delhi til þjálfunar í iðnaðar- og verksmiðjustörfum. Þessi þjálfun tók rúma sex mán- uði, en að þeim loknum tóku þessir ungu menn til við að kenna löndum sínum þessi nýju störf í Nahan. Flótta- mannastofnun S.Þ. réði svo dugmikinn framkvæmda- stjóra, hr. Bawa, til þess að veita trefjaglersverksmiðj- unní forstöðu, og skömmu síð ar var verksmiðjunni valinn staður við Paonta í Nahan- héraði í Himachal Pradesh- ríki Indlands. Um miðjan októbermánuð 1967 komu svo 500 Tíbetar til Paonti í Nahan og hófu nær samstundis störf við byggingu verksmiðjunnar. Þegar byggingu verksmiðju- hússins var lokið, var hafizt handa við byggingu fyrstu íbúðarhúsanna. Hr. Brouwer heimsótti Nahan þann 24. marz sl., til þess að kynna sér framvindu mála þar ,og tók hann þá m.a. „Það vakti sérstaka at- hygli mína hve áhugasamir og dugmiklir Tíbetarnir voru við byggingu húsanna. Þeir hafa sett sér það takmark að ljúka við flest húsin fyrir rigningartímann, sem hefst snemma í júní. Það var líka ánægjulegt að sjá það, að landið hafði verið fullræktað. Vetraruppskera hveitis, græn metis og jarðepla var sönnun fyrir mikilli og ötulli vinnu þeirra". Trefjaglerverksmiðjan tek- ur formlega til starfa síðar í þessum mánuði ,eða í síðasta lagi í fyrstu viku júnímánað- ar. Gert er ráð fyrir því, að rikisstjóri Himachal Pradesh Framh. á bls. 16 Frá byggingaframkvæmdum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.