Morgunblaðið - 22.06.1968, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1968
Kristmundur J. Sigurðsson:
Árásin á hesthúsin
í dagblaðinu Tíminn 5. þ.m.
birtist heilsíðu grein eftir
Kristján Benediktsson, borgar-
fulltrúa, sem á að vera svar til
undirritaðs við grein, sem ég
skrifaði í Morgunblaðið 31. maí
sl. Var hún fyrst og fremst upp-
lýsingar vegna árásar borgarfull-
trúans á hesthúsin, sem leyft var
að byggja vestan megin Elliða-
ánna.
Um þessi skrif borgarfulltrú-
ans, er það að segja a'ð þau fylla
út eina síðu í blaðinu, en eru að
öðru leyti lítið umræðuverð.
Rétt er þó að benda á, að þau
hrekja í engu það sem um er
fjallað í grein minni.
Hinsvegar staðfesta þau að
hann beinir árásum sínum fyrst
að þeim, sem byggt hafa yfir
hesta sína sjálfir, í von um áð
þar sé garðurins lægstur til árása
á hestamenn.
Ástæðan til þess að ég sting
aftur niður penna á þessum vett-
vangi, er að leiðrétta þau skrök
borgarfulltrúans, að ég hafi reynt
að sannfæra hann um, að ég
vildi ekki byggja yfir hesta mína
á athafnasvæði Fáks. Ég vona að
minnisþoka valdi fremur en hann
skrökvi þessu viljandi. Er ég og
hesthúsfélagar mínir sóttum um
lóð undir hesthús okkar, hafði
stjórn Fáks ekki annað svæði til
að byggja á en við Skefðvöllinn.
Ég ræddi tvívegis við þáverandi
formann Fáks um áhugamál
okkar hesthúsfélaganna, hvort
stjórn Fáks gæti útvegað okkur
lóð undir hesthús, þar sem við
gætum byggt og hirt hesta okkar
sjálfir. Það var ekki fyrir hendi.
Þá segir greinarhöfundur að ég
líki kauptúninu Selfoss við hest-
hús. Langt gengur hann í mál-
efnalegri fátækt og ófétishætti
að halda þessu fram. Það er því
furðulegra sem orðið „mengun“
virðist honum mjög hugstætt.
Honum ætti að skiljast, áð vegna
legu sinnar, hlýtur frárennsli frá
þessu hreinlega fyrirmyndar
kauptúni að renna í Ölfusá.
Spurningin í grein minni er því
eðlilegt, miðað við mengunar-
skraf borgarfulltrúans, hvort
ekki væri von á kröfu um að
kauptúnið yrði rifið, svo það
mengaði ekki Ölfusá.
Skraf greinarhöfunds um þáð
hverjir mengi vatnið í Elliða-
ánum og hverjir ekki að órann-
sökuðu máli er alveg út í bláinn.
Hlutlaus rannsókn yfir langan
tíma, getur ein sagt til um það.
Borgarráð hefur falið borgar-
verkfræðingi, borgarlækni og
veiðimálastjóra að rannsaka
mengun Elliðaánna, tel ég það
öllum næga tryggingu fyrir réttri
niðurstöðu. Það eru margar þing-
mannaleiðir milli þeirrar ákvör'ð
unar þorgarráðs og strákslegra
fullyrðinga áróðursmanna, hvort
sem blekkingaáróðurinn kemur
fram í blöðum, eða er beitt í
áhrifamesta fjölmiðunartæki í al-
þjóðareign, gegn einstaklingum
og framkvæmdaaðilum borgar-
innar.
Samtímis eru svo heimtaðar
framkvæmdir, sem greiddar eru
af almannafé í þágu frístunda-
gamans áróðursmanna, auk
þeirra hundruð þúsunda, sem
Rafmagnsveita Reykjavíkur legg
ur út í þeirra þágu. Varðandi
skrif borgarfulltrúans, er rétt að
benda á, að vissum persónum
fannst þáð fínt áður fyrr, að
ganga á „Dönskum skóm“ og
reyndu að túlka það með til-
burðum í fasi. Nú er það ekki
lengur „Dönsku skórnir“ þótt
sennilegt sé, að svipaðar kenndir
ráði tiltektum.
Það er rokið upp með fjálgleg-
heitum og skrúðmælgi til að láta
sér bera og blæs oft úr þeirri
áttinni, sem málefnafátæktin er
mest. Hið ótrúlegasta er orðið áð
perlum og djásni.
Ef skrafið beindist aðeins að
því broslega, væri það einkamál
skriffinnanna, en þegar það
beindist að því að reyna að valda
með því tjóni, skapar það fyrir-
litningu hjá þeim, sem fyrir
verða.
Hestamenn, sem hirða hesta
sína sjálfir, eru á einu máli um
það, áð það sé hálf ánægjan af
samskiptum sínum við hestinn,
fyrir utan það uppeldisgildi, sem
það hefur fyrir börn þeirra.
Margt er rætt um unglinga-
vandamálin hér í borg og ekki
að ástæðulausu, ekki sízt nú, er
aðeins lítill hluti þeirra fær
vinnu. Þeir, sem hirða hesta sína
sjálfir, leggja ekki til lakasta
þáttinn til úrbóta í þessu máli,
eins og ég drap á í fyrri grein
minni. Umhirða og notkun hest-
anna skapar ekki einungis æski-
legan huggróður, heldur einnig
holla útrás fyrir starfslöngun.
Unglingar, sem þetta stunda,
hafa ekki uppi tiltektir, sem er
oft sorglegt fréttaefni.
EINS og við hafði verið búizt,
hefur komið í ljós, að vinstri
beygjur hafa valdið ökumönn-
um nokkrum erfiðleikum á
fyrstu dögum hægri umferðar.
Okumenn virðast ekki gæta þe.ss
sem skyldi, að vinstri beygjur
skulu teknar víðar, en hægri
beygjur aftur á móti krappar,
þvert ofan í það sem var í
vinstri umferð. Hér á eftir verð
ur vikið nokkuð að vinstri og
hægri beygjum, svo og akstri á
akreinum.
Við beygju til hægri ber að
gæta þess, að fylgja gangstéttar
brún þeirrar götu sem beygt er
úr. Beygjan sfcal vera kröpp, og
ekið eins nálægt brún akbrautar
og hægt er, eins og fyrr segir.
Við beygju til vinstri skal aft
ur á móti gæta þess að beygjan
skal vera víð, þannig að öku-
tækið sé í hægri hluta þeirra ak
brautar sem ekið er inn á. Þetta
gildir þó ekki um akstur inn á
einstefnuakstursbraut. Við
beygju til vinstri gildir að sjálf
sögðu varúðarreglan til hægri,
þannig að ekki má beygja til
vinstri, fyrr en nálæg ökutæki
sem á móti koma hafa farið fram
hjá. Áður en beygt er til vinstri
skal ökutækið hafa verið flutt
nærri miðlínu akbrautar, og sé
akbrautinni skipt í akreinar, skal
ökutækið hafa verið flutt á
vinstri akreinina áður en beygt
er.
Þegar beygt er inn á götu,
sem skipt er í tvær akreinar, og
báðar akreinar eru fyrir umferð
í sömu átt, má aka inn í hvora
akreinina sem er, en þó ber að
hafa fyrirhugaða akstursstefnu í
huga þegar akrein er valin.
Akstur á akreinum
All nokkuð hefur borið á til
hneigingum hjá ökumönnum til
að aka á vinstri akrein á götum,
sem skipt er í akreinar og tvær
akreinar eða fleiri gera ráð fyr-
Hesthúsin, sem á er ráðizt, geta
ekki verið neinum eðlilegum sam
félagsverum til ama, en hafa
mikið uppeldisgildi fyrir þann
stóra hóp unglinga, sem er tengd
ur eigendum þeirra.
Vonandi detta dönsku skórnir
af borgarfulltrúanum og hans
skoðanabræðrum, ef einhverjir
eru, svo hann skapi sér ekki
meiri óvild en or’ðið er.
Reykjavík, 17. júní 1968,
Kristmundur J. Sigurðsson.
ir umferð í sömu stefnu. Má sem
dæmi nefna Miklubraut, Snorra
braut, Skúlagötu, Hringbraut og
fleiri götur. Megin reglan um
akstur á akreinum er sú, að
vinstri akreinin er einkum ætluð
fyrir framúrakstur, en að jafn-
aði skal ekið á hægri akrein. f
dag sér maður ökumenn oft aka
á vinstri akrein á Hringbraut
alla leið vestur að Melatorgi, svo
eitthvert dæmi sé nefnt.
Þegar komið er að gatnamót-
um, þar sem ökumaður ætlar að
skipta um akstursstefnu, og sé
akbrautinni skipt í akreinar, ber
honum að velja þá akrein sem
heppilegust er, miðað við í
hvora áttina á að beygja. Ætli
ökumaðurinn að beygja til
vinstri, velur hann vinstri ak-
rein, en ætli hann aftur á móti
að beygja til hægri, velur hann
hægri akrein.
Ekki má skipta um akrein
nema umferðin leyfi það, og þá
eftir að stefnumerki hefur ver-
ið gefið. Eftir að stefnumerki hef
ur verið gefið, verða ökumenn
að gæta vel að umferðinni á ak
brautinni og skipta því aðeins
um akrein, að umferðin leyfi.
Þá ber ökumönnum og að hafa
ríkt í huga, að gefa stefnumerki
í tæka tíð áður en skipt er um
akrein eða beygt.
— Úr ýmsum dttum
Framh. af bls. 14
muni opna verksmiðjuna við
hátíðlega athöfn, að viðstödd
um fulltrúum hollenzku og
íslenzku flóttamannaráðanna,
sem vörðu söfnunarfé sínu til
þessa verkefnis. Fulltrúi ís-
lands verður ritari danska
sendiráðsins á Indlandi.
Framtíðarhorfur Tíbetanna
í_ Nahan virðast því bjartar.
Áætlað er að 60 af 100 hús-
um svæðisins verði tilbúin í
júní, en endanlega verða þau
öll byggð í september-októ-
ber. Gert er ráð fyrir því, að
árstekjur verksmiðjunnar
verði um 1 milljón Rs, en
helmingur þeirra tekna fer í
kaup á hráefnum til fram-
leiðslunnar. Hinn helqiingur-
inn er laun Tíbetanna.
Þetta sameiginlega verk-
efni íslands og Hollands mun
því verða til þess, að á þessu
ári verða 500 tíbetskir flótta-
menn, sem áður bjuggu við
éymd og örbyrgð, sjálfstæðir
og sjálfum sér nógir. Fólkið
er við góða heilsu, — börnin
eru nú hjá foreldrum sínum
og sækja skóla í hverjinu, og
allir virðast vera ánægðir í
hinu nýja umhverfi.
Hr. Brouwer lýkur skýrslu
sinni þannig: ,,Ég var alveg
undrandi yfir þvi hve mikið
var búið að gera á aðeins 5
mánuðum. Það er ábyggilegt,
að söfnunarfénu frá fslandi
hefur verið vel varið. Ég
vona, að margir íslendingar
eigi eftir að heimsækja Nah-
an á næstu árum og sjá
hverju þeir hafa komið til
leiðar með gjöf sinni“.
Alls var safnað hér á landi
2.078.413.23 krónum. Kostnað
ur við framkvæmd söfnunar-
innar var 102.950.20 krónur,
þar af kostnaður við prentun
kr. 66.905.00 krónur. Mismuh
urinn kr. 1.975.463.03 var síð-
an sendur til aðalstöðva
Evrópusöfnunarinnar í Haag.
KÖPAVOGSBIÍAR
Gunnar Thoroddsen og kona hans koma á almennan
fund í Kópavogsbíói, sunnudaginn 23. júlí kl. 14.
Stuðning-smenn
Cunnars Thoroddsens
í Kópavogi.
HAFNFIRÐINGAR
Gunnar Thoroddsen og kona hans koma á almennan
fund í Bæjarbíói, sunndaginn 23. júní kl. 21.
Stuðningsmenn
Cunnars Thoroddsens
í Hafnarfirði.
Nauðiingaruppboð
Eftix kiröfu Gjaldheimitunnar í Reykjavík fer fram
nauðungaruppboð að Síðumúla 20, Vöku h.f., fimimtu-
daginn 27. júní n.k., kl. 1,30 síðdegis og verða þar
seldar eftirtaldaæ b’ifreiðar:
R-124, R-1396, R-1609, R-1611, R-2214, R-2625,
R-3249, R-3354, R-4246, R-4260, R-4338, R-4342, R-4450,
R-4505, R-4721, R-4722, R-4851, R-5858, R-5143, R-5280,
R-5786, R-5922, R-6360 R-6433, R-6478, R-7064, R-7098,
R-7114, R-7143, R-8224, R-8263, R-8792, R-9083, R-9780,
R-10161, R-10200, R-10349, R-10454, R-11153, R-11253,
R-11393, R-11497, R-11502, R-11615, R-11660, R-11682,
R-13922, R-14508, R-14637, R-15157, R-16220, R-16464,
R-16666, R-16733, R-16816, R-16832, R-17167, R-17999,
R-18134, R-18212, R-18266, R-18791, R-18963, R-19186,
R-19451, R-19523, R-19672, R-19703, R-20050, R-20108,
R-20155, R-20372, R-20574, R-21173, R-21520, R-21661,
R-22239, R-2350, R-22469, G-1163, G-4104, G-4197,
G-4504, Y-1922, og ennfremur 2 jarðýtur, 2 traktors-
gröfur, 1 skurðgrafa, dráttarvél, steypulhræivél, Batam
skurðgrafa, 2 vörulyftarar og 2 loftpressur.
Ennfremur verða seildar, eftir kröfum ýmissa lög-
manna, eftirtaldar bifneiðar:
R-2354, R-2818, R-2851, R-3641, R-3919, R-4047,
R-4441, R-4497, R-5166, R-5498, R-6517, R-7112, R-7329,
R-7581, R-7993, R-8299, R-9311, R-9836, R-10521,
R-10791, R-11059, R-11393, R-11591, R-11860, R-12651,
R-13018, R-13539, R-13659, R-113749 R-14392, R-14499,
R-14523, R-15119, R-16417, R-16464, R-17086, R-17167,
R-17315, R-17451, R-17456, R-17595, R-17649, R-17740,
R-18278, R-18692, R-18963, R-19451, R-19569, R-19698,
R-19917, R-2004, R-20372, R-20479, R-20728, R-20843,
R-19917, R-20044, R-20372, R-20479, R-20728, R-20843,
R-20933, R-21642, R-21679, R-21779, R-21880, R-21885,
véiskófla, Batam., og skurðgrafa Batam.
Greiðsla við hamarshögg.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
íslandsmótið
II. DEIL
K
KÓPAVOGSVÖLLUR:
í dag kl. 4 fer fram leikur milli
*
Breiðabliks og Isaf jarðar
Mótanefnd.
Tilkynning nm gerviaugnasmíði
Gerviaugnasmiðurinn, herra Albert Múller-Uri, frá
Wiesbaden er væntanlegur til Reykjavíkur 15. júlí
og dvelur hér í nokkra daga.
Þeir, sem ætla að fá hjá honum gerviaugu, þurfa að
tilkynna það á skrifstofu vora í síma 1 68 18 hið
allra fyrsta.
EIli- og hjúkrunarheimilið Grund.
UMFERÐARNEFND
REYKJAViKUR
LDGREGLAN i
REYKJAViK
Hægri og vinstri beygjur