Morgunblaðið - 22.06.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.06.1968, Blaðsíða 3
MOKCÍUrtHLAÐTÝX 'liAUGAKDAGL’R 22. JÚNÍ 196« 3 STAKSTEINAR r Heimskautalína AKVÖRÐUN Noregs um á- framhaldandi aðild að At- lantshafsbandalaginu tryggir ekki aðeins landið sjálft held ur öll Norðurlönd gegn hugs- anlegri innrás frá jámtjalds- löndunum. Akvörðunin var einróma samþykkt í ríkis- stjóminni og nær einróma í norska Stórþinginu. Stærð sovézka hersins sem staðsett- ur er meðfram sameiginlegri heimskautalínu þeirra og Norðmanna sýnir fram á að ákvörðun þessi hafi verið rétt. Sænski hershöfðinginn Torsten Rapp telur að Sovét- herinn á þessum slóðum telji um 250 þús. orustufærra manna og um þúsund flugvél- ar af öllum ger'ðum. Auk þess hafa Sovétríkin eflt allar her- stöðvar sínar í heimskauta- landinu síðan þeir gerðu inn- rásina í Finnland áirið 1939. Þá innlimuðu Sovétríkin námusvæðið Petsamo og af- námu þannig hlutlausa beltiS milli sín og Noregs. Aðrar innlimanir námu samtals tólfta hluta finnskra land- svæða og þar á meðal var Viippuri, sem áður var aðal timburútflutningshöfn Finna og svæðið sem tengir hana við SA-hluta landsins. Innlimun Eistlands, Lett- lands og Litháen gerði Sovét- rikjunum kleift að byggja fjarstýrðar eldflaugnastöðvar með ströndum þeirra og stöðv arnar í norðurhluta Eistlands og á Hiumaaeyjum beina flaugum sínum að helztu hern aðar- og iðnaðarmiðstöðvum Norðurlandanna. Noregur einn má sín lítils gegn þessu, þar sem herir landsins telja aðeins 38 þús. menn og þó að stjórnarskráin veiti heimild til að fjölga me'ð stutrtum fyr- ir vara upp í 280 þús. menn yrðu þeir varnarlausir gegn sovézku ofurefli án aðstoðar NATO. Rússar staðhæfa að land- vinningar þeirra hafi verið nauðsynlegir svo og efling herstöðvanna á heimskauta- svæðinu, tii þess að þeir geti varizt sérhverri árás vestur- velda. Þegar litið er á þess- ar staðihæfingar sést bezt hve mikilvægt NATO er öryggi Noregs. í styrjöld við Banda ríkin myndu Sovétríkin verða að hafa stöðvar einhversstað- ar í V-Evrópu til þess að geta komizt í veg fyrir skipalestir milli Bandaríkjamanna og vestrænna bandamanna þeirra. Höfnin í Naævík í N- Noregi væri kjörinn staður fyr ir slíkar stöðvar. Siglingar- leiðin þangað er opin allt árið í kring og hún er mjög mikii- væg útskipunarhöfn fyrir hrá járn úr sæniku námunum umhverfis Kiruna. Án vernd- NATO ar NATO myndu sovézkar hersveitir sem staðsettar eru í Murmansk auðveldlega geta náð höfninni á sitt vald. Ef til styrjaldar kæmi myndu Rússar einnig þurfa að ráða yfir suðurhluta Eystrasalts gengt Danmörku. Þannig myndu kafbátar þeirra hafa greiðan aðgang á hafi þar sem þeir gætu gert árásir á vestræn skotmörk meðan birðaiflutningar banda- manna væru stöðvaðir af sömu orsökum. Mikilvægi þessa hefur glöggt komið í ljós, þar sem eru réttarhöldin í Danmörku yfir A-Þjóðverj- um, sem sakaðir eru um að hafa myndað samtök til að ná Kaupmannahöfn og höfn- unum í suðurhluta Svíþjóðar á sitt vald. Danmörk er því alls ekki örugg, þó að hún geti skv. stjórnarskránni kvatt út 100 þúsund manna herlið með stuttum fyrirvara. Þó að land ið styðji NATO ekki að sama skapi og Norðmenn gera, hlýt ur það að teljast næsta ör- ugt að hún muni ekki segja sig úr bandalaginu svo lengi sem Varsjárbandalagið er við líði. Bretland og önnur aðildar- ríki NATO þurfa mjög á að- ild og stuðningi Danmerkur að halda einkum vegna þess, að mjög mikilvægt aðvörunar kerfi gegn loftárásum frá Eystrasalti, yfir Bretland, ís- bafið og til Bandaríkjanna er á dönskum yfirráðasvæðum þ.e.a.s. Færeyjum og Græn- landi. Svíþjóð nýtur einnig örygg- is með aðild að NATO. Ef Svíþjóð nýtur einnig örygg- hertekin, væri ekki hægt að verja Noreg og Danmörku án aðstoðar NATO. Það hefur stundum verið sagt, að Svíþjóð borgaði ekk- ert iðgjald af tryggingu sinni, en slíkt er fjarri sannleikan- um. Svíar geta skv. stjórnar- skrá sinni kvatt út 700 þús. manna herlið á tveimur sólar hringum ef nauðsyn krefði og það herlið er í fullri þjálfun. Þetta myndi jafngilda 4.5 milljónum hermanna frá Bret landi og 17 milljónum frá Bandaríkjunum. Auk þessa þyrfti Svíþjóð ekki á erlendri hernaðaraðstoð að halda, vegna þess að vopn hennar eru ýmist smíðuð heima eða keypt frá öðrum vesturveld- um og hún gæti með stuttum fyrirvara tekið höndum sam- an við Noreg og Danmörku ef á þessi lönd yrði ráðizt. Núverandi hernaðarkerfi bandamanna og jafnvægi her veldis i heimskautalandinu virðist bezta tryggingin gegn hugsanlegri innrás. Vestur- veldin standa óneitanlega í þakkarskuld við Noreg fyrir einarðlega og fasta afstöðu til þessara mála. Úrskurður kjaradóms: Ríkisstarfsmenn fá verðlagsbætur — — f meginatriðum samkvœmt samningum ASI og Vinnuveitendasambandsins DóMUR var kveðinn upp í gæf í kjaradómsmálinu nr. 1 frá 1968 — Kjararáð fyrir hönd starfs- manna ríkisins gegn fjármála- AÐALFUNDUR Nordisk Audio- logisk Selskap, sem eru samtök ýmissa félaga á Norðurlöndum er vinna að málefnum heyrnar- daufra, stendur yfir í Domus Medica i Reykjavík. Fundinn sitja 15 erlendir fulltrúar, frá fimmtán félögum og einn is- lenzkur aðalfulltrúi auk nokk- urra áheyrnarfulltrúa. Forseti fundarins er dr. Ole Bentzen, yf- irlæknir við heyrnarstöðina í Árósum, en hann er einnig for- maður Nordisk Audiologisk Sel- skap. ráðherra fyrir hönd rikissjóðs. Efnislega er dómsorðið á þá lund, að ríkisstarfsmenn fá verð lagsuppbætur á grunnlaun frá 1. Fyrri hluti aðalfundarins var helgaður málefnum heyrnar- daufra á fslandi, m.a. var rætt um stofnun háls-, nef- og eyrna- deildar við sjúkrahús í Reykja- vík. Fulltrúi íslands, Erlingur Þorsteinsson, form. félags háls-, nef- og eyrnalækna, setti fund- inn og bauð erlenda gesti vel- komna. Erindi fluttu: frú Fríða Briem, Erlingur Þorsteinsson, Brandur Jónsson, Gylfi Baldurs- son, Birgir Guðmundsson og Stefán Skaftason. Þá var heyrn- ardeild Heilsuverndarstöðvar- apríl 1968 samkvæmt nánari reglum, sem tilgreindar eru í 2. grein dómsorðsins. Segir þar, að verðlagsuppbót skuli greiða á grunnlaun, sem eigi eru hærri en 10 þúsund ikrónur á mánuði. Nemur sú verðlagsuppbót 3% og verður 300 'krónur á 10 þús. kr. mánaðarlaun, en þess má geta að Kjaradómur hefur úrskurðað ný igrumnlaun, sem er núgild- andi launastig með 19.16% verð- lagsuppbót. Sama verðlagsuppbót að krónu tölu, þ. e. 300 krónur, er greidd á öll grunnlaun er nema allt að 16 þúsund krónum á mánuði. Á hærri laun en verðlagsupp- bótin skert þannig að krónutölu, að frá er dregið 4% af grunn- launum á hverju launastigi, innar skoðuð. í gær fóru fram almenn fund- arstörf og einnig voru rædd ýmis vandamál á sviði heyrnar- mála, svo sem aukin þjónusta fjölmiðlunartækja við heyrnar- daufa og aukin upplýsingastarf- semi fyrir almenning. í dag eru fundarmenn á ferða- lagi og koma m.a. til Þingvalla og Hveragerðis. Þetta er í fyrsta sinn sem að- alfundur Nordisk Audiologisk Selskap er haldinn á íslandi. þannig að maður, sem hefur hæstu laun 17. flo'kks, fær 300 króna verðlagsuppbót, en sá sem hefur hámarkslaun í 18. flokki, fær 218 krónur, þ. e. 300 krónur að frádregnu 4% af laimum 18. flokks. Þessi skerðingarákvæði valda því, að verðlagsuppbótin í apríl og maí ná einungis til mámarks- launa 19. flokks og launa þar fyrir neðan, en vegna vísitölui- hækkunar frá 1. þ. m. sem. er 4.38% og gildir næstu 3 mánuði ná verðlagsuppbætur það tíma- ibil til hámarkslauna í 20. flokki. Hækki visitalan enn um t. d. 10% munu verðlagsibætur sam- kvæmt þessum dómi ná allt1 til hámarkslauna í 25. launaflokki. Sérstök ákvæði eru í dóminum um verðlagsuppbætur á yfir- vinnu, en þær skulu greiddar með sömu 'krónutölu og greidd er á dagvinnutaxta. Dómur þessi gildir til ársloka 1969. Sálarsvefn MIÐVIKUDAGINN 12. júní birt- ist grein í Morgunblaðinu með ofanskráðri fyrirsögn. Ætlun höfundarins mun hafa verið sú að afsanna eitthva'ð, sem ég hef skrifað í litlu riti, er nefnist: Tvö erindi og fjallar í stuttu máli um kenningu Biblíunnar um lífið eftir dauðann. Deilur um trúmál eru mér lítt að skapi. Hinsvegar hef ég áhuga á því að verða að liði þeim, er ég get. Og ég hef orðið þess var að ljósið, sem Biblían bregður yfir þetta efni, hefur létt fargi óvissunnar og kvíðans af mörg- um. Þeim, sem kunna að hafa les- ið nefnda grein í Morgunblað- inu, og hafa áhuga á því máli, er hún drepur á, vildi ég benda á ritið Tvö erindi fæst f Bóka- forlagi aðventista, og mun það fúslega verða sent öllum þeim, er óska eftir að lesa það. Þótt ritið sé stutt, held ég að það geri málið ljóst einlægum sannleiks- leitendum. Þakka ég greinarhöf- undi fyrir að vekja athygli á þvL Sími okkar er 13890. Júlíus Guðmundsson. i Island undir smásjdnni í Tímanum í gær birtist eftir- farandi: ,,island verður meira í sviðs- ljósinu í heimsfréttunum, en nokkru sinni fyrr í sögu lýð- veldisins, er ráðherrafundur Atl- antshafsbandalagsins stendur hér yfir í næstu viku. Fleiri erlendir fréttamenn munu þá samtímis heimsækja landið en nokkru sinni fyrr. Þessir blaðamenn ©g fréttamenn munu ekki einungis segja umheiminum frá þvi, sem gerist á ráðherrafundinum sjálf- um, þeir munu einnig skrifa fréttir og frásagnir af íslandi, áslenzkri þjóð og íslenzku þjóð- félagi. Takist vel til, getur orðið um að ræða mjög mikilsverða landkynningu. Fari hins vegar svo, eins og ýmsir óttast nú, að óábyrgir aðilar muni nota þetta tækifæri til að stofna tii óláta og átaka, verður það íslandi og íslenzku þjóðinni í heild til van- virðu og tjóns. Það er út af fyrir sig skiljanlegt að þeir, sem and- vígir eru aðild íslands að NATO, vilji nota þetta tækifæri til að auglýsa skoðanir sánar. Það er einnig sjálfsagt, enda eitt af grundvallaratriðum varðandi rétt indi manna í frjálsum lýðræðis- þjóðfélögum, að virða rétt minni hluta til mótmæla, svo framar- lega sem þau mótmæli eru gerð með friðsamlegum hætti og sið- legum og valda ekki óeðlilegum óþægindum eða friðspjöllum. —< Þennan rétt manna til mótmæla er hins vegar unnt að óvirða, og sums staðar hefur hann beinlínis verið skertur eða settur í hættu með ósiðlegu framferði. Þessl réttindi eru þó svo mikilsverður að engum hefur komið til hugar, að skerða þau á íslandi. Það ættu þeir að hafa í huga, sem andvigir eru aðild íslands að NATO og eiga ekki samleið með þeim mönnum, sem hafa þá yfirlýstu stefnu að koma á hér á landi á þjóðfélagskerfi, sem bannar öll slík mótmæli, þótt með friðsam- legum hætti séu gerð. Það værl sorglegt, ef menn með slíkar skoðanir verða látnir hafa for- ustu í mótmælaaðgerðum, sem yrðu þeim, sem mótmæla vilja aðild íslands að NATO, til van- sæmdar og tjóns fyrir virðingu hins íslenzka lýðveldis í fjöl- skyldu þjóðanna.“ Vel mælt Undir þess orð Tímans vill Morgunblaðið taka. Það eru vissulega bæði furðulegt og sorg- legt til þess að vita, að lýðræðis- sinnaðir menn skuli oft og tíðum láta kommúnista nota sig í bar- áttunni fyrir því að efla áhrif ofbeldis- ©g einræðisafla. Það er einnig rétt, að undirstrika ræki- lega, að óspektir og skrílslæti, sem kommúnistar hafa boðað, geta ekki orðið til neins annars en varpa skugga á okkur fslend- inga í augum umheimsins. Við höfum státað af því, að við höf- um unnið sigur okkar í frelsis- baráttunni með pennanum en ekki vopnum, og við viljum telj- ast hámenntuð og þroskuð þjóð. En kommúnista varðar auðvitað ekkert um það, hvernig á okkur fslendinga er litið, ef þeir geta þjónað hinum erlendu húsbænd- um sínum, stjómendum heims- kommúnismans. Þess vegna er þvi miður hætta á, að þeir grípl til óyndisúrræða, en vonandi tekst islenzku lögreglunni að hindra að til alvarlegra leiðinda dragi. Aðolfundur Nordisk Audiologisk Selskup í R-vík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.