Morgunblaðið - 22.06.1968, Blaðsíða 19
MOROUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1968
19
Samvinnan efnir til
áskrifendahappdrættis
480 hestafla bátavéi af Wichman ngerð tr til sýnis á sýningunni íslendingar og hafið.
ÍSLENDINGAR OC HAFIÐ:
480 ha. bátavél til sýnis
EINN sýningaraðila á sýning-
unni íslendingar og hafið er
Einar Farestveit hf. Fyrirtækið
hefur umboð fyrir norska við-
tækjafyrirtækið Radionetta, KPS
heimilisvélar og Wichmann véla-
verksmiðjurnar. A sýningunni
hefur fyrirtækið deild, þar sem
umboðin þrjú og framleiðsla
þeirra er kynnt. M.a. sýnir fyrir-
tækið bátavél í sérstöku húsi
fyrir utan sýningarhöllina.
Einn af forstjórum Wichmann
verksmiðjanna Káre Nilsen, kom
hingað til lands í sambandi við
sýninguna og við ræddum stutt
lega við hann um norsku verk-
smiðjuna og fer samtalið hér
á eftir:
— Hvenær var byrjað að smíða
Wiehmann vélarnar?
— 1903 var fyrsta Wiehmann
vélin smíðuð og verksmiðjan er
me'ð þeim elztu í Noregi. Til ís-
lands kom fyrsta vélin 1920 til
Neskaupstaðar. Eftir stríð hafa
um 40 bátar fengið vélar af
þessari gerð. Mörg mestu afla-
skipin í íslenzka flotanum eru
þar með og má nefna Víðir II.,
Guðm. Þórðarson, Jón Kjartans-
son, Gísla Árna og Þórð Jónas-
son.
— Er þetta nýjasta gerð af
Wichmann, sem er hér til sýnis?
— Já, og hún er 450—480 ha
og kostar hingað komin um 2
milljónir. Flestir varahlutir í
þessar vélar liggja í tollvöru-
geymslunni, svo að það er fljót-
legt að grípa til þeirra af í nauð-
ir rekur. Vélarnar, sem við byggj
um nú eru allt upp í 2250 ha.
Nýjustu og stærstu vélina er
búfð að keyra í eitt ár í tilrauna-
stöð og svo hefur hún verið
reynd í skipi í 9 mánuði og hefur
reynst mjög vel og nú er hafin
fjöldaframleiðsla á vélinni.
— Hvert eru vélarnar helzt
seldar?
— Við höfum selt tif Asíu,
Afríku, Kanada, Svíþjóðar, Fær-
eyja, Danmerkur og íslands.
— Hvernig viðskiptavinir eru
íslendingar?
— Við erum mjög ánægðir með
viðskiptin og sambandið við Is-
land og við þekkjum t.d. nær
alla sem hafa vélar frá okkur.
Samvinnan hefur verið góð og
þetta hefur gengi'ð vel.
— Hvernig finnst þér sýning-
in?
— Mér finnst sýningin mjög
góð og vel upp sett, t.d. miðað
við sýninguna í Esbjerg.
ÚT er komið þriðja hefti Sam-
vinnunnar á þessu ári og þar
með einn árgangur af henni í
hinum nýja búningi. Eru það
samtals 408 síður. Hefur hvert
hefti verið helgað ákveðnum
Stöðugar eld-
flauguórúsir
d Saigon
Saigon, 20. júní — AP
VIET CONG-menn gerðu í dag
að nýju eldflaugaárásir á íbúð-
arhverfi í Saigon og sömuleiðis
á Tan Son Nhut flugvöllinn. Ein
flauganna kom niður skammt
frá bandarísku hersjúkrahúsi.
í sl. viku hótuðu Viet Cong
menn að skjóta eitt hundrað eld-
flaugum á dag á borgina, frá og
með mánudegi. Yfirvöld í Saigon
segja, að hingað til hafi 114
óbreyttir borgara beðið bana við
eldflaugahríðirnar og yfir 500
særzt.
KARLA- og kvennakór Kefla-
víkur héldu söngskemmtun í Bíó
höllinni á sunnudag. Höfðu kór-
arnir í sömu ferð skemmt Borg-
nesingum við góða aðsókn. —
Stjórnandi kóranna var Þórir
Baldursson.
Skemmtunin var þríþætt. —
Fyrst söng Karlakór Keflaví'kur,
síðan Kvennakór Keflavíkur og
málaflokki og fjallað um málin
frá ýmsum hliðum og hefur því
yfirleitt verið vel tekið hjá les-
endum. Áskrifendum hefur fjölg
að og hefur nú verið ákveðið að
efna til áskrifendahappdrættis,
þar sem 17 daga ferð til Mall-
orca og Lundúna fyrir tvo á
vegum ferðaskrifstofunnar
Sunnu er í boði.
Sigurður A. Magnússon, rit-
stjóri Samvinnunnar, boðaði
fréttamenn á sirun fund í þessu
tilefni. Sagði hann, að þeir, sem
greitt hefðu þennan árgang fyrir
7. júlí nk., yrðu sjálfkrafa þátt-
takendur í happdrættinu og ætti
það eins við gamla og inýja á-
skrifendur. Ferðin verður farin
einhverntíma á tímabilinu 16.
júlí til 23. októher í haust.
Þá ræddi Sigurður A. um Sam
vinnuna og sagði að áskrifendum
færi sífellt fjölgandi og væru
þeir orðnir um 5 þúsund, en upp
lag blaðsins er 7 þúsund eintök.
Hið nýja befti Samvinnunnar
er að þessu sinni helgað sam-
vinnuhreyfingunni og m.a. rita
um hana Erlendur Einarsson,
Jónas H. Haralz og Hannibal
Valdimarsson.
lok sungu kórarnir saman. Ein-
söngvari var Snæbjörg Snæbjarn
ardóttir.
Söngur kóranna vakti mikinn
fögnuð, en því mdður mættu of
fáir Akurnesingar á skemmtun-
ina og má kenna því um, að hún
var ekki nægilega vel auglýst.
— HJÞ.
Keflvískir kórar ó Akranesi
4
LESBÓK BARNANNA
Litli maurinn þarf að komast yfir þennan mikla
steinvegg til þess að komast heim í holu sína,
en hann má aldrei fara yfir svart strik. Viljið þið
ekki reyna að hjálpa honum?
SMÆLKI
— Hvaða hávaði er
þetta uppi á loftinu hjá
ykkur, Anna?
— Ég veit það nú ekki
með vissu. Annað hvort'
er það hvolpurinn og
kötturinn að fljúgast á
eða frúin að leika á pía-
nóið.
★
Ungur maður: „Hvað j
segir þú við því, Viggó j
litli, ef ég nú giftist
einni af systrum þín-
um?“
Viggó litli: „Ef þú vilt
gefa mér tuttugu og
fimm krónur, skal ég!
segja þér hver þeirra er
bezt“.
★
Hinrik litli: „Ég á að
kaupa hálft pund af
seigu nautakjöti".
Kjötsalinn: „Hvers
vegna á það að vera
seigt?"
Hinrik litli: „Vegna j
þess að pabbi borðar það
allt saman ef það er
meirt“.
★
Afi (heldur Sveini litla
á lofti fyrir framan stór-
an spegil): „Sérðu ap-
ann þann arna?“
Sveinn (ákafur): „Já.
og hann er með gleraugu
og heldur á litlum dreng
á handleggnum".
★
Lögregluþjónn (kemur
hlaupandi á eftir manni):
„Heyrið þér. Þér megið
ekki fara með hund
þarna inn“ .
Maðurinn: „Nú, ég á
ekkert í þessum hundi“.
Lögregluþjónn: „Hann
fylgir yður þó eftir“.
Maðurinn: „Já, það ger
ið þér nú líka, og ekki
veit ég til að ég eigi neitt
í yður“.
Listmálarinn (við bónda
konu): „Viljið þér leyfa
mér að mála litla, lag-
lega húsið yðar?“.
Konan: „Já, gerið þér
svo vel, en þá verðið þér
að mála rimlagirðinguria
einu sinni yfir líka, því
annars sýnist hún svo
ljót, í samanburði við ný-
málaða húsið“.
Röð myndanna
(úr síðasta blaði)
Myndunum í seinasta
blaði var ruglað. Rétt
röð þeirra er svona: 1:B,
2:A, 3:F, 4:E, 5:C, 6:D.
13
Imrnmma
12. árg.
Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson
22. júní 1968.
GRANT úðaði síðustu
vatnsgusunni yfir bakið
á sér. Svo óð hann í land
og hristi sig rækilega.
„Það er gott að eiga
frídag, finnst þér það
ekki?“ kallaði Fíla-
mamma.
„Dásamlegt", svaraði
Grani. Hann blakaði eyr
unum, veifaði rananum
og lallaði niður að ár-
bakkanum, raulandi fyr-
ir munni sér:
„í dag get ég lifað og
leikið,
og látið eins og ég vil.
Ekkert að gera,
aðeins að vera,
aðeins að vera til“.
Grani hafði verið
önnum kafinn alla vik-
una. Hann hafði lært að
fá sér bað. Hann gat nú
ausið yfir sig vatni frá
toppi til táar svo hann
yrði allur tandurhreinn,
meira að segja á bak við
eyrun. Hann lærði að
tína banana án þess að
missa þá niður eða
kremja þá. Hann lærði
að velta stórum steinum
án þess að merja á sér
tærnar eða rispa ranann.
Svo lærði hann líka það
sem var erfiðast af öllu,
Grani á góöan dag
Eftir Laura Arlon