Morgunblaðið - 22.06.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1968
13
Af sjónarhóli smásöluverzlunar
Eítir Sigurð Magnússon, íramkv.stj. Kaupmannasamtakanna
NÝ LÖC UM VERZLUNARATVINNU
UM n.k. mánaðamót taka gildi
hér á landi ný lög um verzlunar-
atvinnu og eru þá jafnframt felld
úr gildi eldri lög frá 1925 svo og
lög um breytingar á þeim lögum
frá 1943 og 1961. Jafnframt eru
felld úr gildi lög um farandsölu
frá 1907 og lög frá 1909 um nám-
skeið verzlunarmanna.
Aðdragandi.
Það var fyrir atbeina Kaup-
mannasamtakanna og Fél. ísl.
stórkaupmanna, að atvinnumála-
ráðuneytið skipaði nefnd til að
endurskoða gildandi löggjöf um
verzlunaratvinnu. Var orðin brýn
nauðsyn á breytingum í þessum
efnum, til samræmis við breyttar
aðstæður og verzlunarhætti frá
þeim tíma þegar gildandi lög
voru sett.
Það liggur Ijóst fyrir, að á und
anförnum 4-5 áratugum hefur
greinilega orðið sú þróun hér á
landi, að veita einstökum stétt-
um og hópum manna vissan for-
gangsrétt og jafnvel einkarétt til
atvinnu sinnar, getur þetta vafa
laust víða átt rétt á sér, þótt á
því megi finna ýmsa annmarka.
Vafasamt verður þó að telja,
að veita beri nokkrum aðilum
sérstakan einkarétt til verzlunar
reksturs. Hinsvegar er jafn sjálf-
sagt og eðlilegt að veita þeim að-
ilum, er gert hafa verziun og
viðskipti að lífsstarfi sínu, eins
mikið öryggi og hægt er.
Það hlýtur að vera allra hag-
ur, að reynt sé að tryggja, að
verzlun sem atvinnugrein, geti
þrifizt í landinu. Að til verzlun-
arinnar séu ekki eingöngu gerð-
ar kröfur, heldur séu henni einn-
ig sköpuð skilyrði til að geta orð
ið við þeim kröfum og veitt þá
þjónustu sem landsmen-n ætlast
til að fá.
Jafnframt þarf svo að reyna
að tryggja það að þeir sem fást
við verzlunarstörf, séu búnir
sem beztum hæfileikum og geti
uppfyllt í sem ríkustum mæli
þær skyldur sem atvinnurekstri
þeirra eru samfara.
Nýju verzlunarlöggjöfinni er
ætlað það meginhlutverk að
stuðla að framangreindum atrið-
um.
Breytingar frá eldri lögum.
Ef hin nýja löggjöf er borin
saman við hina eldri, kemur í
ljós, að ekki er um eins miklar
breytingar að ræða og hefði mátt
vænta, þegar haft er í huga hve
langt er um liðið frá því að nú-
verandi verzlunarlöggjöf var
sett. Munu liggja til þess ýmsar
ástæður, m.a. mismunandi við-
horf einstakra nefndarmanna til
stéttarlegra hagsmunamála verzl
unarinnar.
Hefur nefndin, sem vann að
samningu lagafrumvarpsins, því
sýnilega fremur unnið að því að
sníða verztu agnúana af gildandi
lögum fremur en að skapa al-
gerlega nýja löggjöf. Kemur og
fram í athugasemdum með frum
varpinu að nefndin telur það
mikilvægt, að verzluninni sem at-
vinnugrein, sé gefið gott svig-
rúm til að þróast í samræmi við
þær kröfur, sem borgararnir
gera til hennar á hverjum tíma.
Þess skal getið, að fulltrúar
Kaupmannasamtakanna og Fél.
ísl. stórkaupmanna í nefndinni,
þeir Sveinn Snorrason hrl. og
Hafsteinn Sigurðsson hrl., sem
ásamt öðrum nefndarmönnum
hafa unnið mikið og gott starf í
þessum efnum, beittu sér fyrir
tilkomu ýmissa atriða, er varða
stéttarlega hagsmuni verzlunar-
innar, en sem meiri hluti nefnd-
innar treysti sér ekki til að
styðja.
Það nýmæli er að finna í lög-
unum, að hér eftir verður að end
urnýja verzlunarleyfi á 5 ára
fresti. Núveramdi verzlunarleyfi
verða að endurnýjast innan eins
árs frá gildistöku laganna, ella
falla þau úr gildi.
Ákvæði um farandsölu.
Ein mikilvægasta breytingin í
hinni nýju verzlunarlöggjöf er
ákvæði 9. greinar, en þar er kveð
ið á um, til hvers konar verzlun-
arreksturs verzlunarleyfi gildi.
Segir m.a.: „að verzlunarleyfi
sem gefið er út fyrir landið allt,
veiti heimild til smásöluverzlun-
ar:
a) Utan löggiltra verzlunar-
staða.
b) Innan löggiltra verzlunar-
staða með vörutegundir, sem
ekki er verzlað með í þeim verzl-
unarstað.
Hér er um að ræða eina þýð-
ingarmestu breytingu á lögunum
um verzlunaratvinnu, og þá eink
um og sér í lagi fyrir þá aðila,
sem reka verzlanir úti á lands-
byggðinni.
Sá háttur hefur mjög færzt í
vöxt á síðari árum, að framleið-
endur og heildsalar héðan úr
Reykjavík hafa lagt land undir
fót og efnt til skyndimarkaða á
Sigurður Magnússon
hinum ýmsu verzlunarstöðum.
Hefur þetta jafnan skeð með
þeim hætti, að komið hefur ver-
ið á verzlunarstaðina á þeim
tíma, sem vænta hefur mátt
mestrar kaupgetu fólksins, þ.e.
í lok vetrar- og sumarvertíða.
Tekin hafa verið á leigu sam-
komuhús eða aðrir heppiliegir
staðir, sölustarfsemi rekin í
nokkra daga, en síðan farið á
brott og ekki komið aftur fyrr en
í lok næstu vertíðar.
Svona verzlunarhættir eru að
sjálfsögðu mjög óeðlilegir. Út af
fyrir sig er það skiljanleg við-
leitni að reyna að selja sína
50 KRÓNA
VELTAN
vinsamlega gerið
skil i dag
Skrifstofa stuðningsmanna
G. Th., Pósthússtræti 13.
vöru, en fylgja þarf eðlilegum
leikreglum í því sambandi eins
og svo mörgu öðru.
Frá sjónarmiði þeirra aðila sem
reka verzlun útf á landi og halda
uppi að staðaldri verzlun og þjón
ustu allt árið um kring, eru
svona verzlunarhættir alveg óvið
unandi. Hygg ég að allir, sem líta
vilja þessi mál réttlátum aug-
um, séu einnig sama sinnis .
Verzlunarfyrirtæki byggð á
traustum grunni eru það sem al-
menningur þarf á að halda til að
fá þá þjónustu sem hann óskar
eftir. Allt sem grefur undan og
veikir undirstöðurnar, er til
skaða, og á það vissulega við um
þessa skyndimarkaði.
Er það og í samræmi við til-
ganginn með endurskoðun lag-
anna um verzlunaratvinnu, að
verzlun geti þrifizt í landinu sem
atvinnugrein og að borgararnir
eigi völ á góðri verzlunarþjón-
ustu á hverjum stað og tíma.
Þessir skyndimarkaðir heyra
því senn til fortíðinni, þar sem
þeir frá og með 1. júlí n.k. eru
ekki heimilir lögum samkvæmt.
Að öllu athuguðu ber því að
fagna tilkomu hinna nýju laga
um verzlunaratvinnu og væntan
lega á hún eftir að stuðla að
traustari verzlunarháttum, öllum
almenningi til gagns.
GOLF
VÖRURNAR
KOMNAR
P. Eyield
Laugavegi 65.
TILKYNNING
um hverfis-
og upplýsingaskrifstofur Kristjáns Eldjáms
Austurbæjarskóli:
Sjómannaskóli:
Laugarnesskóli:
Langholtsskóli:
Breiðagerðisskóli:
*
Arbæjarskóli:
*
Alftamýrarskóli:
IVielaskóli:
IViiðbæjarskóli:
Mýrarhúsaskóli:
Veghúsastíg 7, símar 42627, 42628.
Brautarholti 18, síma 42630, 42631.
Laugarnesvegi 62, símar 83914, 83915.
Langholtsvegi 86, símar 84730, 84731.
Grensásvegi 50, símar 83906, 83907.
Hraunbæ 20 3. h., símar 84734, 84735.
Síðumúla 17, símar 83990, 83991.
Hiarðarhaga 47, símar auglýstir síðar
Bankastræti 6, símar 83802, 83803.
Vallarbraut 16, símar 13206 og 10655.
Ofantaldar skrifstofur verða opnar allan daginn frá og með sunnudegi 23. júní.
SjáirDoðaliðar, sem unnið geta fram að kjördegi eða á kjördag, ásamt þeim, sem
lánað geta bifreiðar eru vinsamlegast beðnir að láta skrá sig á viðkomandi
hverfisskrifstofu liið allra fyrsta.
GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA.
Sameiginlegt átak tryggir SIG U R