Morgunblaðið - 22.06.1968, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1968
Nr 10: Hörpusláttur (1958-59)
Það er jafnan mikill listvið-
burður er Kjarvalssýning
er sett upp í höfuðborginn, hvort
heldur hún komi frá honum sjálf
um eða sé sett upp brautryðj-
andanum til heiðurs —
jafnvel borgarbúum öllum til
heiðurs líkt og nú á sér stað í
Listamannaskálanum. Þetta er
eitt af mörgum framlögum til að
ýta undir byggingu hins nýja
Listamannaskála við Miklatún,
sem er vissulega aðkallandi fyr-
ir menningarlíf borgarinnar. Öll
um, háum sem lágum, er sem sagt
boðið að koma í Listamannaskál-
ann við Kirkjustræti þessa dag-
ana, meðan á sýningunni stend-
ur og kynna sér handbragð
meistarans á ýmsum tímum sér að
kostnaðarlausu. Jafnframt er
Kjarval að kveðja nefndan Lista
mannaskála, sem svo oft hefur
hýst sýningar frá hans hendi, og
þar sem hann hefur unnið mikla
sigra og eftirminnilega, sem
skráðir eru og geymdir.
Kjarval er óefað sá málari,
sem á einna almennustu aðdáun
að fagna í hópi allra núlifandi
kynslóð íslenzkra málara
hann er af flesturm starfsbræðr
um sínum viðurkenndur fyrir ein
hvern þátt listar sinnar, enda
spannar list hans yfir vítt svið
og hefur margar ólíkar hliðar.
Ber þetta fjölhæfni hans vitni,
en honum voru frá fyrstu tíð
ljósir ótakmarkaðir tjáningar-
möguleikar myndlistarinnar og
jafnan mun það svo, að einhver
hlið hans á sér formælendur og
aðdáendur, þótt hinar njóti þá
gjarnan ekki sömu aðdáunar.
Kjarval er hlutur, sem íslend-
ingar virðast skilja án tafar
líkt og sumir tónlistarmenn
kunna Mosart við fyrsta augna-
kast, en verða að erviða til að
tileinka sér önnur tónskáld. Kjar
val er hlutur, sem íslendingar
geta ekki komist hjá með að
skilja, því hann hefur verið al-
veg rökræn ósjálfráð tjáning
og lýsing á tíma þeirra.
Langt er síðan Kjarval varð
að þjóðsögu, nokkurs konar
galdaramanni í meðferð lita og
forma í augum flestra, og þó
ekki mjög langt sé, aldur hans
tekinn sem viðmiðun - maðurinn
sjálfur var orðinn að þjóðsögu
löngu á undan málaranum, enda
er hann allur merkilegur og sér
stæður engu síður en verk hans.
Sem dæmi um það, í hvaða' álit
hann er kominn meðal hérlendra
þá eru þeir ekki svo fáir, sem
sjá Kjarval einan og þekkja
ekki aðra málara honum fremri
í heiminum. Það er jafnan svo,
að mönnum veitist erfitt að
halda sér á jörðinni, þegar lista-
menn, sem þeir dá, verða aðþjóð
sögu.
Það er mikið æfintýri, hvern-
ig þessi skútusjómaður frá
fyrstu árum aldarinnar varð að
mesta artista íslenzkra málara,
og um artistann Kjarval vil ég
helst fjalla um í þessu skrifi
mínu. Artisti, er sú hlið málara
er höfðar til tilfinninga og ó-
sjálfráðs, frjálslegs meðhöndlun
ar efnviðsins frekar en t.d. yfir
Ivegaðrar byggingar — hann fer
hamförum en smáþokast ekki að
markinu, þótt ekkert sé til fyrir
stöðu að artisti geti verið lengi
með mynd. Þeir hafa jafnframt
oft ríka tilfinningu fyrir litnum,
eru „Koloristar". Væri hægt að
telja Jón Stefánsson og Þorvald
Skúlason á einn veg mestu and-
stæður Kjarvals í rslenzkri mynd
list. Menn hrífast gjarnan af art
istanum, hve allt er lifandi og
létt í verkum hans, hann höfðar
sjaldan til hyldýpis hugsunar-
innar og þjáningarinnar, þó að
verk góðs artista séu sjaldan yf
irborðskennd, heldur til hins
skarpasta ljóss og það er mikið
atriði á tímum siðferðislegrar
upplausnar og lífsleiða að skapa
hrifningu og gera fólk móttæki-
legt fyrir því að geta yfirleitt
hrifist af nokkru. Menn viðhafa
gjarnan ýmis nöfn, er þeir lýsa
ýmsum þáttum í list Kjarvals t.d.
myndskáld yfir myndir, er
þeir sjá í skáldlegt innsæi —
mér líkar í rauninni ekki þetta
orð yfir myndlistarmann, en þó
er það svo, að það er einmitt
í mörgum slíkum myndum að art
istinn kemur gleggst fram hjá
listamanninum, og það er einmitt
það, sem gefur þeim gildi að
mínum dómi, en ekki þær skáld-
legu sýnir, sem þar koma fram.
Það er oft sem þessar undarlegu
fígúrur sem prýða slíkar mynd-
ir, verði til að styrkja byggingu
myndarinnar, —línurnar í þeim
samtvinnast öðrum þáttum mál-
verksins en svo kemur einnig
fyrir, að þær verða eitthvað
framandi í myndheildinni og
þar kemur fram hættan, sem
jafnan fylgir artistanum, sem
sniðgengur Kjarval ekki frekar
en aðra mikla artista.
Öll þau öfl sem eru ríkjandi
í lífi nútímamannsins — rafmagn
atóm, útvarpsbylgjur, víbrasjón
ir, sér hann ekki, en hann veit
um þau og finnur til þeirra Þetta
er sem sagt ekki sýnilegt, áþreif
anlegt form, en þó hlutir, sem
veita sér í gegnum mannsins æð-
ar. Málarinn vill, að menn skynji
þetta í verkum sínum en ekki
aðeins húð hlutarins, sem mál-
verkið er af. Þegar feldur katt-
arins er strokinn fer hann að
mala — það er svipað samband
við það sem inni fyrir býr, hið
innra gangverk, sem málarinn
höfðar til, aðeins mun altækara.
spilað á fleiri strengi skapgerð-
arinnar. — Ljósið kemur innan
frá, hver ávöxtur er lampi, hver
fiskur sem dreginn er upp úr
vatninu er sjálflýsandi. . .
Fáein strik í artistísku mál-
verki Kjarvals, geta verið töfr-
um slungin, hvort sem í hlut á
teikning í túski með lifandi og
næmum blæbrigðum milli hins
hvíta og svarta, eða í litum á
lérefti — tilfinning málarans er
framlenging handarinnar og er
jafnmikið háð henni og auga og
þannig má segja að Kjarval hafi
býsna teygjan'legta hönd.
Á köflum þrautvinnur Kjar-
val myndir sínar, smáflötur er
settur við hlið smáflatar, í óend
anlegri mergð, þar til myndheild
inni er náð, líkt og í myndum
nr 16 „Haustlitir" nr. 8 „Fjalla-
mjólk og nr. 4 „Hellisheiði"
Við stöndum fyrir framan einn
merkilegasta eiginleika lista-
mannsins, er við virðum fyrir
okkur þessar myndir og upp-
götvum, hve töfrandi ferskar þær
eru, þrátt fyrir alla þessa mikju
þrautvinnu og bróderí, því svo
er sem hann hafi hrist þær fram
úr erminni en með þeim fyrir
vara, að þetta er gert með „l‘art“
listrænni skynjun — og er
einungis á meðfæri mikils mál-
ara, sem er sér þess að fullu
meðvitandi, að gróandinn í nátt-
úrunni verður að endurspeglast
í málverkinu — þessi undarlega
margslungna kvika í kyrrð auðn
arinnar, í lofti og gróandi mold-
arinnar, þrengja sér inn í innstu
afkima skoðandans. Þegar Kjar-
val vinnur, er honum fátt óvið-
komandi — til að finna og þjást
með landinu stendur hann hvern
ig sem viðrar úti í náttúrunni
og vinnur samkennd sína með
landslaginu og lífi öllu í olíu-
borinn dúk sinn — skorðar trön-
ur sínar ámóta fast í jarðveginn
og hann skorðar landið á léreft-
ið, og landið og Kjarval sam-
einast — úr eigindum himins og
jarðar vefur hann margslungna
þræði, þar finnur hann Kolfinnu
sína og gefur okkur öllum hlut-
deild í þeirri miklu ást. Eins og
regnboginn vefur sín himinklæði
rauð, blá og græn, vefur Kjar-
val af palletti sínu fína þræði
— frásögn af einmanaleik sín-
um og óstýrilátri lífsgleði yfir á
striga sinn.
Það hlutu margir að reyna að
tileinka sér eitthvað af þessum
lífskrafti, enda má segja, að í
kjölfar lífsskútu Kjarvals, hafi
fylgt margir mávar, er glefsuðu
í mótív þau, er hann hafði þegar
gert fræg, en milli þeirra og
Kjarvals skilur það, sem Frakk-
ar hafa nefnt „l‘art“, sem er
hlutur, sem ekki næst nema með
mikilli tilfinningu fyrir öllu því
sem listamaðurinn hefur á milli
handanna og þá verða flest mót-
ív góð, sem hann velur sér —
málarinn finnur mótívið og ger-
ir það frægt, en ekki öfugt, mót-
ívið magnar málarann, en skap-
ar hann ekki, þetta eru sann-
indi sem mörgum hefur yfirsést
— Þroski er háður stöðugri end
urnýjun, líkt og við sjáum í sköp
unarverkinu. Kjarval hefur ekki
staðnað, frekar má segja um hann
líkt og um marga aðra góða mál
ara, sem náð hafa háum aldri:
að þeim jókst sýn er aldurinn
færðist yfir.
Kjarval er þekktur langt út
fyrir landsteinana, en þó ekki
sem skyldi, en það bíður síns
tíma — mynd eftir hann hangir
þó á „Museum of modern art“
í New York á milli ítalska mál-
arans Giorgio Morandi og enska
málarans Walter Ricard Sickert,
sem er með málverk af sir Thom
as Becham og á næsta leiti er
Modigliani, Derain, Rouault, Ko
kosoa m.m. beint á móti frægri
mynd eftir Max Weber frá 1911.
Ekki slæmur félagsskapur það og
þó sá ég ekki betur en að meist-
ari Kjarval héldi reisn sinni.
(þetta 1965).
Ég hef lagt áherzlu á
artistann Kjarval í þessu skrifi
mínu, vegna þess að ég álít, að
sú hlið listar hans komi mjög vel
fram í mörgum verkanna á þess-
ari sýningu, og að sýningarnefnd
hafi unnið gott verk með því að
kynna sérstaklega þessa hlið
Kjarvals, þó þeir hafi máski
ekki sérstaklega stefnt að því.
Mjög vel er búið að sýningunni,
skálinn hefur verið klæddur grá-
gum ullarstriga og er við það orð
inn veglegri en ég man eftir í
annan tíma. Er eiginlega merki-
legt, að ekki skuli hafa verið
hugsað um þetta fyrr, því að
slík klæðning er algeng í sýn-
ingarhúsum um heim allan. Verð
ur mér í rauninni meiri eftir-
sjá að skálanum fyrir vikið og
mætti skálinnn standa enn um
hríð, eða þar til nýji skálinn er
kominn eitthvað áleiðis, og sízt er
ég einn um þá hugsun, enda er
í fá hús að venda með hinar
yfirgripsmeiri sýningar. Einu smá
atriði hefur sýningarnefndin þó
gleymt, og er það þó mikilvægt
smáatriði, því að hér er um að
ræða ártöl myndanna í sýningar
skrá en slíkt er orðið alltof
algengt á sýningum hérlendis,
SÖFNUN þeirri, sem fór fram
víða á landinu til styrktar vanda
mönnum þeirra, er fórust með
vb. Heiðrúnu II. frá Bolungarvík
og vb. Trausta frá Súðavík, er
nú lo'kið. Alls söfnuðust krónur
1.352.916.35 og hefur upphæðinni
verið úthlutað til ekkna og
Noinobrengl
MISTÖK urðu í frétt af söng-
móti Karlakórasamlbandsins
Heklu á Akureyri er nafn for-
manns sambandsins misritaðist,
en nafn hans er Áskell Jónsson.
þegar verk ná yfir þróunartíma-
bil. — Þetta gerir sýningargest-
um óþarflega erfitt fyrir að fylgj
ast með þróun málarans og er
mjög bagalegt fyrir gagnrýnend
ur. Þessi yfirsjón er algjört sér-
kenni íslendinga.
Það er búið að fjalla um marg-
ar myndir á sýningunni og er
óþarfi að bæta þar nokkru við
hér, sýningin er heldur ekki
þess eðlis, að hún kalli á ítar-
legan dóm um Kjarval í heild.
En ég vil þó benda á nokkrar
myndir til stunings skrifi mínu
um Kjarval sem artista, og þá
einna helst myndir eins og nr.
2 „Úr Borgarfirði og nr. 21.
„Vorlitir“. Báðar eru mjög gott
dæmi um artistíska hæfileika
Kjarvals. í hinni síðarnefndu
koma fram kúbistisk áhrif í stórri
heild Ijósra litbrigða. Þessi
mynd er svo heil og fáguð í
heild sinni, að það þarf vissu-
lega enga fígúru til að metta þá
heild. Hér er Kjarval hreinn og
beinn artisti og skapar frábær-
lega lifandi myndheild á ein-
faldan sannfærandi hátt og
þó er þessi mynd máluð svo
seint sem árið 1965, eftir því
sem ég hefi fengið upplýst. Þess
ar tvær myndir eru skyldar í út-
færslu, þótt þær séu ólíkar og
þó eru 12 ár á milli þeirra að
ég held. Ég minntist á kúbistísk
áhrif. Eins og allir góðir málar
ar var Kjarval móttækilegur fyr
ir áhrifum í list sinni, greinilega
koma fram ensk, frönsk og
ítölsk áhrif, sem bera dvöl hans
í þessum löndum vitni, en þetta
hefur hann hamið undir sinn
eigin persónuleika. Aðrar áber-
andi artistískar myndir á sýn-
ingunni sem falla undir skrif
mín, eru myndir eins og nr. 10
Hörpusláttur, 11 Lómagnúpur
13 „Bókmerki“ 15 „Klettavegg-
ir“, 16 „Haustlitir, 24 „Úr Grafn
ingi og 25 „Morgunroði. Fleiri
myndir mætti vel telja upp, en
ég læt þetta nægja.
Ég hvet svo að lokum borgar-
búa til að notfæra sér þetta ein
stæða tækifæri til að kynnast
list Kjarvals í þessum húsakynn
um, því að tækifærið gefst ekki
aftur, ef svo fer sem horfir fyr-
ir þeim gamla skála.
barna hinna látnu af nefnd
þeirri, sem til þess var kjörin.
Hefur úthlutunarféð verið greitt
til þeirra.
Nefndin færir öllum þeim,
sem unnu að söfnuninni og
lögðu fé af mörkum innilegar
þakkir fyrir hönd ekknanna og
barnanna.
Úthlutunarnefndina skipuðu
þessir menn:
Séra Þorbergur Kristjánsson,
Bolungarvík, séra Sigurður Krist
jánsson, ísafiði, Börkur Ákason,
forstjóri, Súðavík, Hafsteinn Haf
steinsson, lögreglustjóri, Bolung-
arvík, og Jóh, Gunnar Ólafsson,
sýslumaður ísafjarðarsýslu.
Nr 2: Úr Borgarfirði (1953).
Nr. 21: Vorlitir (.1965)
Bragi Asgeirsson
Tæplegn 1,4 millj. söfnuðust
í Vestfjurðusöfnuninni