Morgunblaðið - 22.06.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.06.1968, Blaðsíða 2
MORGUIvl BLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1968 Verðlaunahaf- ar Fiske-móts EINS og kunnugt er af frétt-í um lauk Fiske-skákmótinu / með tvöföldum sigri Rússa' en þeir Vasjúkoff og Taiman- ‘ off urðu efstir og jafnir og | skiptu með sér 900 dala verð-1 launum. Sagði Taimanoff ÍJ ræðu í lokahófi, þar sem hann ‘ bauð þeim Friðriki Ólafssynil og Guðmundi Sigurjónssyni á( skákmót í Rússlandi, að, þeir Vasjukoff hefðu veriðl ákveðnir í því að koma hing-1 að, þar sem þetta mót var á | sléttri töiu, þ.e. fjórða alþjóð- lega skákmótið, en Friðrik vann fyrsta og þriðja mótið’ en ekki annað. Þetta hefði | sýnt þeim, að Friðrik tapaði á | jafnri tölu, og væri eina leið-, in til að ná hefndum að keppa' nú. Hins vegar sagði Taiman-1 off, að þeir mundu ekki | keppa næst. Friðrik þakkaði, boðið, en sagði, að ef þeir J kæmu ekki næst, færi hann | ekki til Rússlands. Myndin sýnir verðlaunahaf I ana talið frá vinstri: Ostojic,| Friðrik, Vasjukoff, Taiman-1 off, Byrne, Addisson og Guð-J mund, en þeir Uhlmann og\ ’ Szabo voru farnir af landij brott áður en myndin var tek, in við verðlaunafhendinguna. 1 Hafnargjöld hækki um 20% — vegna gengisbreytingarinnar HAFNARNEFND hefur lagt til við borgarstjóm, að hækkuð verði hafnargjöld um 20%. Era það vöragjöld, skipagjöld og skipaleiðsögn. Mun þessi hækk- un færa hafnarsjóði 6,7 milljón tekjuaukningu á þessu ári. Borgarstjóri gat þess í ræðu sinni, að hafnarstjórn hafi verið einhuga um hækkunina. Þessi hækkun væri nauðsynleg, þar sem rekstrarkostnaður Reykja- víkur hefði aukizt mjög og meira en gert var ráð fyrir i fjárhagsáætlun, vegna gengis- breytingarinnar. Borgarstjóri sagði, að þessi hækkun mundi ekki hafa telj- andi áhrif á verðlag í landinu. Leitað hefði verið umsagnar Hagstofunnar, sem upplýsti, að 25% hæfckun, eða 5% meiri hækkun, en gert er ráð fyrir, hefði áhrif á vísitölu fram- færslukostnaðar, er lægi á bil- inu 0.001—0,002 vísitölustig. Læðast í garða — og stela trjám - KONA hringdi til okkar í gær, og sagði einkennilega þjófnaðar- sögu að segja. Hún býr í húsi við Miðtún, og hefur þar litinn garð, sem hún hefur reynt að fegra eftir Vfirlýsing frá Sjálf- stæðishúsinu á Akureyri AÐ gefnu tilefni skal það fram itekið, að þegar stuðningsmenn dr. Kristjáns Eldjárns leituðu eftir að fá Sjálfstæðishúsið leigt til fundarhalda laugardaginn 22. júní kl. 14 þá var þeirri beiðni synjað, eingöngu af þeirri á- stæðu að 250 manna matarveizla hafði þegar verið ákveðin kl. 19 það kvöld. Ljóst var að ekki ynnist nægur tími til að ræsta húsið, búa upp matarborð og undirbúa þessa fjölmennu veizlu eftir að fundinum lyki. Hins vegar var stuðningsmönn um boðið boðið til afnota hvaða dag sem væri annan en þenna eina. Hið sama átti sér stáð, er beð- ið var um húsið til fundarhalda fyrir dr. Gunnar Thoroddsen. Var þá beðið um sunnudag en ekki hægt að verða við því, þar sem salir voru lofaðir þann dag. Var því ákveðinn mánudagur fyrir þa«n fund, þótt breyta yrði fundardegi á nokkrum öðrum stöðum þess vegna. Sú saga gengur nú fjöllum hærra, að við höfum neitáð stuðningsmönnum dr. Kristjáns um afnot af Sjálfstæðishúsinu, bæði umræddan dag og aðra daga, og er saga þessi höfð eft- ir ábyrgum aðilum á kosninga- skrifstofu stuðningsmanna dr. Kristjáns. Sjálfstæðishúsið hefur alltaf verið opið öllum, og salir leigð- ir þeim, sem eftir hafa leitað, og hvorki stjórnmál né önnur sjónarmfð látin ráða þar gerð- um. Vegna Akurs h.f. Eyþór H. Tómasson, stjórnarformaður, Þórður Gunnarsson, framkvæmdastjóri. Réttarsátt Skipstjórinn greiddi 150 þúsund kr. RÉTTARHÖLDUM yfir skip- stjóranum á Lich Melfort, Geof- frey Wright, lauk í gærdag hjá bæjarfógetanum í Vestmanna- eyjum. Lauk þeim með réttarsætt og var skipstjóranum gert að greiða 150 þúsund krónur og allan sak- skip- verið arkostnað. Viðurkenndi stjórinn, að togarinn hefði með ólöglegan útbúnað veiðar- færa, en hitt ákæruatriðið varð- andi veiði innan landhelgi var dregið til baka. Skipstjórinn greiddi þegar tryggingu og fór frá Vestmannaeyjum í gær. megni. Þegar konunni varð litið út um glugga sinn í gærmorgun sá hún sér til mikillar furðu, að þrem trjám hafði verið stolið um nóttina — sáust aðeins þrjár alldjúpar holur í garðinum, þar sem áður stóðu tré. Konan hafði plantað þeim fyrir tveimur ár- um, og voru tvö þeirra reynir, sem náð höfðu um tveggja m hæð, en hið þriðja rifsberjarunn ur. Fram til þessa hefur verið auð velt að fá tré hér í Reykjavík til að setj® niður í garð sinn, og er það óneitanlega einkenni- leg löngun, sem ræður því hátt- erni, að menn læðist í garða að næturlagi og grafi upp tré ann- arra, sem þeir hafa gróðursett sér til augnayndis. Færeyingarnir buðu til Torshavn næsta sumar Borgarfulltrúarnir fimm, sem hingað komu frá Þórshöfn í Fær eyjum í boði borgarstjórnar Reykjiavíkur, héldu heimleiðis a.ftur í gær. Var gestunum hald- ið kveðjuhóf á fimmtudagskvöld- ið, þar sem aðalræðurnar fluttu frú Auður Auðuns, forseti bæj- arstjórnar, en orð fyrir Færey- ingunum hafði Petur Christian- sen. Þakkaði hann móttökurnar, lýsti ánægju sinni með förina hingað, sem hann taldi í alla staði hina fróðlegustu. Ræðu- menn lögðu á það áherzlu að með heiimsókn þessari væri stuðl að að enn frekari samskiptum og kynnum milli höfuðborga frænd- þjóðanna. Christiansen, sem er varaforseti bæjarstjórnar Thors- havnar, lauk máli sínu með að ítreka boð til fulltrúa frá Reykjavíkurborg að koma í heimsókn til Thorshavn næsta sumar. f þessu skilnaðarhófi færðu hinir færeysku gestir Reykjavífcurborg að gjöf mál- verk frá Thinganesi eftir Ingólf av Rein. Tveir lektorar BERGSTEINN Jónsson, cand. mag., hefur verið s'kipaður lektor í sagnfræði og Sveinn Skorri Höskuldsson, mag. art., lektor í bókmenntum í heimspekideild Háskóla íslands um 5 ára skeið, frá 1. júlí 1908 að telja. (Frá menntamálaráðuneytinu). Jolent, occurrit M\NC^1MFM 10NAM l$h AN DV M> Titilblað Brevis Commentari vs De Islandia. Fyrsta varnarrit Arngríms lærða gegn óhróðri erlendra manna ísland komið út í endurprenti um ÚT er komið á vegum Endur- prent sf. í samvinnu við Lands- bókasafn íslands ritið Brevis Commentarive De Islandia eftir Arngrím Jónsson lærða og er hér um frumgerð þess að ræða, en það kom út í Kaupmannahöfn 1593. Er með útgáfu þessari minnst, að í ár eru liðnar fjórar aldir frá fæðingu Arngríms. Þetta er annað ritið, sem End- urprent gefur út. Fyrsta ritið í þessum flokki var Nokkrir marg- fróðir söguþættir íslendinga, sem prentaðir voru að Hólum í Hjalta dal árið 1756, og út kom í endur- prenti á sl. ári. Hyggjast for- svarsmenn útgáfu þessarar reyna að gefa út eitt íslenzkt rit í frumgerð þess á ári hverju. Brevis Commentarivs De Is landia er fyrsta varnarrif Arn- gríms lærða gegn óhróðri er- lendra manna um land og þjóð. Ritar dr. Jakob Benedifctsson inngang, þar sem hann greinir frá frumútgáfu, efni þess og áhifum. Að sögn Jakobs samdi Arn- grímur lærði fjögur varnarrit, sem birtust á erlendum vettvangi á latínu. Þrjú þessara rita voru eingöngu samin til að hrekja frá- sagnir þriggja erlendra höfunda af íslandi. Dr. Jakob segir, að Brevis Commentarivs de Islandia sé tímamó'taverk, sem markaði áhrifadrjúgt spor í íslenzkri menningarsögu. Hún er fyrsta frumsamda verkið sem íslend- ingur birti á prenti á alþjóðavet- vangi, og reyndar er Arngrímur fyrsti íslendingurinn, sem gefur út frumsamið rit í eigin nafni. Allar sínar bækur ritaði Arn- grímur á latínu, að undanskilinni bók um Grænland, en hún er skrifuð á íslenzku. Forráðamenn Endurprents sf. tjáðu fréttamönnum, að fyrra ritið —• Nokkrir mangfróðir sögu þættir fslendinga — hefði ekki enn selzt sem skyldi, en þeir væntu þess fastlega að hreyfing kæmist aftur á söluna með til- komu þessa nýja rits. Brevis Commentarive de Is- landia er hin vandaðasta í öllum frágangi. Bókin er gefin út í 600 eintökum, sem hin fyrri, en er ekki til sölu í bókabúðum. Geta þeir, sem áhuga hafa á að eign- ast bókina, nálgazt hana hjá Endurprenti. Verð hennar er 450 krónur. Prenthús Hafsteins Guðmúnds- sonar hefur sett og prentað for- málann, en auk inngangs dr. Jakobs er birtur útdráttúr á ensku í þýðingu Gunnars Nor- lands. Bókband annaðist Hóla- bókbandið .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.