Morgunblaðið - 22.06.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.06.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1988 5 á fót í Laxnesi HESTAMIÐSTÖÐ hefur ný- lega verið komið á fót í Lax- nesi í Mosfellssveit. Forstöðu- maður henmar er Þórarinn Jónasson, læknanemi. í sam- tali við hlaðið sagði hann frá fyrirkomiulagi og tilhögum við þessa nýbreytni. Fórust hon- um m. a. orð á þessa leið: — Við systkinin eigum þarna 180 ha land. Þar sem við eigurn einnig hesta fannst okkur tilvalið að setja þarna á fót hestamiðstöð, en við vitum, að margir hestaeigend ui’ hér í borginni eru í vand- ræðum með að geyma hesta sína, þegar þeir eru ekki að 7 Þórarinn Jónasson og Guffmundur Guffmundsson. nota þá. Þarna uppfrá verða hestar geymdir fyrir menn gegn hæfilegu gjaldi, þeim verður svo smalað á ákveðn- um tímum, jármingaþjónusta er á staðnum, einnig hnakka- geymsla og önnur þjónusta í sambandi við hesta. — Þá verða veitingar þarna uppfrá, hélt Þórarinn áfram, — á mínum vegum og Hauks Hjaltasonar. Er verið að umd- irbúa húsnæði til veitinga- halds, er verður væntanlega tilbúið upp úr næstu mánaða- mótum. Nú eru komnir þarna uppeftir rúmlega 100 hestar, en yfir sumarið geta vel gengið þar allmiklu fleiri hross. Yfir veturinn verður hægt að koma fyrir sextíu hesturn í Laxnesi. Um.sjómar- rnaður á búinu og ráðsmaður verður Guðmundur Guð- mundsson, kunnur hestamað- ur, sem mun líta eftir hestum að sumrinu og hirða þá á vetrum. Hestunum í Laxnesi verður smalað í rétt tvisvar í viku í sumar, á fimmtudögum og laugardögum. Ef fólk vill fara í reiðtúra á öðrum dögum. er hægt að skilija hestana eftir í rétt þar sem auðvelt er að ná til þeirra. Hestarnir fyrir húsum í Laxnesi. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.) Nú er hver síðastur að sjá íslendingar og hafið, sýningunni lýkur á rnorgun, sunnudag. Opið 14-22 f dag er dagur Sementverksmiðjunnar, Orkustofnunarinnar og Rannsóknar- ráðs. Sleppið ekki tœkifœrinu að sjá glœsi- legustu sýningu, sem haldin hefur verið á Islandi. Sjáið œvintýraheim sjávar- útvegsins. Islendingar og hafið. ÍSLENDINGAR OG HAFIÐ • • • • hafsjór af fróðleik 2 SYNINGARDAGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.