Morgunblaðið - 22.06.1968, Page 15

Morgunblaðið - 22.06.1968, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1968 15 NÝJUM, þýðingarmiklum lyfjum frá bandarískum og evrópskum rannsóknarstofn- unum er að fjölga á ný, eftir nokkra lægð undanfarin ár. Árið 1966 mælti bandaríska lyfjastofnunin til dæmis að- eins með fjórtán mikilvægum nýjum lyfjum til notkunar á lyfjamarkaði. Árið 1967 hlutu tuttugu og fimm ný lyf við- urkenningu stofnunarinnar og þeim virðist ætla að fjölga enn á yfirstandandi ári. Nýjustu lyfin, endurbætt skur’ðlækningatæki og aðrir áfangar eru að bera mikinn árangur. Hinn 23. apríl sl. var skýrt frá því í Bandaríkjun- um, að borið saman við síð- ustu ár hefði dauðsföllum vegna hjartasjúkdóma fækk- að um 3.3% árið 1967 þar í landi, af völdum sykursýki um 6% og berkla um 16%. Dauðsföllum af völdum krabbameins fjölgaði hins vegar um 3%. Hér verður á eftir lítillega rætt um þau lyf, sem athygl- isverðust þykja og fjalla'ð um, hvernig þau mega koma að gagni. Eitt þeirra allra nýjustu er RhoGam. Það hlaut samþykki í síðasta mánuði og er ekki enn komið á lyfjamarkað. — RhoGam er innspýting, sem verndar fóstur í blóðflokkn- um RH+, gegn hættulegum og oft banvænum svörunum í blóði móður, sem er í RH-f- blóðflokki. Þessi svörun, sem er nefnd erythroblastosis fet- alis, verður árlega fjölda ungbarna að aldurtila. Meðal annarra lyfja, sem samþykkt var að mæla með og eru komin í notkun, eru fimm, sem læknar eru sér- lega hlynntir og binda veru- legar vonir við. þau eru. Þau eru: 1. Til varnar hjartasjúkdóm nm: clofibrate. Lyfið dregur úr cholestreroli og dregur einnig úr magni triglycerida í blóðinu. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að sjúklingum með mikið chelesterol í blóði, er fjórum sinnum hættara við að fá sjúkdóma í hjartaæðum en þeim, sem hafa eðlilegt magn. Ef þeir hafa einnig óeðlilega mikla triglycerida í blóði, eru líkurnar fyrir því að þeir fái sjúkdóma í hjarta- æðum, fimm sinnum meiri en ella. Clofibrate dregur fljótt og mikið úr magni cholesterols og triglycerida í blóðinu. Því er minni hætta á þykknun slagæðaveggja og blóðstorknun og þar með minnkar álagið á hjartað. 2. Til að lina þjáningar: pentazocine lactate. Þar til nú hafa sterk kvalastillandi lyf — sem gefin hafa verið til dæmis mjög þjáðum krabba- meinssjúklingum — haft þann annmarka að sjúklingarnir verða of háðir þeim, þau hafa verið ávanalyf. Árið 1967 kom pentazocine lactate á lyfmarkað. Það er eins konar sambland róandi lyfja og kvalastillandi. Til- raunir benda til, að það sé jafn áhrifamikið og almenn deyfilyf. Aukaverkanir eru fáar og vanamyndun virðist ekki vandamál, þar sem þetta lyf er annars vegar. 3. Til að losna við vökva: ethacrynic acid. Algengt og hættulegt einkenni er edema, bjúgur, það er vökvasöfnun í líkamanum. Er þá skjótra að- gerða þörf. Ethacrynic acid er annaðhvort gefið í innspýting um eða inntökum, verkar fljótt og hefur oft komið að gagni, þar sem eldri lyf hafa brugðizt. 4. Nýtt fúkalyf: doxycycline. Læknar leggja nú mest upp úr því, að fúkalyf gefi sem bezt áhrif; í litlum skömmt- um, og aukaverkanir fylgi ekki í kjölfarið. SLíkt fúka- lyf virðist nú fundið, þar sem doxycycline er. Læknar segja, að það ráði niðurlögum ýmissa baktería, sem voru orðnar ó- næmar fyrir eldri fúklyfjum. Það er og tali'ð gefa góða raun við kynsjúkdómum. 5. Við húðsjúkdómum: bet- hamethasone valerate. Lækn- ar þurfa daglega að með- höndla ýmis konar útbrot, sem spretta af ofnæmissjúkdóm- um. Nokkur öflug lyf, hinir svokölluðu steridor, sem not- uð eru við meðferð alvarlegra sjúkdóma, svo sem liðagigt og krabbameins, hafa komið að notum gegn ofnæmisútbrot- um. En þau eru hættuleg. Læknar hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að bethamethas- one valerate sem er steroid lúðáburður sé gagnlegur og að því er virðist hættulaus. Meðal annarra gagnlegra lyfja, sem sérfræðingar hafa mælt með og eru víða komin á lyfjamarkað mætti nefna: — tvö ný lyf, sem koma í staðinn fyrir asperin, og gefa tímabundna fróun við minni- háttar verkjum og óþægind- um. — endurbætt róandi lyf í töfluformi, sem er auðveldara í inntöku, einkum fyrir gamalt fólk, en lyf, sem eru gefin í formi hylkja eða inn- spýtinga. — gagnlegt örvunarlyf, sem fljótt dregur úr miklu hugar- angri alvarlega veikra sjúk- linga. — áhrifaríkt meðal til að halda velgju í skefjum, áðeins notað í sjúkrahúsum. — frjóvgunartafla - andstæða Pillunnar — sem virðist verka bærilega á konur, sem eru ófrjóar, en að öðru leyti heilsu góðar. Nákvæm læknisskoðun er fyrirskipuð, áður en notk- un hefst. — berklalyf, sem kemur oft að gagni, þar sem önnur lyf hafa engin áhrif haft. — kemiskar leiðir hafa verið fundnar til að ráða við ýmsa iðrasjúkdóma af völdum sníkla. Sérfræ'ðingar fagna því vita skuld að ný og máttug lyf koma fram. En þeir vara fólk við að fara of geyst. Ekkert lyf er öruggt fyrir alla. Því sterkara sem lyfið er, því meiri er hættan á sterkum við brögðum. Og neikvæð við- brögð koma oft ekki í ljós, fyrr en lyfið hefur verið lengi í almennri notkun. Þá má geta ýmissa rann- sókna og verkefna, sem standa yfir, en sérfræðingar eru í sí- felldri leit að nýjum og full- komnari lyfjum. Þeir treysta sér nú til að gefa nokkur var- færnisleg fyrirheit um, að þessar rannsóknir kunni að bera gó'ðan ávöxt, áður en langir tímar líða. Könnun er haldið áfram á því, hvort veirusýking standi í sumum — og ef til vill býsna mörgum — tilvikum í sam- bandi við krabbamein. Vísindamenn hafa tvær meg inástæður til að halda, að þetta kunni að reynast rétt til getið: 1. Ef unnt verður að einangra veiru, sem veldur krabba- meini, getur reynzt kleift að búa til bóluefni gegn því. 2. Nýlegar uppgötvanir sýna, að líkaminn framleiðir sjálfur öflug mótefni gegn veirum sem nefnt er interfer- on. Árið 1967 framleiddu vís- — I . . ,[li rm 1-1 ,, - w indamenn interferon í fyrsta skipti í tilraunastofu. Aðrir vísindamenn fundu leiðir til áð örva framleiðslu líkamans á interferon. Þessar uppgötv- anir gætu orðið til þess, að hægt yrði að ráðast gegn veiru, sem veldur krabba- meini, á varanlegan hátt, án skurðaðgerða, geislameðferðar eða hættulegra lyfja. Fjóra sjúkdóma mun senni- lega verða hægt að uppræta með bólusetningu: Hettusótt. Bóluefnið er fund i'ð, er á tilraunastigi, en virðisrt gefa góða raun. Streptokokka-sýkingar. Þær valda meðal annars hættuleg- um sjúkdómum, svo sem gigt- sótt, hjartabilun af völdum hennar og alvarlegum nýrna- sjúkdómum. Streptokokka- hálsbólga er útbreiddust þess- ara sýkinga. Þar til nú hefur aðeins verið hægt að með- höndla þessa sjúkdóma og koma í veg fyrir að þeir blossi upp að nýju, með langvarandi og kostnaðarsamri notkun fúkalyfja. Á síðasta ári tókst vísindamönnum við Chicago- háskólann að finna bóluefni gegn streptokokkum, og nú standa yfir fyrstu tilraunir á mönnum. Ef þær gefast vel, mun það bjarga þúsundum mannslífa og gera tugþúsund- um annarra lifið þolanlegra en áður. Rauffir hundar. Þeir geta borizt í fóstur, sem hún geng- ur með. Ef það gerist snemma meðgöngutímans eru litlar lík ur til að hún ali heilbrigt barn. Bóluefni gegn rauðum hund um hefur þegar verið reynt á mönnum með ágætum árangri. I undirbúningi er framleiðsla á því fyrir al- mennan lyfjamarkað. Ungbarnalungnabólga. Ung barnalungnabólga verður á ári hverju þúsundum korna- barna í Bandaríkjunum að bana. Henni veldur fyrst og fremst veiran RS, sem hefur verið þekkt lengi. En tilraun- ir til að framleiða varanlega vernd hafa mistekizt þar til alveg nýlega. Á sl. ári fannst bóluefni, sem virðist öruggt og árangursríkt. Tilraunir á börnum munu hefjast fljót- lega. Ef þær lofa góðu, byrja tilraunir á ungbörnum að þeim loknum. Fyrir utan það, sem hér hefur verið nefnt er stöðugt unnið að rannsóknum, sem virðast jákvæðar, m.a. í eftir- töldum tilfellum: Lækkun blóffþrýstings. I Evrópu hefur verið fundið upp lyf til þess að draga úr bólga í nefslímhúð og virðist duga vel til að lækka mjög háan blóðþrýsting. Tilraunir á sjálfboðaliðum standa yfir. Meffferff gláku. Hópur sér- fræðinga við læknaskólann í St. Louis, hefur fundið lyfið isosorbide, sem virðist gagn- legt við gláku. Gláka er aðal- valdur blindu í fjölda landa. Til varnar holumyndunar í tönnum. Bakteríur sem valda tannskemmdum festast við „lími,“ sem nefnist dextran, og þær framleiða sjálfar. Lyf, sem nefnt er, dextrana.se, eyð- ir dextran, og hefur nú verið framleitt í rannsóknarstofum. Vísindamenn vonast til að ganga úr skugga um, hvort það geti losað bakteríur sem valda tannskemmdum, af tönn um og dregið þannig úr tann skemmdum. Framfarir í skurðlækning- um udðu margvíslegar á árinu 1967. Vitaskuld vakti fyrsti hjartaflutningurinn mesta at- hygli. En fleira mætti nefna. Vísindamönnum tókst til dæmis að gera fullkomnari hjartalokur en áður, og græða þær í sjúklinga með góðum árangri. Á sviðum gervinýrna rannsókna urðu einnig fram- farir. Merkar uppgötvanir voru gerðar í blóð- og vefja- greiningu, svo að flutningur úr einum líkama í annan kalli ekki fram neikvæða svörun hjá þeganum. Skurðlæknar fundu nýjar leiðir til komast að og gera að ýmsum líkams- hlutum — einkum í heilanum — sem áður var ógerlegt að komast að. Á allar þessar framfarir er litið sem mikla og gleðilega áfanga. Þeir eru árangur þrot lausra rannsókna, og tilraunir gerðar á dýrum, áður en lyfin eru reynd á mannfólkinu. Þegar fram í sækir er senni legt, að mesti sigur ársins hafi verið sá, að dr. Arthur Korn- berg, við Stanford háskólann í Kaliforníu, framleiddi full- komna eftirlíkingu af veiru af DNA-veiruflokknum. Þessi uppgötvun fyllti stórt skarð í veirurannsóknum. Áður hafði verið framleidd veira úr RNA flokknum. Sérfræðingar víða um heim hafa farið lofsam- legum orðum um árangur dr. Kornbergs og segja hann drjúgt skref í áttina til að stjórna arfgengi, svo að einn góðan veðurdag verði kleift að ábyrgjast þróun heilsu- hraustari, sterkari og gáfaðri manna. (Þýtt úr. U. S. News & World Report). Sinfónía Karls O. Runólfssonar Nokkrar hugleiðingar viðvíkjandi gagnrýni Jóns Þórarinssonar Kæri bróðir í listinni. Ég þakka fyrir gagnrýni í Mbl. 29. maí. Þér nægði ekki að hlusta á .sinfóníuna, þess vegna baðst þú mig um raddskrá (partitur) hennar, þú þurftir líka að sjá. Raddskrána fékkstu. Svo kom gagnrýnin. Þar eru nokkur atr- iði, sem ég leyfi mér að gera leiðréttingar og athugasemdir við, því þú virðist hafa bæði verið heyrnar- og sjóndapur á hljómleikunum og við lestur raddskrárinnar, og það er miður heppilegt fyrir gagnrýnanda. Þú segir á einum stað í gagn- rýninni. „En um form hinna ein- stöku þátta er hins vegar aðra sögu að segja. T.d. verður pa«m- ast sagt, að 1. þátturinn sé í eigin legu sónötuformi .... Úrvinnslu kafli er þar enginn“ o.s.frv. 1. þáttur er í sónötuformi (A,B,A,) og úrvinnsla byrjar á Hs; 7,6. takti, bókstaf 2, og víðar. Á öðrum stað: „Hægi þáttur- inn er ljóðrænn og ekki mikill í sniðum; einnig þa. hefði meiri .... úrvinnsla stefja orðið til að hækka risið“ o.s.frv. Aftur sést þér yfir úrvinnsl- una að mestu, hún er alls staðar og allt um kring. — Dr. Mixa er þér sammála um hið ljóðræna en ekki hitt; honum finnst þessi þáttur bezt saminn! Það hafa fleiri séð radidskrána en þú. Á 3. stað segir þú: „Þriðji þátt- ur ber yfirskriftina „Ríma og Vikívaka-Scherzo“ og saman- stendur af stefjum, sem bera svip rímnalaga, en Scherzo er hann ekki að forminu til. Aftur „formið" — jæja. — En eitt undrar mig, að þú skulir ekki þekkja betur til rímnalaga (stíls) en fram kemur þarna. — Ég hefi ekki „studerað" Scherzo- form hjá þér, en það hefi ég gert hjá Dr. Mixa og Dr. Urbancic — og — ég held að þeir séu betri kennarar og þekki þetta form betur en þú, með allri virðingu fyrir þér. — Og eitt er víst, að Hr. Wodiezko féll þessi þáttur svo vel í geð, að hann flytur hann í sjónvarpinu bráðlega. Enn segir þú: „Fjórði þáttur- inn ...... virðist vera sá sem mest er unninn. Einnig hann hefst á hægum inngangi, sem er endurtekinn í lok þáttarins með sömu afleiðingum og í 1. þætti, verkið hjaðnar niður“ o.s.frv. Þarna virðist þú vera farinn að sjá betur, þú talar um úr- vinnslu, svo ég slepp við að benda þér á hvar hún er — En þá er það formið, óalandi og óferjandi. — Samt er það nú svo, að þetta óalandi „form“ hefur verið notað átölulaust frá því Gluck var og fram á okkar dag, og verður víst lengi, t.d. hafa Gluck, Tsjaikowsky, Cesar Franck og Sibelius notað það, svo ég nefni nokkra. Það er kannski of sagt, en yfir- leitt finnst mér þessi gagnrýni þín vera sleggjudómar. — Á hljómsveitarbúning er t.d. ekki minnzt, hvað þá heldur aðra tón- fræðilega vinnu við Sinfóníuna; en þetta er kannski háttur gagn rýnenda. — Gagnrýnandinn stendur stundum, eftir gagnrýni, fáklæddari en sá, sem hann ætl- ar að afklæða. — Lestu (aftur) það sem Romain Rolland segir um gagnrýnendur í Jóhann Kristofer (V. bls. 56-7 og 64-), — Sömuleiðis virðist mér þú vera staðnaður í formum. Hljóm fræði og formfræði eru aðeins hækjur, sem byrjandinn styður sig við á fyrstu göngum sínum á tónlistar- og skáldabraut sinni. Þegar hann getur gengið án þeirra, kastar hann þeim. Form- iff skapar ekki skáldiff, skáldiff skapar formiff, enda er það alltaf að breytast, eins og þú gefur sjálfur í skyn. Ég hef aldrei heyrt eða „séð“ neinar þær són- ötur eða sinfóníur, sem eru ná- kvæmlega eins skapaðar/samd- ar. Menn þér langtum fremri í öllum tónlistarfræðum og tækni hafa heyrt sinfóníu mína, lesið raddskrána (partitur, með opn- um augum), verið glaðir yfir, tekið hana upp á arma sína og Framh. á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.