Morgunblaðið - 22.06.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.06.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 15)6« 17 Nemandi slasaðist í skólahúsnædi Islenzkur bassaleikari vekur athygli í Bandaríkjunum Bernhard Epstein spjallar við Arna Egilsson og Doerte konu hans í veizlunni eftir hljómleikana í Ilouston. MBL. 'hafa borizt úrklippur úr blöðum í Houston í Texas í Bandaríkjunum, þar sem sagt er frá hljómleikum sin- fóníuhljómsveitarinnar á staðn um. iHljómleikarnir voru að því leyti óvenjulegir, að eftir hlé kom stjórnandinn, Andre Previn, fram sem jazzpían- isti og höfundur vinsælla laga og með honum tveir af hljóm sveitarmönnum úr sinfóníu- hljómsveitinni, Árni Egilsson með bassann sinn og Jimmy Simon með trommur og héldu þeir svokallaða ,,jam-session“ við mjög góðar undirtektir. í blaðaúrklippum, sem okk ur bárust skrifa gagnrýnend- urnir um sinfóníuhljómleik- ana og jazzhljómleikana og fara lofsamlegum orðum urn hvort^ tveggja. Einnig hrósa þeir Islendingunum Árna Eg- ilssyni. Carl Cunningham tal ar um mjög fallegar og vel gerðar „improvisationir" hjá Árna, Betty Ewing kallar „heita“ bassaleikarann frá fs- landi, listagagnrýnandinn, Ann Holmes segir að Árni Eg ilsson hafi hallað sér fram yfir hljóðfæri sitt og strokið strengina á þann hátt sejn sjaldan hafi heyrzt áður frá bassa. Tónarnir hafi komið til skila með djúpri vælandi stunu, næstum eins og úr saxofóni og hefur hún eftir hljómsveitarstjóranum að stórkostlegt sé að heyra svona tóna úr hljóðfæri, sem ekki sé sett í samband við rafmagn. SinfóníuhljómsMeitin í Hous ton er stofnuð 1913 og því 55 ára gömul, en 1939 varð þetta fullkomin atvinnuhljómsveit. Á eftir hljómleikum þeim, sem fyrr eru nefndir, var hald in mikil veizla og segja blöð- in að meðal gesta hafi verið bassaleikarinn Árni Egilsson og hin glæsilega kona hans Doerta, sem er leiklistarkenn ari við Houston háskóla, en þau hittust í Hamborg, þar sem bæði voru við nám. Árni Egilsson er sonur Ástu Norðmann, fyrrverandi dans- kennara og Egils Ámasonar, heildsala í Reykjavík. Hann stundaði í tvö ár nám í ensk- um verzlunarskóla, síðan í Tónlistarskólanum í Reykja- vík og fór þá til Þýzkalands til tónlistarnáms og náms við „Meisterklasse fúr Kontra- bass í Statliehe Hochschule fur Musik in Hamburg.“ Svo sem sjá má af úrklipp- unum leikur Árni í Sinfóníu- hljómsveitinni í Houston. En í sumar mun hann ferðast um Sviss sem einleikari me'ð „Öst- schweizerishes Kammerorc- hester." Þar sem kontrabassi er held ur sjaldgæft einleikshljóðfæri og íslenzkir bassaleikarar fáir, notum við tækifærið til að flytja hér fréttir af þessum íslenzka bassaleikara í Banda- ríkjunum. — i i.i n - .... — ■ ■ Sálarrannsóknar félagið 50 ára í ár NÝLEGA var í Hæstarétti kveð- inn upp dómur í máli, sem Edda Stefania Levy höfðaði gegn horg airstjóranum í Beykjavik fJt. ríkissjóðs til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 175.977,00 og auk vaxta og málskostnaðar vegna slyss, er Edda varð fyrir í einum af skólum borgarinnar. Miálsatvik eru þau, að þ. 13. desemiber 1901 varð Edda Stefan ía Levy, þá 14 ára, fyrir því slysi að lenda með hægri hand- Jlegg utan í handfangsjárni á hurð í gangi framan við skóla- stofu í hiusnæði Gagnfræðaskói- ans við Hringtoraut 12tl. Hulstur, sem vera átti utan um handfang ið, hafði verið fjarlægt, svo að handfangið var óvarið í hurð- inni. Stakkist handifangsjárnið í olntoogábót Eiddu oig skildi eftir mikið sár á framhandlegg. Fékk hiún ekiki fulla bót meina sinna og var örorka hennar metin á 10%. Skýrði Edda Stefanía Levy svo frá, að umræddan dag hefði hún verið stödd frammi á stigapalli ásamt nokkrum nemendum er hringt var í tíma. Til þess að feomast inn í skólastofuna þurfti að fara- í gegnnm gang framan við hana. Hurð var fyrir gang- inum, sem opnaðist inn og stóð opin. Þegar búið var að hringja í tíma kvaðst hiún hafa brugðið við og hlaupið í átt til skólastotf unnar. Prótf hefðu átt að vera í þessum tíma og hefði hiún því viljað flýta sér til þess að geta litið yfir námsefnið, áður en kennarinn kæmi inn. Þegar hún hefði kom'ið á móts við gang- hurðina hefði hægri handleggur hennar lent á handtfangsjiárninu með svo miklu afli, að jlárnið gekk í gegnurn peysu, sem toúm var í og inn í handlegg henn- ar. Var hiún síðan flubt með sjiúkratoifreið á Slysavarðstotfuna. Edda Stefanía reisti kröfur sín ar á því, að slysið hefði orsalkast af því að vanrækt hefði verið að setja handifang á hurð að ganginum framan við skóiastofu þá, sém hún átti að vera í næstu kennslustund, en handfangsjárn ið var óvarið í hurðinni. Borgar- sjóði og ríkissjóði beri báðum og sameiginlega að sjá um og kosta framkvæmd skólamála í borginni að því er varði gagmfræðastig skólakerfisins. Slkólastjóri og um sjónarmaður skðlans hefðu toáðir vanrækt að skipta um handfamg á umræddri hurð og forða þann- ig slysalhættu. Borgarsjóður og ríkissjóður séu átoyrgir vegna þessarar vanrækslu forráða- manna skólans og beri þeim því að bæta það tjón, sem af siysinu varð. Af hálfu forsvarsmanna borg- ars'jóðs var kratfist sýknu í mál- inu og var sú krafa studd þeim rökum, að meginorsök slyssins hefði verið óvarkárni Eddu Stef aníu sjiálfrar. Hún hefði hlaupið inn um þrömgar dyr ásamt öðr- um eða a.m.k. einni skólasystur sinni, án þess að gefa hurðar- jiárnshandfanginu gaum, enda þótt hún vissi að það væri óvar ið. Engin sök ,sé sönnuð á hendur forsvarsmönnum skólans, en færi svo, að skólayfirvöld yðru gerð átoyrg ætti sú ábyrgð að hvíla á ríkissjóði, þar sem sktólla'stjór- inn væri starfsmaður ríkisins. Til vara var því haildið fram af toorgarsjóði að toótagreiðslur ættu að skiptast milli ríkisins og sveitarfélagsins í þeim hlutföll- um, sem stofn- og reksturSkostn aður deildist á milii þessara að- ila. Af hálfu ríkissjóðs var og kraf ist sýknu og sú krafa studd þeim rökum, að umrætt slys hafi ver ið hrein óhappatilviljun, sem engu yrði sérstaklega um kennt. Þá var sýknukratfan byggð á því til vara, að ábyrgð á viðhaildi skólans hvíldi eingöngu á borg- arsjóði en væri ríkissjóði með öllu óviðkomandi. Umsjónarmað ur skólans væri borgarstarfsmað ur og starf hans að því leyti á vegum borgarsjóðs og ábyrgð. Niðurstaða málsins í héraði varð sú að Edda Stefanía var látin bera tjón sitt að 1/5 en .borgarsjóður að 4/5 og var ríkis sjóður sýknaður. í Hæstarétti varð niðurstaðan nokkuð önnur. Segir í forsend- um að dómi Hæstaréttar að Edda Stetfanáa hafi setið í 2. bekk bóknámsdeildar Gagnfræðaskóla Vesturbæjar þegar slys þetta varð enda skólaskylilda sbr. 11, gr. laga nr. 48/1946. Það verði að teljast skylda þeirra er skóla reki að sjá um að viðhald skóla- húsnæðis og búnaður allur sé með þeim hætti að nemendum stafi eigi sérstök hætta atf. í vætti skólastjóra og umsjónar- manns komi fram, að umrætt handfangsjiárn hafi verið óvarið fyrir slysið og að þessum aðilum væri kunnugt um, að hlífðartoún aður væri gallaður og eigi nægi- lega öruggur. Væri óforsvaran- legt, að eigi skyldi úr þessu bætt, sem þó væri auðvelt og eigi kostnaðarsamt. Samkvæmt þessu yrði að telja að þeir, sem átoyrgð beri á rekstri skólans að þessu leyti, séu fébótaskyldir gagnvart Eddu Stefaníu fyrir tjóni því, er hiún varð fyrir vegna slyss þessa. Borgarsjóður hafi tekið um- rætt húsnæði á leigu til skóla- halds. Samkvæmt e-lið 10. gr. laga nr. 42/1946 ber.i skólanefnd að sjá um, að skólahúsi sé hald- ið við á fuilnægj andi hátt og ríkissjóði að taka þátt í kostnaði vegna þess, sbr. 14. gr. laga nr. 41/1955, sbr. nú 20. gr. l«ga nr. 49/1967. Skólastjóri sem haíi um sjón með rebstri skólans, taki laun úr ríkissjóði, en umsjónar- maður sé hinsvegar laiunaður af borgarsjóði. Að þessu atbuguðu verði að telja, að borgarsjóður og ríkissjóður beri óskipt fébóta ábyrgð á tjóni Eddu Stefaníu, að því leyti, sem hún eigi rétt á að fiá það bætt. Síðan segir, að Edda Stefanía hafi verið 14 ára að aldri, er hún silasaðist. Hún hafi skýrt svo frá fyrir dómi, að hún muni ekki eft ir handfanginu öðruvísi en hand fangsjárnið væri óvarið. Hið sama komi fram í vætti annars nemanda. Eddu Stefaníu hefði því mátt vera ljóst að hætta stafaði af handfangsjárninu. Þeg ar litið væri til þessa og aldurs og þroska hennar þætti hiún hafa sýnt gáleysi er hún hlijóp um dyrnar meðfram hurð þeirri sem um var að tefla. Niðuirstaðan í Hæstarétti varð því sú að Edda Stefanía var látin sjálf bera tjón sitt að háltfu en borgarsjóður og ríkissjóður skyldu greiða henni ós'kipt hinn hellming tjónsins sem talinn var kr .78.590,00 auk vaxta og máls- kostnaðar. 1 Hæstarétti komu fram tvö sératkvæði. Gizur Bergsteinsson taldi rétt, að Edda Stefanía bæri tjón sitt að 2/3, þar sem aðalor- sök slyssins væri ógætni hennar spretthlaup og svo óhappatilvillj un. En þar sem viðbúið væri, að ungmenni viðhefðu skynd'ileg ó- gætnisviðbrögð, hefði eftirlits- maður gagnfræðaskólanis og skólastjóri átt að gera reka að því, að sett yrðu öruggari hand- föng á hurðir skólahússins. Þetta athafnaleysi leiddi til þess að lteggja ætti á borgarsjóð og rík- issjóð óskipt 1/3 atf tjóni þessu. Benedikt Sigurjónsson skilaði og sératkvæði. Taldi hann borg- arsjóð og ríkissjóð bera saman kostnað af rekstri skóla á barna fræðslu og gagnfræðaistigi hér í borginni, en borgarsjóður hefði einn með höndum viðhald og hirðu um skólialhúsnæði og bæri átoyrgð á, að það væri fullnægj- andi. Slysið yrði rakið til van- rækslu á viðhaldi og hirðu um húsnæðið. Bæri því að sýkna rík- issjóð af kröfum í máÍLi þessu, en dæma borgarsjóð til að greiða þær bætur, sem ákveðnar voru í atkvæði meiri hluta dómenda Hæstaréttar. Skilobestur hútíðurljóðu runninn út ÞANN 15. þ.m. rann út skila- frestur kvæða í samkeppni þeirri um hátíðarljóð, sem Stúdentafé- lag Háskóla íslands gekkst fyrir í tilefni af 50 ára afmæli full- veldis íslands 1. desember n.k. Dómnefnd hefur nú fengið ljóð- in tii umsagnar. Mun hún skila áliti sínu í byrjun næsta mán- aðar. í framhaldi af þessu efnir fé- lagið til samkeppni um lag við ljóð það, sem verðlaun hlýtur. Þátttaka er öllum heimil og er tónskáldum þeim, er hug hafa á þátttöku, bent á að snúa sér til skrifstofu Háskóla íslands með þátttökubefðni. Verður þeim þá sent verðlaunaljóðið, sem trún- aðarmál. Skilafrestur lagsins er til 30. september og skal það sent til skrifstofu H. í. undir dulnefni. Nafn höfundar fylgi í lokuðu umslagi. Ein verðlaun verða veitt, kr. 10.000,00. (Fréttatilkynning frá Stúdentafél. Háskóla íslands). AÐALFUNDUR Sálarrannsókna- félags íslands var haldinn í Sig- túni 12. júní sl. og var hann fjöl- sóttur. Séra Sigurður Haukur Guð- jónsson var skipaður fundar- stjóri. Gaf hann Guðmundi Ein- arssyni forseta félagsins orðið, sem hóf mál sitt með því að minn ast Jónasar Þorbergssonar fyrrv. útvarpsstjóra og risu menn úr sætum til að heiðra minningu þessa merka forvígismanns í sál- arrannsóknarmálum á Islandi. Því næst flutti Guðmundur skýrslu félagsstjórnar um störf og framkvæmdir á árinu 1967. Voru þau bæði fjölþætt og yfir- gripsmikil. Eins og kunnugt er voru tvö sálarrannsóknafélög stofnuð á síðasta ári, annað á Selfossi og hitt í Hafnarfirði og starfa bæði þessi félög af mikl- um þrótti. Félagsforseti gat þess einnig að hafinn sé undirbúning- ur að stofnun félaga í Gaulverjar bæjarhreppi og Keflavík. Á yfirstandandi ári verður Sál arrannsóknafélag Islands 50 ára, nánar tiltekið 19. desember. Fé- lagið var stofnað 1918 fyrir for- göngu Einars H. Kvaran rithöf- undar og prófessors Haralds Niels sonar og hefir síðan starfað óslit- ið að því að fræða þjóðina um árangur sálarrannsókna bæði hér heima og erlendis. Auk þess hef- ir það allan þennan tíma gefið út tímarit sitt M’ORGUNN, sem verður 50 ára á næsta ári. Núver- andi ritstjóri þess er séra Sveinn Víkingur. Ýmsar ráðagerðir eru á prjónunum um starf félagsins í framtíðinni. Aldarafmæli pró- fessors Haraldar Nielssonar er á þessu ári og verður þess minnst með ýmsum hætti, meðal annars með útgáfu á vönduðu minningar riti. Þessu næst flutti gjaldkeri fé- lagsins, Magnús Guðbjörnsson skýrslu um fjárhag félagsins, las endurskoðaða reikninga þess og útskýrði þá. Fjárhagur félagsins er góður og voru reikningarnir samþykktir einróma. Þá var gengið til stjórnarkjörs. Ottó A. Michelsen baðst undan endurkosningu vegna anna, en í hans stað var kjörinn séra Benja- mín Kristjánsson, sem er nú vara forseti félagsins. Að öðru leyti var stjórnin endurkjörin og skipa hana: Guðmundur Einarsson, verkfr., Guðmundur Jörundsson útgerðarmaður, Magnús Guð- björnsson verzlunarmaður, séra Benjamín Kristjánsson, Leifur Sveinsson lögfræðingur, Sveinn Ólafsson fulltrúi og Ólafur Jens- son verkfræðingur. Þorvaldur Steingrímsson lék á fiðlu við undirleik Sveins Ólafs- sonar. Að lokum hélt Hafsteinn Björnsson skyggnilýsingar við mikla athygli fundarmanna. Stokkhólmi, 20. júní. NTB. MIKIL sprenging varð í bygg- Ingu við Maríutorgið í Stokk- 'hólmi aðfararnótt fimmtudags, og er tjónið metið á margar milljónir sænskra króna. Enginn mun hafa slasazt lífshættulega. Talið er að sjálfsíkveikja í vörulager þar sem geymt var eldfimt efni, hafi valdið spreng- ingunni. Rúður brotnuðu í nær- liggjandi húsum og allt lék á reiðiskjálfi. Byggingin var í eigu sænsku samvinnusamtakanna og eyðilögðust mestöll verðmæti, sem í ’húsinu voru, m. a. merki- legt safn heimildarkvikmynda. Eldur kom upp í byggingunni og sprengingar urðu hvað eftir annað fram eftir nóttu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.