Morgunblaðið - 22.06.1968, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.06.1968, Blaðsíða 26
26 MÓRGTjNfeLAfel©, lAi:GARI)AGUR 22. JÚNÍ 196« Askenasá og Þórunn kona hans komu til ísafjarðar í fyrradag til að sækja börn sín tvö, Nadíu og Kristófer. — Með þeim í förum voru brezku sjónvarpsmennirnir. Ástæðan fyrir dvöl barnanna á ísafirði var sú, að barn- fóstra þeirra, Helga Svein- björnsdóttir, á þar heimili sitt og tók hún börnin með sér þangað meðan þau hjón voru að sinna húsnæðismálum í Reykjavík. Myndin var tekin á bæjarbryggjunni á ísafirði, en þar kvikmynduðu sjón- varpsmennirnir fjölskylduna. Stjórn þriggja manna í Saigon? Þörf á styrkri stjórn vegna eldflaugaárása Saigon, 21. júní — NTB NGUYEN Van Thieu, forseti Suður-Vietnam, íhugar nú þann möguleika að skipa stríðsráðu- neyti þriggja manna vegna hins alvarlega ástands sem skapazt hefur sökum eldflaugaárása Viet Cong á þéttbýl íbúðasvæði í Saigon. Slíkt ráðuneyti yrði skip að honum sjálfum. Nguyen Cao Ky .varaforseta, og Tran Van Huong, forsætisráðherra, og mundi taka allar ákvarðanir sem snertu stríðsreksturinn. Því er haldið fram, að slík þriggja manna stjórn geti tekið skjótari ákvarðanir en stjórn Huongs auk þess sem komizt verði hjá ágreiningi. Ky varaforseti og Huong for- sætisráðherra eru sagðir lítt hrifnir af breytingum þeim, sem nýlega voru gerðar á stjórninni, og telja, að Thieu forseti taki oít ákvarðanir án þess að ráð- færa sig við þá fyrst. Um tíma hótaði Huong forsætisráðherra að segja af sér vegna breyting- anna, en nú hefur hann fullviss- að forsetann um að hann muni gegna starfi sínu áfram, að því er áreiðanlegar heimildir herma. Sex óbreyttir borgarar féllu og 14 særðust alvarlega í eld- fiaugaárásum sem Viet Cong gerði á Saigon í dag. Skærulið- ar beittu tveggja metra löngum eldflaugum og sprungu þær í út- hverfinu Gia Dinh, þar sem margir Ameríkumenn eru bú- settir á flugvellinum Tan Son Nhut. Þetta er í fyrsta skipti í fimm daga sem hermenn Viet Cong hafa hæft flugvöllinn. Viet Cong hefur hótað 100 daga eld- flaugaárásum á Saigon, en Bandaríkjamenn og Suður-Viet- namar hafa hafið öfluga gagn- sókn gegn þeim stöðum þar sem talið er að eldflaugaskyttur Viet Cong leynist, en ekki er vitað hvern árangur gagnsóknin hefur borið. Rússneskar þyrlur? Bandaríska herstjórnin hélt áfram í dag að rannsaka fréttir um, að Norður-Vietnamar hafi beitt þyrium yfir hlutlausa beit- inu. Sérfræðingar rannsaka einn ig þann möguleika hvort banda- rískar þyrlur hafi í misgáningi sökkt bandarískum varðbáti. í AP-frétt segir, að vafi leiki nú á því hvort nokkrar þyrlur af rússneskri gerð hafi sézt nálægt hlutlausa beltinu og geti verið um miskilning að ræða. 60 einkennisklæddar Viet Cong-konur voru meðal komm- únistahermanna, sem nýlega lögðu undir sig plantekru fyrir norðan Saigon. Hermennirnir skildu eftir viðvaranir þess efn- is, að ef fólkið á þessum slóðum hjálpaði Saigon-stjórninni yrði það fyrir árásum skæruliða. - NATO Framhald af bls. 1. auki beint útvarp til London. Þá eru í Hagaskóla 3 vinnu- stofur til útvarpssendinga beint, en 6 hópar útvarpsmanna voru þegar komnir í gær, þar á með- al einn belgískur, eirm frá Nor- egi, einn frá Ítalíu og einn frá Þýzkalandi og 4 hópar voru væntanlegir frá Ameríku. Munu þeir senda útvarpsfréttir beint úr Hagaskóla. Þá voru komnir tveir hópar sjónvarpsmanna frá Þýzkalandi. Blaðamenn voru þegar farnir að koma í gær, m. a. frá London Times, frá Reuter og AP, banda- rísku fréttastofunni og voru nokkrir þegar farnir út á land til að nota tímann til að safna efni frá íslandi. Blaðafulltrúi utanrikisráðu- neytisins, Bjarni Guðmundsson, hefur komið upp upplýsingamið- stöð í Hagaskóla, þar sem er- Iendir blaðamenn eru aðstoðað- ir með upplýsingum, myndum og svo framvegis um ísland og Ls- lendinga. Verða fréttamönnum m.a. sýndar kvikmyndir af ís- landi og í gærkvöldi ætluðu nokkrir í flugferð yfir landið. Þá má nefna, að komið hefur verið upp blaðasölu, þar sem fjölmörg erlend og innlend blöð munu fást, svo og ýmsar foæfcur og bæklingar. Annast Bófcaverzl- un Sigfúsar Eymundssonar þessa þjónustu. Þá hefur verið innrétt- aður í Hagaskóla veitingasalur, en Pétur Daníelsson á Hótel Borg mun annast þann rekstur. Loks er þar fundarsalur fyrir blaðamannafundi, þar sem heyra má í hljóðnemum þýðing- ar á ensku og frönsku á öllu því sem fram fer. Verða þar fundir með blaðamönnum, íslenzfcum og erlendum, of,t á dag. Uppreisn um borð London, 21. júní — AP UPPREISN hefur brotizt út um borð í ísraelsku ávaxtaflutninga- skipi, sem var á leið til Bret- lands með bananafarm. Sendi- ráð ísraels í London kvaðst hafa mjög óljósar fréttir af atburð- um, og ekki væri heldur vitað, hvernig málum hefði lyktað. Skipið er í eigu ávaxtaútflytj- endafélags og skráð í Haifa. - FÆKKUN Framhald af bls. 1. Norður-Vietnamar og Viet Cong hættu eldflaugaárásum sínum á Saigon yrði litið svo á að mót- aðilinn hefði dregið úr stríðs- aðgerðum sínum. Rusk sagði einnig, að ýmislegt benti tilþess að áfram miðaði í samkomulags átt í viðræðum fulltrúa Banda- ríkjanna og Norður-Vietnam í París, en benti á að enn hefðu ekki verið tekin til meðferðar þau grundvallarmál sem yrði að leysa til að koma á friði í Viet- nam. Ein erfiðasta hindrunin væri sú, að Norður-Vietnamar staðhæfðu að engir nor'ður-víet- namskir hermenn væru í Suður- Vietnam, en ekki væri hægt að búast við raunhæfum viðræðum fyrr en þessi staðreynd yrðivið urkennd. Rusk sagði, að viðræðurnar í París væru ekki eins formlegar og þær hefðu verið í byrjun og kvaðst vona að þær bæru ár- angur. Hann minnti á að John- son forseti hefði fyrirskipað tak mörkun loftárása á Norður-Viet nam í von um áð Norður-Viet- namar drægju einnig úr stríðs- aðgerðum þannig að koma mætti af stað viðræðum um friðsam- lega lausn Vietnamdeilunnar, en :?ví miður hefðu Norður-Viet- namar enn ekki svarað í sömu mynt heldur þvert á móti aukið liðsflutninga sína suður á bóg- inn og hafið eldflaugaárásir á íbúðasvæði í Saigon. Rusk sagði að heimurinn biði eftir því að Hanoi-stjórnin svaraði ákvörð- un Johnsons með því að draga einnig úr stríðsaðgerðum en hvað sem því liði mundi banda- ríska stjórnin líta svo á að mót- aðilinn hefði dregið úr stríðs- aðgerðum ef eldflaugaárásum á Saigon yrði hætt. Utanríkisráð- herrann vildi ekkert um það segja, hvort takmörkun loftár- ása á Norður-Vietnam miðuð- ust við einhvern vissan tíma. Seinna í dag vísaði talsmaður norður-vietnömsku sendinefnd- arinnar í Parísar-viðræðunum á bug þeim ummælum Rusks að áfram hefði miðað í viðræðun- um og sagði að ekkert hefði mið að áfram vegna afstöðu Banda- ríkjamanna. NATO-gervihnettir Frá því var skýrt á Kennedy- höfða á Florida í dag, að NATO hygðist koma á fót fjarskipta- hnattakerfi seint á næsta ári eða snemma árs 1970. Þegarhef ur verið samið um smíði tveggja gervihnatta og á hún að kosta 7.9 milljónir dollara. Gervihnett irnir verða á kyrrsettri braut í 33.795 km fjarlægð frá jörðu. Þeir verða beint fyrir Atlants- hafi og notaðir til fjarsfcipta milli Evrópu og Norður-Amer- íku. I s.l. viku 81 um- ferðarslvs, óhöpp Ekki óeðlileg fala, vœri ekið í vinstri FRAMKVÆMDANEFND hægri umferðar hefur safnað saman upplýsingum úr lögsagnarum- dæmum landsins um umferðar- slys, sem þar urðu þriðju vik- una sem hægri umferð var í gildi. Er þá átt við umferðarslys, sem lögreglumenn gerðu skýrslur um. 1 vikunni urðu 68 umferðar- slys á vegum í þéttbýli en 13 á vegum í dreifbýli, alls 81 slys. Af þeim urðu 47 í Reykjavík. Samkvæmt reynslu frá 1966 og 1967 eru 90% líkur á því, að slysatala í þéttbýli sé á milli 58 og 92 en í dreifbýli milli 10 og 32. Slysatölurnar í þriðju vik- unni (68 og 13) eru þá milli vik- marka. Eru þær því á þann veg, sem búast hefði mátt við, ef um ferðarbreytingin hefði ekki átt sér stað. Urðu 29 umferðarslys öku- tækja á vegamótum i þéttbýli. Vikmörk fyrir þess háttar slys eru 11 og 33. Slysatalan er því enda þótt enn umferð — milli vikmarkanna. Á vegum í dreifbýli urðu 9 umfetrðarslys við það að bifreið- ír ætluðu að mætast. Vikmörk fyrir þá tegund slysa eru 0 og 9. Slysatalan fer því ekki upp fyrir mörkin. Alls urðu 8 umferðarslys þar sem menn urðu fyrir meiðslum. Meiddust 9 menn. Af þeim voru 3 ökumenn, 2 farþegar, 3 hjól- reiðamenn og 1 gangandi mað- ur. Samkvæmt reynslu frá árinu 1967 eru 90% líkur á því, að á viku hverri vefði milli 3 og 14 umferðarslys á landtnu, þar sem einn eða fleiri menn meiðast, ef umferðarástand héldist óbreytt frá því sem þá var. Slík slys urðu nú átta. Slysatölur, sem hér hafa ver- ið nefndar, eru því allar á þann veg, sem búast hefði mátt við, þótt hægri umferð hefði ekki verið tekin upp hér á landi. (Frá H-nefnd). Prag: Stúdentar vilja stjórn- málasamb. við ísrael Prag, 21. júní. NTB. STÚDENTAR við háskólann í Prag hafa afhent tékknesfca nt- anríkisráðuneytinu skjal, þar sem þeir fara fram á að tekið verði að nýju upp stjórnmála- samband vð ísrael. — Þrettán þúsund stúdentar undirrituðu á- skorunina. Tékkneska fréttastofan Ceteka skýrði frá þessu í gær og gat þess jafnframt að talsmaður ut- anríkisráðuneytisins hefði tjáð stúdentunum, að Tékkóslóvakía viðurkenndi eins og áður tilveru ísraels sem ríkis. Öll A-Evrópuríki — að Rúm- eníu undanskildri — slitu stjórn- málasambandi við ísrael eftir sex daga styrjöldina í ísrael í fyrra. Fulltrúl utanríkisráðuneytisins í Prag sagði að tékfcneska stjórn in mundi taka upp stjórnmála- samband við ísrael, þegar landið hefði gengið að kröfum Öryggis- ráðsins um lausn deilunnar. Trillur oflu sæmilegu UM 30 trillur leggja upp hér 1 Reykjavík og hefur afli þeirra verið mijög sæmilegur, 3—4 tonn, þegar gefið hefur. Síðustu dagana hefur tíðin þó verið ó- hagstæð og þær lítið getað at- hafnað sig. Þó hafa frá mánaða- mótum til 15. þ. m. borizt á land 150 tonn. Ný raftækjaverzlun Lúðvík Guðmundsson, Auður Halldórsdóttir, Björgúlfur Lúð- víksson og Lúðvík Lúðvíksson í hinni nýju verzlun. í DAG er opnuð ný raftækja- verzlun, Ljós og orka sf., að Suð- urlandsbraut 12. Er þar mikið úrval af lýsingartækjum, eða um sjö til átta hundruð tegundir, aufc ýmissa heimilistækja. Eig- endur verzlunarinnar eru Björg- úlfur Lúðvíksson, Auður Hall- dórsdóttir, Lúðvík Guðmunds- son og Lúðvík Lúðvíksson, sem er framkvæmdastjóri verzlunar- innar. Forráðamenn verzlunarinnar tjáðu fréttamönnum í gær, að þeir hefðu áður fengizt við inn- flutning lýsingar- og rafmagns- tækja, en nú afráðið að stofna verzlun. Væri verzlunarrýmið um 200 fermetrar að stærð og ■töldu þeir hana með stærstu sér- verzlunum sinnar tegundar hér á landi. Eins og fyrr segir, er mjög mifcið úrval lýsingartækja og eru þau innflutt frá Noregi, Dan- mörfcu, Svíþjóð, Finnlandi, ítalíu og V-Þýzkalandi. — Innréttingu gerðu Húsigögn hf., Stálstoð hf. og trésmiðjan Meiður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.