Morgunblaðið - 03.07.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.07.1968, Blaðsíða 1
24 SIÐUR 137. tbl. 55. árg. MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bretar framsetja Ray Hér sunnanlands skín sól í heiði dag eftir dag, þótt hlý- indi séu ekki ýkja mikil. Spretta er orðin allgóð, eins og þessi Seltjarnarnessmynd I ber með sér. Ljósmynd MBL. ÓL.K.Magn. flugvélinni Washington 2. júlí AP FBÁ því var skýrt í Hvíta hús- inu í dag, að sovézk yfirvöld hefðu ákveðið að sleppa úr haldi bandarísku leiguflugvélinni sem sovézkar herþotur neyddu til að Ienda á sovézku eyjunni Kuri- lene í gær. Flugvélin var á leið frá Bandaríkjunum til S-Viet- nam með 212 bandaríska her- menn innanborðs og villtist af leið með fyrrgreindum afleið- ingum. Ákvörðun Sovétstjórnar- innar um að sleppa flugvélinni, kom eftir að bandarísk yfirdvöld höfðu beðizt afsökunar á að flugvélin hefði rofið sovézka flughelgi yfir Kurilene-eyjunum. George Christian, blaðafull- trúi Johnsons Bandarí’kjafor- seta, sagði, að enn hefði ekki verið ákveðið hvenær flugvéi- in fengi að halda för sinni áfram, en bætti við: „Við von- um að mál þetta leysist mjög fljótlega“. Aðspurður hvort Johnson for- seti hefði persónulega haft sam- band við Moskvu um lausn máls- ins, kvað Christian nei við og sagði að málið hefði verið leyst eftir venjulegum diplómatískum leiðum. London 2. júlí AP—NTB ~LUNDÚNADÓMSTÓLLINN, sem fjallað hefur um framsals- beiðni Bandaríkjastjórnar á James Earl Ray, manninum sem sakaður er um að hafa myrt blökkumananleiðtogann Martin Luther King, ákvað í dag, að framsalsheimild skyldi veitt. Jafnframt heimilaði dómstóllinn að Ray skyldi veitt lagaleg að- stoð til að áfrýja málinu til æðri dómstóls innan 15 daga. Það var Frank Milton yfirdóm ari, er kvað upp úrskurðinn og ávarpaði hann Ray beint við dómsuppkvaðninguna og sagði að lokum, að honum myndi haldið í gæzluvarðhaldi í 15 daga áður en hann yrði fram- Segir de Gaulle af sér? París 2. júlí NTB. NTB-fréttastofan hefur það eftir fréttaritara sínum í París, að de Gaulle hafi í hyggju að segja af sér með haustinu og eyða ævikvöldinu við kyrrlátar íhuganir á sveitasetri sínu og Norðmenn flykkjast ó íslandsmið Einkaskeyti til Mbl. frá Skúla Skúlasyni. ÞÁTTTAKA Norðmanna í veiðum á íslandsmiðum verð ur meiri nú en um mörg undanfarin ár. Sextíu skip með 150.000 tunnur innan- borðs hafa tilkynnt þátttöku í veiðunum og auk þesg eru fluttar 20 þúsund tunnur frá . mfðunum í land. Seldar hafa verið fyrirfram 160 þúsund tunnur fyrir hærra verð en fékkst í fyrra. láta yngri mönnum eftir stjóm landsins. Þessi sögusögn fór eins og eld ur í sinu um Parísarborg í dag, og engin staðfesting hefur feng- izt á henni. Stjórnmálasérfræð- ingar segja, að þegar de Gaulle hafi komið í kring þeim umbót- um sem hann lofaði í kosninga- baráttunni geti hann með góðri samvizku dregið sig í hlé. Það fylgir fréttinini, að de Gaulle hafi áhuga á því að Georges Pompidou verði arftaki hans í Elysee-höllinni og að Couve de Murville taki við embætti for- sætisráðherna. seldur. Enginn svipmerki sáust á Ray og hann vár þegar í stað fluttur í strangri gæzlu. úr réttarsalnum til Wandswortfang- elsisins í suðurhluta Lundúna- borgar. Dómarinn rakti ítarlega mál- flutning beggja aðila, þ.e.a.s. sækjanda og verjanda og sag!ði, að sönnunargögn og vitnaleiðsl- ur hefðu sýnt svo ekki væri um villzt að Ray hefði átt þátt í morðinu á dr. King. Hann sagði að ekkert hefði komið fram í málinu sem benti til þess að Ray heí'ði ekki verið einn að verki, en bætti síðan við: „Það eina sem ég veit er að hinn ákærði hefur neitað að hafa framið | verknaðinn". Milton yfirdómari sagði einn- j ig, að enginn vafi léki á um að ' maðurinn sem handtekinn var undir nafninu Georg Sneyd væri hinn eini og sanni James Earl Ray og sá maður sem nú stæði frammi fyrir honum. Hann sagði einnig, a>ð væri hér um brezkt mál að ræða myndi hann hafa vísað því til Old Baily réttarins, sem er helzti glæpadómstóll Bretlands. Framh. á bls. 23 Ojukwu vill ekki hjálp frá Bretum Owerrna, Biafra, 2. júlí NTB-AP LEIÐTOGI aSskilnaðarstjórnar- innar í Biafra, Odumegwu Oju- kwu, sagði í dag, að Biafra ósk- aði ekki eftir hjálp frá þjóðum, sem sendu brauð og smjör til bágstaddra í landinu með annarri hendi og vopn og sprengiefni til andstæðinganna með hinni. Er talið víst, að Ojukwu hafi þar átt við Breta, en í London var til- kynnt í dag, að keypt yrðu hjúkr unargögn og matvæli fyrir 250 þúsund sterlingspund og send nauðstöddum í Biafra og V- Nígeríu. Ojukwu sagði ennfremur, að hann teldi þýðingarlaust að hefja friðarviðræður eða fundi um hugsanlegt vopnahlé, meðan trygging fengizt ekki fyrir áfram haldandi sjálfstæði Biafra. Tenessee Willi- ams er leitaö Enn eitt flugvélarán Miami, Florida 2. júlí AP FLUGVÉL frá bandaríska flug fél. NWA var í fyrradag snúið af leið frá Chicago til Florida og flugstjórinn neyddur til að fljúga til Kúbu. Með vélinni voru 87 farþegar, og ruddist einn þeirra spönskumælandi, fram í stjórnklefa og ógnaði flugstjóranum með byssu til að breyta stefnu vélarinnar. í dag var vélinni skilað aftur og farþegar voru fluttir aftur til Florida skömmu síð'ar í Havana. Þetta er þriðja flug- vélaránið í Bandaríkjunum á þremur dögum og í öll skiptin hefur véluinum verið beint til Kúbu. í gær var einni vélanna skilað, sú var frá félaginu SWA og hafði hún verið kyrrsett á Kúbu í tvo daga. Bandaríska leikritahöfund- arins, Tennessee Williams, er nú leitað ákaft í Bandaríkj- unum af f jölda lögreglumanna en ekkert er vitað, hvar hann dvelst. Fyrir skömmu skrif- aði hann bróður sinum bréf, þar sem hann kveðst óttast, að hann verði myrtur. Bréfið er dagsett 22. júni. í bréfinu segir skáldið: — Ef á mér veröur framinn of- beldisverknaður, sem bindur enda á líf mitt og enda þótt svo líti út, sem þar sé um sjálfsmorð að ræða, þá er það ekki rétt. Bréfið er skrifað á veitingahúsi í New York. Bróðir Tennesse Williams, Dakim, sem er lögfræðingur og býr í Illinois, hefur sagt, að hann muni fara til New York og leita bróður síns og fela hann, ef nauðsyn krefur. Nánustu vinir skáldsins í New York hafa skýrt frá því að Tennessee hafi að undan- förnu orðið æ þunglyndari. í framangreindu bréfi til Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.