Morgunblaðið - 03.07.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.07.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1968 11 Hefi kaupanda ac5 góðri 2ja herb. íbúð í sambýlis- húsi, þarf að vera nálægt Breiðagerðisskóla. Til sölu stór 2ja herb. íbúð í Austurborginni. íbúðin er á 3. hæð í sambýlishúsi, með stórum svölum. Hagkvæm lán áhvílandi 3ju herb. íbúðir við Efstasund, verð 600 þús. Útb. kr. 200 þús. Vönduð 3ja herb. íbúð við Skólabraut, ný eldhúsinn- rétting. Verð kr. 700 þús. Útb. kr. 300 þús. Stór 3ja herb. íbúð við Sörlaskjól. Verð kr. 800 þús. Útb. kr. 300 þús Mjög góð lán áhvílandi. 4ru herb. íbúðir við Gnoðarvog, Stóragerði, Skipasund, Sörlaskjól. 5 herb. íbúðir í Laugarásnum, Álfheimum, Kaplaskjól, Hvassa- leiti og efri hæð í tvíbýlishúsi við Nýbýlaveg. Einbýlishús Glæsileg einbýlishús við Faxatún, Aratún og rað- hús við Giljaland. Byggingurlóðir Höfum lóðir undir einbýlishús í Árbæjarhverfi. Fasteigna- og lögfræðiskrifstofa Steins Jónssonar, Kirkjuhvoli. Sími 19090 og 14951. Kvöldsími sölumanns 23662. Reykjavík — Hafnarfjörður Frá og með miðvikudeginumu 3. júlí verða þær breytingar á akstursleiðum Land- leiðavagna í Hafnarfirði, að í hluta ferð- anna akavagnar um Flatahraun — Álfa- skeið — Reykianesbraut — Lækjargötu og Strandgötu að biðskýlinu Björk. Verður hin nýja akstursleið auðkennd LEIÐ 2, hin nýja akstursleið auðkennd LEIÐ 1. Ferðir Hafnarfjarðarvagnanna fyrst um sinn verða því sem hér segir: Leið 7. Frá Reykjavik Frá kl. 7.00 til 13.00 á heilum og hálfum tímum (óbr. frá því sem er). Frá kl. 13.00 til 20.00 á heilum tímum og 20 mín. yfir heilan tíma. Frá kl. 20.00 til 0.30 á heilum og hálfum tímum (óbr. frá því sem er). Le/ð 7. Frá Hafnarfirði Frá kl. 7.00 til 12.30 á heilum og hálfum tímum. Frá kl. 12 50 til 19.50 á hálfum tímum og 10 mín. fvrir heilan tíma. Frá kl. 20.30 til 0.30 á heilum og hálfum tímum. Le/ð 2. Frá Reykjavik Frá kl. 13.40 til 19.40 á klukkutímafresti 20 mín. fyrir heilan tíma og kl. 23 og 24. Le/’ð 2. Frá Hafnarfirði Kl. 7.30 og 8.30. Vagninn fer niður Öldu- götu. Frá kl. 13.10 til 20.10 á klukkutímafresti 10 mín. yfir heilan tíma. LANDLEIÐIR H.F. Hlynur Sigtryggsson, veðurstofustjóri, við hitamælinn, sem mælir yfirborðshita sjávar úr lofti. Á myndinni sjást einnig meðal annarra, Guðjón Jónsson, flugstjóri frá Landhelgisgæzl- unni, Róbert Dan Jensson frá Sjómælingum íslands og dr. Sved-Aage Malmberg frá Hafrann- sóknarstofnuninni. (Ljósm. Varnarliðið). Yfirborðshiti sjávar í kringum Island mældur af íslenzkum og amerískum sérfrœðingum Fyrir milligöngu ameríska send iráðsins í Reykjavík, íslenzka ,sendiráðsins í Washington og prófessors Paul S. Bauer, hefur tekizt samvinna við hafrannsókna stofnun ameriska flotans um mæl ingar á yfirborðshita sjávar í kringum ísland úr lofti. Rann- sóknaráð ríkisins hefur beitt sér fyrir samvinnu þessari, en af ís- lands hálfu taka þátt í starf- inu sérfræðingar Hafrannsókn- arstofnunarinnar, Veðurstofu fs- lands og Sjómælinganna. Tvær flugvélar hafa þegar komið til landsins nú í sumar frá hafrannsóknastofnun ame- ríska flotans í sambandi við um- ræddar athuganir. Flugvélar þess ar eru útbúnar mjög fullkomn- Klúbbamir • • „Oruggtir aksfur44 orðnir 30 Fimmtudaginn 27. júní var haldinn stofnfundur Klúbbsins ÖRUGGUR AKSTUR í Ól- afsvík. Er félagssvæði hans auk Ólafsvíkur, Snæfellsnes utan Ennis: Neshreppur, og Breiðu- víkurhreppur. Samþykkt voru lög fyrir klúbbinn, sama efnis og annarra í þsssari nýju félags málahreyfingu. í fyrstu stjóm klúbbsins voru kjörnir þessir menn: Kristján Guðbjartsson bóndi, Hólkoti, Staðarsveit, formaður, Alexander Stefánsson sveitar- stjóri, Ólafsvík, og Kristján Al- fonsson smiður, Hellissandi. f varastjórn eru: Kristófer Edílonsson, umboðs- maður, Ólafsvík, Þorgeir Ámason, framkvæmdastjóri, Rifi, og Hallmar Thomsen, bif- reiðastjóri, Ólafsvík. Stykkishólmi, 1, júlí. NÝLEGA er tekin til starfa í Stykkishólmi efnalaugin Geisli. Þetta er fyrsta efnalaugin, sem sett er á stofn í Stykkishólmi. Vélakostur efnalaugarinnar er mjög vandaður. Eigandi er Sig- urður A. Kristjánsson. Fréttaritari um tækjum til þess að mæla yfirborðshita sjávar úr lofti með allt að hálfrar gráðu nákvæmni. Þannig má á mjög stuttum tíma kortleggja yfirborðshitann á mjög stóru svæði. Slíkar hitamælingar geta haft mikla þýðingu bæði í sambandi við hafísspá og ekki síður vegna fiskleitar og þá sérstaklega síld- arleitar. Gert er ráð fyrir því, að flug- vélar frá hinni amerísku stofnun verði hér á landi u.þ.b. mánaðar- lega næstu mánuðina. Þá verða farin ískönnunarflug yfir stórt svæði og eitt flug sérstaklega fyrir íslenzka vísindamenn og í samræmi við þeirra óskir. Dag- ana 27. maí og 3. júní síðastlið- inn voru farn-ar tvær slíkar ferð ir og yfirborðshiti sjávar aust- ur af íslandi kortlagður nákvæm lega. íslenzkir sérfræðingar voru með í báðum þessum ferðum. (Frá Rannsóknarráði rikisins) LEIKFLOKKUR EMILÍU SLÁTURHÚSIÐ eftir Hilmi Jóhannesson Leikför um landið 3. júlí Vestmannaeyjum kl. 8.00 og 10.30. 5. júlí Selfossi kl. 9.00. 6. júlí Kirkjubæjarklaustri kl. 9.00. 7. júlí Vík í Mýrdal kl. 9.00. 8. júlí Hellu kl. 9.00. 9. júlí Aratungu kl. 9.30. 10. júlí Keflavík kl. 9.00. Síðan Vestur-, Norður- og Austurland.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.