Morgunblaðið - 03.07.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.07.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1968 M. Fagias: FIMMTA KGtVAN hvernig við hefðum farið að, ef þér hefðuð ekki verið. Snögglega datt henni í hug, að hún væri að endurtaka sín eigin orð. Stundvíslega klukkan níu stóð Nemetz úti fyrir þunglamalegum járnhliðum herfangelsisins Fram með girðingunni stóðu herbílar og skriðdrekar í tveim röðum, svo að varla varð eftir ein ak- braut milli raðanna. Verðirnir, sem voru vopnaðir vélbyssum, neituðu í fyrstunni Nemetz um aðgang, en til allrar hamingju rakst þangað ungverskur skrif- stofumaður, sem vann þarna og Nemetz þekkti, meðan hann var enn að þinga við verðina og hann fékk þá til að opna hliðið. Skrifstofubyggingin lá út að húsagarðinum, en sjálft fangels- ið að húsabaki, þar sem hundrað aftökur höfðu farið fram undan- farnar aldir. Byggingin var þrjár hæðir og úr gluggum henn ar mátti sjá yfir að fangelsis- múrnum, sem var sundurboraður af byssukúlum, og svo tvo gálga. Að minnsta kosti fimm hundruð manns, ungar stúlkur og piltar, voru á rölti í garðinum og í þeim hóp mátti sjá einstöku drengi innan við fimmtán ára, en færri gamla. Þau töluðu saman í hálf- um hljóðum. Sum voru í hlýjum yfirhöfnum, en önnur höfðu ekki einusinni hálsklút og fæst voru með nokkurn farangur með sér. Fram með múrunum stóðu rúss- neskir varðmenn, með tveggja metra millibili, og miðuðu vél- skammbyssum á skjálfandi hóp- inn. — Veslings ræflarnir, sagði skrifstofumaðurinn lágt, — þau verða send af stað í dag. — Hvert? spurði Nemetz. — Spyrjið mig ekki um það. Maðurinn hristi höfuðið óróleg- ur. — Ég veit það ekki. Og vil heldur ekki vita það. Ég hef verið í flokknum, alveg síðan ég varð uppkominn. í styrjöldinni var ég í andspyrnuhreifingunni. Þýzkaramir buðu hátt í höfuðið á mér. Við bjuggum í kjallara, þar sem líka voru vopnabirgð- irnar okkar. Hefði neisti úr í- kveikjusprengju náð til okkar, hefðum við rokið upp í háaloft. En þetta... þetta hefur gert meira en verstu Gestapo-pynt- ingar hefðu getað gert. Það hef- ur alveg svipt mig allri trú á það, sern Rússar kalla kommún- isma. Ég gef frat í flokkinn og félaga Krúséff. Nemetz sýndi skrifstofumann- inum umslag Stambulovs og skýrði frá erindi sínu. Maðurinn las undirskriftina og hmyklaði brýnnar. — Ég skal gá, hvort Levitov ofursti er kominn á fætur. Hann ætti að vera það á þessum tíma, en það er aldrei að vita. Fer alveg eftir því, hvenær hann hefur komist í rúmið í gærkvöld. Nemetz beið í dragsúgnum í ganginum milli hliðsins og húsa- garðsins meðan skrifstofumaður- inn gekk inn. Nokkrum mínútum seinna kom hann aftur. — Hann er ekki farinn að sína sig enn. Nemetz spurði, hvort hann gæti fengið að tala við Halmy lækni, meðan hann biði. Hinn taldi ómögulegt að finna einn einstakan mann innan um allar þær þúsundir, sem nú væru imna-n múra fangslsisins. Samt var hann svo greiðvikinn að ganga inn í skrifstofu bygging- una aftur. En nú var hann lengi burtu. Nemetz var þegar orðimn vonlaus um að sjá hann aftur, þegar hann kom til baka ásamt rússneskum liðþjálfa. — Læknirimn yðar er í hópn- um. Ég fékk leyfi hjá verðinum til að tala við hanm. Liðþjálfinn fer með yður. En verið þér ekki oflengi burtu. Ofurstinn er 94 þegar búinn að senda eftir fyrsta drykk morgunsins og ýður er betra að ná í hann áður en hanm fær þá alltof marga ofan í sig. Hann er ómerkileg- asta fyllibytta, sem ég hef nokkurntíma kynnzt. Skjálfandi hópurinn í húsa- garðinum leit Nemetz haturs- augum, er hann í fylgd með lið- þjálfanum tók að leita að lækm inum. Það var enginn vafi á því, að hópurinm hélt þá vera frá Leynilögreglunni, og eins og með þegjandi samþykki reyndu mennirnir að hindra Nemetz í erindrekstri hans með því að gera eins og lifandi múr kring um hann, hvert sem hann sneri sér. Samt fann hanm Halmy á furðu skömmum tíma. Halmy læknir stóð þarna inn- an um þennan manngrúa, í sama óhreina sloppnum og með kvem- prjónasjal yfir herðunum. And- litið var blátt af kulda og glamr aði í tönnunum. Þegar Nemetz nefndi nafn hans, brá fyrir brosi á sprumgnum vörunum. — Nei, þetta getur ekki verið satt! Hvernig hafið þér sloppið inn? Og síðan - án þess að bíða eftir svari: — Eigið þér sígar- ettu? Sem betur fór átti Nemetz heilan pakka. Hann rétti hann að Halmy, en hendurnar á lækm- inum voru of loppnar til þess að taka við honum. Svo kveikti Nemetz í einni sígarettunmi og stakk síðan pakkanum í slopp- vasa læknisins. — Nokkuð að frétta? sagði Halmy. — Ég er að reyna að fá yður lausam, sagði Nemetz lágt. - Það er nú ekkert afgert enn, en við höfum nokkra von. Og meira að segja nokkuð góða von. En svo var eins og honum dytti eitthvað í hug, því að hann tók að hmeppa frá sér frakkanum. — Hvað eruð þér að gera? spurði Halmy. Nemetz fór úr frakkamum. - Farið þér í hann, sagði hanm. Hann rétti frakkann, en lið- þjálfinn greip hann og hélt honum frá sér með annarri hendi, en tók að rannsaka vas- ana með hinni. Þegar hann fann ekki einusinni þjöl, auk heldur vopn, rétti hann Nemetz frakk- ann aftur. — Farið þér í hann, sagði Nemetz. Annars drepizt þér úr kulda. — En hvað þá um sjálfan yður, andæfði Halmy. — Ég fer inn i hitann. Og auk þess er ég í hlýrri peysu undir jakkanum. Og til þess að sann- færa lækninn, fletti hann jakk- anum frá sér og sýndi honum peysuna, sem Irene hafði prjón- að handa honum, meðan hún var enn að draga sig eftir honum. Em nú verð ég að fara. Og svo kem ég aftur, þegar ég hef talað við Levitov ofursta. Og svo bætti hann við: — Það var líka dálítið annað. Ungfrú Mehely bað að heilsa yður. — Hafið þér hitt hana? Hvernig líður henni? Varirunga mannsins skulfu. — Ég hitti hana á þriðju- daginm, eftir að þér voruð færð- ur burt og svo talaði ég við hana í síma í gærkvöld. Hún er komin aftur í gamla herbergið sitt. Húm hefur vitanlega á- hyggjur af yður, en annars líður Ihenni sæmilega. Hann lagði höndina á öxl umga mannsins. — Bíðið mím hérna. Ég kem strax aftur. Með liðþjálfann á undan sér, lagði hanm svo af stað inm í skrifstofubygginguna. Þegar banm hafði gengið nokkur skref, famn hamn, að tekið var fast í annan handlegginn á honum. Hann sneri sér og þekkti aftur vasaþjófimn, Ernoe Lehotzky. Vinstra augað og meiri hlutimn af vinstri kinninni var sveipað í heljarmiklar umbúðir, og var- irnar voru allar bólgnar. — Ernoe! sagði hanm. Granni maðurimn sendi honum snúið bros. Allar framtennurnar voru farnar. — Já, en guð minn góð- ur, hvað hefur komið fyrir yður? - Ég var nappaður. Þessir skíthælar náðu í mig, kvakaði hann háum rómi. En þér skuluð ekki vera hræddur, fulltrúi. Ég lét úti meira en ég fékk. Auga fyrir auga.. .og dálítið betur! — Ernoe, sagði fulltrúinm. — Þessi, sem ég var að tala við, er læknir. Látið hann líta á and- litið á yður. Hann getur kanmski ekki mikið gert, en sýnið honum það samt. — O. . .Verið þér ekki hrædd- ur, herra fulltrúi. Ég bjarga mér einhvernveginn. — Já, gangi yður vel, sagði Nsmetz og sneri sér við, til þess að elta liðþjálfann. Kuldagjóst- ur næddi gegn um húsagarðinn, svo að loftið fannst vera tíu stigum kaldara. Hanm skalf af kulda. — Gætið þér nú heilsummar, herra fulltrúi! kallaði Ernoe á eftir honum. — Flýtið yður nú heim og fáið yður einn romm- toddý. Þetta er ekkert veður fyrir öldung eims og yður að flækjast um frakkalaus. Ofurstinn var kominn á fætur og var nú í skrifstofu sinni. Eftir að hafa þurft að sýma skilríki sín þremur mismunandi vörðum, var Nemetz loks vísað inn til hins almáttuga. Þc-gar hann kom inn, sá hanm riðvaxinn maran, önugan á svip, í skítugum einkennisfrakka, og Atvinna Okkur vantar nú þegar, vegna afleysinga í sumar- fríum, starfsmenn á næturvakt og til aksturs. Réttindi til aksturs strætisvagna nauðsynteg. Upp- lýsingar á skrifstofu okkar að Reykjanesbraut 12, Reykjavík. LANDLEIÐIR H.F. Matráðslona óskast í 1 mánuð frá 15. júlí. Prentsmiðja Jóns Helgasonar, Síðumúla 8. — Sími 38740. Hafnarfjörður — Garðahreppur Reiöhjólaviðgerðir Munið reiðhjóiaverkstæðið Helisgötu 9, Hafnarfirði. Góð varahlutaþjónusta. Hans Kristjánsson. Gistihús Héraðsshólans ú Laugarvatni er opið Tekur á móti ferðafólki og gestum til lengri eða skemmri dvalar. Hringið í síma 6113 á Laugarvatni. Bcrgsteinn Kristjónsson. Hrúturinn 21. marz — 19. apríl. Þú skalt ekki gera stórvægilegar breytingar á högum þínum í dag, en ha'tu þig við hversdagsleg efni Nautið 20. apríl — 20. maí. Það er um að gera að láta sig ekki langa í neitt, það veit ekki á gott. Sittu hjá. og kvöldið verður gott. Tvíburarnir 21 maí — 20. júní. Þér hættir til að gera einhverjar vitleysur aðeins til að kanna framvindu málanna, en það kann að koma niður á ættingjum þínum Krabbinn 21. júní — 22. júlí. Fa-ðr vel að öllu í dag og í kvöld, og það mun þér verða launað. bó*t siðar verði. I.jónið 23. júlí — 22. ágúst. Farðu þinar eigin leiðir, og gerðu ráð fyrir að aðrir geri eitt- hvað svipað, farðu snemma heim og hvílztu. Meyjan 23. ágúst —22. sept. Fjármálin hcfa áhrlf á persónuleg sambönd þín. Gerðu engar hreytmgai á þínum högum núna. Lestu eitthvað er kvöldar. Vogin 23. sept — 22. okt. Þú kannt að koma hugmyndum þínum á framfæri í dag, notaðu tímanr. vel til að endurskoða stefnu þína, vertu mjög strangur við sjálfan þig — og aðra. Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv. Haltu stillingu þinni, því að þeir sem eru að blanda sér í mál- efni bér viðkomandi, eru sennilega of langt fjarri til að meta aðstæðurnr r til fulls Bogmaðurinn 22 nóv — 21. des. Þú skalt ekki gera nein viðskipti við Vini þína í dag.Deilur við fólk virðast ekki mjög sennilegar, svo að þú skalt safna gögnum, og geyma til betri tíma. Steingeitinn 22. des. — 19. jan. Sumir hirða rósirnar, meðan aðrir halda eftir þyrnum. Kímni- gáfa þín heldur þér uppi, jafnvel, þótt enginn annar en þú kunn- ii að meta hana Vatnsberinn 20. jan. — 18. febr. Þú Skalt vinna sem mest einn, en ef þú neyðist til samvinnu við aðra, skaltu inna þau störf af hendi möglunarlaust. Fiskarnir 19. febr. — 20. marz. Farðu a3 eigin eðlisávísun, og leiðbeindu þeim er þér standa framar í fjármálum Þú skalt sjálfur finna þinn köllunartíma, og meta þín mál réttilega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.