Morgunblaðið - 03.07.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.07.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 196« 15 Sigurður Gunnarsson, kennari Þegnskaparskóli EINS OG fleatum fulltíða ís- Jen.din.gum mun kunnugt, hlaut þegniskyldufrumvarp Hermanns heitins Jónassonar, skólastjóra og alþ ingiamanns, fremur daufar und irtektir, er hann flutti það á Alþingi skömmu eftir aidafnót- in, og náði því ekki fram að gamga. Engu að síður hafa alJtaf verið og eru enn margir land- ar okkar, ekki sízt í hópi skóla- manna, sem telja fytlstu ástæðu til að taka upp og framkvæma hina ágætu hugmynd Hermanns skólastjóra að sjálfsögðu þó að einhverju Jeyti breytta, svo sem eðlilegt er. En þótt ýmsir þjóð- kunnir menn hafi aliltaf öðru hverju Játið til sín heyra um þetta mikilvæga mál og mælt með framkvæmd þess, hafa ráðamenin þjóðarinnar ekiki enn fengizt til að sameinast um það og leiða fram til sigurs. En svo sem kunmugt er, gerð- ist það eftir áramótin í vetuir, að Jómas Pétursson aJþm. flutti á Alþimgi þingsályktuna/rtillögu um þegnskyldu ungmenna á aldr inum 14—18 ára, og hafi hamn fyllstu þökk fyrir. Þingið tók ©kki afstöðu til málsiinis að þessu sinni sem tæpast var hefdur að vænta, en ber vonandi gæfu til að leiða það fram til sigurs sem fyrst. Ætti ná vel við, að sem flestir einstaklingar og félaga- eamtök létu til sín heyra um þetta merka mál, fynst það er nú loks fram komið á Aiþingi á ný. Grein sú, sem hér birtist, er samin fyrir nokkrum missirum, en á ekki síður við nú en þá. Sá, sem dvelst um skeið með- al æsku nágrannaþjóðanna og uppalenda hennar, kemst ekki hjá því að heyra rætt um her- skylduna, — þessa kvöð, sem aill- ir hraustir drengir verða að inna af höndum innan við tví- tugsaldurinn sem eins konar fóm í þágu föðurJands þeirra. Hér er ekki heldur um að ræða neina smáræðis fóm, sem hver æsfcu- maður verður að leggja fram. Á okkar mælikvarða er hún ó- ttrúiega stór, og eigum við senni- Jega mörg erfitt með að skilja til fulls í fljótu bragði. Þessa starfsfórn, sem æSkumaðurinn verður að færa ættjörð sinni á mesta þroskaskeiði lífsins, Jeysir hann af hendi á löngum tíma. Sá tími er hér í nágrannaiönd- lunum frá 16 mánuðum og upp í 24. í flestum þeirra er tíminn nú orðinn tvö ár. Og til eru þær þjóðir sem hafa enn Jengri herskýldu. Þegar málum er þannig hátt- að, — þegar hver æskumaður verður að fórna ættjörð sinni ttveimur af beztu árum ævi sinn- ar, hlýtur það á margan hátt að grípa inn í framtíðaráæfJanir hinnar ungu. Já, víst er það svo, og varð ég víða áþreifanlega var við það. Kennairaneminn þarf t.d. að færa ættjörðinni sína fórn áður en hann lýkur prófi. Guð- fræðineminn þarf að sjálfsögðu að gera það líka og allir aðrir, hvaða sérgreinir eða störf, sem þeir hafa hugsað sér að stunda. En þótt hér sé að um að ræða stórkostlega fórn, sem hver æsfcu maður verður að leggja fram og heimili hans, heyrast fáir mögla. Ofit heyrist að vísu, að þessi fcvöð sé nokkur hemill á náms- braut margra og raski áætlunum- En við því er bara ekkert að segja. Hver og einn verður að Jeggja fram sína fórn. Hjá því bemist enginn piltur, sem er heill heilsu. Ættjörðin krefst þess. Og strax og drengirnir komast á vit- aldur og fara að veita lífinu einhverja athygli, er þeim sagt frá því, sem fram undan er. Þeir eru því við öJiu búnir. Þótt ísJenzk æska hugsi eðli- lega sjaldan um þessi mál, vita flestir, hvað hérskylda í raun og veru þýðir, og hvernig æsku- mennirnir verja tímanum í þeim skóla. Þar er megináherzla lögð á hermennsku, lært að hand- leika nútímavopn og drápstæki, til þess að geta verið við því búinn að mteta óvinum, ef þá kynni að bera að garði. í öðru lagi er tíma æskumanna .varið til þess að vinna að ýmsum hem- aðarframkvæmdum, sem allar miða að sama marki: að vera sem bezt viðbúinn, ef styrjöld kyrnni að brjótast út enn þá einu sinni. Sigurður Gunnarsson Tíma og orku hinna ungu manna, alJa þeissa mörgu mánuði, er því í raun réttri varið Ml neikvæðra starfa, — starfa, sem stefna að því að vera sem bezt undir það búinn að eyða verð- mætum og tortíma mannslífum. Þegar ég tók að hugleiða þetta nökkru nánar en stundum fyrr, hraus mér hugur við slíku öfug- streymi. Hvílík ógnar sóun á vinnuafli, sem nota mætti til nyt- samra starfa. Hversu óendanJega margt gæti ekki þessi miiJljóna- skari ungra, tápmikilJa drengja unnið til góðs fyrir ættlöndsín, ef orku þeirra væri beit að já- kvæðum störfum? Verkefnin bíða al'ls staðar á ótal sviðum, í hvaða Jandi sem er, eftir iðjusömum og starfsfúsum höndum. Já, hvílíkt öfugstreymi. Að sjálfsögðu er flestum þetta fuJlkomlega ljóst í herskyldu- löndum, en samt sem áður mögl- ar yfirleitt enginn, eins og ég gat um fyrr. Allir vita, að hjá þessari skyldu verður ekki kom- izt, eins og ástand heimsmálanna hefur verið og er enn nú á tím- um. Segja mætti kannski, að flest ir líti á herskylduna sem iJla, en óhjákvæmilega nauðsyn, sem ekki verður umflúin. En þrátt fyrir hinn ömurlega, neikvæða tilgang herSkyJdunnar, mun mönmum undantekningarlít- ið bera saman um, að hún sé mikill uppeldisskóli- PiJtarnir búa þar að ýmsu Jeyti við mjög sterk- an en hollan aga og verða að temja sér stundvísi, skyldurækni og hvers konar reglusemi út í yztu æsar. Hafi sumir búið við litla stjóm og laus tök á ungl- ingsárum, mótast þarna með þeim sem öðrum venjur, sem mjög æSkilegar eru í fari hvers full- tíða manns. Piltarnir koma því á margan hátt sterkari úr skóla herskyJdunnar og hæfari tii þess að heyja Jífsbaráttuna sem nýtir og drenglundaðir þjóðfélagsþegn ar. Og eins og ósjáifrátt kemur fram í hugann samanburður á þessari uppeldisaðstöðu, og að- stöðunni hér heima. Guði sé lof fyrir það, að við íslemdingar höf um enga herskyldu og þurfum vonandi aldrei að senda æsku- menn okkar á vígvelli. Hér er um meiri biessun og forréttindi að ræða en ég hygg að flestir geri sér ljóst. Ég fyrirverð mig ekki fyrir að játa, að ég tel að sú þjóð, sem ekki þarf að skylda æskumenn sína til tveggja ára herþjónustustarfa, njóti mikiliar náðar og blessunar æðri máttar- va'lda. En hafa menn þá gert sér al- mennt ljóst, hvíiík þjóðarbless- un þetta er? Og hefur íslenzk æska gert sér ljóst, hvílikra for- réttinda hún nýtur í þessu til- liti umfram æsku nágrannaþjóð- anna? Ég hygg ekki. En vinnur þá ísienzk æska nokkur sambærileg fórnarstörf við æsku annarra þjóða í þágu ættjarðar sinnar? Það verður að viðurkenna, að svo er ekki. Á henni hvílir engin kvöð né skylda í því tilliti. Þegar þetta er alit athugað gaumgæfiJega, koma ýmsar spurn ingar og sýnir fram í hugann. Er ekki kominn tími til, að við gerum okkur fulita grein fyrir þessum mikJa uppeldiismismun? Ættum við ekki að athuga sem fyrst, hvort mörg og sterk rök hníga efcfci að því, að sérhver æskumaður ísJands leggi fram einhverja ákveðna fóm til upp- byggjandi Starfa í þjóð- félaginu? Og er ekki einmitt al- veg sérstaklega vel við eigandi að vegna þess að hér er engin herskylda, færi íslenzk æska, bæði piltar og stúlkur, ættjörð sinni hliðstæða fórn til jákvæðra aðkallandi starfa, sem alls stað- ar bíða iðjusamra handa? Og alit í einu birtist heilJandi sýn: Ég sé þúsundir ísJenzfcra æskumanna, pilta og sfúikna, ganga árlega glöð og djörf, und- ir öruggri stjórn, til margs kon- ar uppbyggjandi starfa fyrir land sitt og lýð. Ég sé þau vinna að mairgþættum nytjastörfum, svo sem garðyrkju, vegagerð, skóg- rækt, sandgræðslu, framræslu, aðkailandi byggingum og mann- virkjagerð o.fl. o.fl. Ég sé, að allir vinna af fúsleik og skyldu- rækni með vaxandi trú á nauð- syn og þroskagildi vinnunnar. En yfir starfinu hvílir heiðríkja og bjartsýni æskunnar. Ég heyri að unga fólkið segir sín á milli, að störf þessivinni það ákveðna mánuði árlega sem ofurlitla þakklætisfóm til ætt- jarðar sinnar fyrir margvíslega aðstoð og þægindi, sem þjóðfé- lagið veitir því, og einnig í þakk arskyni fyrir þau forréttindi, sem það nýtur um fram æskulýð flestra annarra þjóða, — að þurfa ekki að leysa af hendi neina herskyldu í tvö löng ár. Og áður en Jangt líður, sé ég þegnskapainstörf ísJenzka æsku- fóiksins bera ríkúlega ávexti. ís- Jand ættlandið ökkar góða og kæra, breytir smám saman um svip. Það verður í margs konar tiiliti byggilegra og fegra, af þvi að börn þess eru fórnfús og dug- mikil og samtaka til góðra og nytsamra verfca. Og ég heyri víða hljóma, að litla, íslenzba þjóðin út við yz'tu höf vekur Srerðskuldaða athygli meðai stærri þjóða fyrir fómar Jund, menningu og manndóm. Nú munu vafáJaust margir segja: „Maðurinn er hér algjör- Jega kominn inn á þegnsfcyldu- hugmynd Hermanns heitins Jón- assonar, skólastjóra“. — Já, það skal fúslega viðurkennt, að þótt fyrir mér vaki nokkur útfærsla ó grundvallaratriðum, er hér í raun og veru um að ræða sömu hugmynd, sem yrði sennilega í framkvæmd á ýmsan hátt mjög lík því, er hann hugsaði sér. Þegnskylduhugmynd Hermann Skólastjóra, sem hann fluitti fyrst á Alþingi árið 1903 var ágæt. svo sem vænta mátti af slifcuro manni. En hún kom óvænt og vakti deilur. Margir virtust ekki átta sig í fljótu br-agði á gildi hennar. Engu að síður hJaut hún marga ágæta og sterfea stuðn- ingsmenn, sem þó megnuðu ekki að leiða hana fram til sigurs. Síðan menn deildu um þessa hugmynd, eru nú liðin meira en 60 ár. Allan þainn tíma hefur litið verið um hana ræ'tt, nema þá af örfáum einstafeiingum öðru hverju. En raddir þeirra hafa tæpast heyrzt i yisi og önnum hinnar nýju aldar. Á þessum tíma hafa miklar og róttækair breytingar orðið í ís- Jenzku þjóðlífi, eins og öJJum er kunnugt. Þær breytingar hafa verið svo miklair og örar, að ýmsir telja, að þær hafi hvergi orðið slíkar á jafnskömmum tíma. Ýmsar þessar breytingar hafa að mínum dómi haft það í för með sér, að nú er enn meiri og brýnni ástæða en þá til að taka upp umræður um þessa ágætu hugmynd og framkvæma hana eins fljótt og kostur er á. Mætti færa að því sterk rök, sem ættu að vera hveirjum hugsandi manni ljós. Hér ska'l aðeins á það bent, að sé réttilega á málum haldið, mundi hér verða um að ræða merkilegan uppeldis- og vinnu- skóla, sem er einmitt orðin brýn þörf fyrir meðal þjóðar okkar. Með hinum öru þjóðlífsbreyting- um, sem ég áður gat um, og hin- um daglegu samgöngum síðustu ára við umheiminn, hefur ýmias konar illgresi náð að festa hér rætur. Þetta illgresi þarf að upp ræta úr akri þjóðlífsins. Um það munu allir uppalendur vera sam- máia. Það er orðin óbifanleg skoð un mín, að einmitt skóli þegn- Skaparins, sú fórnarskylda, sem vikið hefur verið að hér að fram an, og feJst í hugmynd Henmanns Jónassonar, skólastjóra, gæti miklu áorkað til góðs. Það er orðin óbifanleg skoðim mín, að hann gæti átt drjúgan þátt í því að uppræta illgresið, vinna á móti ýmsum óheillavænlegum venjum og háttum, sem hér hafa nýlega grafið um sig Það er sem sagt orðin óbifanleg skoðun mín, að skóli þegnskaparins yrði æsku ísJands ómetanleg uppeldisleg blessun, yki og treysti mann- gildi hennar' og hæfni, til þess að Jeysa af hendi mikilvæg hlut- verk í þágu þjóðfélagsins. Jafn- framt yrði hinn íslenzki þegnskap arskóli til þess að efJa álit okkar og traust hjá stærri þjóðum. Hér verður ekki að sinni rætt um framkvæmd þegnskaparskól- ans. HJutverk þessa erindis er fyrst og fremst það að vekja athygli á þörfu og mikilvægu máli. Aðeins skal á það benit, að sem kennari teldi ég að at- huga bæri vel, hvort ekki mætti tengja framkvæmdina að ein- hverju Jeyti við skólakerfi þjóð- arinnar. Einnig teldi ég sjáJf- sagt að athuga vel tihögur Her- manns Jónassonar, skólastjóra. Þær má vafalaust hafa til hlið- sjónar við samningu hinna nýju laga. Hér er um stórmál að ræða, sem athuga þarf mjög vel frá ýmsum hliðum. Hvort framkv. dregst í tvö eða fleiri ár, skipt- ir í rauninni litlu máli. AðaJatrið ið er, að AJþingi ísJendinga við- urkenni nauðsyn þess og láti undirbúa það eins og bezt yrði á kosið, áður en til framkvæmda kemur. Vön skrifstofustulka Skrifstofustúlka óskast. Reynsla og kunnátta í vél- ritun og við bókhaldsvélar er nauðsynleg. Umsókn- ir, sem greini aldur, nám og fyrri störf, sendist í pósthólf 903, merktar: „Skrifstofustúlka 8284“. Ferðatöskur handtöskur snyrtitöskur (Beauty box) alls konar stórar og- smáar. NÝKOMNAR í miklu úrvali. GEíSÍPr Vesturgötu 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.