Morgunblaðið - 03.07.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.07.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1968 3 Norsk stúlka mest- um hæfileikum búin — f prófraun er SAS hélt fyrir vœntanlega þotuflugmenn sína SAS stendur nú frammi fyr- ir nýju vandamáli, sem ekk- ert af stærri flugfélögunum í heiminum hefur áður þurft að glíma við. Sá dagur er í nánd, að farþegar SAS heyri kvenmannsrödd segja í liátal- ara flugvélarinnar: Góðan dag, góðir farþegar. Þetta er flugstjóri ykkar, Turi Wider- öe, sem bíður ykkur velkom- in um borð. Turi Wideröe er þrítug að aldri, og befur að undanförnu verið flugstjóri á flugbátum, sem halda uppi samgöngum í Norður-Noregi. Er SA’S aug- lýsti fyrir nokkru eftir hópi flugmanna á DC-8 þotur sín- ar, var hún í hópi þeirra, sem sótti um stöðu hjá flugféiag- inu .Umsækjendur þurftu að gangast undir stranga próf- raun, þar sem þeir áttu að leysa erfiðar stærðfræðiþraut ir og sýna kunnáttu sína í ensku, auk þess sem sálrænn styrkur og andlegt jafnvægi þeirra var reynt til h.lítar. Úrslitin urðu þau, að eina konan í hópnum sló öllum karlumsækjendunum við á öllum þessum sviðum. Odd Medböe, blaðafulltrúi 9AS og góðkunningi margra íslenzkra blaðamanna, var hér á ferð fyrir skömmu, og tjáði hann þá blaðamanni Morgunblaðsins frá helztu vandamálum, sem upp hafa risið vegna þessarar óvæntu frammistöðu Turi Wideröe. Hún hefur þegar fengið boð um að sækja þjálfunarskóla á DC-8 þotur, en einn var- nagli er þó sleginn varðandi umsókn hennar. Flugmálayf- irvöld verða 'að falla frá því skilyrði, að þriðji flugmaður DC-8 (sem verður fyrsta staða Wideröe hjá SAS) verði að hafa hlotið þjálfun sem flugmaður á herþotu. Medböe segir, að innan skamms verði gengið fast á flugmálayfirvöld SAS-land- anna, að þau falli frá þessu skilyrði, þar sem það verði að skoðast úrelt. Gagnasöfn- un er þegar hafin, m.a. frá’ Bandaríkjunum, og er vonast til aS þau flýti fyrir endur- skoðun á þessum ákvæðum. — Turi Wideröe hefur sýnt það og sannað, að hún stend- ur herflugmönum ekkert að baki hvað hæfileika snertir, og það er eingöngu lagt til grundvallar, er umsókn berst, en ekki af hvoru kyninu um- sækjandinn er, segir Medböe. En þegar ungfruin hefur Turi Wideröe — verður hún fyrsti farþegaþotuflugstjórinn af veikara kyninu? hlotið stöðu hjá SAS rís upp annað vandamál. Á hún að klæðast pilsi eða buxum? Medböe getur enn sem kom- ið er ekki svarað því með neinni vissu, en telur þó iík- legra að hún klæðist buxum. Kappreiðar And- vara og Gusts Hestamannafélögin Andvari í Garðahreppi fyrsti formaður Helgi Hjálmsson, núverandi for- maður Jón Guðmundsson og Hestamannafélagið Gustur í Kópavogi fyrsti formaður Jón Eldon nú látinn, núverandi for- maður Ragnar Bjarnason héldu kappreiðar á Kjóavöllum sl. laugardag. Mótið hófst kl, 15.00 og var lokið um kl 19.00. Mótið setti Bjami Bjarnason frá Laugar- vatni, tók þá þulur við stjóm og framkvæmd dagskrárinnar, Pétur Hjálmsson ráðunautur. Þá hófst hópreið, Andvaramenn riðu fyrir. Félagar voru klæddir sín- um félagsbúningi, báðir í hvít- um skyrtum, Andvaramenn í rauðum ermalausum peysum. Gustsfélagar með rauðan borða yfir öxl. Tala hópreiðarmanna var um 50 og svipuð hjá báðum félögun- um. Fylkingin staðnæmdist út frá dómpalli. Einar G. E. Sæ- mundsen skógarvörður formað- ur Landsambands Hestamannafé laga flutti ávarp og opnaði hinn nýja skeiðvöll fyrrnefndra fé- laga. Góðhestar höfðu verið dæmdir að morgni dags, voru þar að verki þrír kunnir Ámesingar þeir Jón Bjarnason Selfossi, Sig- urður Sigmundsson Langholti og Þorgeir Sveinsson Hrafnkelsstöð um. Góðhestar voru leiddir fram og Jón Bjarnason lýsti dómum. Fyrst komu alhliða gæðingar. Af hestum Andvara var fyrstur Logi rauðstjörnóttur 9 vetra Borgfirðingur eigandi Sigurður Thoroddsen, annar var Óðinn 12 vetra úr Dalasýslu, eign Ernu Konráðsdóttur. Þriðji Lýsingur leirljós 8 vetra Borgfirðingur, eigandi Jón Guðmundsson. Alls voru þessir hestar átta. Verðlaun voru gull, silfur og brons, auk farandsbikars. Þá komu fimm klárhestar með tölti fyrstur var Þytur jarpur, 12 vetra Borgfirðingur eigandi And reas Bergmann, annar Blesi sót- rauður eigandi Birgit Guðjóns- dóttir, Blesi er 8 vetra úr Gull- bringusýslu. Þriðji var Bíldur grár 8 vetra úr Borgarfirði. Verðlaun voru samskonar og fyrr var getið. Verðlaun hjá Gusti voru ein- göngu skrautrituð heiðusskjöl. Af alhliða gæðingum var met- inn hæst Vinur brúnn 8 vetra Húnvetningur eign Benedikts Garðarssonar, annar var Kol- skeggur bleikólóttur 10 vetra Rangæingur eign Hreins Árna- sonar, þriðji Léttir hvítur 14 vetra úr Rang. Eigandi Óskar Grímsson. í þessum hópi voru átta hestar. Klárhestar með tölti. Fyrstur Blesi 8 vetra Hún- vetningur eigandi Óskar Gríms- son, arnnar var Nökkvi 7 vetra úr Hún. í eigu Jóhönnu Jóns- dóttur þriðji var Blesi, rauðbles- óttur 8 vetra í eigu Jakobs Svein björnssonar. 1 þessum hópi voru 10 hestar alls. Skeið 200 metrar: 1. Léttir 22.3 sek, hvítur hest- ur 14 vetra úr Rang. eigandi Óskar Grímsson, Gusti. 2. Harpa 24.1 sek. bleik 10 vetra eigandi Fanney Bjarna- dóttir Gusti. 3. Móskjóni 25,5 sek úr Borg- arfirði eigandi Ragnar Bjarna- son Gusti. Alls voru skeiðhestar 10. 250 metra stökk G vetra folar og yngri: 1. Örri 20.0 sek rauður, 6 vetra úr Dalasýslu eigandi Svein björn Garðarsson. 2. Háfeti jarpur 5 vetra Krist- jáns Guðmundssonar 20.7 sek og 3. Glæsir á sama tíma, rauðbles- óttur 5 vetra eigandi Höskuldur Þráinsson. Alls voru folarnir 10. 300 metra stökk: 1. Snær 24.0 sek hvítur 13 vetra úr Hún. Eigamdi Guðmund ur Ásmundsson Gusti. 2. Blesi 24.4 sek, aauðblesótt- ur 8 vetra úr Hún. Eigandi Jakob Sveinbjarnarson Gusti. 3. Gígja 24,4 sek rauð 11 vetra úr Skagafirði eigandi Guðmund- ur Ásmundsson Gusti. Unghross í tamningu voru sýnd 6 talsins. Loks var nagla- boðhlaup milli félaganna og vann Andvari. Kjóavellir er fagurt dalverpi milli nokkuð uppblásinna hæða norð austur af Vífilsstöðum. Vell irnir eru í landi spítalans og Vantsenda. Vallarg.erðin var að mestu unnin í sjálfboðavinnu fé- laganna, sem mótið héldu. Sú nýjung hér sunnanlands var að allar hlaupabrautirnar fimm að tölu fjögra metra breiðar hver, voru afmarkaðar með hvítum snúrum á hvítum 70 cm. háum stólpum. Hestamannafélag- ið Þjálfi í S-Þimgeyjarsýslu hef- ur gert þetta þamnig úr garði í mokkur ár og gefist vel og hvatt aðra til að taka þetta upp. Að þessu sinmi gafst þetta afburða vel, hestarnir hlupu hver sína beinu braut, skeikaði aldrei. Mót ið var aðeins innan þessara tveggja félaga, sem áður ségir. Utanfélagsmenn sem lögðu félög unum lið þenman dag voru eiras og fyrr er nefnt formaður L.H. Árnesingarnir, Hallsteinn Hinr- iksson íþróttakennari í Hafnar- firði. Hann kom msð lið með sér og sá að öllu leyti um tíma- vörslu. Björn Helgason lögfræð- ingur var yfirdómari. Þá er þul- urinn sem stjórnaði mótinu með miklum ágætum og loks kom okk ar alþekkti Jón Alexandersson með sitt hátalarakerfi. Við félagar í Andvara og Gusti færum öllum þessum mönnum ágætustu þakkir fyrir hjálpina. Knapar voru afburða árvakir svo og allir sem unnu. Veitingar voru hinar beztu og er að enginn „peli“ hafi sézt á Kjóa völlum kappreiðardaginn. Við fé lagar gátum ekki kosið okkur þennan dag ánægjulegri. Fram- kvæmdastjóri undirbúningsins var Hreinn Árnason, við þökk- um allir einnig honum ágæta vinnu og formennsku. (Fréttatilkynning) Sumsæri í Sierro Leone Freetown, Sierra Leone 2. júlí AP. FORSÆTISRÁÐHERRA Afr- íkurikisins Sierra Leone, Siaka Stevens sagði í útvarpsræðu í dag, að komizt hefði upp um samsæri óaldarmianna og hvitra málaliða ti-1 að steypa stjórn- inni. Hann kvaðst hafa fengið óyggjandi sannanir fjrrir því, að ráðagerð væri innrás fjandsam- legra hópa inn í landið og hvatti alla borgara til að vera á verði næstu daga. Tókíó 2. júlí AP. HIN OPINBERA fréttastofa Alþýðulýðveldisins Kína til- kynnti í dag, að tveir brezkir sjómenn, sem voru handteknir fyrir njósnir, verði fluttir frá Kína í hermannafylgd. Birt voru nöfn sjómannanna tveggja, R. V. Pope, skipstjóri á brezka skipinu „Fortune Wind“ og D. V. Jónes, fyrsti stýrimað- ur á öðru brezku skipi. Nánari fréttir um mál þetta voru ekki birtar, né heldur skil- greint nákvæmlega í hverju njósnir mahnanna tveggja hefðu verið fólgnar. Tókíó, 1. júlí. AP. SNARPUR jarðskjálfti varð í Japan kl. 7:45 í morgun, að jap- önskum tíma. Upptök hans voru aðeins 80 km frá Tókíó og var þetta harðasti jarðskjálfti, sem þar hefur komið á síðari árum. Rúður verzlana brotnuðu, en ekki var vitað um neinar meiri- háttar skemmdir á byggingum eða slys á fólki. Engar skemmdir urðu á 36 hæða húsi, sem er hæsta bygging í Tókíó, enda er ætlazt til þess að það standist jafnvel jarðskjálfta sem þann, er Iagði Tókíó í rústir árið 1923. — Járnbrautarferðir hafa veið stöðvaðar í nágrenni borgarinnar meðan sporin eru athuguð. ST\KSTEI\AIÍ „Sigur þjóðarviljans'* ] í forystugrein Tímans í gær er fjallað um úrslit forsetakosn- inganna og sagt: „Úrslit forsetakosninganna eru kunn. Þær urðu þjóðkjör í fullum skilningi þess orðs, og leiddu þjóðarviljann í ljós, skýr an og skýlausan. Nær tveir þriðju hlutar kjósenda hafa skip að sér um annað forsetaefnið, dr. Kristján Eldjárn. Sú þjóð- arhreyfing, sem reis þegar um framboð dr. Kristjáns Eldjárns, hefur orðið sterkari en flesta mun hafa grunað, jafrtvel síð- ustu dagana, þegar línur tóku þó mjög að skýrast Það er tvennt, sem augljóst má vera eftir tvennar forseta- kosningar í landinu. Annað er það, að þjóðin vill ekki, að stjórnmálaflokkar hafi afskipti af framboði eða kosningabar- áttu. Hitt er, að hún vill með engu móti, að unnið sé fyrir- fram að því að ákveðnir menn komizt í embættið, áður en hún kallar til kjörs. Hún vill hreint borð og enga milligöngu í þess- um málum, og hið beina trúnaðar samband milli hennar og forset- ans myndist í raunverulegu og al frjálsu þjóðkjöri, þar sem málin hafa verið lögð í dóm þjóðar- innar á þann veg, að þjóðar- viljinn geti komið skýrt fram. Þegar framboð dr. Kristjáns Eldjárns kom til sögu, var þess- um forsendum fullnægt, og þjóðkjörið tryggt, og það mat þjóðin meira en flest annað, og ef til vill er þetta þyngsta lóð- ið á vogarskál þessara kosninga- úrslita. Þessar kosningar eru því miklu meira en val milli tveggja vel hæfra manna í forsetastöðu, manna, sem þó eru ólíkir um margt. Þær eru engu síður til- sögn þjóðarinnar um það, hvern ig hún vill hafa aðdraganda framboðs, og hverjar hún telur forsendur þess, að þjóðarvilj- inn geti komið skýrt fram í for- set akosn ingum.“ Þessar kosningar eru því fyrst og fremst sigur þjóðarvilj- ans, og sá sigur er harla mikil- vægur til þess að móta hefð !réttrar umgengni við forseta- framboð og forsetakosningar í framtíðinni og sveigja menn til hlýðni við skýr en óskráð lög um það, hvemig efnt skuli til kjörs á þessum æðsta og ná- komnasta trúnaðarmanni þjóðar- innar allrar . . Þakkir alþjóðar „Þótt annar frambjóðandinn hafi beðið ósigur, svo sem hlaut að verða í réttu þjóðkjöri, ber okkur að minnast þess, að það er engum minnkun að falla í ís- lenzkum forsetakosningum, sem réttilega er til stofnað. Sá mað- ur á að loknum leik skilið þakk- ir alþjóðar fyrir framlag sitt til þess að láta þjóðarviljann koma í ljós, og hann á að meta vel fyrir þá þjónustu. Þess ber þjóð inni að minnast um leið og hún fagnar nýjum og rétt kjörnum forseta, ágætum manni og mikil- hæfri konu hans, sannkölluð- um þjóðarforseta eftir úrslitum kjörsins. Tíminn býður hin nýju for- setahjón velkomin til starfa, ósk- ar íslendingum til hamingju með þessa æðstu trúnaðarmenn sína og skýlausan sigur þjóðarvilj- ans. Þegar á allt er litið var kosningabaráttan drengileg oft- ast nær, þótt töluvert hitnaði í kolum við og við, og því geta menn nú við leikslok, beiskju- laust, tekizt í hendur og mynd- að það trúnaðarsamband við for- seta sinn, sem þjóðinni er nauð- synlegt. Gæfa og gengi fylgi íslenzku þjóðinni og hinum nýkjörnu for- setahjónum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.