Morgunblaðið - 03.07.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.07.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1968 17 Kristmann Guðmundssoii skrifar um; Sænskar bækur Mai Zetterling hefur gefið út á sænsku bók þó er hún ritaði upprunalega á enska tungu, og nefnir á því máli „Night games.“ Marianne Gerland-Ekroth hefur aðstoðað höfundinn við þýðing- una, en sagan nefnist á sænsk- unni „Nattlek.“ Bókin hefur þeg- ar verið kvikmynduð og vaki'ð athygli, að minnsta kosti í Sví- þjóð. Hún er að því leyti nokkuð sérstæð meðal nýtízkulegra bók- mennta á Norðurlöndum, að hún er jákvæð í boðun sinni, enda þótt frásögnin fjalli að miklu leyti um myrkustu og óþverra- legustu hliðar mannlífsins. Lesandinn kynnist ungum manni, sem er alinn upp í alls- nægtum og ríkidæmi, í höll einni á Englandi. (Höll sú gæti raun- ar alveg eins verið staðsett í Sviþjó'ð eða einhverju öðru vel- ferðarríki.) Móðir þessa unga manns lifir hinu „ljúfa“ lífi ríkra Evrópumanna, falleg kona, en gjörspillt. Sonur hennar elskar hana í bernsku sinni og þráir ástúð hennar svo mjög að hann verður algjörlega háður áhrifa- valdi hennar — og hinnar gömlu hallar forfeðra hans, þar sem andrúmsloftið er megnað af alda gamalli spillingu. Höf. lýsir þess- ari konu sem „ett förföriskt över- klassfnask, omattlig og inbilsk med ett förvirrat kannsloliv." Hún hefur mjög slæm áhrif á kynferðis- og aðrar kenndir hins uppvaxandi drengs, og stefnir yfirleitt öllu lífi hans í hinn mesta háska. Það er nokkur bót í máli að hún er sjaldan heima, en í fjarveru hennar er drengsins gætt af geðveikri frænku hans, sem hefur bæði ill og góð áhrif á hann. Vinir mó’ðurinnar verða einnig vinir hans, er hann vex upp, en þeir eru hver öðrum andstyggilegri, kynvilltir, sad- istar og sníkjudýr. Eina ljósglæt- an í þessu safni er Mariana, ung stúlka, heitmey unga mannsins og býr hjá honum í höllinni. Henni líður þar illa og er um skeið alvarlega veik, en nær aft- ur heilsu og þraukar í þessari svínastíu, í von um betri tíma. — Ungi maðurinn vill mjög gjarnan losna undan áhrifum móðurinnar og vinanna, og ekki sízt hallarinnar, en skortir lengi vel þrek til þess. Móðirin hefur að vísu farizt í bílslysi, á ung- lingsárum hans, en líf hennar er eftir sem áður bundið höllinni og örlagaríkt í huga sonarins En innst inni er hann heilbrigð- ur, að minnsta kosti kynferðis- lega, og honum tekst að lokum, með aðstoð ástmeyjar sinnar, að losna vi'ð geðflækju sína og brjóta allar brýr að baki sér á mjög róttækan hátt: Hann rek ur burtu allt þjónaliðið og sníkjugestina og sprengir höllina í loft upp, með öllu sem í henni er, en þar var samansafnað auð æfum margra kynslóða. Slipp og snauð ganga ungu hjónin burt frá þessu myrka óðali, út í heiminn og framtíðina. Þetta er byrjandaverk, með kostum þess og göllum. Margt er heldur óljóst, einkum í hinni sál fræðilegu rannsókn og þróun persónanna, en margt er líka vel gert, ekki sízt lýsingarnar á því sem miður fer, og hugarstríði unga mannsins. Persónulýsing hans og sumra vinanna er vel af hendi leyst, en Mariana er þoku- kennd. Margar atvikalýsingar eru ágætar, og leiftrandi góðir sprettir í frásögninni; höllinni er einnig vel lýst. Þetta er alvarleg bók, gerð af samvizkusemi og ábyrg’ðartilfinningu, og gallar hennar ekki meiri en það, að þeir eru hvergi til stórlýta. Það er auðséð að höf. hefur gert sér far um að vinna vel, en skortur á kunnáttu og þjálfun er nokkuð augljós. Vel mætti gizka á að þessi saga sé upphaf rithöfunda ferils, sem gæti orðið mikilsverð ur. „Grekisk By“, eftirVivi Herd- man, er ljúf og læsileg bók, sem fjallar um bæi á grísku eyjunum og íbúa þeirra: Korfu og Rho- dos. Höf. hefur dvalizt árum sam an í Grikklandi, kann málið vel og þekkir fólkið, einkum fátækl- ingana sem berjast fyrir lífi sínu gegn ofurvaldi ríkari samþegna sinna. Þessar blásnauðu mann- eskjur lifa í lýsingum höf.; þeim er svo vel lýst áð lesandanum finnst sem hann hafi kynnzt þeim persónulega. Þær eru gott fólk og gjöfullt í fátækt sinni, barnslegar sálir, sem illa er far- Þetta er ekkert stórverk, en haglega gert og frásögnin víða frábær. Lítil bók, en lagleg. Elsa Grave er kunn sem ljóð- skáld, en hefur einnig ritað að minnsta kosti sex bækur í óbundnu máli. Nýja sagan henn- ar nefnist „Medan vi lá och sov“. (Norstedt). Hún gerist í stríðinu og fjallar um sænska borgara- fjölskyldu — lesandanum skilst að frúin sé þýzk, þótt ekki geti höf. þess beinlínis. Elisa heitir hún, og á ættingja meðal þjóðar sem tekur þátt í stríðinu. Einn þeirra, ungur piltur í einkennis- búningi og vopnaður, kemur í heimsókn eina nóttina. Frásögnin er nýtízkuleg að nokkru leyti, en hvergi til skaða, og skáldkonan sty*ðst að öðru leyti við erfðavenjur bókmennt- anna. Mannlýsingarnar eru góð- ar, yfirleitt, einkum er amman hreinasta perlá. Hún er orðin svo kölkuð að hún þekkir ekki heimilisfólkið, afkomendur sina, en man flyksur úr fortíðinni og þráir manninn sinn, sem er löngu sálaður og var mesti gosi. Hún er alltaf að reyna að komast heim og veit að hún þarf að fara með járnbrautarlest, en hvert veit hún ekki. Húsbóndinn, sonur hennar, er kúgaður af konu sinni, Elisu, en dæturnar, Livia og Nina, eru táningar, og bá'ðar í uppreistarhug gagnvart foreldr- unum; en systir frúarinnar, An- ette, er piparmey og hálfgerður húskross. Fjölskyldan á heima á búgarði, í námunda við stóra borg, og í útjaðri frásagnarinnar eru ráðsmaðurinn og kona hans, en auk þess gríðarmikill haugur af húsdýraáburði, sem alltaf er að stækka og á bráðum að selj- ast fyrir stórfé, en er mikill þyrnir í augum frúarinnar — táknræn mynd, er hefur allmikla þýðingu í bókinni. Lýsingin á því, þegar húsbóndinn hefur eins konar kynmök við þennan haug, flettir ofan af rotnuninni í lífi fjölskyldunnar, sem um leið er táknmynd þjóðfélagsins. Öll fjöl- skyldan er hreinlega a'ð drepast úr leiðindum, og loftvarnamerk- ið, kastljósin og flugvéladrun- urnar eru henni mjög svo vel- komin dægrastytting. Og útlendi hermaðurinn, er leitar skjóls hjá henni — lesandanum skilst að hann hafi flúið úr herþjónust- unni — er aufúsugestur dætrun- um, en frúin, frænka hans, er hrædd um að hann muni tál- draga stúlkurnar og koma óorði á fjölskylduna; einnig er hún smeik við vopn þau er hann hef- ur lagt frá sér í forstofunni. En dvöl piltsins verður ekki löng, það eru skuggalegir menn að leita hans og svartur bíll bíður eftir honum úti í næturmyrkn inu. Hann hefur stolizt út með frænku sinni, Liviu, sömu nótt sem ömmunni hefur loks tekizt að komast út úr húsinu og flýja frá afkomendum sínum. Sonur hennar hefur raunar opna’ð fyr- ir henni. Hann vorkennir gömlu konunni, og langar undir niðri til að losa við hana, veit að hún muni fara sér að voða, leitar hennar þó, með hangandi hendi, samkvæmt skipun konu sinnar. Gamla konan er að skeggræða við sefið á bakka djúprar tjarn ar, og hann vonar að hún álpist þar útí, en páfugl fjölskyldunn- ar, sem einnig hefur táknræna merkingu í sögunni, vekur at- hygli gömlu konunnar, á síðasta augnabliki, og gengur á undan henni með gó'ðu eftirdæmi burt frá háskanum. Meðan þessu fer fram, er An- ette, piparmeéjan, að leita að dætrum hússins, sem útlendi her maðurinn hefur lokkað út í fagra sumarnóttina og eru nú horfnar. Móðirin, Elisa, er auðvitað í uppnámi útaf þessu öllusaman, og ekki batnar ástandið þegar yngri systirin loks kemur í leit- irnar. Piparmeyjan þveitist um nágrennið, töfruð af nóttinni og minningum um löngu liðnar næt- ur, en einkum hrædd og kvíð- in, því a'ð hún sér ekki betur en að skuggalegir, dökkklæddir menn séu á ferli, og skjótist bak við tré hér og þar. Þá verður hún einnig vör við svarta bílinn, sem bíður. Þetta virðist kannski ekki merkilegur efniviður, en með hann er haglega farið, hulu draums og martraðar brugðið yf- ir umhverfið, en allt notað tákn- rænt, atburðir næturinnar og sýna og vara við: Maður stingur höfðinu í sandinn, maður er ekki sekur um neitt sem aðrir gera, enda þótt maður sé beinlínis valdur að því, það sem gerist utan heimilis og fjölskyldu varð- ar mann ekkert um; — lesandinn skynjar hvernig hið illa finnur sér allsstaðar farvegi gegnum vanrækslusyndir og ábyrgðar- leysi, eigingirni og samúðarkort. Málsmeðferð höf. er sérstak- lega góð, og henni lætur einkar vel að gefa í skyn meira en hún segir og vekja lesandann til um- hugsunar. Þetta er fremur lítil bók, en eftirtektarverð og vel unnin. Nú á tíð er mikið rætt um nýtízkulegan skáldskap, ekki að- eins í ljóði, heldur einnig í prósa. Raunar er sagt að fátt sé nýtt undir sólinni, og margar af þess- um „nýtízku“ tilraunum eru gamalkunnar. Hér á landi hafa einnig komið fram nokkrar skáldsögur með nýtízkubrag, en þær eiga flestar eitt sameigin- legt, sem sé kunnáttuleysi. Til þess að skapa nýtízkulegan prósa, er ekki nóg að bulla, klæmast og nota sóðalegt orð- bragð, og ekki er heldur einhlítt að bókin sé ólesandi leiðinleg Hjá því verður ekki komizt að læra tækni ritlistarinnar, afla sér þeirrar kunnáttu sem nauðsyn krefur, ef ritsmíð á a’ð teljast skáldskapur. Það hefur Lars Gustafsson gert, og fyrir bragð- ið eru bækur hans, sem eru í bezta lagi nýtizkulegar, ánægju- legt lestrarefni bókmenntaunn- endum, enda þótt ég búist við að fjölda lesenda muni finnast þær býsna leiðinlegar. — Nýja bókin hans nefnist: „Poeten Brumbergs sista dagar och död“. Saga þessi er að vísu ekkert meistaraverk, en hún er skrifuð af kunnáttu- semi, og þótt finna megi í henni tæknilega galla, virðast þeir fremur stafa af tilraunum höf. til að finna nýjar leiðir og nýtt tjáningarform — sem honum hefur einnig heppnazt að nokkru leyti. A'ðalpersónan er í meðferð höf- undarins bæði táknræn „typa“ og skemmtileg mannlýsing. Poe- ten Brumberg hefur víkingseðli, er stór og sterkur fjallgöngu- maður, og vílar ekki fyrir sér að berja á hverjum þeim sem eru á vegi fyrir honum. Hann vill vera sjálfum sér nógur, eins og tröllin, gerir ekki annað en það sem duttlungar hans inngefa honum hvert eitt sinn, og tekur aldrei tillit til annarra. Þegar bókin hefst, er Brum- berg dauður' og vinir hans nokk- rir safnast saman til að rifja upp fyrir sér síðustu daga lífs hans, og ráða ýmsar gátur hon- um viðvíkjandi. Þar kemur ófull- gerð bók skáldsins:- „Furstinn," mjög við sögu — og eins hið undarlega, glataða land Tituria, sem verður að forvitnilegri tákn- mynd í sögunni. Mikill meiri- hluti verksins fjallar um heim- speki höfundarins, sem er hreint ekki lei'ðinleg aflestrar, og er, að vissu marki, notuð til að útskýra aðalpersónuna. Það tekst raunar ekki alltaf jafnvel, en þessar hugleiðingar hafa sitt eigið verð- mæti, utan skáldsögunnar. Höf. tekst oftastnær að binda athygli lesandans við þær, og sumar þeirra eru bráðskemmtilegar. Það er auðsjáanlega ætlan hans að hrista lesandann upp af dvala hversdagslífsins og beina hugsun hans inn á nýjar brautir, hvað sem það kostar, Þetta má telja lofsamlegt athæfi og einn af meginkostum bókarinnar. En í sögunni er einnig mikið af góð- um skáldskap, og vinnubrögðin ávallt hreinleg, en hvergi vikizt undan erfiðleikum viðfangsefnis- ins, þótt höfundurinn sé á stund- um dálítið í vafa um hvernig leysa skuli hnútana. Þetta er heiðarlegt verk, unnið af skap- andi þrótti og einlægum vilja til að gera góða og gagnsama bók. Og það hefur tekizt, þrátt fyrir nokkra smíðagalla, er finna má á sögunni. Lars Gustafsson er áberandi maður í yngri bókmenntum Svía. Hann hefur skrifað skáldsögur, ljóð og margar blaðagreinar, en er auk þess kunnur gagnrýnandi. „Poeten Brumbergs sista dagar och död“ er fyrsta, stóra skáld- sagan hans, sem nýlega birtist í nýrri útgáfu hjá Pan-Norstedts, í ódýru vasabókarformi. TIL SÖLU Chevy Van sendiferðabíll árgerð 1966 er í standi. góðu KJÖTVER H.F., Dugguvogi 3. Símar 31451 og 34340. Trésmíðavél óskast Lítil sambyggð trésmíðavél (helzt ,,Steinbergs“) óskast til kaups. Sími 96—21225 eftir kl. 7 e.h. íbúðir — sumarbústaðir Hefi til sölu m.a.: 4ra herbergja íbúð í blokkbyggingu við Kleppsveg. íbúðin er nýleg, í mjög góðu ásigkomulagi og laus fyrir kaupanda strax. Raðhús í Árbæjarhverfi í fokheldu ástandi. Húsið. er um 140 fermetrar, og gert ráð fyrir 3 svefnherbergjum, húsbóndaher- bergi og samliggjandi stofum. Sumarbústaður í Mosfellsdal á mjög fal- legum stað, ásamt 1 hektara eignarlands. Sumarbústaður við Silungatjörn ásamt 1 hektarar eignarlands. Sími 15545 BALDVIN JÓNSSSON HRL. Kirkjutorgi 6. Tilkynning frá landbúnaðarráðuneytinu Þar sem komið hefur upp sjúkdómur í búpeningi í Eyjafirði af völdum salmonellasýkla vill ráðuneyt- ið vekja athygli innflytjenda og tollyfirvalda á ákvæðum laga nr. 32, 20. apríl 1968, um eftirlit með framleiðslu og verzlun með fóðurvörur, og á ákvæð- um auglýsingar nr. 16 1. febrúar 1967, um innflutn- ing á blönduðu kjarnfóðri frá Evrópulöndum, en þar segir svo, í 1. og 2 gr. 1. gr.: Þeir, sem flytja inn til landsins blandað kjarnfóður frá Evrópulöndum, skulu sjá til þess, að hverri sendingu eða hverjum farmi af blönd- uð kjarnfóðri fylgi heilbrigðisvottorð frá viður- kenndum heilbrigðisyfirvöldum í því landi, sem varan er keypt frá, þar sem skýrt kæmi fram, að í mjölinu eða fóðrinu fyndust ekki salmonellasýkl- ar, miltisbrunasýklar eða aðrir sýklar, er gætu vald- ið sjúkdómum í búpeningi. 2. gr.: Óheimilt er að flytja til lándsins blandað kjarnfóður frá Evrópulöndum eða skipa því á land hér, nema fyrir liggi þau vottorð, sem um getur í 1- gr. I.andbúnaðarráðuneytið, 1. júlí 1968.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.