Morgunblaðið - 03.07.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.07.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 196« JllwgpittMttfrifr Utgefandi Framkvaemdastjóri Ritstjórar Ritstjórnaríulltrúi Fréttastjóri Auglýsingast j óri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald kr 120.00 í lausasölu. Hf Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Arni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr.. 7.00 eintakið. BÆTT AÐSTAÐA TIL TÓNLISTARSTARF- SEMI TTinn frábæri stjórnandi Sin fóníuhljómsveitar ís- lands, Bohdan Wodiszco, sem nú er því miður að hverfa til starfa í heimalandi sínu, sagði í viðtali við blaðamenn fyrir nokkrum vikum, að það borgaðí sig ekki að vera nízk ur við menninguna. í þessum orðum felast tvímælalaust mikil sannindi, enda má bú- ast við að mörgum þætti lífið í þessu landi harla innan- tómt, ef ekki væri haldið hér uppi jafn mikilli menningar- starfsemi og raun ber vitni um, þótt það starf sé enn um of bundið við höfuðborgar- svæðið. Nokkru eftir að Bohdan Wodiszco viðhafði þessi um- mæli varpaði hinn heims- frægi píanósnillingur, Vla- dimir Askenasí, fram hug- mynd um það að komið yrði á fót alþjóðlegri tónlistarhá- tíð hér á landi, sem haldin yrði ár hvert og til hennar fengnir hinir færustu og þekktustu tónlistarmenn í veröldinni. Mörgum kann að þykja slík hugmynd loftkast alar einir, en því fer fjarri að svo þurfi að vera, ef slík tónlistarhátíð yrði tengd nafni hins mikla snillings sem hefur gert ísland að öðru föðurlandi sínu. Þessi orð tveggja útlend- inga, sem hvor með sínum hætti hafa markað djúp spor í menningarlíf þjóðarinnar á síðustu árum, vekja til um- hugsanar um þá aðstöðu, sem tónlistarlíf landsins hefur orð ið að búa við. Við höfum þegar byggt Þjóðleikhús og áætlanir eru uppi um að byggja Borgarleikhús, ef til vill við Tjörnina. Hafnar eru framkvæmdir við mynd- listarhús og einmitt þessa dagana streyma tugþúsundir á Kjarvalssýninguna, sem haldin er til þess að afla fjár til myndlistarhússins. Tónlistarlíf okkar hefur hins vegar lengi verið á hrak hólum, þótt nokkuð hafi rætzt úr þegar Sinfóníuhljómsveit- in fékk inni í stærsta kvik- myndahúsi landsins, en tón- listarmenn og tónlistarunn- endur virðast þó á einu máli um, að hljómburður sé þar langt frá því að vera góður. Þá ber og einnig að hafa það í huga að sívaxandi fjöldi fólks hefur lagt fyrir sig söng nám erlendis, og eigum við nú á að skipa myndarlegum hóp ágætra óperusöngvara. Það hlýtur því að koma að því fyrr eða síðar að hafizt verður handa um að bæta starfsaðstöðu þessa þáttar í menningarlífi þjóðarihnar. Mörgum kann að þykja það fráleit hugmynd að byggja hljómleikahöll á íslandi, en við gátum byggt Þjóðleikhús og fleiri stórbyggingar fyrir þremur áratugum, og þess vegna er það engan veginn fráleitt að hefja nú umræður um þetta efni. Slík hljóm- leikahöll fengi og vaxandi þýðingu, ef ráðizt væri í það stórvirki, sem Askenasí lagði til að byggja upp alþjóðlega tónlistarhátíð á íslandi. Það er vissulega við marga erfiðleika að etja á íslandi einmitt um þessar mundir í efnahags- og atvinnumálum, og hagur þjóðarinnar er lak- ari en hann hefur verið nú um nokkurt skeið. Slíkar sveiflur verða jafnan í lífi einstaklinga og þjóða, þótt þær verði ef til vill þeim mun tilfinnanlegri sem þjóð- in er fámennari. En við meg- um samt sem áður ekki láta slíka tímabundna erfiðleika drepa niður í okkur hvötina til þess að halda áfram að byggja upp menningarþjóð- félag á íslandi, og þrátt fyrir allt erum við mun betur stæð en fyrir þrjátíu árum, þegar Þjóðleikhúsið var byggt. HUNGURDAUÐI rrá því var skýrt í Mbl. sl. sunnudag, að um tvö hundruð börn dæju daglega í Biafra vegna næringar- skorts og að dánartala mundi stórhækka fljótlega, ef hjálp bærist ekki þegar í stað. í marga mánuði hefur hörm- ungarástand ríkt í þessu landi og gífurlegur fjöldi fólks látið lífið, bæði vegna hungurs og styrjaldaraðgerða. Og fyrir hvað er þessum mannslífum fórnað? Fyrir þá sannfæringu ráðamanna í Ní geríu, að ríki, sem var sett saman af gömlu nýlendu- veldi, megi ekki „klofna“ í sundur. Það er raunar merkilegt hve ólíkur mælikvarði er lagður á dauðann. Styrjöldin í Vietnam, sem er afleiðingin af pólitískum átökum nokk- urra stórvelda, er í sviðsljós- inu og magnaður áróður rek- inn um allan heim vegna þeirra átaka og þeirra manns lífa, sem fórnað er þeirra II • ÍAM IID UTIMI %1’wJ U %4ss,rJr w IAN UK HtlMI Þessi mynd var tekin fyrir nokkrum arum við Berlínarmúr inn og sýnir a-þýzkan flótta ( mann kiifra í d iið ins ofb ðiyfir múrinn. Hann sagði eftir að hann var kominn yfir heiiu og^ höldnu. „Ég beið alltaf eftir að fá skot í bakið.“ Er Berlín næsti suðupottur heimsmálanna ? KOMMUNISTAR þrýsta nú einu sinni á í Berlín og vest- rænir leiðtogar velta því margir fyrir sér hvort nýtt hættuástand sé í uppsiglingu á þessum slóðum. Aðgerðir A-Þjóðverja snerta enn að- eins V-Berlínarbúa og V- Þjóðverja. Þeir þurfa nú að hafa vegabréf til þess að komast yfir a-þýzk landsvæði og þeir verða að greiða hærri skatta af vörum sem fluttar eru frá V'-Þýzkalandi til V- Beriínar. Skattar þessi-r hækka hinn miikia k-ostnað sem þegar er við að halda þessu vest.ræna vígi austan járntjaldsins, sem svarar rúmilega einuim mi'llj- arði ísl. itr. Ráðstafanir þ-ess- ar eru enn ekki taldar bein ógnun við bandalag Ba-nda- ríkjanna, Bretlands ag Fra-kk lands, en stjómmálafrétta- ritarar benda á, að ef ekki verði gripið tiil harðra gagn- ráðstafanna gegn kommúnist' um strax, megi búast við að þeir Láti eklki hér við sitja ag því hafa þeir þegar hót,- að. Sérhver tiilraun til a-8 hind-ra sa-mgöngur banda- manna við V-Berlín, sivo setó í iofti myndi þegar í stað leiða til beinnar andistöðu Banda- ríkjamanna og Rússa ag þar með gæti Berlín orðið næsti suðupottur heiimsmálanna. Kommúnistar hafa með síð ustu aðgerðutm sínuim notað vel landifræðillega legu V- Berlínar, en borgin og 2.2 miililjónir íbúa hennar eru um 170 km að baki járntjalds- ins. Alls staðar umhverfis hana er-u staðse-ttar rússnesk ar hersveitir, 22 taLsins svo og atlur a-þýzki herinn. Borg in byggir tilveru sína aiger- 1-ega á Vesturveldunuim, sér- staklega hvað snertir fæðu, hráefni ag svo markaði fyrir framleiðsiu borgarbúa. Borg- in hefði aldnei haidið v-elli ef ekki hefði, v-er-ið fyrir sbuðn- ing VestuTveldanna, bæði á sviði hernaðar ag efnaha'gs, en sú aðst/oð nemu-r nú um 57 milljörðuim ísfl. kr. á ári. Margir Þjóðverjar teija þes-sar síðustu aðgerðir þær hættulegustu fyri.r efnahag borgarinnar síðan fiutninga- bannið 1948-49, er loftbrúin fræga var sett upp. Síðustu veruilegu aðgerðir kommún- ista var bygging BerMnarmúrs ins 1961. Bandaríkin, Bretland og Frákklamd fordæmdu þegar í stað hinar nýj-u aðgerðir A- Þjóðv-erja og sögðu þær al- gerflega á öndve.rðum meiði við hefðbundnar alþjóðlega sa-mn'nga og samþytoktiir og sögðu, að aðgerðirnar myndu mj-ög breikka billið milli Ev- rópu og Þýzkalands. Þeir sögðust myndu ræða miálið við Sovétstjórnina. Það virð ist þó svo að Sovétstjórnin hafi lagt blessiun sína yfir ákvörðun Uibriohts, leiðtoga A-Þýzkaalnds, en hana tók hann þegar eftir að ha-fa heiim sótt sovézka ráðamenn. Stjórnm'álafréttaritarar telja margir að Vesurvel'din ge'ti ekkert gert till þess að brjóta á bak aftur þe-ssar nýju að- gerðir ikommúnista, álveg eins fór með Benlínanmúrinn. V- þýzka stjórnin hefur þegar tekið á sig hinn aukna kostn- að sem af aðgerðunum ,'hlýzt og gífurfegur fjölldi V-Þjóð- verja hefur sótt um nauðsyn- leg vegabréf. Þessu svöruðu A-Þjóðverjar með því, að hóta nýjuim aðgerðum þar til V- Þýzkaland viðurlk-enndi A- Þýzkal-amd sem sjáifstæt ríki. Margir stjórmmáíLafréttarit- arar velta því fyrir sér hvers vegna þessar aðgerðir eru hafnar einmitt nú. Bretar belja, að með þessiu sé verið að tryggja stjórn Ulbrichts í sessi ag ýta á eftir viðurkenn ingu á sjáilfstæðii A-Þýzka- 1-ands. Bandaríkjamen bæta því við að ekki sé álíklegt að Ulbricht óttist hina nýju hreyf ingu meðall Já-rntjaM-sland- anna, og þá sérstakle-ga með tilliti til Téktoó-sl'óvafcíu og að hann hafi roeð aðgerðum þess um ætlað að treysta ein-ingu kammúnistalandanna á nýjan ieik. Brezkir og bamdarístoir ráða memn tellja, að Sovébstjórnin hafi á-samt a-þýzku stjórninni mikiar áhygg'jur af hinni nýju þróun mála í Tékkó'slóvakíu og óróanum í öðrum járn- tjaildsl'öndum. Bandarískar heimildir herma, að heyrzt hafi að Uibriieht hafi hvatt Sovétstjórnina til að grí.pa till aðgerða gegn Tékkuim oig að taka u-pp á nýjan leito kalda stríðið við Vesturveldin. Bandaríkjamenn hafa áhyggj ur af þeim áhrifum sem Ul- bricht h-efiur í sovézkum her- búðu.m. Breta-r eru næsta viss ir um, að Rússa-r viiji ekki meiriháttar deihi uim BerMn, eins og mál'Uim er nú háttað, en telji siig saimt þurfa að styðja aðgerðir A-Þjóðverja til þoss að treysta stöðiu stjórn ar UlibrkJhts. Brietar hafa- þó nokkrar áhyggjur atf því, að ölbricht geti knúið fram ó- takmaikaðan situðning ef hann kæri sig um og hvað gæti ekki hlotizt af því. Hátts-ettur bandarískui dipl ómat rifjar í þessu sambandi upp atvik, sem ekki hefur áð- ur verið skýrt frá. „Banda- rísk hersveit var á leið til V-Berlínar eftir a-þýzkum þjóðvegi e,r A-Þjóðverjar ioik uðu landaimærunum. Banda- rískir hermenn opnuðu aftur og herdeiidin hélt förinni áfram. Þá lokuðu A-Þjóðverj- ar veginum mleð brynvörðum he-rvögnum, en ofckar menn fengu skipun um að aka »1- veg upp að byssunum og þar staðnæmdust þeir. Málið var lagt unidir Moskvustjórn og hún hieypti okkur í gegn.“ vegna. En það er fyrst nú á síðustu vikum, sem veröldin er að skynja, hvað hefur ver- ið að gerast og er að gerast í Biafra, og raunar virðast fregnir um hungursneyðir í hinum vanþróaðri ríkjum ver aldarinnar varla snerta fólk í velmegunarríkjum tækni- heimsins. Hungurdauði fólks í Afríku og Asíu er mál, sem þeir er betur komast af, verða að láta sig nokkru varða og vissu lega væri nær að einhverju af þeirri vinnu og fjármagni, sem út um allan heim er lagt í deilur, mótmæli og hvers kyns aðrar aðgerðir vegna átaka stórveldanna, yrði var- ið til þess að afmá þennan hryllilega blett af mannkyn- inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.