Morgunblaðið - 03.07.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.07.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1968 Keflvíkingar kaupa flugvél KEFLAVÍK — Síðan í desem ber 1967 hefur flugskólinn Þór Istarfað á Keflavíkurfulgvelli. Hafði skólinn þá eina flugvél, Cessna 140, sem er tveggja sæta flugvél. Nú hefur Þór fengið aðra flugvél, fjögurra sæta, af gerðinni Aero Commander, sem ætluð er bæði til kennslu og leiguflugs og er það fyrsta flug vél þeirrar tegundar, sem til landsins kemur og er talintraust og góð. Þessu unga flugfélagi hefur gengið mjög vel og annastmikla kennslu. Aðal-kennari til þessa hefur verið Reidar Kolsö. Félag ið hefur aðsetur á Keflavíkur- flugvelli, og með geymslu véla og eftirlit þeirra nýtur það að- stoðar Loftleiða á staðnum. Eig- endur og hluthafar í félaginu eru níu flugmenn og er formað- ur þeirra, Jóhann Líndal Jó- hannsson, rafveitustjóri í Njarð vík og Sveinbjörn Jónsson í Keflavík er gjaldkeri. Félagið hyggst taka að sér leiguflug hvert á land sem er. Og í framtíðinni hyggst það auka flugvélakost til smáferða. —h.s.j. Mynd af líkani sýningahússins á Miklatúni, sem sýnir þá hlið hússins, sem snýr að Miklu- braut. Húsið er teiknað af Hannesi Davíðssyni arkitekt. „Allir Islendingar boðnir" Hin einstœða Kjarvalssýning í Lista- mannaskálanum tramlengd í 10 daga — Það kostaði töluvert átak að fara inn á heimili manna og fara þaðan út með dýrmætasta hlutinn, en það var vel ómaks- ius vert. Á sýninguna hafa nú komiö um 40 þúsund manns, sem keypt hafa sýningarskrár fyrir um 600 þúsund krónur. Svo fórust Ragnari Jónssyni orð við fréttamenn í gær, en þá skýrði hann frá því, að ákveð ið hefði verið að framlengja Kjarvalssýninguna í Listamanna skálanum í 10 daga, eða til 12. júlí n.k. Aðsóknin að sýningunni er einsdæmi. Hún hefur alltaf ver- ið mikil, en langmest tvo daga, 17. júní og svo kosningadagiwn 30. júní s.l. Segja má líka að sýningin sé einstæð. Á henni má sjá mörg af fallegustu og þekkt ustu málverkum meistarans, mál verk sem öll eru í einkaeign, og því ekki tækifæri til að sjá í annan tíma. Aðsóknin sannar, að þetta tækifæri hefur verið fólki kærkomið, og ekki er að efa að á næstu 10 dögum muni enn mikill fjöldi koma til að sjá sýninguna, — ekki ótrúlegt að gestimir fylli töluna 50 þús- und áður en lýkur. Að sög>n hefur það einnig vakið eftirtekt VINNUSLYS í GUFUNESI — Piltur féll úr hengipalli SÍðDEGIS í gær féll 17 ára piltur niður af hengipalli, þar sem hann stóð við að mála ásamt öðrum pilti. Hékk pallurinn í talíu og mun annar talíukrók- uxinn hafa losnað og féll pilt- urinn 13 % metra niður. Kom hann niður á höfuðið, öxlina og hliðina. Var hann fluttur í Landakotsspítala af Slysavarð- stofu. Hinn pilturinn, sem með honum var, festi fótinn í járninu i hengipallinum, náði svo í krók- inn með hendinni og gat hangið á honum, unz honum var hjálpað niður. hversu margir útlendingar hafa komið til að sjá sýninguna. Markmið sýningarinnar er tví þætt. f fyrsta lagi, að gefa fólki kost á að sjá list Kjarvals og í öðru lagi að afla fjár til bygg- ingar nýs listamannaskála, sem rísa mun á Miklatúni. Aðgangur að sýningunni er ókeypis, en sýningarskrá er seld á 100 kr. Gildir hún jafnframt sem happa drættismiði og er vinningurinn Þimgvaliamynd eftir Kjarval frá árinu 1935. Vinna við Listamannaskálann á Miklatúni er hafin nýlega. Verður um hið veglegasta hús að ræða og er ætlunin að það rísi á næstu 18 mánuðum. Á þessum tíma á einmig að fullgera húsið að utan, en innréttimgar munu síðan gerðar eftir því sem efni leyfa. Með því að kaupa sýningarskrá gefst almenningi kostur á velþegimni liðveizlu við listamenm. — Bygging skálans ætti að vera metnaðarmál allra, sagði Ragnar Jónsson í gær, — þar sem það er í raun og veru meiri háðung en orð fái lýst, að í höfuðborgimni skuli ekki vera til neitt slíkt hús annað en þessi gamli hrörlegi skáli, sem lista- menin komu sjálfir upp, meðan stórhallir rísa fyrir sýningar á venjulegum vörum. Biskup vísiterar á Noröausturlandi BISKUP fslands, herra Sigur- björn Einarsson, vísiterar Norð- ur-Múlaprófastsdæmi dagana 4.—12. júlí. Verður vísitazíunni hagað sem hér segir: Fimmtudag 4. júlí kl. 2: Möðrudalur. Föstudag 5. júlí kl. 2: Skeggjastaðir. Föstudag 5. júlí kl. 9: Vopnafjörður. Laugardag 6. júlí kl. 2: Hof. Sunnudag 7. júlí kl. 2: Hofteigur. Sunnudag 7. júlí kl. 5: Eiríksstaðir. Mánudag 8 .júlí kl. 1: Sleðbrjótur. Mánudag 8. júlí kl. 5: Kirkjutoær. Þriðjudag 9. júlí kl. 1: Valþjófsstaður. Þriðjudag 9. júlí kl. 5: Ás. Miðvikudag 10. júlí kl. 2: Seyðisfjörður. Miðvikudag 10. júlí kl. 9: Eiðar. Fimmtudag 11. júlí kl. 1: Hjaltastaður. Fimmtudag 11. júlí kl. 9: Bakkagerði. Þjóðhátíð undirbúin í Eyjum Ólafur Gaukur, Svanhildur, Svavar Gests og fleiri munu skemmta þar Piltamir voru að vinna í hengipalli á móts við efstu gluggana og notuðu stigann til að komastniður á hann. Myndina tók Karl Eggertsson eftir slysið. HIN fornfræga þjóðhátíð Vest- mannaeyja verður haldin dag- ana 2., 3. og 4. ágúst nk. íþrótta- féiagíð Þór í Vestmannaeyjum sér um þjóðhátíðina að þessu sinni og verður sérstaklega til hennar vandað nú, meðal ann- ars vegna 55 ára afmælís Þórs sem er á þessu ári. Meðal nýjunga sem upp verða tekin eru þær, að nú verður í fyrsia sinn sérstök unglinga- hljómsveit „pophljómsveit“ sem leikur á „táningaballi". Einnig verður önnur hljómsveit sem ieikur meira fyrir alla en það verður sextett Ólafs Gauks og Svanhildur sem einnig munu sjá um fjölbreytta skemmtidagskrá ásamt Svavari Gests. Á þjóðhátíð Vestmannaeyja eru ávallt geysimiklar skreyting ar i Herjólfsdal, sem eru mikið upplýstar er kvölda tekur og má líkja Herjólfsdal við æfintýra- heim, vegna mikils skrauts og rómantízkrar lýsingar. íþróttir verða fjölbreyttar, keppt verður í knattspyrnu ,handknattleik og frjálsum iþróttum ,sýnt verður bjargsig sem Vestmannaeyingar eru frægir fyrir, brenna er fast ur liður með Brennukóng sem tendrar hana, flugeldasýning, Lúðrasveit Vestmannaeyja leik- ur og Samkór Vestmannaeyja syngur, og sitthvað fleira verð- ur til skemmtunar. Kynnir þjóð- hátíðar verður Stefán Árnason, fyrrv. yfirlögregluþjónn. Seldar verða ýmsar nauðsynlegar veit- ingar og smurt brauð ásamt fleira góðgæti. Að undirbúningi þjóðhátiðar- innar starfa allir í sjáifboíja- vinnu ,yngri sem eldri félagar Þórs, en kosnar eru ýmsar nefnd ir sem sjá um ákveðin verkefni; þessar nefndir eru alls 11. Aðai- nefnd þjóðhátíðar er skipuð 5 mönnum og formaður hennar er Valtýr Snæbjörnsson og með honum í nefndinni eru Stefán Runólfsson, Jóhann Guðmunds- son, Kristmann Karlsson og Jón Kr. Óskarsson. Þess má geta að ákveðið hefur verið að leita eft- ir tilboði í hljómsveit til að leika fyrir unglingana og ber að skila tilboðum fyrir 10. júlí. Eins hef- ur verið ákveðið að leita eftir tilboðum í sölu á: ís, pylsum, sælgæti, öli og veitingum í veit- ingatjaldi og ber þeim tilboðum að vera skilað fyrir 15. júlí nk. í pósthólf 228, Vestmannaeyjum. Föstudag 12. júlí kl. 11 árd.: Njarðvík. Föstudag 12. júlí kl. 4: Húsavík. Föstudag 12. júlí kl. 8.30: Klyppstaður. Guðsþjónusta verður í öllum kirkjum, svo og kirkjuskoðun og viðræður við söfnuð og prest. Sóknarnefndir, safnaðarfulltrú- ar og aðrir sóknarmenn eru boð- aðir til viðtals. Einnig eru börn, einkum fermingarbörn ársins, sérstaklega beðin að koma til fundar við biskup. (Frá skrifstofu biskups) - TENESSEE Framhald af bls. 1. bróður síns segist leikritahöf undurinn vera önnum kafinn við að viinna, „sem sé mesta yndi hans“ en honum líði ekki v>el, þar sem hann sé umkringdur af mönnum sem ofsæki hann. Um síðustu helgi hringdi hann í Dakin bróður sinn og Tennessee Williams sagði: — Ég er á lífi, en þeir eru enn á eftir mér, Tennesse Williams er heimsfrægur fyrir kyngimögn uð leikrit sín, sem gerast flest í Suðurríkjum Banda- ríkjanna. Ýms þeirra eins og „A Streetcar Named Desire,“ „Baby Doll“ og „Cat on a Hot Tin Roof“ hafa ennfrem- ur verið kvikmynduð við góðar undirtektir um allan heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.