Morgunblaðið - 05.07.1968, Síða 6

Morgunblaðið - 05.07.1968, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1968 Bifreiðastjórar Gerum við allar tegundir bifreiða. — Sérgrein hemla viðgerðir, hemlavarahlutir. HEMLASTILLING H.F. Súðavogi 14 - Sími 30135. Garðeigendur Á lagea- garðhellur. Einnig í litum og fasaðar og kant- steinar. Hellu- og steinsteypan sf., við Breiðholtsveg. S. 30322. Keflavík — Suðurnes Bílar, verð og greiðsluskil- málar við allra hæfi. Bilasala Suðurnesja, Vatnsnesvegi 16. Sími 2674. íbúð óskast Ungt reglusamt par með 1 barn óskar eftir 2ja herb. íbúð frá 1. des. Góð um- gengni. Sími 31342 efitir kl. 8 að Rauðalæk 13. Áreiðanlegur maður mundi vilja taka að sér fararstjórn til utan- landsferða. — Tungumála- kunnátta fyrir hendi. Nán- ari uppl. í síma 10T84. Slár Telpna- og unglingaslá og Ijósar sumarkápur til sölu. Allt á mjög góðu verði. Saumast. Víðihvamml 21, sími 41103. Keflavík — Suðumes Viðleguútbúnaður, tjöld, svefnpokar, vindsængur, pottasebt, gaseldunartæki. STAPAFELL, sími 1730. 2ja—3ja herb- íbúð óskast fyrir eldri hjón, sem vinna bæði úti. Upplýsing- ar eftir kl. 3 í dag í sima 13285. Píanó til sölu Danskt píanó, vel útlítandi og gott, til sölu, hagstætt verð. Upplýsingar í síma 15601. Laxveiði í júlí og ágúst eru nokkur veiðileyfi laus í Hvítá í Borgarfirði. Allar nánari upplýsingar í síma 83960. Garðeigendur Úðum garða. — Pantanir í síma 40686. Ég óska eftir að koroagt á góðan síld- veiðibát. Er vanur. Upplýs. ingar í síma 36916. Peningar 100.000 krónur óskast að láni. Upplýsingar í síma 37546. Ung hjón með 1 barn óska eftir 1— 2ja herb. íbúð á leigu. — Ræsting eða barnagæzla kæmi til greina. S. 21969. Dilkakjöt Úrvals dilkcikjöt, nýtt og reykt. Opið föstud. kl. 3— 7, laugard. kl. 1—5. Slátur- hús Hafnarfjarðar, Guðm. Magnúss. S. 50791 — 50199. Með Tjaldsunga i fangi En öllum þeim sem tóku við hon- um gaf hann rétt til þess að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans — nafn Jesú (Jóh. 1.12). í dag er föstudagur 5. júlí og er það 187. dagur ársins 1968 Eftir lifa 179 dagar. Árdegisháflæði kl. 3.26 Dppiýslngar um læknaþjðnustu i oorginni eru gefnar i sima 18888, símsvara Læknafélags Reykjavík- or. Læknavaktin í Heilsuverndar- stöðinui hefur síma 21230. Slysavarðstofan í Borgarspítal- anum er opin allan sólahringinn. Aðeins móttaka slasaðra. Sími 81212 Nætur- og heigidagalæknir er ■ síma 21230. Neyðarvaktin ♦Sh'arar aðeins á vrrkum dögum frá kl. 8 til kl. S, «ímt 1-15-10 og laugard. kl. 8—1. Ráðleggingastöð Þjóðkirkjunnar um hjúskaparmál er að Lindar- götu 9, 2. hæð. Viðtalstími læknis miðvd. 4—5, viðtalstími prests, þriðjud. og föstud. b—6. Kvöldvarzla og helgidagavarzla í lyfjabúðum í Reykjavík vikuna 29. júní -6. júlí er Lyfja- búðin Iðunn og Garðs apótek. Næturlæknir í Hafnarfirði aðfaranótt 6. júlí er Eiríkur Björnsson sími 50235 Næturlæknir í Keflavík 5. júií er Arnbjörn Ólafsson. Keflavíkurapótek er oplð virka daga kl. 9—19, Iaugardaga kl. 9—2 og sunnudaga frá kl. 1—3. Framvegis verður tekið á mótt þeim, sem gefa vilja blóð i Blóð- bankann, sem hér segir: mánud., þrlðjud., fimmtud. og föstud. frá kl. 9—11 f.h. og 2—4 e.h. Miðviku- daga frá kl. 2—8 e.h. og laugardaga frá kl. 9—11 f.h. Sérstök athygli skal vakin á miðvikudögum vegna kvöldtímans. Bilanasimi Rafmagnsveitu Rvik- jr á skrifstofutíma er 18-222. Næt- ur- og helgidagavarzla, 18-230. A.A.-samtökin í'undir eru sem hér segir í fé- lagsheimilinu Tjarnargötu 3c: Miðvikudaga kl. 21. Föstud. kl. 21. Langholtsdeild, í Safnaðarheimili Langholtskirkju, laugardaga kl. 14. Orð lifsins svarar í síma 10-000. Litla stúlkan á myndinni, hún Theodóra, 10 ára, kann aug- sýnilega að meta sumarið, sólina og sjávarströndina, og hér hefur hún á gönguferð sinni náð sér í Tjaldsunga til að gæla við. Unginn virðist ekkert ofsahræddur, en sjálfsagt berst í honum litla fugls- hjartað, því að það er aldrei að vita, hverju þetta stóra fólk tekur uppá, en við vitum fyrir víst, að litla stúlkan á myndinni muni ekki gera honum neitt illt. Þess vegna getur hann verið rólegur. í dag verða gefin saman í hjóna- band af séra Sigurði Hauki Guð- jónssyni ungfrú Brynja Sverrisdótt ir, Bárugötu 40 og Ólafur Garðars- son, Miklubraut 66. Heimili þeirra verður Víðimelur 57. FRÉTTIR Félag austfirzkra kvenna fer skemmtiferð þriðjudaginn 9. júlí Uppl. og þátttaka tilkynnist fyrir hádegi mánudaginn 8. júlí I síma 82309 og 15635 Kristileg samkoma verður í samkomusalnum Mjóu- hlíð 16, sunnudagskvöldið 7. júU. kl. 8. Allt fólk hjartanlega velkom ið. Kvenfélagið Hvöt í Sandgerði fer skemmtiferð í Þjórsárdal sunnudaginn 7. júlí. Allar konur velkomnar. Uppl I símum 7525 og 7613 Skálholtskirkja I sumar verða messur í kirkjunni á hverjum sunnudegi og hefjast þær að jafnaði kl. 5 Séra Guðmund ur Óli Ólatsson. Leiðrétting Þau mistök urðu í auglýsingu frá Nýja bíó í gær, að myndin Ótrúleg furðuferð, var sögð sýnd í síðasta sinn, en myndin er í fullum gangi og sýnd við góða aðsókn. Óháði Söfnuðurinn Ákveðið er að sumarferðalag Ó- háða Safnaðarins verði sunnudag- inn 11. ágúst. Farið verður í Þjórs- árdal, Búrfellsvirkjun verður skoð uð og komið við á fleiri stöðum. Nánar siðar. Gestamót Þjóðræknisfélagsins verður haldið sunnudaginn 7. júlí að Hótel Sögu — Súlnasal — Gert er ráð fyrir miklu fjölmenni Vestur-Islendinga. Stjóm félagsins býður öllum Vestur-fslendingum, sem hér eru á ferð, til mótsins. Heimamönnum er einnig heimill aðgangur og fást miðar við inn- ganginn. Bræðrafélag Dómkirkjunnar. Skemmtiíerð verður farin sunnu daginn 7. júlí, jafnt félagsmenn sem aðrir safnaðarmenn og fjöl- skyldur þeirra eru velkomnir í ferð félagsins. Farið verður að Odda og Keldum, hinn forni skáli skoðaður. Leiðsögumaður verður Ámi Böðvarsson, cand.mag. Fargj. er áætlað uþb. kr. 250. Fólk hafi með sér nesti, en kaffi verður drukkið að Hótel Hellu á heimleið. Nánari upplýsingar veitir Jón Magnússon í síma 12113 og 15996. Þess er vænzt, að allir, sem eiga þess kost noti þetta tækifæri til ferðar á þessa fornfrægu sögustaði. Hafnarfjörður Kvennadeildin Hraunprýði fer austur i Þjórsárdal sunnudaginn 7. júlí. Upplýsingar I sima 50231 (Rúna) og 50290 (Rannveig) Heyrnarhjálp Maður frá félaginu verður á ferðalagi um Norðurland frá 1.—15. júli til aðstoðar heyrnar- daufum. Allir sem óska, geta snúið sér til hans. Nánar auglýst á hverjum stað. Kvenfélag Bústaðasóknar Hin árlega skemmtiferð félags- ins verður farin sunnudaginn 7. júlí kl. 8 árdegis frá Réttarholts- skólanum. Uppl í síma 34322 og 32076 Spakmœli dagsins Fögnuður endurfundanna bætir kvalir aðskilnaðarins. Hver afbæri hann líka annars? Rowe. Við hittum Sigríði Björnsdóttur, listmálara að máli í gær, og spurð- um hana hvernig gengi á sýning- unni í Casa Nova kjallarasal Menntaskólans. „Takk ailbærilega. ég seldi 21 málverk strax um síð- ustu helgi, og aðsókn hefur verið sæmileg. Hins vegar er þess að geta, að ég hef breytt opnunar- tímanum og hef nú opið frá kl. 12 á hádegi til 10 á kvöldin. Það eru alltaf einhverjir, sem helzt hafa tima til að skoða sýningar í hádeg- inu. En fyrir alla muni taktu fram, að sýningunni lýkur kl. 10 næsta sunnudagskvöld, svo að síðustu for vöð eru fyrir fólk að skoða hana um helgina." Svo sem áður hefur verið frá skýrt, eru allar myndir- nar til sölu, og verðið ekki hátt miðað við núgildandi verðlag. Fr.S. sá NÆST bezti Ungur prestur, sem var að leita sér fylgis við prestskosningu í sveitaprestakalli, kom í fjósið hjá bónda einum og sá þar stríð- alið naut. Hann mælti þá: „Mikið er þetta naut feitt.“ „Já,“ svaraði bóndi. Bara að við værum eins vel búnir undir dauðann og nautið." HVENÆR SKYLDI HÚSBÓNDANUM ÞÓKNAST A» LÁTA GERA VIÐ SNÚNINGSVÉLINA!!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.