Morgunblaðið - 05.07.1968, Síða 17

Morgunblaðið - 05.07.1968, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGIJR 5. JÚLÍ 1968 17 ■iiiilll pm JEPPI A KAF í SJÓIINi IJNGUM mönnum þykir mörg um hverjum gaman að aka jepp- um. Sérstaklega þykir þeim gam að að aka jeppum, þar sem erfitt er yfirferðar og fara þá jafnan meira af kappi én forsjá. Það verður sjálfsagt dýrt gaman fyr- ir eiganda þessarar jeppabifreið ar að hann skyldi ekki standast þá freistingu að aka um fjöruna í Grafarvogi, hann festi sig og svo flæddi að. Líklega ekur hann með meiri forsjá um fjörur hér eftir (ef hann þá kemur farkost inum aftur í gang). (Ljósm. Þórir Hersveinsson) Skátafélag Reykjavíkur efnir til ,-IVIinkamóts“ Dagana 4. — 7. júlí n. k. mun (Skjöldungadeild Skátafélags iReykjavíkur gangast fyrir ný- jstárlegu skátamóti í Borgarvík við Úlfljótsvatn. Er mótið kallað ,,Minkamót“ og er val dagskrár þess miðað við menningu og siði hinna mörgu indíánaþjóðflokka. Til mótsins er boðið einum skáta flokki frá skátafélögum lands- ins, en frá Reykjavík kemur einn flokkur frá hverju borgar- hverfi. Meginviðfangsefni mótsins er þjálfun minnstu og um leið þýð- ingarmestu heildar skátahreyf- ingarinnar, skátaflokksins. Undirbúningur mótsins befur staðið yfir í vetur og er nú að nálgast lokastig. Reynt hefur verið að afla sem áreiðanleg- astra heimilda um líf og störf hinna mörgu indíánaþjóðflokka og gefnir hafa verið út tveir upplýsingabæklingar um þetta efni. Mótsstjóri „Minkamótsins“ er Hákon J. Hafliðason, en vernd- ari þess er Björgvin Magnússon D.C.C. „Minkamót“ var síðast síðast haldið árið 1964. og var þá höfuðviðfangsefnið frum- byggjastörf. - ATVINNUMÁL Framhald af bls. 28. allt að vera, að núverandi tala atvinnulausra hjá skrifstofunni væri ekki raunhæf, þar sem um sækjendur létu ætíð ekki vita, ef þeir fengju annars staðar vinnu, en hjá skrifstofunni. Borgarstjóri sagði, að þegar síld arvertíð hæfist myndi ástandið að öllum líkindum batna, einnig væri Innkaupastofnun borgar- innar að Ijúka samningum við verktaka, sem vonandi leiddu til þess, að þeir bættu við sig fólki. Að lokum tók til máls um þetta mál Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi, (F), og lagði til, að borgin yki gangstéttagerð, en við hana ynni ávallt ungt fólk. Frá síðasta minkamóti er lialdið var 1964 í Bolungarvík. FLUGVÉL Landhelgisgæzlunn- ar, TF-SIF, fór í ískönnunarflug í gær. ísinn er nú um 35 sjóm. N af Horni og 70 sjóm. N af Skaga, 27 sjóm. í r/v NV af Kolbeins- ey og liggur þaðan í h.u.b. 70“ r.v. ístunga teygir sig inn Drangaál og upp að Óðinsboða- svæðinu, en er ekki breiðari en 5—6 sjóm. og þéttleiki um 4— 6/10. Istunga þessi er eina ís- hindrunin á siglingaleið fyrir N- Iandi. Vel virðist þó siglandi grunnt með Horni og síðan aust- ur, fyrir sunnan isinn. Hrútafjörður og Miðfjörður eru lokaðir, en sigling er sæmi- leg á Steingrímsfjörð, þótt farið sé gegnum ís að þéttleika 1— 3/10, utan Grímseyjar. Fært er á aðra firði og einnig á Skaga- strönd og Blönduós. Nokkur ís I—3/10 að þéttleika er kringum Sauðárkrók, en siglingaleið þang að er fær eins og er. Góð oðsókn oð Mnnni og konn LEIKFÉLAGIð Baldur á Bíldudal hefur nú sýnt sjónleik inn Maður og kona eftir Jón Thoroddsen niu sinnum, á sex stöðum á Vestfjörðum. Undirtekt ir hafa verið frábærar og að- sókn geysimikil. Til dæmis má nefna, að á fjórum stöðum hefur fengist metaðsókn mest á Pat- reksfirði, rúmlega 270 manns. Næsta sýning verður í Búðar- dal næstkomandi laugardag kl. 8.30 Um fleiri sýningar er ekki víst að svo stöddu. Hannes. Cleveland, Ohio, 4. júlí. AP. HUBERT Humphrey, varaforseti hefur gefið í skyn í sjónvarps- viðtali að hann muni gera nokkrar breytingar á ríkisstjórn- inni ef hann verði kjörinn for- seti og meðal annars veita Dean Rusk utanríkisráðherra lausn frá frá störfum. Varaforsetinn fór lofsamlegum orðum um störf Rusks í utanrík- isráðherraembættinu, en gaf í skyn að hann hefði gegnt því of lengi. Hann vildi ekkert um það segja hvern hann mundi skipa eftirmann Rusks. - 25 STULKUR Framhald af bls. 1. til Raufarhafnar. Við tökum fyrst og fremst frá okkar eigin bátum, en ef það nægir ekki tökum við einnig frá öðrum. Við vitum ekki ennþá hversu langar útilegurnar verða. Við höfum leigt skipið til tveggja mánaða, en ef við óskum eftir því, getum við fengið það áfram að þeim tíma liðnum. Var ekki óhemjumikill stofn- kostnaður við þetta? Jú, þetta er dýrt, en við höfum úrvals fólk um borð, og bregðist síldin ekki tekur ekki langan tíma að fylla tunnurnar. - FLEIRI TILFELLI Framhald af bls. 28. safna sýnishornum frá veiku fólki og lagt kapp á að ná til allra slíkra sjúklinga. Þetta verður geysimikið starf sem kemur til viðbótar venjulegum störfum sem eru ærin, því að nú er óvenju kvillasamt í héraðinu og margir læknar í sumarleyf- um. — Þess vegna hef ég beðið landlækni að senda mér aðstoð- armann, sem kemur á morgun og vedður hér nokkra daga. Helzt þyrfti ég að hafa aðstoð nokkuð langan tíma, eða þang- að tii búið verður að ganga úr skugga um hversu útbreiddur sjúkdómurinn er. Sennilegt er að hann sé víðar en nú er vitað um, enn getur ýmislegt nýtt komið fram. — Ég vil eindregið ráðleggja fólki að gæta ýtrusta hreinlætis sérstaklega við alla matargerð og eftir notkun salernis. Hreinlæti og aftur hreinlæti er fyrsta boð- orðið. Þá ættu menn fyrst um sinn að forðast neyzlu hrárra eggja því að mikil hætta getur stafað af þeim og öllu sem þau ieru notuð í, svo sem majones og kökukrem. Soðin egg eru hættu- laus og einnig egg sem notuð eru við kökubakstur. Þetta segi ég aðeins í öryggisskyni en tek fram að við höfum hvorki fund ið hænsni né egg menguð af sýkli. ■— Reynt verður að sjálfsögðu að leita allra hugsanlegra ráða til að uppræta sjúkdóminn og grafast fyrir um upptök hans. En það verður mikið verk og örðugt og kann að taka langan tíma. Morgunblaðið hafði samband við Sigurð Sigurðsson, land- lækni, sem staðfesti að veikin hefði komið upp á Skáld- stöðum og að tvö tilfelli hefðu fundizt á Akureyri. Frestað hef- ur verið niðurskurði á bæjunum framyfir helgi, meðan frekari rannsóknir eru í gangi á öðrum heimilum í Eyjafirði. Aðspurður um sjúkdóminn sjálf an sagði landlæknir: — Sjúkdómurinn getur verið í ýmsum myndum og mismunandi hvað alvarlegur hann er.Hann er sjaldan lífshættulegur þó að það hafi komið fyrir í stórum far- öldrum að fólk hafi látist. Hvað mótefni viðvíkur eru til lyf sem eru talin verka vel á- hann, en örugg eru þau ekki talin. — Gæti þetta orðið faraldur hér á fslandi? — Já, þetta getur vei orðið faraldur. 1958 og ’59 gekk slíkur faraldur í Svíþjóð og þá voru það milli 10-20 þúsund manns sem tóku veikina. í slíkum til- fellum er ekki um annað að ræða en að hindra útbreiðslu hans eftir beztu getu. Blómaúrval Blómaskreytingai GRÓÐRARSTÖÐIN Símar 22822 og 19775. GRÖÐURHÚSIÐ við Sigtún, sími 36770. — Kjarvalssýning Framhald af bls. 28. byrjað á þessari mynd, og þeg ar ég kom heim, færði hann mér hana að gjöf og kallaði hana „Morgunroða." — Eg á ekki ýkja margar myndir eftir pabba, þó tals- vert af fallegum teikningum og skissum. En af öllum mynd unum er þessi mér kærust, því að mér fannst bæði mynd in og nafngiftin bera þess vitni, að honum væri koma mín til íslands kær. — Þótt myndin sé ekki mál uð fyrr en 1939, þá er mótíf- ið ekki með öllu nýtt. Ég á litla vatnslitamynd frá 1918- 20, þar sem sama stemning- in birtist, enda þótt uppbygg ingin sé önnur. Mér hefur skilizt, að fígururnar í mynd inni séu táknrænar fyrir ætt- ina, en byggingin á myndinni miðri með kúpta þakinu sé draumahöll pabba. Hana vildi hann neisa á Öskjuhlíð, að því er mér er sagt, og klæða kúpuna með ljósrauðu postu- lini að innan. Vi spyrjum Svein álits á sýningunni, og hann segir: — Ég er sannfærður um, að maður sem kæmi inn á þessa sýningu án þess að hafa þekkt til verka pabba áður, mundi halda að hér væri um 25 mál ara að ræða. Það er líka stefna þessarar sýningar, að sýna sem flestar hliðar mál- arans. Ef ég má dæma um list pabba, þá held ég að leit sé að málara, sem spannar yf ir eins mörg svið í myndum sínum. Hinu er samt ekki að neita, að ég hefði gjarnan viljað hafa hér sýnishorn af teikningum pabba, sem marg ar eru mjög fallegar, segir Sveinn að lokum. Sýningin í Listamannaskál anum verður opin til 12. júlí, daglega frá kl. 10 til 22. Um 40 þúsund manns hafa séð sýninguna, og sýningarskrár hafa selzt fyrir um 600 þús- und krónur. Ágæt aðsókn er enn að sýningunni, og síðustu daga hefur talsverður fjöldi erlendra ferðamanna skoðað sýninguna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.