Morgunblaðið - 10.07.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.07.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1968 3 EINS ag skýrl var frá í gær kom fyrsta síld sumarsins til Stöðvarfjarffar á sunnudags- kvöld. Þaff var vélbáturinn Heimir SU 100, sem kom meff síldina, en skipstjóri á Heimi er Arni Gíslason, svo skemmti lega vill til, aff þaff var einnig Árni Gíslason, sem kom meff fyrstu síldina í fyrra og þá einnig til Stöðvarf jarffar. 1 fyrra var hann skipstjóri á vélbátnum Gígju. Margt fólk hafði safnazt saman á hafnarbakkanum, er Heimir lagðist upp að og var fljótlega hafizt handa um að losa bátinn. Aflinn var um 400 lestir og var síldin óvenju lega feit. Reyndist fitumagn hennar við mælingu vera um 20%, sem er meira en vænta má á þessum árstíma. Fékkst því mikið lýsi úr síldinni á þeim 1 1/2 sólarhring, sem bræðslan stóð yfir. Heimir er eini báturinn, sem nú er gerður út á síld frá Stöðvarfirði. Tveir aðrir bátar eru gerðir þáðan út á snurvoð. Unnið er nú að undirbún- ingi meiri síldarmóttöku á Stöðvarfirði, bæði hjá Síldar- verksmiðjunni Faxa og hjá Söltunarstöðinni Steðja. Má segja, að allt sé tilbúið, að öðru leyti en því, að tunnur vantar enn til síldarsöltunar. IMasser enn í Sovét Moskva 9. júlí AP. GAMAL Abdel Nasser, forseti Egyptalands, fer frá Sovétríkj- unum áleiffis til Júgóslavíu á miff vikudag. Hann hefur átt langar viffræffur viff sovézka ráffamenn og munu þær hafa veriff einkar vinsamlegar. Taliff er, aff þær hafi meffal annars snúist um til- raunir sáttasemjara Sameinuffu þjóðanna, Gunnars Jarring til aff koma á varanlegum friffi milli Araba og ísraela. Nasser ætlaði aðeinis að hafa tveggja daga viðdvöl í Sovét- ríkjunum, en siðan framlengdi hamn dvölina og hefur nú verið í sex daga. Nasser hefur meðal annars rætt við forseta Indlands Sakir Hussin, sem er einnig í opinberri heimsókn í Sovétríkjun um. Með Nasser er utanríkisráð- hierra Egyptalands Mahmoud Riad og hefur hann setið á all- mörgum fundum með sovézka istarfsbróður sínum Andrei Gro- myko. Búizt er við opinberri til- kynningu um heimsókn Nassers um svipað leyti og hanin heldur þaðan á brott. Bloiberg a batavegi Höfðaborg, 9. júlí — AP HEILSUFAR hjartaþegans Philips Blaibergs er enn á bata- vegi. Blaiberg var fluttur í Groote Schuur sjúkrahúsið fyr- ir einum mánuði vegna lifrar- veiki á 'háu stigi, en hafði náð góðum bata þegar hann fékk iífshættulegan lungnasjúkdóm fyrir skömmu. Slíkur sjúkdóm- ur varð að bana fyrsta hjarta- þeganum, Louis Washkanski, og ráðgerðu læknar Blaibergs jafn- vel að skipta aftur um hjarta í honum. Til þess kom þó ekki og var fengið nýtt lyf flugleiðis frá Evrópu. Prófessor Barnard, sem stjórnaði aðgerðinni á Blai- berg, kvaðst í dag vera ánægð- ur með áhrif nýja lyfsins og sagði, að Blaiberg væri búinn að fá lífsviljann aftur. Fjölbreytt atvinnulíf t forustugrein „Suffurlands" er nýlega fjallað um verðfall sjávarafurffa og afleiðingar þess fyrir islenzkt efnahagslíf og síff an sagt: „Það ætti hverjum manni að vera ljóst, hversu mikils virffi þaff er fyrir þjóðfélagið aff eiga varasjóff þegar árferði versnar. Það hefffi veriff eríitt að taka viff verðfalli og aflabresti síff- ustu ára, ef ekki hefði verið safnað í kornhlöður rneðan vel áraði. Síðustu atburffir minna þjóð ina á nauffsyn þess, aff hafa meiri fjölbreytni í atvinnulíf- inu og treysta ekki eins mikið á sjávaraflann og hingað til, þótt sá atvinnuvegur verffi í framtíðinni ómetanleg stoð í þjófflífinu og nýttur eftir föng- um. Talið er aff árlega bætist á vinnumarkaðinn um 2000 manns. Til þess aff tryggja þeim fjölda atvinnu, verffur að koma upp nýjum atvinnugrein- um. Iðnaffarmálaráffuneytiff hefir látið fara fram athugun á ýmsu á sviffi iffnaffar, sem til greina getur komiff til þess að auka atvinnu í landinu og að skapa gjaldeyri í þjóffarbúiff". Blaðiff rekur síffan þær hug- myndir, sem nú eru uppi um nýjar iffngreinar s.s. olíuhreins unarstöff, sútunarverksmiffju, sjó efnaverksmiffju, fosfórvinnslu, vinnslu silicon og járnmelmis, þaravinnslu og biksteinsvinnslu Þá segir orffrétt: „Meff því sem hér er taliff hef ur veriff affeins minnzt á nokk- uff af þeim möguleikum sem fyrir hendi eru í sambandi við nýjan iðnrekstur í landinu. Þessi upptalning sýnir brot af þeim möguleikum sem fyrir hendi eru til þess aff skapa nægilega atvinnu í vaxandi þjófffélagi. Þaff er frumskilyrffi þess aff þjófffélagsþegnarnir geti búiff viff viffundandi lífs- kjör, aff ávallt sé nægileg at- vinna í Iandinu. Þaff verður því verkefni næstu ára áff koma í fram- kvæmd ýmsu af því sem hér hefur veriff nefnt.“ Hörmungar Biafra Danska blaffiff „Berlingske Tidende" fjallar um Biafra í forustugrein sl. sunnudag og seg- ir: „Stolt og þvermóffska er sorg- lega ríkur þáttur í hörmung- um Biafra. Samkvæmt síðustu fréttum hefur neyff barna auk- izt svo mjög á hinu umsetna landsvæffi, þar sem Ibo-kynþátt urinn býr, aff 3000 ung börn deyja þar daglega af næringar- skorti. Þetta er ógnvekjandi tala, sem verffur mun óhugnan- legri, þegar maffur heyrir, aff talsvert magn matvæla og með- ala hafi safnazt utan landamær- anna. Sambandsstjórnin í Lagos hefur lýst sig reiffubúna til þess að opna landræmu inn til Biafra þar sem flytja mætti um nauff- þurftir, en leiðtogi Biaframanna Ojukwu, ofursti, hefur vísaff þessu tilboði á bug meff þeirri fremur ósannfærandi staffhæf- ingu, aff hann óttist, aff tilraun verffi gerff til þjóffarmorffs meff því að eitra lífsviffurværiff. Enða þótt þessi hætta sé fyrir hendi, er hún léttvægari, en þjóffar- morffiff, sem hungursneyffin er þegar langt komin meff að fremja. Biafra þiggur aðeins þá hjálp, sem berst flugleiffis, án þess að hafa fariff um hendur Nígeríu- manna, en sambandsstjórnin sem ræffur alveg yfir lofthelginni, vill ekki leyfa stofnun loftbrúar, þar sem hún telur, aff uppreisn- arstjórnin geti einnig fengiff vopn um hana. Þessi andstæffu sjónarmið hafa gert hina þjáðu þjóð aff gislum í póiltískum leik um skilyrffi fyrir vopnahléi." Hópur fólks safnaffist saman á bryggjunni, er Heimir kom meff fyrstu síld sumarsins. Löndun úr Heimi SU 100. Norrænt vinabæja mót í Keflavík 60 gestir komnir til mótsins dagskvöld og hafa varið tíma Keflavík, 9. júlí. NORRÆNT vinarbæjarmót stend ur nú yfir í Keflavík. Undanfar in ár hafa Keflvikingar heimsótt vinabæi sína á hinum Norður- lömdunum, en þetta er fyrsta heimsóknin til Keflavíkur og er heimsóknin mjög myndarleg, þar sem 60 bæjarfulltrúar hinnafjög urra vinarbæja komu hingað í heimsóknina. Þessum vinarbæja tengslum var fyrst komið á fyr- ir tilhlutam norrænafélagsins og hafa þau gefitst vel og verið uppörvandi fyrir alla aðila. Vina bær Keflavíkur i Danmörku er Hjörring á Jótlandi, en hamn er að svipaðri stærð og Keflavík. í Noregi er vinarbærinn Kristj- anssand miklu stærri útgerðar- og fiskibær. í Svíþjóð er iðnað- arbærinn Trollháttan og í Fiinn- landi er iðmaðarbærinn Kerava. Þessir 60 fulltrúar komu á mánu sínum til þess að skoða landið og m.a. skoðað Gullfoss, Geysi og Þingvelli ásamt bæjarfulltrúum Keflavíkur. Seinni hluta dvalar innar verður svo varið í Kefla- vík og nágrenmi. Keflavík er nú norrænum fánum prýdd og eru allir ánægðir með þessa heim sókn og þykir ávinningur í að nýta þessi bræðrabönd sem traustast. Gestirnir munu fara héðan í vikulokin, staðráðnir að halda þessum vinabæjarmót- Um áfram í framtíðinni. — H.S. Kjarnorkutilraunum Frakka lýkur i ágúst ParísT 9. júlí. AP. NTB. FRÉTTARITARI AP í París skýrir frá því í dag og kveffst hafa þaff eftir áreiðanlegum heimildum, aff Frakkar muni sprengja tvær kjarnorkusprengj- ur á Kyrrahafi í næsta mánuffi og verffi það lokastig kjarnorku- tilrauna þeirra sem nú eru ný- lega hafnar. Talið er, að það kunni þó að dragast til hausts, að af þessu verði og frönsk yfirvöld muni gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir, að geislavirkt ryk faili til jarðar eftir sprengingarnar. Mun sprengjunum verða varpað úr geysimikilli hæð með aðstoð loftbelgja. Ambassador Japans í París af- henti í dag franska utanríkj^ ráðuneytinu mótmæli stjórnar sinnar vegna þess, að Frakkar hafi á nýjan leik byrjað tilraunir með kjarnorkuvopn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.