Morgunblaðið - 11.07.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.07.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLÁÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1968 3 - SOVÉT-FLOTINN Framhald af bls. 1 Ákvörðunin um að efina til ertórfelldra flotaæfinga á Norð- uir-Atlaintshiafi, Eystrasalti, Nor- egshafi og Baremtshafi sýnir á- huga þess, sem hana tekur á því að ráða þessum hafsvæðum. Sú staðreynd, að flotar Varsjár- bandalagsins hafa tilkynnt, að þeir muni efna til stórfelldra flotaæfinga á Norður-Atlamts- hafssvæðinu — í fyrsta sinn á 13 ána starfsferli bandalagsins — sýnir aukinn áhuga banda- lagsríkjanma á mikilvægi haf svæðanma umhverfis ísland. Undanfarin ár hafa Sovétrík- in sýnt vaxandi áhuga á því að auka áhrif sín á höfum úti, og hafa þau sent flota sinn víðs- veg»ir um heim. í sovézka flot- anum eru nú meira en 1200 her- skip og um það bil 350 þeirra eru kafbátar. Á Norður-Atlamts hafssvæðinu eru flest sovézku herskipanma á Barentshafi og umhverfis Kola-skagann, (sjá kort á bls 3) og leið þeirra inn á Atlamtshafið liggur um Nor- egshaf, milli íslands og Noregs. Flotaæfingar Varsjárbanda- iagsins sýma betur en nokkuð annað, að hermaðarlegt mikil- vægi Islandis á venjulegri sigl- ingaleið um Noregshaf inn í Átl antshafið, er ekki aðeins þýð- imgarmikið fyrir aðrar frj álsar ‘þjóðir Atlantshafsbandalagsins, heldur er það eimmig viðurkemnt af Varsjárbamdalagslöndunum. Varnarliðið á íslandi er reiðu- búið til þess að hafa í frammi þær aðgerðir, sem nauðsynlegar eru til þess að tryggja stöðuga könnun loft- og sjóleiða til ís- lamds, á meðan flotaæfingar Var sjárbamdalagsims fara fram.“ Morgunblaðið birti síðast lið- inm föstudag frétt frá fréttastof unni NTB, sem sögð er eftir sov- ézku fréttastofunni Tass. í •fréttinni segir, að Rússar, Pól- verjar og Austur-bjóðverjar muni efna til sameiginlegra flota æfinga á Norður-íishafi, Barents hafi, Eystrasalti oig Norður-Atl- amtshafi í þessum mámuði sam- kvæmt æfingaráætlunum Var- sjárbandalagsins. Sagt er, að til- gangur flotaæfinganna sé að leysa vamarvandamál kommún- istaríkjamna í Norðurhöfum, en einnig eigi að fullkomma sam- ræmdar aðgerðir flota Varsjár- bandalagsins. Æfingunum stjórn ar yfirmaður sovézka flotans, Sergei Gorchikov, flotaforingi. Með þeissari frétt eru birtar nokkrar myndir frá Varmarliði íslands, sem sýna sovézk her- skip og birgðaskip úti fyrir Homafirði en þau voru þar rétt við lamdhelgismörkin um 12. maí s.l. íslenzka landheigisgæzlan og vaimarliðið fylgdust með ferð um skipamna, en ekki er vitað um verkefni þeirna. Á Stokks- nesi við Hornafjörð er ein af ratsj árstöðvum varnarliðsins. Anmað herskipanna var beiti- skip af Sverdlov gerð, en þau eru talin fullkomnustu herskip rússneska flotans, 20.000 tomn að stærð með rúmlega 1000 manna áhöfn. Hi'tt herskipið var tund- urspillir af Kotlin-gerð. Tundurspillirinn og olíu- og bi rgðaskip undan strönd íslands, Ef myndin prentast vel má sjá olíuleiðslu milli skipanna. Sovézki tundurspillirinn undan ströndum íslands við Horna- fjörð. Hann er af Kotlin-gerð. (Official U.S.Navy Photograph) Dæmdur í fongelsi — og sleppt Moskvu, 10. júlí. AP. DÓMSTÓLL í Moskvu dæmdi í dag ungan Venezuelabúa í sex mánaða og fimmtán daga fangelsi fyrir andsovézka áróðursstarfs- semi í Sovétríkjunum. Maðurinn var handtekinn fyrir sex mánuð- um og fimmtán dögum og var því látinn laus úr haldi, eftir að dóm ur hafði verið upp kveðinn. Venezuelamaðurinn Nicolás Brocks Sokolov hafði játað sekt sína og sagt, að hann hefði unnið i þágu útflýtjendahreyifngar, sem hefur að markmiði að steypa stjórn Sovétríkjanna. og Barentshaf. En á þessu svæði munu fara fram flotaæfingar Sovétrikjanna og annarra Varsjárbandalagsrikja í þessum mán uði. Meginfloti Rússa í Vesturálfu er á Barentshafi og við Kol- in-Skaga (efst til hægri á kortinu), en þaðan liggja leiðir til Atlantshafsins um Noregshaf. Rússneski, austur-þýzki og pólski flotinn eru á Eystrasalti, en þaðan liggur leiðin um Skage- rak út á Atlantshafið. Auðvelt er að sjá með þvi að líta á kort- ið, að sameiginlegar flotaæfingar þessara þriggja landa hljóta að leiða til mikila siglinga á hafssvæðum umhverfis ísland. Rose riddori London, 10. júií. AP . ALEC Rose var í dag sleginn til riddara af Elisabetu II Englands- drottningu fyrir siglingaafrek sitt. Að lokinni athöfninni snæddi Sir Rose hádegisverð með drottn ingunni og manni hennar í Buckhinghamhöll. Biafra vill vopnahlé Aba, Biafra, Lagos, Nigeríu. 10. júlí. AP STJÓRNIN í Biafra hvatti í dag til að samið yrði tafarlaust um vopnahlé í borgarastyrjöldinni, og kvaðst mundu skila aftur föng um, sem hafa verið teknir her- fangi á yfirráðasvæði Biafra. Samkvæmt AP fréttum á stjórn- in í Biafra að vera fús til að fall- ast á hvaða sáttasemjara sem er, meira að segja fulltrúa frá Ein- ingarsamtökum Afríku, sem tald ir hafa verið mjög hlynntir Lag- osstjórninni. Stjórnin staðfesti ennfremtir, að tafarlaust vopnahlé væri eina ráðið til bjargar hundruðum þús unda mannslífa og leysa flótta- mannavandamálið. í orðsendingu stjórnarinnar er öllum hjálpar- tilboðum fagnað, en minnt á að hjálp verði að berast í skyndi eigi hún að koma að nokkrum verulegum notum. - HANDBOLTI Framhald af bls. 22 hefur gert 52 en fengið 43 á sig, sem gerir 129,00, en Haukar gert 49 mörk, en fenigið 40, sem gerir 122,5, ef Fram hefði skorað í einhverjum leiknum 1 marki meir, hefði staða þeirra verið betri, Haukum nægir því jafn- tefli í kvöld til að komast í úr- slit, og það ætla þeir sér að kom- ast, en Fram hefur einnig stóran áhuga á því. Staðan í riðlunum er nú þessi: Mfl. kvenna A-riðill. Valur 1 1 0 0 16- 5 2 Fram 1 1 0 0 11- 9 2 Breiðablik 2 0 0 2 14-27 0 Lokasta'ðan í B-riðli Mfl. kvenna. KR 2 1 1 0 21-20 3 Ármann 2 0 2 0 17-17 2 Víkingur 2 0 1 1 17-18 1 Mfl. karla . FH 3 A-riðill. 2 1 0 67-47 5 KR 3 2 0 1 60-54 4 Valur 4 2 0 2 64-75 4 Þróttur 4 1 1 2 88-83 3 Ármann 4 1 0 3 69-89 2 Mfl. karla B-riðill. Haukar 2 2 0 0 49-40 4 Fram 2 2 0 0 52-43 4 Víkingur 3 0 0 3 52-69 0 ÍR 3 0 0 3 52-69 0 - ÍSLAND Framhald af bls. 22 a. þrumuskoti á síðustu mínútu leiksins. Bjöm Árnason, aftasti maður varnaæinnar átti mjög góðan leik, en Rúnar Vilhjálmsson mið vörður á sérstakan heiður skilið fyrir ágæta frammistöðu, Ólafur Sigurvinsson bakvörður, sem eitt sinn bjargáði á marklínu, er og meðal öflugri leikmanna Marteinn Geirsson skipuleggjari miðjuspilsins var lykill áð sigr- inum. Framlínan var heldur veik enda gerir kerfið sem leikið var ekki ráð fyrir heilsteyptum sókn arleik. Ágúst miðherji vakti oft athygli fyrir góða spretti svo og Snorri Hauksson sem er óvenju- lega virkur leikmaður. Guðjón Finnbogason dæmdi leikinn og skilaði því vel. A. St. STAKSTEIIMAR Almenn íordæming í kosningum, sem undanfar- ið hafa farið fram í Frakklandi, Kanada og Japan, hafa þeir flokkar, er stjómað hafa lönd- unum undanfarið, hlotið trausts yfirlýsingar þjóða sinna og treyst valdastöðu sína. Ilpp- lausn og órói hafa einkennt stjórnmál síðustu ára. Óánægðir hópar vilja ekki fella sig við að- gerðir stjórnvalda og efna til mótmæla og illinda á strætum og torgum. Þessir hópar gera flest til þess að vekja á sér at- hygli fréttamanna. Kosningarnar, sem áður er getið, sýna hins vegar ótvírætt, hvern hug almennir borgarar bera til löglegra stjórnvalda, þegar á reynir. Kjósendur flykkjast um þá, sem mest hafa verið svívirtir af upplausnaröfl- unum, og veita þeim aukinn lið- styrk til baráttu við óróasegg- ina. Hér á Islandi hefur ekki mik- ið borið á upplausnaröflum. Einn félagsskapur, Æskulýðs- fylking kommúnista, hefur þó beitt sér fyrir aðgerðum gegn Atlantshafsbandalaginu. Aðgetð ir þessar eru almennt fordæmd- ar og valda því einu, að almenn- ingur fylkir sér enn frekar um NATO en áður var. Þá hefur undanfarið borið á vaxandi skemmdarfýsn óknyttastráka, sem ráðast á mannlausa sumar- bústaði, umferðarmerki, skrúð- garða og garða einstakra manna, svo að ekki sé minnzt á aðfarirnar I gamla kirkjugarð- inum hér í borg ekki alls fyrir löngu, þegar ráðizt var að graf- reitum, legsteinum velt og sví - virðilegustu spjöll unnin. íslendingar sem aðrar þjóðir fordæma vinnubrögð skemmdar- varganna og munu taka hönd- um saman til þess að kveða nið- ur óþurftarverk þeirra. Hentistefna Fróðlegt er að velta fyrir sér, hvað veldur auknum óróa með- al æskufólks í ýmsum löndum, sem brýzt út í aukinni skemmd- arfýsn og andúð á því, sem unnið hefur sér einhverja hefð. Ríkur þáttur í uppreisnum stúdenta er krafan um bættan hag á sviði kennslu- og félags- mála. En fleira kemur einnig til. Því hefur verið haldið fram, að stúdentaóeirðirnar I Þýzka- landi eigi að nokkru rætur að rekja til þess, hversu lítilfjörleg stjórnarandstaðan í því Iandi er, eftir að tveir stærstu flokk- arnir mynduðu samsteypustjóm í ráðuneyti Kiesingers. Vafa- laust er þessi skýring að ýmsu leyti rétt, þar sem málefnasnauð barátta stjórnarandstöðu, ábyrgð arleysi hennar og hentistefna án raunhæfra úrræða á lausn vanda mála líðandi stundar, veldur því frekar en sterk ríkisstjóm, að andmælendur grípa til óþurftarverka. Kosningarnar í löndunum þremur, sem getið var hér að framan benda ein- mitt til þessa. Frá því árið 1959 hafa Fram- sóknarmenn og kommúnistar verið í stjórnarandstöðu á Is- landi. Stefna þeirra á þessu tímabili hefur mjög einkennzt af hentistefnusjónarmiðinu. Þessir tveir flokkar voru á móti stóriðju á tslandi á sínum tíma, þegar ákveðið var að reisa skyldi álvinnslu í Straumsvík, en einmitt á þeirri framkvæmd byggist stórvirkjunin við Búr- fell. Nú þegar allir eru sann- færðir um nauðsyn þessara fram kvæmda og augljóst er gagn þeirra fyrir atvinnulífið, snýr stjómarandstaðan blaðinu við og ritstjóri kommúnistamál- gagnsins spyr í forystugrein I gær: .... Og hvernig halda menn að ástandið verði á næsta ári þegar stórframkvæmdunum við Búrfell og Straum lýkur?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.