Morgunblaðið - 11.07.1968, Qupperneq 23
MORG-UNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JULl 1908
23
Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúning fyrir landsmótið að Eiðum, og m.a. reistir tveir
stórir danspallar.
Aidrei fleiri þátttakendur
en á Landsmótinu á Eiðum
Hefst á föstudagskvöld — fjölbreyttar
skemmtidagskrár
LANDSMÓT Ungmennasam-
bands íslands hefst að Eiðum
um helgina. Mjög fjölbreytt
keppni verður þarna í íþrótt-
um, bæði einstaklings- og
flokkaíþróttum, en að auki
verður margt til skemmtunar
eins og jafnan áður.
Ljóst er að þátttaka íþrótta
mairmja á þessu landsmóti verð-
ur meiri en nokkru sinini fyrr.
Hafa þegar verið skráðir 100
fleiri til keppmi í einistaklkigs
íþróttunum ein á síðasta lands-
móti, eða samtals 404 kepp-
enduæ. Eru þá ótaldir allir
beppendumir í flokkaíþróttun
um, en þama keppa þrír flokk
ar í knattspymu, handknatt-
leik og körfuknattleik.
Eiríkur J. EiríksBon, þjóð-
garðsvörður og formaður Ung
mannasambandsins, mun setja
mótið á laugardagsmorgun, en
mótið hefst raunverulega á
föstudag. Verður þá háð skák-
keppni milli þriggja héraðs-
sambanda og ennfremur er
keppt í starfsíþróttum.
Á laugardagsmorgun er
kvöldvaka og verður þar
margt til skemmtunar. Til
dæmis munu þar syngja tveir
kórar, Karlakór Fljótsdalahér
aðs og blandaður kór frá Nes
kaupstað, böm og unglingar
sýna þjóðdansa og eimnig verð
ur fimleikasýning.
Ennfremur mun þama
skemmta þjóðlagtríó frá Fá-
skrúðsfirði og Þórarinin í>ór-
arinssson, fyrrverandi skóla-
stjóri á Eiðum, flytur ávarp
í léttum dúr.
Þáttur Lúðrasveitar Neskaup
staðar í þessu móti verður mik
ill. Hún mun vekja menn að
morgni dags með iúðraþyt,
leika fyrir skrúðgöngu við
mótsetnimgu, leika á milli at-
riða og vera með sértstaka dag
skrá á kvöldvökunni og eins
hátíðardagskránni á sunnudag.
Hátíðardagskráin hefst kl.
1.30 með messu, séra Einar
Þór Þorsteinsson á Eiðum
messar. Dr. Bjarni M. Gísla-
son er heiðursgestur mótsdns
og flytur hann hátíðarræðuna.
Þá verður söguleg leiksýn-
ing, en Kristján Ingólfsson,
formaður ÚÍA, hefur tekið
saman leikþátt um komiu Una
dansba til íslands og viðbrögð
um íslendinga.
Undirbúningur er vel á veg
kominn, að því er Björn Magn
ússon, skólastjóri á Eiðum,
tjáði Morgunblaðinu í gær.
Hann kvað menn hafa brugð-
izt mjög drengilega við þeim
tilmælum að vinna sjálfboða-
vinnu á mótsvæðinu, og hefðu
oftast verið þarna að störfum
40—60 menn. Væri þegar búið
að koma upp tveimur pöllum
— 200 fermetra palli fyrir
eldri dansana, og öðrum 400
fermetra palli fyrir dans- og
dagskrárflutning. Sá stendur
í hvammi og er hann allur
umflotinn vatni, því að Eiða-
lækur hefur verið stíflaðm-
og flýtur umhverfis pallinn.
Sagði Bjöm, að þar með hefði
gamall draumur Eiðamanma
rætzt. Búið er ennfremur að
boma upp 5—6 sölutjöldium.
Framkvæmdanefnd lands-
mótsins vonast eftir mikilli
gestakomu, sem reyndar má
fastlega gera ráð fyrir, verði
veður hagstætrt. Nóg svæði er
þarna fyrir tjaldstæði og kom
ið upp ágætis hreinlætisað-
stöðu.
- FRAKKLAND
Framhald af bls. 1
hélt á brott, en var sagður
brosleitur og hressilegur.
Tæpri klukkustund síðar
kom Couve de Murville til
hallarinnar, og að fundi
þeirra de Gaulle loknum, var
tilkynnt að hann hefði orðið
við tilmælum forsetans um
að mynda nýja ríkisstjórn.
I bréfi de Gaulle til Pompidou
fer forsetinn hlýjum þakkarorð-
um um starf hans í þágu frönsku
þjóðarinnar. Hann kveðst verða
við beiðni Pompidou um að
leysa hann frá embætti, en hann
geri það með hryggum huga.
Hann kveðst harma mjög a'ð
missa svo mætan mann úr em-
bætti forsætisráðherra, og aldrei
hafi blettur né hrukka fallið á
feril Pompidou, og þegar erfið-
leikar hafi ste'ðjað að, hefði
hann jafnan brugðið við af skyn
semd og karlmennsku. Síðan
sagði de Gaulle, a*ð hann vænti
þess, að Pompidou yrði jafnan
reiðubúinn að taka að sér hvert
það verkefni, sem þjóðarhagur
krefðist hverju sinni. Bréf Pom-
pidou til de Gaulle hefur ekki
verið birt í heild, en NTB-frétta
stofan hefur það fyrir satt, að
það hafi verið mjög formlegt og
ópersónulegt.
Georges Pompidou hefur gegnt
embætti forsætisráðherra í Frakk
landi lengur en nokkur núlifandi
stjórnmálamáður, eða frá því 14.
apríl 1962.
AP-fréttastofan telur, að ráð-
herralistinn nýi muni ekki verða
birtur fyrr en á morgun.
- LAXASEIÐI
Framhald af bls. Z4
kr. Landbúnaðarráðuneytið fyr-
irskipaði ekki niðurskurð á seið
uniu.m, en þeir ákváðu að taka
tapið á sig og skera niður.
Um sjúbdóminn í seiðunum
sagði Axel, að farið hafi að bera
á því að seiðin byrjuðu að drep-
ast fyrir alvöru upp úr miðjum
apríl, en aðeins í því elidishúsinu,
sem rekið er með árvatninu. í
hinu er vatnsveituvatn. Teija þeir
Arinbjörn Kolbeinsson og Páll
A. Pálsson dýralæiknir, sem voru
beðnir um að rannsaíka seiði, að
þarna kunni að vera á ferð svo-
kalaður „kidney deseas“, sem er
litt kunnur í heiminum, en helzt
vestan ha£s. En baktería þessi
þrífst bezt í kulda. Hefur ekki
orðið vart við þennan sjúkdóm
hér fyrr. Þess ber að gæta að
vart hefur orðið áður við mikinn
seiðadauða hér, en ekki fyrr ver-
ið gengið jafn hart eftir að reyna
að finna orsökina. Sjúkdómurinn
getur boTÍzt eftir tveimur leiðum,
annars vegax með j arðvegsbakt-
eríuim, hins vagar með eriendum
húsdýraáburði. Og ber þá að hafa
í huga að bera tók á veikinni
eftir flóð’n miíkliu í Eliðaánum,
þegar vatnsmagn skolaði af ölLu
svæðinu upp að Lögbergi, þar
sem eru rotþrær, og hvers kyns
óþverri. Þróunartámi veikinnar
mun vena lMs—3 mán.
Annars sagði Axel að það sem
um þetta er vitað hljóti að meira
eða minna leyti að byggjast á
getgátum, þax sem hér sér eng-
inn sérfræðingur, sem hafi að sér
grein fenskfisiksýkla. Og hefði
veiðiimálastjóri einmitt talið nauð
synlegt með vaxandi eidiisstöðv-
um að fá slíkan. ELdisstarf reynd
ist víðast vera hernaðux gegn
sýklum, þar sem baráttan við
einn tekur við um Leið og unnið
er á öðrum. Erlenidis er stundum
komið upp dýrum vatnssíum,
sem kosta hundruð þúsunda og
milljónir, þegar eldisstöðvar
standa við menguð vötn.
Axel sagði, að tekin hedði ver
ið endanleg ákvörðun um að
slátra þeim seiðum, sem eftir
voru, eftir að PáLl A. Pálsson yfir
dýraLæknir hafði gert tilraunir
með að gefa seiðum súlfalyf, en
það ekki reynzt nægiLega vel. Við
rnegum ekiki eiga neitt á hættu
uim þetta í framtíðinni. Það er
hvorki okkur í hag né öðrum,
sagði Axel. Þess vegrna vonumst
við nú tiil að fá ferskt vatn í
stöðina í stað árvatnsins. Hún er
svo fullkomin að ölilu öðru leyti
en þessu.
- BREVIS
Frambald af bls. 24
Staðarstað, var við nám í
Hafnarháskóla er Brevis
Couve de Murville
forsætisráöherra
MAURICE Jacques Couve
de Murville, hinn nýi for-
sætisráðherra Frakklands er
maður sem á að baki langan
og glæsilegan opinberan
starfsferil. Hann starfaði að
opinberum fjármálum á ár-
unum 1930-1940 og þótti frá-
bær sem slíkur. Eftir heims-
styrjöldina síðari hófst glæsi
legur diplómatískur starfsfer
ill, er hann gegndi sendi-
herrastörfum í Kaíró, Wash-
ington og siðar Bonn, þar til
að hann fyrir tíu árum tók
við embætti utanríkisráð-
herra og hélt því starfi þar
til 31. maí s.l. er hann tók
við embætti efnahags- og fjár
málaráðherra og svo nú sex
vikum síðar við næst æðsta
embætti þjóðarinnar.
Couve de Murville er kom
irun af virðulegri Húgenotta-
fjölskyldu sem rekur störf í
þágu hins opinbena iangt
aftur í ættir. Honum er lýst
sem einstaklega þolinmóðum
og róiegum manni, sem búi
yfir fullkomiinini sjálfsstjóm.
Hann er þó sagður eiga erf-
itt með að þoia menn sem
standa honum miklu neðar í
gáfnastiganum og þegar slík-
ir menn spyrja óviðkomandi
spurninga er hann sagður
snúa sér að þeim og segja í
fullri kurteisi en meS ís-
fculda, „Ég skil ekkeirt í því
sem þér eruð að reyna að
segja“.
Honum hefur að útliti ver-
ið lýst sem frjálslyndum
brezhum lávarði sem kemur
í Lávarðadeildina til
að greiða atkvæði þegar það
stangast ekki á við skytterí
|ians. Couve de Murville
er maður hár og gnamnvax-
inn en gengur nokkuð lotinn.
Harrn klæðizt að brezkum sið,
er íhaldssamur í vali háls-
binda og notar hrezkar sáp-
ur og regnhlífar. Hann taLar
ensku eins og innfæddur.
Þegar De Gaulle kvaddi
Couve, eins og hann er venju
lega kallaður, heim til að
taka við emhætti utamæíkis-
ráðherra kom val hams mjög
á óvart, því að margir aðrir
voru taldir líkiegri. Góð rök
lágu þó fyrir vali De Gaull-
es, því að hann þarfnaðist
manns eins og Couve de Mur-
Couve de Murville
ville í embættið, manms sem
hafði til að bena háttvísi,
hæfni, minni og hollustu.
Honum var lofað að hamn
fengi að helga sig starfi sinu
óháður öllu pólitísku bram-
bolti.
Couve de Murville hefur
þótt frábær utanríkisráð-
herra og hefur hann átt stór
an þátt í ýmsum mikilvægum
ákvörðum Frakka á sviði
alþjóðamála og það er hann
sem stýrt hefur Frakklamdi á
sporbnaut hlutleysis milli
auisturs og vesturs.
Sú saga er sögð að eitt
sinn hafi þeir De GauUe og
Krústjev, sem þá var forsæt-
isráðherra Sovétríkjianna, set
ið að tali og rætt um utan-
ríkissráðherra sína.
Sagan segir að Krústjev
hafi sagt við De Gaulle,
„Grómýkó er utanríkisráð-
herra, sem ég gæti sagt að
setjast á íshnullung og hann
myndi sitja þar til ísiran væri
bráðnaður". Þá sagði De
Gaulle, „Ef ég skipaði Couve
að setjast á íshnulliung, myndi
ísiiran alls ekki bráðraa".
Couve de Murville er mað-
ur heimakær, en rólegt er nú
orðið á heimili hans, þar sem
dæturnar þrjár eru allar gift
ar. Kona hans er Jacqueline
Schweisguth og er banka-
stjóradóttir.
—
Commentarius kom út. Hann
orti annað latnska kvæðið til
Arngríms, sem hér er prentað.
Nafn Guðmundar er skrifað á
eintak þetta með hendi Arn-
gríms (að þvi er mér sýnist).
Er iíklegt að Arngrímur hafi
gefið Guðmundi eintakið um
leið og bókin kom út, eða um
leið og Arngrímur sigldi heim
til fslands þá um vorið. Lík-
lega hefur eintakið verið í
eign Guðmundar þar til hann
dó árið 1647.
Ég fékk eintakið vorið
1940 hjá Guðmundi Gamalíels
syni, bóksala í Reykjavík. Var
það illa innbundið og band
Skipuð læknis-
þjónnstnnefnd
BORGARRÁÐ hefur tilnefnt
borgarlækni formann læknisþjón
ustunefndar, en það er sú nefnd
er framfylgja skal tillögum um
læknisþjónustu í bænum, sem
samþykktar voru í borgarstjórn.
Einnig var samþykkt að óska
eftir því, að Læknafélag Reykja-
víkur og Sjúkrasamlag Reykja-
vikur tilnefni sinn manninn
hvort.
nær ónýtt. Jón Sigfússon, þá
húsmaður á Miklabæ (nú
1954 bóndi í Hallandnesi)
batt eintakið fyrir mig. —
Þorsteinn M. Jónsson“.
Kosygin tU
Svíþjóðnr
Stokkhólmi, 10. júlí. NTB.
ALEXEI Kosygin, forsætisráð-
herra Sovétríkjanna, kemur í
þriggja daga opinbera heimsókn
til Svíþjóðar á morgun. Það er í
fyrsta skipti síðan Krústjoff kom
þangað árið 1964, að leiðtogi Sov-
étrikjanna kemur í heimsókn
til Sviþjóðar. Með Kosygin verð-
ur eiginkona hans og ýmsir hátt-
settir sovézkir embættismenn.
Gert er ráð fyrir að meðal
þeirra mála, sem Kosygin og Er-
lander, forsætisráðherra Sví-
þjóðar, muni ræða verði samning
urinn um bann við frekari dreif-
ingu kjarnorkuvopna, viðskipta-
mál, hlutlaust svæði við landa-
mæri Finnlands og Noregs með
meiru. Búizt er við, að ýmsir and
sovézkir hópar reyni að stofna
til mótmælaaðgerða meðan Kosy
gin dvellst í Svíþjóð.