Morgunblaðið - 11.07.1968, Qupperneq 24
AU6IYSINGAR
SÍMI 2S*4*8D
FIMMTUDAGUK 11. JULÍ 1968
RITSTJÓRIM • PREIMTSMIÐJA
AFGREIÐSLA-SKRIFSTOFA
SÍMI 10«100
Sæsímastrengurinn tii
Skotlands kominn í lag
Sæsímastrengurinn til Evrópu,
Scotice, er nú aftur starfhæfur,
en gert var við hann um kl. 9
á mánudagskvöld. Hafði komið
skip þangað kvöldið áður og tók
viðgerðin einn sólarhring.
Geysilegur munur er fyrir tal
símasambandið til útlanda að fá
strenginn í lag, þar sem streng-
urinn til Kanada er enn slitinn,
þó þetta bjargaði.st furðanlega
vel með radiosambandi, meðan
báðir voru úr lagi, að því er
Aðalsteinn Norberg tjáði okkur.
Icecan strengurinn er slitinn
við Grænland. Þar bíður alltaf
viðgerðarskip, sem einnig er ís-
brjótur, en kemst ekki að staðn-
um vegna hafíss.
Hesthúsaeigendur
fá nýjan stað
Hestaeigeindur þeir, sem hafa
haft hesta sína í hesthúisum í
tveimur umdeildum hverfum við
Elliðaámar, svokölluðum „Stan-
leyville“ skammt ofan við efri
brúna og svokölluðum „Karde-
niommubæ“ nokkru ofar, munu
mú eiga að fá aðstöðu til að
byggja yfir hesta sínia austan
við efri hesthús Fáks, sem
standa uppi í brekkunni ofan
Kjorvolssýn-
ingin enn
frumlengd
í GÆBKVÖLDI var ákveðið |
að framleingja enn Kjarvals-
sýningunni í Listamannaskál-
anum, en hana hafa 50 þús.
manns séð. Verður sýningin
opin til sunnudagskvöldsins
’ 14. júlí kl. 10—22. Keyptar
hafa verið sýningarskrár með
happdrætti fyrír á 8. hundrað
þúsund krónur.
við brúna. Mun ætlunin að þeir
fái að byggja ný hesthús eða
flytja hesthús sín, sem til þess
eru hæf.
Sendiherra Islands í Moskvu, Oddur Guðjónsson, undirritar samninginn um bann við frekari
dreifingu kjarnorkuvopna, sem Bandaríkjamenn og Rússar gerðu nýlega með sér, en nú hafa
40—50 önnur ríki einnig undirritað þennan samning. Tass-mynd.
Ekkert land fyrir fé á Reykjavíkursvæðinu
Fjárhald ekki leyft í Hólmsheiði vegna
vatnsbóla Reykjavíkur
Fjáreigendum í Reykjavík hef
ur verið gert að fara með fé sitt
af fjárhúsasvæðinu í Blesugróf-
inni, en í fyrra var ákveðið að
reyna að koma þeim i sum
ar fyrir í Hólmsheiðinni. Þá kom
fram að slíkt m'Undi vafasamt
vegna vatnsvirkjunar við Bull-
augun. Var vatnsveitustjóra og
Jóni Jónssyni, jarðfræðingi, þá
falið að kanna þetta mál, og á
síðasta borgarráðsfundi skiluðu
þeir álitsgerðum, þar sem þeir
ðllum laxaseiðunum eytt og
eldistöðln sótthreinsuð
ÖLLUM þeiim laxaseiðum, sem
eftir voru í eldishúsi Stangaveiði
félags Reykjavíkiur við Elliðaárn
ar hefur verið eytt og þau brennd
og unnið er að því að sótthreinsa
alla stöðina, vegna sjúkdóms sem
kiomst í seiðin í vor. Upphafiega
vo.ru í þessari eldilsstöð 13 þús.
seiði, sem tóku að drepast í april
og voru loks á 5. þúsuind þa.u
siðustu drepin. Engin af seiðun-
um haifa farið úr stöðinni í ár, en
hún fékk þau seiði er hún þuxfti
að útvega samkvæmt sa.mnmgi
f.rá eldisstöðinni í Koillafirði, að
því er Axeil Aspelund tjáði Mbl.
í ,gær.
Eftir sótthreinsunina á
sjúkdiómur að vera algenlega úr
sögunni í iklakstöðinni og voniir
standa til að fá aðeins vatnsveitu
vatn í hana nú. Málið hefur ver-
ið tekið föstum fötoum, og ekto-
ert til sparað. Stangaveiðimenn
telja að hvert seiði kosti nú 25
Framhald á bls. 23
telja ekki forsvaranlegt að leyfa
aðstöðu til fjárhalds í Hólms-
heiði vegna fyrirhugaðra vatns-
bóla borgarinnar. Og með tilliti
til þess, telur borgarráð ekki
unnt að leifa fjárhald á neinu
svæði í Hólmsheiði.
Áður var búið að samþykkja
að banna með öllu sauðfjárhald
í Reykjavík, en nauðsynlegar
undantekningar eru þó á því, a.
m.k. fyrst um sinn á lögbýlum í
Reykjavíkurlandi, en þessi lög-
býli eru Gufunes, Engi og Reyn
isvatn.
Eftir að neikvæðar niður-
stöður vatnsveitusitjóra og Jóns
Jónssonar, jarðfræðings, eru
fengnar um fjárhald í Hólms-
heiði, treystir borgarráð sér ekki
til að benda á neitt land fyrir
sauðfjárhald á Reykjavíkur
svæðinu.
Akveðinn niðurskurö-
ur á búfénaði
— a
Rútsstöðum og Akri í Eyjatirði
AKUREYRI, 10. júlí
var tekiin ákvörðun
og
— í daig
jm niður-
íslenzkur mnður d Brevis Gomm-
entorius — líklegu með nritun
Arngríms laerðn
1
í MBL. var fyrir nokkrum
dögum sagt frá því, að í til-
efni af fjögra alda afmœlli
Arngríms lærða hafi Endur-
prent s.f. sent frá sér aðra
bókina í bókaflokkruum íslenzk
rit í frumgerð, sem sé eitt
varnarrita Arngríms lærða,
sem gefið var út á latínu og
nefndist Brevis Commentarius
De Islandis 1654.
Mbl. hefur nú frétt, að Þor-
steinn M. Jónsson eigi eintato
af Brevis Commentarius, að
öllum líkindum með hendi
Arngríms til séra Guðmundar
Einarssonar. Leyfði Þorsteinn
Morgunbiaðinu að taka mynd
af titilblaðinu á eintaki hans,
og birtist myndin með þess-
ari fréttagrein. Þorsteinn
skrifar á saurblaðið árið 1054:
„Guðmundur Einarsson, sem
um skeið var skólameistari á
Hólum og lengi var prestur á
Framhald á bls. 23
skurð allra gripa og ha&nsna á
bæjunum Rútsstöðum og Akri í
Eyjiafirði og verður þeim öllum
slátirað á morgun. Jóhann Þor-
kelsson, héraðslæknir og Ágúst
Þorleifsson, dýralæknir, miumu
hafa umsjón með slátmininni og
sjá um að tryggilega verði geng-
ið frá skrokkunum, svo að eng-
in ismithætta stafi af þeim.
Fjölmörg sýni eru nú í athug-
un, bæði frá mönnum og dýrum,
einkum hænsnum og öndum.
Eininig hafa verið rannsökuð
flýni af ýmsum fóðurvörum, en
ekke<rt nýtt tilfelli hefur fund-
izt og yfirleitt ekkert, sem bent
getur til þess hvar upptaba
taugaveikibróðurins er að leita.
Leitinni verður þó haldið áfram
linnuiaust og einskis látið ó-
freistað til að hefta frekari út-
breiðslu veikinnar og grafaet
fyrir um uppruna henmar. —
Sv.P.