Morgunblaðið - 11.07.1968, Side 10

Morgunblaðið - 11.07.1968, Side 10
10 MORGU'NBLAÐK), FIMMTUDAGUR 11. JULf MawHwawii .Nefið er mjög mikilvaegt' sagði Leonhard, kjötmetill. INNARLEGA í Hvalfirði vest anverðum leggur reyk txl himins að sumarlagi, og veg- farendur flýta sér að loka gluggunum. Þar er Hvalstöð- in. Sumir hafa furðað sig á því, að íslendingar geti ekki grætt peninga öðru vísi en framleiða vonda lykt um leið, en kannski sýnir það einung- is hið rétta innræti auðsins. En við ætluðum ekki að fara að ræða um það, heldur skoða Hvalstöðina og sjá, hversu gengið er til verka þar. Þegar við komum, var Hvalur VII að koma að landi með tvær langreyðar. Þetta voru mjög vænir hvalir og við spurðum verkstjórann á planinu, Þóri Þorsteinsson, hvernig veiðin hefði verið í sumar. „Hún hefur verið nokkuð góð, ja, að vísu er ekki eins mikið veitt og í fyrra, enda byrjað miklu seinna, en hval- irnir eru mjög vænir. Við er- um búnir að fá þrjá yfir 70 fet og þessir eru áreiðanlega yfir 60 fet.“. Og það var farið að hífa hvalina að slippnum og Hvai- ur VII lagði frá. Þeir hafa litla viðdvöl, taka vistir og koma hvölunum af sér. Síð- an er haldið á miðin. Það er líka langt að fara, hvalirnir halda sig yfir leitt í 150 til 200 mílna fjarlægð frá landi, en fyrir getur komið, að sækja verði allt að 240 til 280 mílur. Hvalirnir eru komnir í slippinn og strákarnir fara að lása í. Þeir bregða vírstroffu, sem er vafinn kaðli, urn sporð hvalsins og lása henni síðan í vír, sem er að gildleika eins og úlnliður á ungri konu. Síð- an er híft. Spilið er knúið gufu, eins og öll tækin á plan- inu, og mér var sagt, að það gæti lyft allt að 150 tonnum í lóðréttu átaki. Stundum kemur fyrir, ef illt hefur ver- ið í sjó, að sporðurinn er skaddaður, og þá verður að bregða keðju að auki á hval- inn. Fyrir getur og komið, að sporðurinn slitnar, meðan ver ið er að draga hvalinn upp slippinn, og þeytist hann þá niður. og langt út á sjó, ef flæði er. Flensararnir standa á slipp- Þórir Þorsteinsson, verkstjóri. um. Þeir heita Ágúst Eiríks- son, þrítugur bóndasonur úr Skorradal, og Jón H. Magnús- son, sem varð stúdent í vor og er einn af fremstu hand- bakið, en hinn á rengið, jafn- óðum og hvalurinn rennur upp fyrir slippbrúnina. Víramað- urinn er búinn að draga fram flensivírana, og þegar flens- ararnir eru búnir, setur hann ' keðju á spikið og kubba í rengið og svo er híft af. Þór- ir mælir hvalinn; hann er 65 fet. Gústi er með rengið. Jón er byrjaður að skera fyrir kjötinu, og Gústi tekur kjálk- ann og annað skíðið. Er þá til búið undir kjöttöku. Kjötið er híft af með bómu og inn í kjöthús og þar er það skorið smærra. Þegar því er lokið, er hvalnum snúið, og þá tek- ur Gústi spikið af sín megin og sker fyrir kjötinu, en Jón sker magálinn, losar bringu- beinið frá, tekur skíðið og síð- arlegt ‘eins og að vera latur. Sigurður sagði, að mestu skipti, að vel bíti, smáskarð gerði hnífinn yfirleitt óbrúk- anlegan sæmilega skynsömum mönnum, en til væru auðvit- að streðarar, sem ekki gerðu mun á góðum hníf og vond- um. Frá kjöthúsinu fór kjöt- ið niður rennu og á færibönd- Það er mikið vandaverk að vera blóði sínu. knattleiksmönnum okkar. Mér var sagt, að Ágústi biti bezt á plani, en hann vildi lítið segja um það sjálfur. „Ég veit það ekki, hvort það bítur betur hjá mér. Menn verða bara að passa sig á að setja ekki í bein eða sprengjubrot". Hvalurinn liggur á hliðinni, þegar hann er dreginn upp, og flensararnir munda hníf- á hvalskytta. Hér er skotið riðið af, og hvalurinn byltir sér í Friðrik Sigfússon var á vírunum og hér ýtir hann einum kjöt- bitanum inn í kjöthús. (Ljósm. Colombo) an hausinn. Síðan fer kjöttak- an fram á sömu leið, og að lokum eru síðurnar limaðar frá hryggnum, síðubitarnir teknir, en hryggurinn ásamt síðum og innyflum hífður upp eftir planinu. Flensingin tekur yfirleitt einn og hálfan til tvo tíma, en ef flensiliðið er samæft og flensararnir eru í góðu skapi, geta þeir verið fljótari, og dæmi er til um, að 65 feta hvalur hafi verið flensaður á fjörutíu og fimm mínútum. Við fórum inn í kjöthúsið, eða barbaríið, eins og það er stundum nefnt, og þar voru kjöthúsmennirnir löðursveitt- ir að skera kjötið niður. Sig- urður Helgason, stúdent úr Kennaraskólanum, rennir hnífnum fram og til baka, eins og ekkert væri fyrir, en íhaldsmaðurinn, sem tekur bitana frá og heldur í himn- una, sem er á kjötbitunum, varð að keppast við til að hafa undan. Kjöthúsliðið legg ur yfirleitt metnað sinn í að hafa undan, og flensararnir reyna hins vegar á móti að salla bitunum svo hratt inn, að það safnist fyrir. Svona gengur vinnan á planinu; menn reyna að ljúka sínu verki eins fljótt og hægt er, og ekkert þykir eins skamm- Hnífurinn rennur í gegnum kjötið eins og vatn. Ágúst Eiríksson flensari, ristir fyrir kjötinu uppi á hvalnum. „Kjötmetilsstarfið er fólgið í því“, sagði Leonhard, „að hafa eftirlit með kjötinu og ákveða í hvaða flokk það eigi að fara í manneldi, dýrafóður eða í súpuna, svo og að fylgj- ast með því að strákarnir skeri vel úr himnunni. Yfir- leitt reynir lít'ið á þetta, en svo kemur hvalur og hvalur, þar sem vera þarf vel á verði“. „Og eftir hverju er metið?“ „Manneldiskjötið er tekið af smæstu hvölunum, þ.e. ef þeir eru minni en "55 fet. Þó kemur fyrir, að tekið er af að- eins stærri hval. Vanda þarf mjög alla meðferð og aðeins eru teknir beztu hryggjarbit- arnir. Mest af kjötinu fer í dýrafóður, en það sem ekki er nothæft í það, er sett í súp- una og unnið úr því kjötkraft ur. Annars skiptir a'ldur kjöts ins miklu máli, hvort það sé farið að súrna, og sé það feitt, súrnar það fyrr. Þá er venju- lega verra kjöt af mjög stór- um hvölum. Einnig þarf að að gæta, hvort einhver æxli séu eða skemmdir vegna skots- íns . „Nefið er mjög mikilvægt". bætir Leónhard við „og þýð- ingarmikið að það sé næmt og öruggt“. um niður í kæli og þar er það hengt upp. Eru bitarnir yfir- leitt 10 til 20 kíló. í kjöt'húsinu hittum við Leonard I. Haraldsson kjöt- metil staðarins, en sjálf- ur segir hann, að embættis- heitið sé inspector carnis. Jón H. Magnússon sker fyrir kjötinu. „Verður þú þá ekki stund- um þreyttur í nefinu?" „Jú, jú. Stundum verð ég gífurlega þreyttur í nefinu eins og allir skilja, og þá er mikið atriði að taka í nefið, við það verður maður eins og nýsleginn túskildingur Kjötmetillinn er líka eins konar læknir staðarins. Ég hef eftirlit með heilsugæzlu og hreinlæti, en yfirleitt koma ekki upp neinir alvarlegir sjúkdómar. Ég glími aðallega við hálsbólgur og smápestir, Framhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.