Morgunblaðið - 11.07.1968, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 11.07.1968, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JTJLT 1908 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstj órnarf ulltrúl. Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald kr 120.00 I lausasölu. Hf Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjöm Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 7.00 eintakið. HVAÐ VILL ÆSKAN? í síðustu mánuðum hafa menn mjög velt fyrir sér áhugamálum og hugsjónum hinnar nýju og ungu kyn- slóðar, sem er að vaxa upp í heiminum. Þetta er eðlilegt, í Ijósi þess umróts, sem stúdentar um gjörvalla Ev- rópu, vestan og austan járn- tjalds stóðu að og hafði nær leitt til byltingar í Frakk- landi og Tékkóslóvakíu. Þá hefur það og vakið athygli í undirbúningi að forsetakosn- ingunum í Bandaríkjunum, að æskan þar í landi virtist fylkja sér fyrst og fremst um þá tvo frambjóðendur í demókrataflokknum, áem kröfðust róttækra breytinga á þjóðfélaginu og stefnu Bandaríkjanna í heimsmál- um. Hér á íslandi eru einnig nýafstaðnar forsetakosningar og engum blöðum er um það að fletta, að æskan lét þar mjög að sér kveða. En hvað vill þetta unga fólk? Fyrir hverju er það að berjast? Þeirri spurningu er vandsvarað og henni hefur hvergi verið svarað svo full- nægjandi sé, líklega fyrst og fremst af einni ástæðu. Unga fólkið sjálft gerir sér ekki fulla grein fyrir því, hvað það vill. En þó er sýnilegt, að æskan vill losna úr þeirri sjálfheldu, sem heimurinn lenti í við lok síðustu heims- styrjaldar. En þar er margs áð gæta. Það hefur t.d. reynzt mjög erfitt að brjóta til mergjar orsakir stúdentaóeirðanna í Þýzkalandi, Frakklandi, Italíu, Júgóslavíu og Pól- landi. En það er þó ljóst, að stúdentaóeirðirnar í þessum löndum eru ekki sprottnar af einu og sömu rót. Svo virtist um tíma, að Frakkland ramb- aði á barmi borgarastyrjald- ar og þjóðin stæði með stúd- entum í andstöðu gegn de Gaulle en lýðræðislegar kosningar sýndu annað. Sjúk dómseinkenni sögðu því rangt til um ástand sjúklingsins. Þær eiga sér ólíkar orsakir og raunar er það eitt sameig- inlegt með stúdentum í þess- um löndum, að þeir hafa kom ið á alvárlega ástandi í lönd- um sínum, síðan skilja leiðir. En hvað vill unga fólkið á Islandi? Það er líklega jafn erfitt að svara þeirri spurn- ingu og að skilgreina stefnu og markmið stúdentanna í Evrópu. Þess ber þó að gæta að ís- lenzk æska hefur sýnt, að hún hefur þá ábyrgðartilfinningu til að bera sem ungt fólk í mörgum öðrum löndum hef- ur ekki. Þeir sem fylgzt hafa með þjóðmálahreyfingum innan skólanna sl. áratug eða svo, gera sér þó grein fyrir því, að hið pólitíska kerfi í land- inu, eins og það er nú upp- byggt og stofnanir þess í sinni núverandi mynd, þ.e. stjórnmálaflokkarnir virðast ekki laða að sér unga fólkið sem hefur vaxið upp á þessu tímabili. Á þessum árum hef ur sú hreyfing sífellt orðið sterkari meðal nemenda í skólum, að hafa lítil afskipti af starfsemi stjórnmálaflokk- anna. Þess í stað hefur verið vaxandi áhugi á menningar- málum, eins og glögglega hef ur komið fram í þróttmikilli og öflugri menningarstarf- semi margra skóla. Þetta bendir tvímælalaust til þess, að stjórnmálaflokk- unum og forustumönnum þeirra hafi ekki tekizt nægi- lega að móta störf sín og stefnu í samræmi við hug- sjónir nýrrar kynslóðar. Og mundu ekki úrslit forseta- kosninganna hér á landi gefa til kynna nokkra óánægju æskunnar með hið pólitíska kerfi, eins og það er nú. En þótt hin uppvaxandi kynslóð íslendinga sé óánægð með það sem fyrir er, er ekki þar með sagt, að hún geri sér grein fyrir hvað hún vill í staðinn og er það ekki ein- mitt hlutverk víðsýnna og framfarasinnaðra stjórnmála manna að beina hugum æsk- unnar inn á jákvæðar braut- ir, að vinna að breytingum á stjórnmálakerfinu í landinu, sem leiði til þess, að æskan vilji taka virkari þátt í starf- semi þess og móta þar með framtíð íslands í samræmi við þær hugsjónir, vonir og drauma, sem hún mun smátt og smátt gera að veruleika eins og allar aðrar kynslóðir á undan henni. ÁFENGISNEYZLA Á ÚTISAMKOMUM að bregður við á hátíðum okkar íslendinga, þar sem margt er um manninn, að einstaka aðilar spilla skemmt un annarra með drykkjulát- um og öðrum óskunda. Jafn- fram þessu valda þessir aðil- ar því, að óorð og ómenning- arbragur kemst á hátíðahöld, sem raunar fara fram með mestu prýði og eru aðstand- endum þeirra í alla staði til sóma. Á næstunni halda Vest mannaeyingar sína þjóðhátíð, \VSS>J UTAN ÖR HEIMI Dagbók „Che" gefin út EFTIR FENTON WHEELER Á mánudaginn var hófst í Havana á Kúbu dreifing á dagbók skæruliSaforingjans ,,CHE“ Guevara, og hefur hún að sjálfsögðu vakið mikinn fögnuð meðal margra fylgis- manna þessa fallna „leiðtoga" Fidel Castro segir, að forseti Bólivíu og yfirmaður herliðs landsins hafi skipulagt af- töku Ches eftir að hann var handtekinn og hafi tveir drukknir hermenn verið látn ir taka hann af lífi. Það er Castro sjálfur, sem skrifar formála að dagbók CHES og hann segir þar að æðstipresturinn í röðum bóli- vanskra kommúnista Mario Monje hafi unnið gegn CHE og beitt hann brögðum nveð því að senda honum þjálfaðar hersveitir undir þvi yfirskini að þær ætluðu að ganga í lið með skæruliðaflokkunum. Eftir að Guevara náðist, munu bólivanskir embættis- menn hafa klófest dagbók- ina, en þar er ítarlega fjall- að um hernaðartækni Gue- vara og manna hans, sem höfðu það að markmiði að gera Suður-Ameríku að öðru Vietnam. Á Kúbu er sagt, að hátt- settir stjórnarmenn hafi feng- ið í hendur ijósprentun af bókinni og hafi Castrosinnar innan hers Bólivíu annazit verkið og komið því áleiðis til Kúbu. í Bólivíu hefur forsetinn Barrientos deilt á kúbönsku útgáfuna og sagt að hún virð- ist gerð í því augnamiði að koma í veg fyrir áform Bóli- víumanna til að gefa dagbók- ina út í sinni réttu mynd. Ekki er talið að neinar nýj CHE Guevara ar né tiltakanlega merkar upp lýsingar komi fram í dagbók- inni. Fidel Castro heldur því fram að Barrientos og fylgi- fiskar hans hafi með köldu blóði svikið CHE og látið taka hann af lífi án dóms og laga. Castro segir m.a. CHE barðist til hins síðasta, en riffill hans var eyðilagður og hann hafði engin skot í byss- unni Þetta er skýringin á því hvernig það mátti verða að þeir næðu honum lifandi, hann hafði hlotið slæm sár á fótum og gat ekki gengið hjálparlaust. Þessi sár voru hins vegar ekki banvæn. Hann var síðan tekinn hönd- um og lifði næstu 24 klukku- stundirnar. Hann sagði ekki orð við verðina sem gættu hans og drukkinn hermaður sem ætlaði að sýna honum ruddaskap fékk vel úti látið kjaftshögg. Meðan þessu fór fram áttu Barrientos og helztu ráðgjafar hans fund með sér í La Paz og ákváðu þar að láta myrða hann. Þeir höfðu hlotið bandaríska þjálfun og kunnu því val fyrir sér. Síð- an var tveimur drukknum her mönnum skipað inn í klefann þar sem hann var í gæzlu og skipað að skjóta hann. CHE horfði óttalaus á banamenn sína og sagði „Óttist eigi. Skjótið". Frá New York berast þær fréttir að bókaútgáfufyrirtæk ið Stein og Day hafi fengið útgáfurétt á þeirri útgáfu dag bókarinnar, sem yfirvöld í Bólivíu segja að sé hin eina rétta. Væringar með ís- raelum og Aröbum þangað streymir ef að líkum lætur fjöldi fólks hvaðanæva af landinu, ungir sem gamlir. Bæjarráð Vestmannaeyja- kaupstaðar hefur nú farið fram á það við dómsmála- ráðuneytið, að eftirlit verði haft með vínbirgðum fólks sem sækir þjóðhátíð Vest- mannaeyja úr landi og á það sérstaklega við um unglinga. Með þessum ráðstöfunum vilja Vestmannaeyingar stemma stigu við vaxandi áfengisneyzlu á þjóðhátíð þeirra. Áfengisneyzla, ekki sízt ungl inga, á slíkum útisamkomum er jafnan mikið vandamál, og nánast útilokað að koma algjörlega í veg fyrir hana. En með nógu ströngu eftir- liti á þó að vera hægt að tak- marka hana svo, að það setji ekki blett á slíkar samkomur. Þess vegna ber að fagna því, að forráðamenn Vestmanna- eyjakaupstaðar hafa nú grip- ið til þessara aðgerða, og von andi verður það til þess að þjóðhátíðin fari fram með sóma og glæsibrag. Tel Aviv, Beirut, Kairo 9. júlí AP. NTB. SKÝRT var frá því í Tel Aviv I dag, að ísraelskt stórskotalið hefði gert árásir á borgina Suez á mánudagskvöld, eftir að Egypt ar höfðu byrjað skothríð á ís- raela. Talsmaður ísraels sagði, að vopnaviðskipti hefðu staðið í þrjár klukkustundir, en nú væri allt með kyrrum kjörum á ný. Frá Kairo berast þær frétt- ir, að allmargir óbreyttir borgar ar hafi fallið, meðan stóð yfir viðureign ísraelska og egypskra skriðdreka á mánudag. f orðsend ingunini frá Kairo segir, að ís- naelar hafi byrjað skothríðina og Egyptar svarað í sömu mynt. Á nokkrum stöðum öðrum kom til átaka í gær, m.a. skiptust fsraelar og Jórdanar á skotum við ána Jórdan og að venju kennir hvor aðilinn hinum um að hafa átt upptökin. Blað eitt í Líbanon, „Massa“, segir í dag, að Johnson Banda- ríkjaforseti beri ábyrgðina, ef stríð skellur á aftur fyrir botmi Miðjarðarhafs, vegna þess að Bandaríkjamenn hafi sent ísrael- um miklar birgðir af „Hawk" eldflaugum. Ýms blöð í Araba- löndunum fara einnig hörðum orðum um þessar fjandsamlegu ögranir Bandaríkjamanna í garð Arabaþj óðanna. • —-------» ♦ »--- Hjartagræðsla í T ékkóslóvakíu Bratislava 9. júlí AP. FYRSTA hjartagræðsla, sem hef ur verið gerð í Austur-Evrópu var framkvæmd í Bratislava í Tékkóslóvakíu í dag. Dr. So- biesky við skurðlæknideild há- skólans í Bratislava stjórnaði að gerðinni. Samkvæmt tilkynningu dr. So- biesky gekk flutningurinn sam- kvæmt áætlun, aðgerðin tók 3 stundir og hjarta'þeganum leið eftir vonum. Ekki hafa verið birt nöfn þega né gefanda. f gær hinn 11. júlí var upplýst að sjúklingurinn væri látinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.