Morgunblaðið - 11.07.1968, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 19«S
Halldór Jónsson
frá Mjósundi - Kveðja
Faeddur 11. 12. 1886.
Dáinn 31. 5. 1968.
HALLDÓR Jónsson var fæddur
og alinn upp á Mjósundd í Vill-
ingaholtshreppi, hjá foreldrum
sínium, Alexíu Guðmundsdóttur
og Jóni Jónssyni, bónda þar.
Föður sinn missti Halldór af slys
förum, og var það lanigt fyrir
mitt minni. Móðir hans lifði
miklu lengur, man ég hana og
reyndi af öllu hinu bezta. Það
verður aldirei of þakkaður hinn
góði jarðvegur, sem sú glæsilega
kona bjó börnum og fósturbörn-
um sínum. Gott heimili var sem
skóli á þeim tíma, þegar Halldór
var að alast upp. Þá gætti frek-
ar áhrifa foreldranna en nú, þar
sem unglingarnir voru oftast
miklu lengur í föðurhúsum. Þeg-
ar Halldór var þrotinn að minni,
mundi hann þó fullt nafn móður
sinnar og fannst hún vera hjá
sór.
Styrkar rætur standa oft
djúpt og vinna að sköpun ávaxta,
sem falla ekki langt frá sínum
upþruna. Svo var með börn þess-
ara hjóna, þau voru tíu, en af
þeim komust fimrn til fullorðins
t
Sigríður Grímsdóttir
Krossavík, Vopnafirðl,
andaðist að heimili sínu mið-
vikudaginn 10. júlí.
Böm hinnar látnu.
t
Hjartkær sonur okkar og
bróðir
Árni Ó. Thorlacius
andaðist á Borgarsjúkrahús-
inu 9. júlí.
Þórann G. Thorlacius
Hjálmar A. Jónsson
Guðfinna A. Hjálmarsdóttir
Fögrubrekku
Suðurlandsbraut.
t
Faðir okkar
Elias Jóhannsson
Kambsveg 35,
andaðist á sjúkradeild Hrafn-
istu 9. júlí.
Börain.
t
Móðir okkar
Anna Einarsdóttir
frá Múlakoti
er andaðist á Sjúkrahúsi
Akraness 8. þ.m. verður jarð-
sett að Lundi laugardaginn
13. júlí kl. 2. Blóm vinsam-
lega afbeðin, en þeim sem
vildu minnast hennar er bent
á að láta Lundarkirkju njóta
þess.
Anna Magnúsdóttir
Hallgrímur Magnússon
ára, tvö eru lifandi nú. Þótt ein-
staklingurinn hafi ekki titla get-
ur hann engu að síður verið
merkur. Hver einn á sína söigu,
sem vart verður rakin til fulls í
lesmáli, þar kemur margt til
greina, sem er þakkavert. Dug-
andi menn og dugandi komur,
sem tilveran hefur kallað til lífs
og starfs og rækt það vel, eru
þjóðarstyrkur. Sem betur fer
hefur ísland átt mörguim þannig
mönnum á að skipa, einn þeirra
var Halldór. Þegar ’hann er nú
kvaddur, rúmlega áttræður, fer
ekki hjá því, að hann hefur orð-
ið að ráða fram úr ýmsum erfið-
leikium, sem nútímafólk skihw
vart, svo eru aðstæður breyttar.
Á ymgri árum Halldórs var at-
vinmu hans þannig háttað, að
hann var við sjóróðra á vetrum
en vann sveitastörf annan árs-
tíma. Ég var smátelpa, þegar ég
sá hann og aðra vermenn leggja
af stað með föggur sínar á bak-
inu. Þeiir báru þær langa leið í
misjöfnu veðri. Bnginn vissi
hvort þessir ungiu og gervilegu
menn kæmu aftur af þeim fleyt-
um, sem þá voru motaðar í átök-
umum við Ægi. En gleðin var
mikil hjá þeim, sem heimtu þá
heila heim á vorin, og þá fær-
andi björg í bú. Við sveitastörf-
in vann Halldór á heimili for-
eldra sinna, en síðar hjá systur
sinni, sem hann reyndist vel,
undir erfiðum krimgumstæðum.
Árið 1917 fluttist hann til
Reykjavíkur ag kvæntist ágsetri
konu, Jónínu Hannesdóttur. Þar
bjuggu þau næstum allan sinn
búskap. Vann Halldór hjá
Reykjavíkurborg þar til kraftar
þrutu. Þau hjónin eignuðust sjö
mannvænleg börn, fjóra syni og
þrjár dætur. Fimm eru á lífii.
Auk þess ólu þau að mestiu leyti
upp tvo dóttursyni sína. Föður
sirnn misstu þeir ungir, en móðir
þeirra hefur átt við langvarandi
heilsuleysi að stríða. Hefur hún
þakkað föðunr sínum það og bor-
ið umhyggju fyrir honum á gam-
alsaldri. Mamndómur þesaara
hjóna sást þá bezt, og fórnar-
t
Fósturmóðir mín og móðir
okkar
frú Vigdís Magnúsdóttir
frá Meðalholtum
verður jarðsett frá Gaul-
verjabæjarkirkju föstudaginn
12. júlí kl. 2.30. Kveðjuat-
höfn verður í Stokkseyrar-
kirkju kl. 1,30 sama dag. Bíl-
ferð ver'ður frá Umferðarmið-
stöðinni kl. 11.30. Blóm vin-
samlega afbeðin, en þeim
sem vildu minnast hennar er
bent á líknarstofnanir.
Aðalheiður Eyjólfsdóttir
Jón Þorvarðarson
Ingvar Þorvarðarson.
t
Útför systur minnar, mág-
konu og frænku
Emelíu Elísabetar
Söebech
verður gerð frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 12. júlí
kl. 3.
Fyrir hönd vina og ættingja.
Stefanía Söebech
Hallbjöm Jónsson
Karl Friðrik Hallbjörnsson
og fjölskylda.
lundin verður aldrei ofmetin.
Heimilið var mannmargt, ekki
ríkt, en hreinlegt og myndar-
legt. Mátti gott heita á þeim
tíma að sitja í sínu eigin hús-
næði, eins og þau gerðu.
Konu sína missti Halldór 1954.
Síðar kvaentist hann aftur, Þór-
unni Vilhjálmsdóttur, sem þá
var ekkja. Myndarlegri konu,
sem ber góðan þokika. Virtist
mér honum líða vel þau elliár,
sem bann var samvistum með
henni. Hún lifir nú mann sinn
og þakkar hoinum samveruna.
Halldór var sérstaklega dug-
andd maður. Afköst vinnudagsins
sýrna það. Hann var glaðvær,
söngmaður góður og vellyntur,
ungur maður, en þá þekkti ég
hann bezt. Tryggð hans og vin-
áttu, sem hamn sýndi mér jafnan,
vil ég að lokum þakka góðum
dreng og igóðum samferðamianni.
Aðstandendum hans öllum votta
ég innilega samúð mína.
Aslaug Gunnlaugsdóttir.
Guðríður Anna Teits-
dóttir — Minning
í DAG verður gerð útför Guð-
ríðair Órniu Teitsdóbtur, etn hún
andaðist að elliheimilinu Grund
sl. laugardag, eftir nær fjögurra
ára legu.
Guðríður Anna var fædd 27.
des. 1885 að Dalkoti á Vatnsnesi,
dóttir hjónanna Ingibjargar
Árnadóttur og Teits Halldórsson
ar, er þar bjuggu. Anna var
fjórða elzt 15 systkina, sem öll
komust til fullorðins ára. Þegar
Anna var 6 ára fór hún í fóst-
ur að Syðsta-Hvammi til nöfnu
sinnar, er þar bjó.
Guðmundur Erlendur
Hermannsson
ÞEGAR við fréttum andlát ein-
hvers vinar okkar og félaga, set-
ur okkur hljóða, við neitum
jafnvel að trúa því, að þetta sé
satt. Það setjast að okkur ýms-
ar minningair frá löngu liðnum
samverustundum, þegar allt lék í
lyndi og engar áhyggjur voru
að hrjá mann.
Á þennan veg fór mér, þegar
ég frétti lát vinar míns Guð-
mimdar Hermannssonar. Við
Guðmundur höfðum um mörg
undanfarin ár átt saman marg-
ar ánægjulegar stundir og var
svo alla tíð, þótt samverustund-
imar yr'ðu ekki eins margar í
seinni tíð, eins og áður var,
vegna breyttra aðstæðna.
Guðmundur var mikið prúð-
menni í allri framkomu, vina-
fastur og góður drengur. Dulur
var hann og óframfærinn að
eðlisfari og var hann einn af
þeim mönnum, sem ekki ræddi
Þökkum innilega auðsýnda
samúð og vinaæhug við and-
lát og jarðarför
Þorleifs Eyjólfssonar
húsameistara.
Margrét Halldórsdóttir
og fjölskylda.
vandamál sín eða erfiðleika við
aðra, þótt við sem þekktum
Guðmund bezt, vissum að hon-
um leið ekki alltaf sem bezt.
Hann vissi vel, að þrátt fyrir
alla fólksfjölgunina í þessari
veröld, er ótrúlegur fjöldi ein-
mana sálir, ef við erum það ekki
ölL þegar allt kemur til alls.
Guðmundur var fæddur í
Hafnarfirði 19. 12. 1936, sonur
hjónanna Hermanns Guðmunds-
sonar, formanns Verkamannafé-
lagsins Hlífar og konu hans
Guðrúnar Erlendsdóttur.
Þegar Guðmundur hafði aldur
til réðist hann til Vélsmiðju
Hafnarfjarðar og lærði þar jám-
smíði. Eftir námfð hneigðist
hugUT hans að sjómennsku, og
var hann meira og minna til
sjós eftir það, aðallega í utan-
landssiglingum.
Um. leið og ég sendi fcxreldr-
um og ástvinum Guðmundar
vinar mins innilegar samúðar-
kveðjur, vildi ég gjaman enda
þessar fátæklegu hugleiðingar
um góðan og tryggan dreng með
hinu sígilda og fagra erindi sr.
Matthíasar Jochumssonar:
Aldrei er svo bjart, yfir öðlings-
manni,
að eigi .gæti syrt eins sviplega
og nú,
og aldrei er svo svart, yfir sorg-
arranni,
að eigi gæti birt, fyrir eilífa trú.
Halldór Valgeirsson.
Árið 1904 giftist Anna Þórólfi
Jónssyni, en hann lézt árið 1927.
Fyrst hófu þau búskap að Gröf
á Vatnsnesi, en fluttu þaðan til
Hvammstanga. Síðan lá leiðin
suður til Reykjavíkur. Um tíma
áttu þau heimili í Viðey, en sl.
47 ár átti Anna heima í Reykja-
vík og þá jafnan í Vesturbænum,
en þar kunni hún bezt við sig.
Þrjár voru dætur þeirra hjóna:
Anna Sólveig, Rannveig og
Ragnheiður. Rannveig lézt árið
1928 aðeins tvítug að aidri.
Alla tíð varð Anna að halda
sparlega á, því að efnin voru
lítil. Hún vann löngum úti og
þá einkum við fiskverkun. Hún
kunni vel til verka í þeim efn-
um og þá var oft staðið lang-
tímum við að vaska saltfiskinn.
Hún hikaði aldrei við að ganga
í erfiðustu verkin. En ekki þótti
henni nóg að vinna í fiskverk-
unarstöðvunum, enda vinna þar
stopul á stundum. Þá tók Anna
að sér að hjálpa til í húsum,
þvo þvotta og ýmis fleiri hin
erfiðari verk. Hún var ávallt
vel liðin af vinnuveitendum sín-
um, enda var hún dugleg, vel-
virk og með afbrigðum sam-
vizkusöm.
Anna var kát og glöð í vina-
hópi og þótti gaman að fá gesti
í heimsókn. Mótlætinu tók hún
með festu og ró, enda átti hún
trúarstyrk í ríkum mæli.
Með Önnu er enn einn ís'lend-
ingurinn hniginn, sem með
styrkri hendi tók þátt í um-
brotasamri uppbyggingu 20. ald-
arinnar. Handtök hennar eru á
meðal þeirra mörgu, sem Grett-
Lstaki hafa lyft í framfara- og
frelsisbaráttu íslenzku þjóðar-
innar.
Við, sem kynntumst Önr.u á
lífsleiðinni, erum þakklát fyrir
trausta og góða vináttu, sem
aldrei brást. — Aðstandendum
sendum við innilegar saikiúðar-
kveðjur.
Páll V. Daníelsson.
Til sölu oáa leigu
50—60 ferm. húsnæði á jarðh.
í nýju húsi, ar þegar tilbúið
undir tréverk og málningu.
Hentugt fyrir bárgreiðslust.,
léttan iðnað eða einstaklings-
íbúð. Tilb., merkt: „Grenimel-
ur — 8392“, sendist afgr. Mlbl.
fyrir hád. nk. mánud. 15. þ.m.
t
Útför
Guðmundar Thoroddsen
fyrrum prófessors og yflr-
læknis við Landsspítalann
verður gerð frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 12. júlí
kl. 13.30.
Böra og tengdaböra.
t
Alú'ðarþakkir flytjum við
þeim, sem sýndu okkur sam-
úð og vinsemd við andlát og
útför
Guðmundar Einarssonar.
Sigurgeir Guðmundsson
Kristín Magnúsdóttir
Friðrikka Benónýsdóttir.
Hjartans þakkir til allra sem
glöddu okkur með heimsókn-
um, gjöfum og skeytum á
gullbrúðkaupsdegi okkar
29. júní sl.
Guð blessi ykkur öll.
Guðlaug Þorsteinsdóttir
Sigurður Bjarnason
Reykholti
Fáskrúðsfirði.