Morgunblaðið - 11.07.1968, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1968
13
ERLENT YFIRLIT
-¥■ 3.ooo deyja daglega í Biafra
¥ „Efnahagsundur“ í Bretlandi?
IMasser gerist háðari Rússum
-¥ Klofningur í flokki Smiths
Sveltandi börn í Biafra. Ef þeim berst ekki hjálp er úti um
þau.
Aukin samúð
með Biafra
ÞRJÚ þúsunú manns hafa dag
lega dáið úr hungri í Biafra á
undanförnum þremur vikum, að
langmestu leyti börn og gamal-
menni Tvær milljóhir manna
deyja að öllum líkindum úr
hungri í Biafra á næstu tveimur
mánuðum, ef matvæli verða ekki
flutt þangað í stórum stíl. Þess-
ar hörmungar hafa vakið at-
hygli heimsins á borgarastyrjöld
inni í Nígeríu og aflað Biafra-
búum víðtækrar samúðar. Svo
kann að fara, að almenningsálit-
ið í heiminum eigi eftir að
breyta gangi borgarastyrjald-
arinnar.
Bæði Bretar og Bandaríkja-
menn hafa sent fulltrúa til Níg-
eríu til þess að athuga mögu-
leika á því að koma hinum bág-
stöddu íbúum Biafra til hjálpar.
En alvarlegar deilur milli stjórn
ar aðskilnaðarsinna í Biafra og
sambandsstjórnarinnar í Nígeríu
hafa himigað til komið í veg fyr-
ir birgðaflutninga til Biafra
nema að mjög takmörkuðu leyti
Biaframenn hafa neitað að taka
við vistum sem berast um yfir-
ráðasvæði sambandsstjórnarinn-
ar og Lagosstjórnin neitaði að
leyfa loftflutninga til flugvalla í
Biafra. Nú hefur Lagosstjórnin
mildað afstöðu sína og má telja
víst að almenningsálitið í heimin
um hafi átt mikinn þátt í því.
Hún hefur boðið aðstoð til að
auðvelda flutninga á matvælum
og lyfjum til Biafra.
Þessar deilur hafa verið í al-
gerri sjálfheldu í um það bil
þrjár vikur, eða síðan brezki
samveldismálaráðhernann, Shep-
herd lávarður fékk yfirvöld í Lag
os til að fallast á að vistir yrðu
sendar til Biafra gegnum helztu
víglínurnar frá Lagos og hafnar
borgum, sem eru á valdi sam-
bandsstjórnarinnar. Biaframenn
neituðu hins vegar að fallast á
þetta tilboð, og er ástæðan sú að
þeir eru staðráðnir að berjast
til síðasta manns fyrir sjálfstæði
sínu. Þess vegna neita þeir að
taka við vistum, sem berast frá
óvininum eða fyrir milligöngu
hans. Biaframisnn hafa bent á, að
birgðaflutningar á landi séu erf-
iðir vegna slæmra vega, og auk
þess sé ekki hægt að tala um
Víglínu, þar sem um skæruhern-
að sé að ræða á öllum svæðum
þar sem barizt sé. Einnig segja
þeir að matvæli sem borizt hafi
frá Nígeríu hafi verið eitruð.
Biaframenn lögðu því til, að
vistirnar yrðu fluttar beint til
flugvallar í Biafra undir alþjóð-
legu eftirliti og í flugvélum
merktum Rauða krossinum. Þús-
undir lesta af matvælum hafa
safnazt fyrir á spönsku eynni
Fernando Po undan ströndinni.
Á þetta neitaði Lagos-stjórnin
að fallast, aðallega vegna þess
að með því að leyfa slíka flutn-
inga óttaðist hún að um óbeina
viðurkenningu á Biafra sem sjálf
stæðu ríki yrði að ræða. en þar
með tryggðu Biaframenn sér
mikilvægan sálfræðilegan sigur.
Hins vegar verður Lagos-stjórn
inni varla stætt á því að banna
loftflutningana vegna almenn-
ingsálitsins í heiminum, sem fær
stöðugt meiri samúð með Biafra
mönnum vegna fréttanna um að
börn í þúsutndatali deyi úr huingri
Þannig hefur Lagosstjórin beðið
ósigur fyrir Biaframönnum í ár-
óðursstríðinu sem háð hefur ver
ið jafnhliða styrjöldinni á víg-
vellinum.
Almenningsálitið í heiminum
eða öllu heldur hin aukna samúð
með Biaframönnum getur haft
afdrifarík áhrif á borgarastyrj-
öldinia. Þannig hafa Hollending
ar og Belgar ákveðið að hætta
vopnasendingum til Lagos-stjóm
arinnar, og fullvíst má telja að
Bretar og fleiri þjóðir sem sent
hafa vopn til Nígeríu fari fyrr
eða síðar að dæmi þeirra. Svo
kann að fara að Lagos-stjórnin
fallist á vopnahlé í styrjöldinni
án fyrirfram skilyrða, og í Lag-
as eykst 'þeirri skoðun fylgi, að
Biaframenn neyðist til að slaka
til við samningaborð vegna þess
að hernaðaraðstaða þeirra er
veik. Stjórnin í Lagos neyðist
áreiðanlega til að endurskoða af
stöðu sínia, ekki sízt vegna þess
að jafnvel þótt Biaframenn verði
sigraðir vegna hungurdauða tug-
þúsunda, loftárása og fjölda-
morða verður lítil von til þess
að gera þann draum stjórnarinn
ar að viðhalda einingu ríkisins
að veruleika ef haldið verður
áfram óbreyttri stefnu.
Wiison kominn
í vígahug
HARQLD Wilson, forsætisráð
herra Breta, hefur átt við mikla
erfiðleika að stríða á undainförn
um mánuðum og orðið fyrir
hverju áfallinu á fætur öðru.
Vegna hinna óvinsælu stefnu
hans í efnahagsmálum hefur
Verkamannaflokkurinn tapað í
10 af 15 kjördæmum þar sem
aukakosningar hafa verið haldn
ar síðan í þingkosningunum 1966
Skoðanakainnanir hafa sýnt, að
vinsældir Wilsons hafa stöðugt
farið dvínandi. Staða Wilsons í
stjórninni, á þingi og í flokknum
hefur veikzt, og forystuhæfileik
ar hans hafa verið dregnir í efia,
nú seinast af verkalýðsleiðtogan
um Ray Gunter, sem hefur sagt
af isér embætti orkumálaráð-
herra. Hann gaf í skyn, að harnn
hefði ákveðið að segja af sér
vegna persónulegs ágreinings,
ekki aðeins vegna pólitísks
ágreinings.
Afsögn Gunters var mikið
áfall fyrir Wilson, ekki sízt
vegna þess að enginn atkvæða-
mikill verkalýðsleiðtogi á nú
lengur sæti í stjóminei, og má
því gera ráð fyrir að bilið milli
verkalýðshreyfingarinnar og
stjórnar verkamannaflokksins
breikki í framtíðinni. Margir
leiðtogar verkalýðshreyfingar-
innar halda því frarn, að mennta
menn sem séu uppfullir af kenn-
ingum, en hafi ekki hagnýta
reynslu til að leysa þau vanda-
mál, sem við sé að stríða ráði
öllu í stjóminni. Verkalýðsleið-
toginn Frank Cousins sagði sig
úr stjórninni á sínum tíma vegna
þess að honum þótti stjómin
vinna gegn hagsmunum verka-
manna, og George Brown, sem
stendur sterkum fótum í verka-
lýðshreyfingunni frá gamalli tíð
sagði af sér embætti utanríkis-
ráðherra 15. marz, þar sem hon-
um fannst að ákveðin klíka hefði
tekið öll völd I stjónninni í sínar
hendur.
Wilson hefur haft hægt um sig
meðan þessir erfiðleikar hans
hafa stöðugt aukizt, en um helg-
ina svaraði hann óbeint þeiirri
gagnrýni, sem hann hefur sætt
innan Vierkamannaflokksms fyr-
ir skort á forystuhæfileikum
þótt hann beindi skeytum sínum
að Ihaldsflokknum, sem hann
gagnrýndi harðlega fyrir ódrengi
legar baráttuaðferðir. Hann sak
aði íhaldsmenn um að haga ár-
ásum sínum á stjórnina þannig,
Smith
að þær yrðu þeim sjálfum til
framdráttar án tillits til þjóðar-
hagsmuna, og að beita öllum til-
tækum ráðum til að ná völdum
m.a. með því að rangtúlka það
sem stjórnin hefði fengið áorkað
með þeim afLaiðingum að erlend-
ir spákaupmenn hefðu freistazt
til að þurrausa gullbirgðir Breta
og valda þjóðinni þannig millj-
ónatjóni.
Wiison hélt því fram, að þess-
ar harkalegu árásir stjórnar-
andstæðinga bæru síður en svo
vott um sjálfstraust heldur þvert
á móti um vaxandi ugg. Kjami
ræðu hans var sá, að Bretar
væru í þann veginn að vinna
„efnahagsl'egt kraftaverk", og
átti hann við það, að íhaldsmenn
gerðu sér grein fyrir því að hin-
ar óvinsælu efnahagsráðstafanir
stjórnarinnar mundu innan
skamms bera ávöxt. Wilison get-
ur varla hafa lýst þessu yfir
nema að vel hugsuðu máli. því
að ef þessi ummæli hans reyn-
ast röng, hafa þau þveröfug
áhrif, gera hann að athlægi og
stofna forystu hans í ennþá
meiri hættu en nú er. í orðum
hans fólst, að Bretar rnundu
vinna þetta „kraftaverk“ af eig-
in rammleik, og orð hans voru
síður en svo út í bláinn, því að
margt bendir til þess að loksins
sé fiarið að rætast úr efnahags-
erfiðleikunum. Nýleg skýrsla
sýnir t.d. að verðmæti nýma
pantama, sem borizt hefur til
1400 fyrirtækja er standa und-
ir 40% útflutnings Breta, er
meira en dæmi ,sru til um fjög-
urra ára skeið. Fréttir herma, að
fjárfesting í brezkum iðnaði
muni slá öll fyrri met á næstu
tólf mánuðum, og % stærstu
fyrirtækja Breta hafa áætlanir
á prjónuhum um stækkanir og
breytiingar. Framleiðni befur auk
izt og sala á vélum og bílum hef
ur aukizt um 32-58%.
Þamnig er ekki hægt að saba
Witeon um ástæðulausa bjart
sýni, þótt hann hafi ef til vill
tekið of djúpt í árinni. Og þótt
hann hafi ef til vill verið að
reyna að dreifa athyglinni frá
erfiðleikum sínum, hefur komiðí
ljós á síðustu dögum að pólitísk-
aðstaða Wilsons er í raun og veru
sterkari en virzt hefur hingað
til. Það hefur sjálfsagt ekki ver-
ið tilviljun, að Wilson hélt ræðu
sína samtímis því að birt var
skoðanakönnun, sem sýndi að
yfirgnæfandi meirihluti þing-
mamna Verkamannaflokksins vill
að Wilson haldi áfram störfum
forsætisráðherra. í ljós kom, að
aðeins 10 þingmanna flokksims
vilja að umræður verði hafniar
nú þegar um framtíð Wilsons.
Þegar Wilson hélt ræðu síma var
hann því viss um þennan stuðn-
ing og taldi mál til komið að
hefja gagnárás, sfcappa stáiiinu í
Framhald á bls. 17
Nasser og Podgorny, forseti Sovétríkjanna, kanna heiðursvörð á Moskvuflugvelli við komu eg
ypzka forsetans.