Morgunblaðið - 11.07.1968, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 196®
IVl l=agias:
FIMMTA
mmiv
eins og Budapest. Alexu gramd-
ist það, að hún skyldi geta borð-
að með beztu lyst, enda þótt
taugaóstyrkur hennar stæði
fyrir andardrætti. En hún var
afskaplega svöng, því að undan
teknum nokkrum kexkökum,
sem hún hafði fundið einhvers-
staðar heima hjá sér, hafði hún
ekki smakkað vott né þurt síð-
asta sólarhringinn.
Hanna sat í sæti sínu og horfði
á hana borða, og þegar augu
þeirra mættust, sendi hún henni
hlýlegt, systurlegt bros. Þegar
ekki var ofmikið að gera, steig
Hanna niður úr hásæti sínu og
settist við borðið hjá Alexu,
sem var fengin að vera ekki úr
klóm hins kveljandi ótta síns,
rétt á meðan. Þær töluðu saman
og hún svaraði vafningalaust
litlum, vingjarnlegum spurning-
um Hönnu. Það var henni nú
ekki eðlilegt, að leysa þannig
frá skjóðunni við ókunnuga,
ekki einusinni við vini sína, en
nú var hún svo langt leidd, að
hún gat ekki stillt sig - og
fannst hún vera ringluð, rétt
eins og drukkin. Hún vissi vel,
hvað siag var um Hönnu Zagon
- því að það vissu allir í Buda-
pest - en hún var löngu hætt að
dæma fólk eftir borgaralegum
siðareglum.
Hádegið kom og enn hafði
hún ekkert heyrt frá Nemetz.
Hanna sagði henni, að Iiún yrði
að fá almennilegan hádegisverð,
en hún borðaði ekki nema lítið.
Þegar Angela fór með næstum
allt aftur af borðinu, stóð
Hanna upp og setti fyrir hana
stórt konjaksglas.
— Þér hafið gott af því.
— Ég veit, að eitthvað hefur
komið fyrir, annars hefði full-
trúinn hringt eða sent skilaboð,
sagði Alexa.
— Nei, öðru nær, góða mín,
sagði Hanna. - Hefði eitthvað
komið fyrir, hefði hann einmitt
hringt eða sent skilaboð. Bíðfð
þér bara, og þér skuluð sjá
hann koma hérna inn um
dyrnar, ásamt lækninum yðar.
Nemetz kom klukkan rúmlega
tvö, og læknislaust í sama bili
og Alexa kom auga á hann og
sá á honum svipinn, vissi hún,
að honum hafði mistekist. Hún
stóð upp og starði á hann, og
fölnaði æ meir.
Hann er dauður, sagði hún,
áður en hann komst að að segja
neitt.
En einmitt, að hún skyldi
segja þetta gerði erindi Nemetz
auðveldara - nú gat hann sagt
henni fréttir, sem voru þó að
skömminni til skárri, en það,
sem hún héit vera.
— Nei, hann er ekki dauður.
Hann hefur verið fluttur í út-
legð.
— Hvernig vitið þér það?
sagði Alexa.
— Ég hitti hann og sá lestina
leggja af stað.
Hanna var nú komin til þeirra.
Hún starði á kuldablátt andlitið
á Nemetz og hristi höfuðið eins
og í uppgjöf. — Þú hlýtur að
vera alveg brjálaður, Lajos. Að
vera yfirhafnarlaus í svona
kulda.
Alexa hafði verið að stara á
hann, án þess að sjá hann raun-
verulega. En nú var eins og hún
kæmi auga á hann og ekki sem
boðbera slæmra tíðinda, heldur
sem mannveru.
— Hvar er frakkinn yðar?
spurði hún, en svaraði svo
spurningunni samstundis sjálf:
— Þér hafið gefið honum hann!
Þegar hann svaraði engu, hélt
hún áfram: — Vitanlega hafið
þér það. Þeir tóku hann fastan,
eins og hann stóð, án yfirhafnar,
og svo gáfuð þér honum yðar
eigin yfirhöfn. Hún settist niður
og fór að gráta. Þessi sorgar-
leikur, sem slíkur, hafði ekki
komið fram tárum hennar,
heldur þessi mannúð, sem einn
maður hafði sýnt meðbróður
sínum.
Nemefz pantaði snapsa handa
þeim báðum. Hann skellti sínum
í sig og bað um annan til, en
hún aðeins dreypti á fyrsta
glasinu.
— Töluðuð þér við hann?
spurði hún.
— Já, á löngu færi. Hann bað
að heilsa.
— Nú. . .nefndi hann mig?
— Já, það gerði hann. Hann
talaði ekki um neinn annan.
— Hvað sagði hann?
— Að hann vonaði að komast
til yðar aftur.
Hún leit á hann og það var
kyrrlátt bros í augnatillitinu.
— Þetta er ekki honum líkt,
sagði hún og hristi höfuðið.
— Það kemur nú fyrir, að
fólk er ekki sjálfu sér líkt.
,Það var eins og hún heyrði
ekki, hvað hann sagði, heldur
væri niðursokkin í eigin hugs-
anir. .
— Ef hann nú kemur aftur?
spurði hún, - hvaða áhrif hefur
það þá á Önnu Halmy - málið?
Verður þá nokkurt slíkt lengur
til?
Nemetz hugsaði sig um andar-
tak. — Nei, það verður það ekki,
sagði hann. — Það er ekkert
Önnu Halmy - mál lengur til.
Því er lokið.
— Þér eigið við, af því að það
varð ekki upplýst.
— Öðru nær. Einmitt vegna
þess, að það er upplýst.
101
— Hafið þér þá fundið morð-
ingjann?
— Já, svaraði hann og kink-
aði kolli.
— Hver er hann?
— Það er kalt hérna inni,
sagði hann og pantaði þriðja
glasið. Það var rétt eins og
þrýstingurinn á brjóstið linaðist.
Hanin var á leiðinni á eitt alls-
herjar fyllirí, og hann var því
feginn.
— Ég hef í dag, sagði hann, -
séð lest leggja af stað með meira
en sextán hundruð manns, sem
hvorki hafa verið yfirheyrðir né
komið fyrir dómstól, en þeir
voru dæmdir og fá refsingu.
Getið þér sagt, hverjir þessara
manna eru saklausir og hverjir
sekir? Allir fara þeir með sömu
lestinni. Þar af leiðir, að hverju
skiptir það, hver drap frú
Halmy. Við skulum ganga út frá
því, að banamaður hennar sé
með þessari lest. Við skulum
bara ganga út frá því og láta
málínu vera þarmeð lokið.
Kylfingar
Spalding, golfáhöld, golfboltar, golfhanzkar.
Póstsendum
Laugavegi 13.
ALLTAF FJOLGAR VOLKSWAGEN
VOLKSWAGEN 1600 A og L
er rúmgóður, glœsilegur
og sparneytinn bíll.
HEKLA hf
Hann stóð upp. „Hjá Lólu“
var ekki rétti staðurinn fyrir
hann að drekka sig fullan á.
í fyrsta lagi var hann ofdýr. í
öðru lagi var það, að síðast
þegar hann drakk sig fullan
þarna, var það með Otto Koller.
— Nú verð ég að fara, sagði
hann. — Farið þér í sjúkra-
húsið?
— Nei, þangað fer ég ekki
aftur. Það er búið að reka mig.
Hann hugleiddi þessi tíðindi.
— Hvað ætlist þér þá fyrir?
— Ég veit það ekki almenni-
lega. Ég er hrædd um, að ég neyð
ist til að vinna í verksmiðju,
þangað til ég finn mér eitthvað
skárra.
Hanna hafði staðið hjá þeim.
Nú lagði hún arminn um axlir
Alexu. — Já, en þess þurfið þér
ekki, góða mín. Þér getið fengið
vinnu hérna. Satt að segja, ætl-
aði ég rétt að fara að nefna það.
Mig vantar tilfinnanlega vinnu-
kraft.
— Nei, hérna skal hún ekki
vinna! sagði Nemetz. Hann var
eldrauður í framan og örið lá
eins og mjótt strik yfir andlitið.
Hanna rétti úr sér. — Hvers-
vegna ekki? Ég ætla henni ekki
annað en bera á borð fyrir gest-
ina. Annað þarf hún ekki að
gera, nema hún sjálf vilji. Hún
leit á hann, móðguð. — Svei
mér, Lajos, ef þú telur þetta
ekki vera einhverja ópíumskrá
hjá mér!
Nei, að vísu er það ekki
það. En engu að síður skal ung-
frú Mehelf ekki vinna hérna.
Alexa hafði hlustað á, og
horft á þessi tvö á víxl, rétt eins
og hún væri að horfa á tennis-
keppni.
— Ég býst nú við, að stúlkan
sjálf eigi að ákveða það, sagði
Hanna, þurrlega og sneri sér
síðan að Alexu. — Jæja, hvað
segið þér sjálf? Ég borga minum
stúlkum vel. Og auk þess eru
þær verndaðar. Ég hef góð sam-
bönd. Ekki einusinni AVO hef-
ur nokkurn tíma dirfst að hrófla
við mínum stúlkum.
Aiexa stóð upp, seinlega. —
Ég verð heldur að fara heim til
min núna, sagði hún. Hún hafði
enn herbergið sitt og þar gat
hún hvílt sig einn eða tvo daga,
enda þótt húsaleigan væri ekki
greidd.
— Ég er talsvert þreytt
þakka yður engu að síður, ung-
frú Zargon. Sainnleikuriimn er sá
að ég þarfnast atvinnu og það
fljótt. Ég skal koma á morgun
og gefa yður svar.
— Það er allt í lagi, góða mín.
Hanna brosti blýlega til hennar.
— Við sjáumst aftur. Hún sneri
aftur til hásætis síns. Nemetz
borgaði og gekk áleiðis til dyr-
anna.
—• Komið þér með mér,ung-
frú Mehely? spurði hann snöggt
— Já, fulltrúi, nú kem ég.
Á þröskuldinum sneri hún sér
snöggvast að Hönnu. — Sælar,
ungfrú Zargon, og þakka yður
kærlega.
— Það var ekki nema ánægja,
svaraði Hanna. — Við hittumst
á morgun.
(SÖGULOK).
Hrúturinn 21. marz — 19. april.
Nú getur þér orðið mikið ágengt í einkaframtaki. Vertu sam-
vinnuþýður, og sléttu úr misfellum, gefðu engum ráð óumbeðinn.
Nautið 20. apríl — 20. maí.
Nú er gott að semja, og þolinmæðin er haldgóð þú getur leitað
til vinar, ef þig skortir fjárstyrk.
Tvíburarnir 21. maí — 20. júní.
Þú getur kynnzt nógu nýju fólki, ef þú vilt, láttu nú ekki
þessum bréfum lengur ósvarað, fylgztu vel með fréttum.
Krabbinn 21. júní — 22. júlí.
Athugaðu vel fréttablöð, þvi að þar er eitthvað sem þér kemur
við. Vertu varfærinn 1 fjölskyldumálum. Gakktu vel frá laga-
legu hliðinni á málum þínum. Vertu heima 1 kvöld.
Ljónið 23. júlí — 22. ágúst.
Eldra fólkið á mikinn rétt á sér, taktu tillit til þess. Farðu
yfir skjöl þín í dag. Hugsaðu þig vel um áður en þú gerir eitt-
hvað mikilvægt.
Vogin 23. september — 22. október.
Gott er að fara í stutta ferð. Vertu gagnorður, lóttu þína nán-
ustu aðstoða þig við að byggja upp. Vertu félagslyndur.
Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember.
Talaðu vel út um hlutina við fjölskyldu þína, en vertu sanngjarn
Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember.
Nýjar upplýsingar opna þér leið í þvl, sem þú ert að gera.
Ljúktu bréfaskriftum, meðan þú geitur gert það kinnroðalaust.
Steingeitin 22. desember — 19. jamúar.
Talaðu minma, en aðhafztu þvl meira. Fjölskylda þín er loks
samvinnuþýð, ef þú ferð vel að henni.
Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar.
Gott er að semja í dag, og ganga frá, ræddu við sem flesta.
Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz.
Þér verður loksins ljóst hvar þú stendur, ef þú átt viðskipti
við stór fyrirtæki, þá er nú tíminn til að sélja eða inmheimta.