Morgunblaðið - 17.07.1968, Page 8

Morgunblaðið - 17.07.1968, Page 8
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JULI 1968 TVÆR broshýrar, dans’kar ný- stúdínur litu inn á Morgunblað- ið, voru að koma úr ferðalagi til Vestfjarða. Þær áttu reyndar er- indi til okkar, því önnur er dótt- ir íslandsvinarins Bents A. Koch, itstjóra, sem lengi var frétta- , 'itari fyrir Mbl. í Kaupmanna- nöfn. Hún heitir Marie Koch og vinstúlka hennar Eba Lilien- Kampff. Þær stöllurnar eru í sumarfríi. Marie Koch hafði kom ið hér áður með foreldrum sín- um og það var ástæðan til þess að þær héldu í norðurátt til ís- lands. Ekki byrjaði ferðin þó vel og voru þær stöllur fjúkandi reiðar, þegar þær komu inn í landið. Það var 1. júlí og ískalt, sögðu þær. Tollverðir spurðu hvort þær hefðu áfengi og sígarettur. Já, þær voru með leyfðan skammt af sígarettum og eina Dönsku nýstúdíurnar Eba Lilienkampff og Marie Koch. Mörg dásamleg smáæfintýri á sögðu danskar nýstúdínur flösku af wisky, sem þær ætluðu að hafa sem öryggismeðal i úti- legunni, þegar kaldast væri. Hvað, væru þær gamlar? Já, báð ar 19 ára. Þá var wiskyflaskan umsvifalaust af þeim tekin. — Við vorum æfareiðar, sögðu þær því í Danmörku þarf maður ekki að vera nema 16 ára til að mega hafa vín undir höndum. Og þetta sem var styrkjandi meðalið, sem við ætluðum að hafa við kuldan- um norður í landi. En þegar við fórum að segja frá þessu, gáfu góðar manneskjur okkur bara sína flöskuna hvorri. Svo við er- um næstum búnar að fyrirgefa íslendingum þessa ósvinnu. Við höfðum líka reglulega not fyrir þetta meðal, til að hrista úr okk- ur hrollinn og verða sifjaðar af á kvöldin í þessari eilífu dags- birtu. Og svo sögðu þær okkur frá ferðinni. Þær ferðuðust á puttan um, sem sagt er, fengu að sitja í bílum og gekk vel. Sumir voru svo almennilegir að þeir biðu og komu okkur í næsta bíl ef þeir beygðu út af okkar leið. Þær fóru fyrst um Borgarfjörð og svo í Bjarkarlund og tóku áætl- unarvagn til ísafjarðar, þar sem svo litil umferð var á veginum. Þá fóru þær út í Vigur, og bjuggu þar í nokkra daga. — Það var stórkostlegt að koma þar og fá að kynnast reglulegu íslenzku sveitaheimili, sem stendur á gömlum merg, sögðu 'þær. Sjálft búið er nútímalegt, með nýjum Framhald á bls. 14 * FLESTIR þekk.ja hann sem Bjössa á Ægissíðunni, en í raun réttri heitir hann Björn Guðjónsson. Og hann er góð- kunningi flestra Reykvikinga, sem telja rauðmaga og signa grásleppu til lostætis. Björn hefur í fjölda ára róið frá Ægissíðunni á rauðmagamiðin þegar vorar og fram á sumar, og farkostur hans er eins og hálfs tonna trilla, sem Björn segir mesta happabát. Þegar við áttum laið fram hjá Ægissíðunni ekki alls fyrir löngu sáum við hvar tri'lla Björn sikreið greiðlaga áleiðis að landi og var hann við annan mann. Þegar bát- urinn lenti sáunn við að há- setinn var Haraldur Ólafsson, forstjóri FáLkans, — hann hafði þá brugðið sér með Birni í einn róður sér tM. skemmt- Hér bera þeir hluta aflans í „Ekki ræ ég á tveimur bátum í einu...“ Litið við hjá Bjössa á Ægissíðunni og frœðst um rauðmaga og grásleppu Hér er Björn ásamt snaggaralegum drengjnm, sem hann vildi endilega fá á myndina með sér, því að „þeir eru nefni- lega hásetamir mínir.“ unar og heilsubótar. Og þeir höfðu aflað allvel og fram í bátnum byltu grésLeppurnar og rauðmagarnir sér í dauða- teygjunum í tugatali. Við þóttumst þarna hafa fengið tilvalið tækitfæri til að rabba ofurlítið við Björn um útgerðina. Spurðum við hann fyret uim fiskiríið það sem af er. — Þetta hefur gengið bæri- lega, sagði Björn, þegar tíðin hefur verið sæmileg, og heild- a.rútkoman nú er betri en í fyrra. — Hvenær hefst rauðmaga vertíðin? — Hún hefst í marz, og stendiur yfirleitt nokfcuð fram á sumarið. Við förum að hætta hvað úr hverju, þetta fer eftir tíðinni hvað maður heldur Lengi áfram. — Og hvert er aðallega sótt? — Ég held mig mest út af Kerlingaskeri út atf Suður- nesi. Þar er oft alilgóð veiði að fá, og við höfuim verið þar tveir að undantfömu. En eins og ég sagði áðan, förum við bráðlega að hætta, og þá tek- ur við ýmiss konar dagiauna- vinna. Við spyrjum Bjöm hvernig gangi að koma atflanum út dags daglega: — Ég þarf ekki að kvarta, svarar hann. — Rauðmaginn selzt yfiriLeitt um leið og hann er kominn á þurrt land, og sigin grásleppa selzt altaf meðan hún er tiil. Úr henni hirði ég einnig hrognin og salta þau. — Hvert selur þú þau aðal- lega? — Aðalmarkaðurinn fyrir grásleppuhrogn er í V-Þýzka- landi oig þangað hetf ég seit þau beint til kaupenda í nokkur ár. Ég get selt þangað hverja tunnu fyrir um 65 doll- ara brúttó, og þegar þokka- lega gengur fæ ég hrogn í 50 tunnur, þannig að brúttótekj- ur af þessu éru rúmilega 3200 dollarar. — Og rærð aðeins með þennan eina bát? Framhald á bls. 14 FASTEIGNASALAN GARÐASTRÆXI .17 Símar 24647 - 15221 TIL 5ÖLU við Austurbrún 2ja herb. íbúðir á 8. og 10. hæð. 3ja herb. íbúð á 2. hæð við Skipasund. 4ra herb. hæð við Grundar- gerði, sérinngangur ræktuð lóð. 4ra herb. ný hæð við Skóla- gerði útb. 475 þúsund. Við Nóatún 3ja herb. jarðhæð, sérhiti, sérinnganigur. 5 herb. endaíbúð við Hraun- bæ, 2 íbúðarherbergi á jarðhæð fylgja, íbúðin er í sérflokki með allan frá- gang. Parhús við Skólagerði 5 herb. nýlegt vandað steinhús, bíl- skúr 40 ferm. upphitaður og raflýstur, girt og ræktuð lóð útb. 750 þúsund sem að má skipta. Parhús við Álfheima, 5 til 6 herb. Æskileg eignaskipti á 4r.a herb. íbúð. Einbýlishús við Hlíðarveg 4ra til 5 henb. bílskúr. 4ra herb. íbúð á 4 hæð við Alftamýri suðursvalir. 4ra herb. sérhæð í Hafnar- fiirði, nýleg íbúð útíb. 350 þúsund. Iðnaðarhúsnæði við Auð- brekku 470 ferm. Iðnaðar-, skrifstofu- og verzl- unarhúsnæði við Skipholt. Nýlenduvörubúð í Austur bænum. Árni Giiðjónsson, hrl. Þorsteinn Geirsson. hdl. H«*l*i Olofsson. sölustj. Kvöldsími 41230. 16870 Höfum fjársterka kaupendur að 2ja herb. íbúð í Kleppsholti eða ná- grenni, gjarnan í há- ■hýsi við Austubrún eða Kleppsveg, að 3ja-4ra herb. íbúð í Klepps- holti eða Vogum, að 2ja -3ja herb. íbúð á hæð í jVesturbænum, að 4ra herb. íbúð í smíðum í ;Fossvogi. ;Ath. hringið og biðjið um söluskrá og við send um yður endurgjald- laust. um ölukrá og við end- um yðar endurgjaldlau FASTEIGNA- PJÓNUSTAN IAuslurstræti 17 ÍSilli S Valdil Ragnar Tómasson hdl. simi 24645 I sölumadur fasteigna: Stefón J. Richter simi 16870 kvöldsimi 30587 íbúð óskust Stór tveggja eða lítil þriggja herbergja íbúð óskast keypt, milliliðalaust. Mikil útborgun. Tilboð merkt: „2712“ send- ist Morgunblaðinu fyrir 25. þ.m. Atvinna — Ldn Sá sem getur Lánað 100 þús. kr. til 1 Vz árs, getur fengið vinnu við léttan iðnað og get- ur að mestu ráðið vinnutíma sjálfur. Helzt bvenmaður, en ekki skilyrði. Tilboð sendist blað- inu merkt: „8244“,________

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.