Morgunblaðið - 17.07.1968, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 19&8
23
- SAKNAÐ
Franihald af bls. 24
17 leitarvélar.
Á fundi með blaðamönnum í
gærkvöldi skýrðu stjórnendur
leitarinnar frá leitinni í dag.
Kom þar fram, að flugvélaxnar
sem tekið hafa þátt í leitinni
eru orðnar alls 17 að tölu og
hafa margar þeirra leitað síðan
í nótt. Ve'ður skánaði með deg-
inum og hefur því verið unnt að
leita víðar en gert var í nótt og
í morgun. Hefur því verið leitað
á öllum Vestfjarðarkjálkanum,
nema á Ströndum norðan Dranga
jökuls, þó höfuðáherzl-
an hafi verið lögð
á Barðastrandarsýslu. Veður hef
ur þó hamlað leit á efstu fjöll-
um og víðar. Þá hefur verið leit-
að á Snæfellsnesi, þótt veður
hafi mjög dregið úr leit þar.
Flugvélar frá varnarliðinu hafa
leitað á Breiðafirði og Faxaflóa
og Mýrar og Borgarfjörður hafa
verið kemtod af flugvélum á leið
til og frá Reykjavík.
Þar sem síðast heyrðist
Astæðan fyrir því, að áherzla
hefur verið lögð á Barðastrand-
arsýslu er sú, að eftir að til-
kynnt hafði verið um hvarf vél-
arinnar, hófu að berast fjölda-
margar tilkynningar um að
heyrzt hefði í flugvél hér og
þar á Vesturlandi. Hefur verið
reynt að fara mjög variega með
slíkar tilkynningar, en þó eru
ýmsar þeirra, sem vart er hægt
að draga í efa. Hannibal Valdi-
marsson .alþingismaður, til-
kynnti frá Selárdal, að hann
hefði séð flugvél fljúga út Arn-
arfjörð um kl. 9.30 í fyrrakvöld
og hafa borizt fleiri tilkynning-
ar, því til stuðnings. Þrír menn
hafa tilkynnt um, að þeir hafi
séð flugvél fljúga úti fyrir
Rauðasandi um kl. 22.00 og hafi
hún þá m.a. hnitað hringi. Einn-
ig hafa borizt fregnir um, að
heyrst hafi í flugvél úti fyrir,
Vatnsfirði um svipað leyti eða
nokkru síðar, en þar gæti ver-
ið um aðra ílugvél að ræða.
■Hefur því einna mest áherzla
verið lögð á svæðið við Rauða-
sand, en einmitt á því svæði
hafa leitarskilyrði verið einna
verst. Hefur þar gengið á með
niðaþoku og regni.
Stjórnendur leitarinnar álitu,
að um 200 manns hafi leitað á
landi í skipulögðum leitarflokk
um í gær. í gærkvöldi og í nótt
sóttu stórir flokkar á leitarsvæð
in og verður leitin mjög fjöl-
menn í dag. Eins og áður segir
voru ,það aðallega Slysavarna-
félagið og Flugbjörgunarsveitin,
sem lögðu til leitarmenn með
deildum sínum á leitarsvæðun-
um, en að auki hefur mikill
fjöldi sjálfboðaliða tekið þátt í
- ÍÞRÓTTIR
Framhald af bls. 22
200 m fjórsund:
1. J. Schiller, V-iÞýzkaL, 2:18.3
3. Guðm. Gíslason 2:22.0
ísl. met
og undir OL-lágm. sem var 2:22.5
13. Guðm. Harðarson 2:35.6
Konur:
100 m flugsund:
1. M. Segert, Júgóslavíu, 1:02.3
9. Hrafnh. Guðmundsd. 1:06.2
16. Ellen Yngvadóttir 1:09.8
400 m skriðsund:
1. Gustavsson, 'Svíþjóð, 4:49.5
100 m bringusund:
1. Bjedov, Júgóslavíu, 1:18.3
5. Ellen Yngvadóttir 1:22.2
ísl. met
6. Hrafnh. Guðmundsd. 1:23.8
LEIÐRÉTTING
í ÞRIÐJUDAGSBLAÐINU var
skýrt frá leik ÍBA og ÍBK og
sagt að Steinn Guðmundsson
hefði dæmt, og fékk hann mið-
ur góða doma hjá fréttaritaran-
um. Steinn dæmdi hins vegar
ekki leikinn heldur Jörundur
iÞorsteinsson. Mistökin stafa af
því, að Steinn var auglýstur sem
dómari, en hann er beðinn vel-
virðingar á mistökunum.
Leitinni var stjórnað frá Reyk javík. Mynd þessi var tekin í
Flugturninum og eru á henni nokkrir af þeim, sem að leitinni
stóðu. Frá vinstri: Arni Edwins, Jóhannes Briem úr Flugbjörg-
unarsveitinni, Hannes Hafstein frá Slysavarnafélaginu og Valdi
mar Ólafsson, flugumferðarstj óri. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.)
leitinni. M.a. hafa menn í brú
arvinnu, vegavinnu og síma-
vinnu lagt á sig mikið erfiði til
aðstoðar.
Þess má geta, að auk óhag-
stæðs veðurs hefur snjór á
fjöllum á Vestfjörðum mjög tor
veldað leitina, því eins og áður
segir er vélin hvít að lit. Mik
ill sniór er á þessurn slóðum og
nær hann á sumum stöðum nið-
ur að sjávarmáli.
í dag er ætlunin að halda á-
fram leit í ekki minna mæli en
í gær. í gærkvöldi fóru næst-
■um 80 manns frá Slysavarna-
félögum á Suðvesturlandi til
þess að aðstoða við leitina. 25
FJÁRVEITINGAR
Framhald af bls. 24
1961 kr. 3.577.412.00
1962 kr. 4.253.837.00
1963 kr. 5.190.771.00
1964 kr. 7.285.928.00
1965 kr. 8.213.698.00
Sem fyrr segir voru búnaðar-
deildin og tilraunastöðvarnar
sameinaðar 1965 í Rannsóknar-
stofnun landbúnaðarins, sem
gegnir sama hlutverki og þær
áður. Fjárveitingar til stofnunar
NORÐURLANDAMOT spor-
vagnastjóra í skák verður hald-
ið í Reykjavík að þessu sinni,
en eins og kunnugt er hafa
Hreyfils-menn tekið þátt í þessu
móti. Sænsku skákmennirnir
menn frá Hjálparsveit skáta
fóru í gærkvöldi áleiðis til
Króksfjarðarness í sömu erind
um. Er ætlunin að ljúka við að
leita á Vestfjörðum og þá sér-
staklega á þeim stöðum, sem
ekki náðist til í gær, en um leið
að fara aftur yfir svæði, sem
erfið reyndust vegna þoku.
Þá á að leita á Snæfellsnesi
og helzt að reyna að ljúka við
það og önnur svæði, sem leit
uð voru í gær.
Reyna átti að leita í nótt, en
veðurspá var ekki góð. Var þó
spáð batnandi veðri með morgn
inum.
innar hafa sl. þrjú ár verið:
1966 kr. 9.164.002.00
1967 kr. 13.453.000.00
1968 kr. 16.123.000.00
Fjárveitingar til skógræktar
eru nú kr. 10.541.000.00, en voru
árið 1958 kr. 1.930.346.00. Fjár-
veitingar til skógræktar 1968
eru kr. 10.334.000.00, en voru
1958 kr. 3.008.115.00, og fjár-
veitingar til tilrauna á Hvann-
eyri 1968 eru kr. 450.000.00, en
námu kr. 80.000.00 árið 1958.
höfðu með sér risavaxinn ridd-
ara og peð, sem þeir hafa í
hyggju að láta svífa í lítilli fall-
hlíf niður í Surt, gíginn í Surts-
ey. Hér sjást fimm Svíanna með
taflmennina festa við falKhlífina.
Slasaðist illa
NÝLEGA var skýrt fr(á því, að
slys hefði orðið við Gamla Bíó,
er bifreið var ekið á mann á gang
stéttinni. Var sagt, að slys á
mönnum hefðu ekki verið alvar
leg.
Morgunblaðið hefur nú fengið
þær upplýsingar, að maður sá,
■sem ekið var á, hafi slazast öllu
meira en skýrt var frá. Mun
hamn hafa brotnað á báðum fót-
um auk þess að upphandleggur
hans brotnaði. í gær kom svo í
ljós, að eitt rifbein hans mun |
hafa brotnað. Er hérmeð beðið
afsökiunar á þessiú mishermi.
- ORÐSENDING
Framhald af bls. 1
efni bréfsins frá Varsjárfundin-
um, en það er vitað, að það snert
ir frelsisþróunina í Tékkóslóvak
íu. Er gert ráð fyrir, að í bréf-
inu komi fram frekari gagnrýni
á stefnu Alexanders Dubceks.
í tilkynningu fná miðstjórn
flokksins segir, að hún undirbúi
nú ýmsar ráðstafanir til þess að
gera það auðveldara að skiptast
á Skoðunum milli kommúnista-
flokka ýmissa landa, að því er
snerti áríðandi pólitíak vanda-
mál. Á tilgangurinn að vera sá,
að efla samstarf kommúnista
flokkannia á vettvangi alþjóða-
stjórnmála.
í tilkynningunni segir enn
fremur, að kommúnistaflokkur
Tékkóslóvakíu sé ékki andvígur
því, að fundir verði haldnir í
þessu skyni. í þessu tilfelli hafi
það ekki verið kleift fyrir flokk
inn að ta'ka þátt í slíkum fundi,
sökum þeiss að hann hefði áður
reynt að koma á viðræðum við
aðila Varsj árfundarins hverja út
af fyrir sig, sem myndu hafa
'leitt til meiri árangurs, að því
er varðar samheldni milli komm-
únistaflokkanna. .
Mildari en áður
í Prag var hina vegar vitað
um, að texti bréfsins til komm-
únistaflokks Tékkóslóvakíu væri
mun mildari og sáttfúsari í orða
lagi en bréf það, sem stjómar-
völd í Moskvu, Varsjá og Aust-
ur-Berlín sendu fyrir um þaðbil
10 dögum. Bréf það, sem þá
barst frá Sofíu og Rudapast á
einnig að hafa verið mjög frá-
brugðið.
f Moskvu, Varsjiá og Arustur-
Berlín var yfirlýsing Varsjár-
fundarins birt, án þess að blöðin
greindu frekar frá henni. Blöð í
Tékkóslóvakíu birtu einnig öll
yfirlýsinguna í heild og í fyrsta
sinn í mörg ár kom það fyrir, að
öll blöð voru uppseld á götum
Prag.
Sovézkur her á brott fyrir 22.
júlí.
Talið er, að þeir aðilar, sem
stóðu að fundinum í Varsjá, muni
nú hefja diplómatiska sókn gegn
Talið frá vinstri: G. Hjelm, frú
Hjelm, G.A. Larson, Olle Jo-
hannsson og John Ericson.
(Ljósm. Mbl.: Kr. Ben.)
Veðríð
VEÐURÚTLIT í dag er áfram
haldandi stillt veður og bjart, J
en líklega skýjað áfram um }
vestanvert landið. Þá má í
\ reikna með þokuslæðingi á i
i miðunum norðanlands og aust '
/ an. Búizt er við að hitinn }
1 verði svipaður því, sem var í i
} gær, hlýtt um mestallt land- 1
stjórn Duboeks. Þá var skýrt
frá því af opinberri hálfu í Prag
að allur sovézkur her eigi að
vera farinn brott úr Tékkóslóv-
akíu fyrir 22. júlí. Ýmsar yfirlýs
ingar og fregnir frá Prag, Var-
sjó og M'oekvu benda nú til þess
að aðilarnir að Varsjórfundinum
hafa ákveðið að hætta hernaðar
legum þvingunum en leggja
þeim mim harðar að stjórn Du-
bceks á pólitíska sviðinru.
Skýrt hefur verið frá því í
Moskvu, að sendimenn frá
franska og ítalska kommúnista-
flokknum hafi borið fram tilmæli
við kommúnistaflokk Sovétríkj-
anna í Tékkóslóvakíumálinu.
Waldick Rochet, framkvæmda-
stjóri franska kommúnistaflokks
ins, og tveir af meðlimum fram-
kvæmdastjórnar ítalska kommún
istaflokksins, Gian Carlo Paj-
etta og Carlo Galazzo komu 1il
Moskvu á sunnudaginn var lil
þess að aðvara sovézka kommún
istaflokkinn við áhrifunum í Vest
ur-Evrópu af hvers konar íhlut-
un Sovétríkjanna í Tékkóslóv-
akíu. Snerti þetta aðstöðu
beggja þessara kommúnista
flokka einnig með tilliti til pess,
að þeir eru báðir að reyna að
koma á samstarfi við borgara-
lega flokka í löndum sínum.
Úrslitakostir Dubceks
Það hefur orðið mikill léttir i
Tékkóslóvakíu, að sovéski her-
inn á að vera á brott fyrir 22.
júlí. Er sagt, að þetta hafi feng-
izt framgengt fyrst eftir að til-
mæli í formi úrslitakröfu frá Du
bcek til yfirmanns herafla Var-
sjárbandalagsins, Jakuboski mar
skálks, um að hann gæfi skrif-
lega endanlegt loforð um, að her
inn yrði fluttur brott.
Blöð í Tékkóslóvakíu fjölluðu
í dag af mikilli varkárni um
fundinn í Varsjá og án nokkurs
æsifregnablæs. Birtu blöðin yfir
lýsingu fundarins, en gerðu hins
vegar miklu meira úr því, að
bréf væri væntanlegt frá þátt
takendum fundarins. Mörg blað-
anna lögðu á ný áherzlu á stuðn
ing sinn við stjórn Dubceks ti!
þess að varðveita fullveldi lands
ins. Mörg hlaðanna minntu enn
fremur á mörg hundruð ályktan
ir, sem félagasamtök í landinu
hefðu samþykkt og blaðið „Zeme
delske Noviny“ hélt því fram, að
þessar ályktanir væru sem alda
trausts til handa Dúbcek.
Þá hefur flokksdeild kommún
istaflokksins í Prag skorað á
meðlimi sína að koma í veg fyrir
að rétttrúnaðarkommúnistarnir,
sem þyrpast í kringum Novotny
fyrrum forseta, geri samninga
án þess að Alexandur Dubcek
viti, við aðila í vissum sósíalist-
ískuma löndum, eins og komizt er
að orði.
Vinstri villa
ALLHARÐUR árekstur varð i
Norðurárdal á blindhæð er bif-
reiðar mættust og voru báðar á
sömu vegarbrún. Ko-na, sem var
farþegi í öðrum bílnum hand-
leggsbrotnaði og var flutt i
sjúkrahúsið á Akranesi.
Áreksturinn varð milli kl. 5
og 6 í gærdag. Skodabifreið var
að koma að norðan, en Trabant
bifreið að fara norður. Er kom
að blindhæð mættust bifreiðarn
ar og var Trabantinn þá á vinstri
vegarbrún.
Lögreglan biður Mtol. um að
geta þess, að nú fari fólki mjög
að verða hætt við „vinstri villu“,
þar eð það telur sig öruggt í
H-umferðinni. Fólk verðu r að
minnast þess, að enn erum við
öll byrjendur....