Morgunblaðið - 18.07.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.07.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 196« Tilraun með ísun þorsks í kössum A SAUÐÁRKRÓKI er verið að gera tilraun með ísun fisks annars vegar í stíur og hins veg ar í kassa. Hefur þegar komið í ljós, að fiskurinn er fallegri úr fcössunum, en úrvinnslu tilraun- arinnar er ekki lokið fyrr en í dag og lágu endanlegar niðurstöð ur hennar því ekki .fyrir er Mbl. hafði tal af Björgvin Ólafssyni, er stjórnar tilrauninni ásamt ívari Baldvinssyni. Björ-gvin sagði, að tekið hefði verið til tilraunarinnar 2 tonn af þorski og er hvort tonnið um sig ísað, annað í kassa, en hitt í stíur. Fylgjast þeir félagar síð- an með nýtingu og gæðum hrá- efnisins og sýndist þeim þegar í gær, kassafiskurinn fallegrL Norðmenn hafa ísað í kassa um áratuga skeið, en Björgvin sagði, að sér væri ekki kunnugt um það að það hefði verið gert í svo miklum mæli hér á landi áð ur. Kvað hann tilraunina í gær hafa lofað góQu, en við kassaað- ferðina er töluvert meiri vinna. Við tilraunina nota þeir félag- ar m.s. Drangey. Pólsku ungllngarnir stálu úr verzlunum PÓLSKU unglingalandsliðs- mennirnir, sem hér dvöldu og tóku þátt í unglingameistara- móti Norðurlanda í knattspyrnu, voru staðnir að hnupli í nokkr- um verzlunum í Reykjavík, og bárust nokkrar kærur til rann- sóknarlögreglunnar. Lögreglan hafði samband við fararstjóra Pólverjanna, sem svo höfðu tal af piltunum. Árangurinn var sá, að daginn eftir komu piltarnir aftur í verzlanirnar og skiluðu þeim varningi er þeir höfðu stolið. Ástæðan fyrir þjófnaðinum mun vera sú, að vöruúrval í verzlunum í Póllandi er mun minna en hér á landi, og dreng- irnir fá mjög takmarkaðan gjald eyri. Þegar þeir svo fóru að skoða sig hér um, girntust þeir marga hluti, en höfðu ekki efni á að eignast þá á heiðarlegan hátt. Gripu þeir þá til þess óynd isúrræðis að stela þeim. Vitað er með vissu að Pólverjarnir fóru í einar fjórar verzlanir í Reykjavík og stálu allt frá karl- mannagallabuxum upp í dýran - RHODESÍA Framhald af bls. 1 Samkvæmt stjórnarskrárupp- kastinu, sem lagt verður fyrir sérstakt stjórnlagáþing innan flokksins innan tveggja mánaða, skal þjóðhöfðingi sá, sem tekur vfð af Eiísabetu drottningu, skip aður af Rhodesíustjórn. í upp- kastinu er gert ráð fyrir að ný stjórnarskrá taki gildi í tveimur áföngum, og virðist ljóst að það gerist með þeim hætti að tryggð verði áframhaldandi yfirráð hvítra manna í landinu. kvenfatnað, en því hefur nú öllu verið skilað og kaupmenn munu ekki bera fram kærur. Síldin færist suðureftir 52 skip og gott veður á miðunum, að sögn Jakobs Jakobssonar Morgunblaðið hafði í gærmorg un samband við Jakob Jakobs- son, fiskifræðing, þar sem hann var staddur um borð í rann sóknarskipinu Árna Friðrikssyni á 77 breiddargráðu, skammt und an strönd Svalbarða. Var sam- hand við skipið mjög gott, og má geta þess, að Gufunes hef- ur haft allgott samband við skip in á miðunum undanfama daga, enda hefur talsvert verið gert til bóta á því svæði að undaii- fömu. Talsverð deyfð hefur verið yf ir veiðunum að undanförnu, að því er Jakob sagði í gær Síld- in stendur djúpt og er ákaflega stygg. Síldin hefði á tímabili færst langt norðaustureftir og lent í átusnauðum sjó og hefði það valdið þessum óróleika hjá torfunni. Fyrir . tveimyur dögum hefði hún verið komin norður á 78. breiddarbaug, en í gær hefði hún aftur á móti verið á suður leið ag verið komin á 76-77. breiddargráðu. Sagði Jakob, að mikið hefði verið kastað, en veið in verið fremur treg. Um afla einstakra skipa síð- astliðinn sólarhring gaf Jakob eftirfarandi tölur. Gjafar 50 lestir, Ásgeir 140, Harpa 100, Örn 60, Jörundur IH 130, Sóley 70, Guðbjörg 150, Sveinn Sveinbjömsson 250, Gígja 150, Bára 40 og Ólafur Magnússon 35 tonn, sem hefðu farið í salt. Þá sagði Jakob, að söltunar- skip Valtýs Þorsteinssonar hefði í fyrrakvöld verið búið aðsalta í 2000 tunnur. Væri síldin bæði stór og falleg. Norgard hefði í fyrrakvöld verið búið að taka við 2-3 þúsundum tonna af aíld, en flutningaskipið Síldin væri á leið til lands með fullfermi og hefði það í gærmorgun verið komið talsvert suður fyrir Jan Mayen. Þá sagði Jakob, að 52 skip væru nú á miðunum og hefði þar verið blíðuveður undanfarna 3- 4 daga. Sjávarhiti á þessum slóð um væri 5-6 stig og lofthiti avip aður. Árni Friðriksson verður á miðunum næstu þrjár vikur til þess að fylgjast með síldveiðun- um. Frá Dalatanga hafa Morgun- blaðinu borizt þær fréttir, að nokkur islenzk skip séu að veið um í Norðursjó, en þaðan fara þau með ísaða síld á Þýzkalands markað. Hefur þeim gengið sæmi lega, að vísu ekki veitt mikið magn, en fengið gott verð fyrir aflann. ÍSamkvæmt upplýsingum. Bjöms Guðmundssonar, frétta ritara Mbl. í Vestmannaeyj- um hófst lagning vatnsleiðslu til Eyja kl. 21 í gærkvöldi. Bjöm ræddi við danska menn, er unnu að Iagningu leiðsl- unnar og töldu þeir líklegt að hin stóra stund, er leiðsl- an kæmi til Eyja yrði um kl. 02. Ef allt hefur gengið sam- kvæmt áætlun, er leiðslan þegar komin til Eyja. t dag rennur upp stór stund meðal Vestmannaeyinga, en þá er væntanleg til Eyja vatns leiðslan góða, sem færa á þeim vatn frá meginlandinu. Endinn var í gær sendur í land á Landeyjasand og tók Sigurgeir Jónasson, ljósmynd ari Mbl. í Eyjum þessa mynd við það tækifæri. Endanum var fleytt í land með tunnu- fleka. Mbl. óskar Vestmanna- eyingum til hamingju með þennan merka áfanga í vatns veitumálum þeirra. F/ölmennur bœndafundur í Reykjaskóla: Leitað úrbóta vegna hallær is af völdum kals f GÆR var fjölmennur bænda- fundur haldinn í Reykjaskóla í Beinafundur í Vestmannaeyjum — Ef til víll frá fyrstu kirkju þar — Klemenzarkirkju Samkvæmt upplýsingum Björns Guðmundssonar, fréttarit ara Mbl. í Vestmannaeyjum, skýrði Ólafur Gunnarsson bæj- arverkfræðingur honum frá þvi I gærmorgun, að þá hefði fund- Slys við ferm- ingu flugvélur Keflavíkurflugvelli, 17. júní. Það slys varð skömmu fyrir hádegi við afgreiðslu Guðríðar Þorbjamardóttur, sem er ein af Rolls-Royce flugvélum Loftleiða, að vörugrind féll niður af gaffal lyftu og varð einn af hleðslu- mönnum félagsins undir henni. Pilturinn mun hafa rotazt og hlotið einhver fleiri meiðsli og var hann fluttu í sjúkrabifreið 1 spítala í Keflavík. Ekki er Mbl. kunnugt um, hve alvarlegs eðlis mefðsli mannsins eru. izt, er verið var að grafa fyrir vatnsveitu á Skansinum, beina- grind af stórum manni, sem af tönnum virtist hafa verið orð- inn nokkuð við aldur, er hann lézt. Verið var að grafa milli sjó- geymisins og hleðslunnar sunn- an og austantil á Skansinum, er beinin fundust. Björn tjáði Mbl. að almennt væri ekki vitað um það hvort þarna hefði verið kirkjugarður að fornu og ekki kvaðst hann hafa heyrt um það að maður væri heygður á þess- um stað. Finnst Vestmannaeyj- ingum þessi beinafundur nokkuð sérstæður. Tennur mannsins eru mjög mikið eyddar. Mbl. sneri sér til Sigfúsar M. Johnsen, sem mjög er fróður um Vestmannaeyjar og spurðist fyr ir um stað þennan. Sigfús sagði, að hann hefði ávallt haft hug- boð um að elzta kirkja eyjanna hefði staðið á þessum stað á hinni eiginlegu Hörgeyri, en að hans dómi hefur það örnefni færst yfir á nyrðri eyrina. Hörg eyrin heitir nú HafnareyrL Fyrir allmörgum árum fund- ust ekki langt frá þessum stað mannabein er verið var að grafa fyrir húsi í Gjábakkalandi. Tel- ur Sigfús að á þessum stað sé að öllum líkindum elzta byggð í Vestmannaeyjum og þar híifi að fornu verið bærinn Höll — mikið stórbýli. Fyrsta kirkjan stóð á Hörgeyri — hennar er getið í Landnámu og lagðist niður, er hún var orðin þriðja kirkjan í Eyjunum. Hún bar nafnið Klem enzarkirkja og mun hafa staðið fram yfir 1200 og 1269 er hennar getið í máldaga annarar kirkju. Þá má geta þess, að árið 1931 fannst við gröft á þessum stað fornt steinker — gamall kirkju gripur. Vegna þess að slíkir gripir þekkjast úr kirkjum víða á Norðurlöndum, þótti skálin benda á að þarna væri fom kirkjustaður. Ef til vill sannar beinagrindin, sem fannst í gær- morgun nú þessa tilgátu. Hrútafirði. Sátu hann rúmlega 200 manns. Meðal gesta var Ing- ólfur Jónsson ráðherra, flestir þingmenn úr Vestf jarffakjördæmi og Norðurlandskjördæmi vestra. Fundarboðendur voru Búnaðar- sambönd Strandamanna og Vest- ur-Húnavatnssýsiu. Sigurður Líndal bóndi á Lækj armóti setti fundinn og nefndi til fundarstjóra Benedikt Gríms son bónda á Kirkjubóli. Lýsti hann tilgangi fundarins og skýrði efnislega tillögur þær er fyrir fundinn voru lagðar, en þær fela í sér hvað helzt muni til úrbóta vegna hins alvarlega ástands, sem sikapazt hefur af hinu stór- fellda kali undanfarin ár, en þó 9érstaklega nú á þessu sumri. Annar liðurinn í tillögunum fjall ar um það að óumflýjanlagt sé að bændum á harðindasvæðun- um verði veitt stórfelld efnahags aðstoð og fól tillagan í sér áskor un á landbúnaðarráðherra og þingmenn kjördæmanna, að beita sér fyrir nánar tilgreindum at- riðum í því sambandi. Mjög miklar umræður urðu um þessar tillögur og stóð fund urinn frá því kl. rúmlega hálf fjögur til kl. 9. Meðal þeirra sem til máls tóku voru landbúmaðar- ráðherra, alþingismenn og for- ustumenn Búnaðarsambands ís- lands, Stéttarsambands bænda og fulltrúi úr Harðindanefnd. Að síðustu voru tillögurmar sam- þýkktar samhljóða. Þá var tekinn fyrir annar lið- ur fundarins, önnur mál og þar bornar fram tvær tillögur, önn- ur um að fram fari víðtækar ráð stafanir hvað kalskemmdum valdi og að þegar á þessu hausti verði gerðar ítarlegar tilraunir með kölkun túna. Hin tillagan var um afurðasölumál og fjall- aði um að búvöruverð verði á- kveðið með beinum samningum milli stéttarsamtaka bænda og ríkisvaldsins. Tillögumenn voru einnig andvígir fóðurbætisskatti, en voru meðmæltir því að hamla gegn offramleiðslu búvara með því að takmarka verðbætur við ákveðna hámarksstærð búa, en tryggja framleiðslukostnaðar- verð fyrir það, er væri undir þeirn mörkum. Báðar voru til- lögur þessar samþykktar sam- hljóða. Fleira var ekki fyrir tek ið á fundinum. Hermdorverka- menn ielldir Tel Aviv, 17. júli. NTB. ÞRETTÁN arabiskir hermdar- verkamenn voru drepnir í dag af ísraelskum eftirlitsflokki, sem kom þeim í opna skjöldu, þar sem þeir voru í grennd við Jeri- ko. Skýrði talsmaður herstjóm- ar ísraels frá þessu í Tel Aviv og enn fremur frá því, að flokk- urinn hefði haft meðferðis sprengiefni og annað, sem með þarf til skemmdarverka — fyrir utan skotvopn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.