Morgunblaðið - 18.07.1968, Blaðsíða 11
11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1988
........ ..... ' "" ' -- " "" 1 ---- T
)
Biafra-hermenn æfa í skógarrjódri. Maðurinn lengst liægri er
foringi hópsins, en við foringjaval kemur sér oft vel og ræð-
ur úrslitum, að menn séu háir vexti.
an að þeim eða með því að
beita skæruhernaði. Tveir mán-
uðir eru liðnir síðan leiðtogi
Biafra, Ojukwu, lýsti því yfir,
að sambandsherinn hefði misst
65.000 rnenn fallna, en um leið
fullyrti hann, að mannfall í
liði Biafra næmi 40.000 mönn-
m Við þessar tölur bætist
fjöldi óbreyttra borgara, sem
illa agaðir hermenn hafa murk
að úr Mfið. Vegna mikils mann-
íalls eru ungir piltar á aldr-
inum 12-15 ára í liði beggja.
Viet
þorp
Hermenn Viet Cong brenndu
til ösku sveitaþorp í Binh Dih-
héraði, um 500 km fyrir norðan
Saigon í dag. Rúmlega 300 íbúð-
arhús voru í þorpinu en flestum
íbúunum tókst að flýja áður en
skæruliðar sóttu inn í þorpið og
héldu lifi.
Bandaríski landvamaráðherr-
ann, Clark Clifford, hélt áfram
viðræðum sínum í dag við suður
vietnamska ráðamenn um gang
etyrjaldarinnar. Jafnframt var
frá því skýrt, að bandarískar
A Moo nýtt
leynivopn?
Hong Kong, 15. júlí. NTB.
Tvö blöS, annað í Hong
Kong, hitt í London, hermdu
um helgina, að Kínverjar
hefðu framleitt eldflaug, sem
skjóta má heimsálfa á milli.
Hong Kong-blaðið Star hermir,
að aðeins eigi eftir að reyna
flaugina, og er talið að tilraun-
in fari fram þegar 9. þing
kínverska kommúnistaflokks-
ins verður haldið, en ef til vill
fyrr, ef andstaðan gegn honum
eykst. Lundúnablaðið Sunday
Telegraph segir, að tilrauna-
svæðið sé í Makan - eyðimörk-
iani í Singkiang - héraðl og til-
raun hafi þegar verið gerð með
frumgerð eldflaugarinnar.
Þeir eru sendir í fremstu víg-
línu, enda þótt þeir kunni varla
að meðhöndla rifla eða önnur
skotvopn. Og þegar sambands
herinn sækir fram flýja und-
an honum tugir þúsunda Bi-
aframanna inn á svæði, sem
her sambandsstjórnarinnar hef
ur algjörlega umkringt. Hann
hefur hernumið mikilvægustu
bæina norður, suður, austur og
vestur af núverandi höfuð-
stöðvum Ojukwu irrni í Biafra.
BjöB.
hersveitir og stjórnarhermenn
heíðu fellt rúmleiga 190 hermenn
Viet Cong í ýmsum átökum fyr-
ir sunnan Saigön. Enn.er mikill
viðbúnaður umhverfis höfuð-
borgina, þótt ekki sé búizt við
stórárás á næstunni, en talið
hugsanleigt að árás verði gerð í
lok mánaðarins eða í næsta mán
uði.
Blaðið Xay Dung í Saigon, mál
gagn kaþólskra manna, skýrði
frá því í dag, að rúmlega 200
kaþólskir menn, sem væru full-
trúar rúmlega einnar milljónar
trúbræðra sinna er flúið hafa frá
Norður-Vietnam, hefðu hótað
verkföllum og götumótmælum
um gervallt Suður-Vieitnam ef
Bandaríkjamenn semdu við
kommúnista. Kaþólsku fulltrúarn
ir sökuðu erlend öfl og upp-
gjafasinna um að hafa gert sam-
særi um að ná samkomulagi við
kommúnista og svíkja þannig þá
sem fallið hefðu fyrir föðurland
ið.
Nýstofnuð neðanjarðarsamtök
Bandalag þjóðlegra lýðræðis- og
friðarafla, sökuðu í dag Banda-
ríkjamenn um að hafa sett á fót
og stutt viðurstyggilega kúgun-
arleppstjórn í Suður-Vietnam,
sem svipt hefði vietinömsku þjóð-
ina öllum réttindum sínum og
frelsi. Bandaríkjamenn segja, að
kommúnistar standi að þessum
samtökum, en sjálf segjast þau
berjast fyrir friði í Vietnam,
frelsi, lýðræði og hlutleysL
Cong brennir
til grunna
Bændur í Fljótsdal hyggjast hefja
skógrækt meö búskap
Skógræktarfélag tslands og
Skógrækt ríkisins hafa ákveðið
að gefa bændum í Fljótsdal kost
á þvi að rækta skóg með bú-
skap sínum. Hafa þessir aðilar
gert áætlun nm framkvæmd
verksins og er hér um að ræða
fyrsta skipulagða vísinn, að því
að skógrækt verði búgrein í ís-
lenzkum landbúnaði. Hefur og
verið farið fram á 1.5 milljón
króna árlega fjárveitingu til þess
ara mála.
Upphaf málsins er a'ð aðal-
fundur Skógræktarfélags Islands
samþykkti árið 1956 tillögu frá
Skógræktarfélagi Austurlands,
sem er svohljóðandi:
,,Með hliðsjón af þeim athug-
unum, sem fram hafa farið, og
áætlunum, sem gerðar hafa verið
á vegum Skógræktarfélags Aust-
urlands, um skógrækt sem þátt
í búskap í Fljótsdalshreppi í
Norður-Múlasýslu, beinir aðal-
fundur Skógræktarfélags íslands
því til stjórnar félagsins og Skóg
ræktar ríkisins, að þessir aðilar
veiti því brautargengL að stjórn
völd landsins veiti slíkri skóg-
ræktar- og búskaparáætlun þann
fjárhagsgrundvöll, að hún verði
framkvæmd með nauðsynlegum
hra’ða, og að hafizt verði handa
þegar á næsta ári. Er það álit
fundarins, að aðstæður í Fljóts-
dal samfara nálægð hans við
Hallormsstáð, með þeirri ágætu
reynslu í skógrækt, sem þar er
fengin, leiði styrk rök að því að
Fljótsdalur sé öðrum stöðum á-
kjósanlegri til upphafs skipulegr
ar skógræktar í búrekstri bænda
hér á landi.“
Hákon Bjarnason, skógræktar
stjóri, Hákon Guðmundsson, yfir
borgardómari, formaður Skóg-
ræktarfélags tslands, Einar G.
Sæmundsen, skógarvörður, fram
kvæmdastjóri Skógræktarfélags
Reykjavíkur og Sigurður
BlöndaL skógarvörður á Hall-
ormsstað skýrðu fréttamönnum
frá þessari áætlun, sem tveir
hinir síðastnefndu hafa unnið
að ásamt Baldri Þórsteinssyni.
Áætlunin þessi mun — að sögn
þeirra félaga stefna að fjölbreytt
ari atvinnuháttum í FljótsdaL
þar sem búrekstur byggist nær
eingöngu á sauðfjárrækt. Auk
þess yrði með þessu hafin fram-
leiðsla á mikilvægu hráefni. Stað
urinn var valinn vegna þess að
Hallormsstður er í næsta ná-
grenni og þar hefur nú fengizt
hálfrar aldar reynsla af ræktun
lerkis og annarra trjátegunda,
sem taldar eru henta bezt þeirri
ræktun, sem hér er stefnt að.
Getur gröðrarstöðin á Hallorms
stað án verulegrar viðbótarfjár-
festingar framleitt plöntufjölda,
sem gert er ráð fyrir að gróður-
setja þurfi árlega samkvæmt
þessari áætlun.
Fljótsdalur, sem er góð fjár-
sveit, á víðáttumikla afréttí, en
nokkur skerðing yrði á heima-
högum vegna þess, að land er
tekið til skógræktar, en jafn-
framt mun aðstaða til beitarraekt
ar batna, svo að auðvelt yrði a'ð
vega upp á móti þeirri skerð-
ingu. Þá yrði reynt, hvorf unnt
sé að sameina tvær búgreinar,
sauðfjárrækt og skógrækt til
hagsbóta fyrir bóndann.
Þess er óskað að ríkissjóður
hrindi þessari áætlun af stað og
er árlegt framlag áætlað 1.5
milljón krónur. Gert er ráð fyrir
að ábúandi jarðarinnar verði eig
andi skógarins og a'ð hann endur
greiði, er skógurinn fer að gefa
arð, ákveðinn hundraðshluta af
brúttótekjum til ríkissjóðs. Fæst
framlag ríkissjóðs þannig til
baka eftir eðlilegan vaxtartíma
skógarins. Nær helmingur 30
bænda i Fljótsdal hefur áhuga
á þessari framkvæmd.
Miðað er við það að teknir
verði til skógræktar samtals
1500 ha lands á næstu 25 árum.
15 ábúendur hafa ákveðið a'ð
taka um 700 ha lands til skóg-
ræktar. Verði teknir 60 ha ár-
lega, verða útgjöld 1.460.000 kr.
Hæstu liðir útgjalda eru girð-
ingar (4 km) 208 þús. kr., gróð-
ursetning 750 þús. kr., og viima
við hana 450 þús. krónur.
Aætlunin miðar að því að eink
um verði notað lerki frá Sfberíu,
gróðursettar 5000 plöntur árlega.
I greinargerð fyrir áætluninni
eru útreikningar um viðarvedð
og gerð grein fyrir hugsanlegum
tekjum bóndans. Segir þar, að
í Fljótsdal.
líklegt sé, að bóndi fái 1264 kr.
fyrir rúmmetrann af timbri og
er útreikningurinn byggður á
heimsmarkaðsverði hráefnisins.
Samkvæmt reynslu frá Hall-
ormsstað er gert ráð fyrir því að
árlegur vöxtur verði á aldurs-
skeiðinu 20 til 30 ára 10 rúm-
metrar á ha, en heildarvöxtur
við 20 ára aldur 70 rúmmetrar
á ha. Árlegar brúttótekjur með-
albónda, sem þátt tekur í áætlun
setningu eru reiknaðar a'ð meðal
tali 82.500 kr., vegna grisjunar,
en úr því fara tekjurnar ört vax
andi og munu við 35 ára aldur
hafa náð a.m.k. 225.000 krónum.
Verða þá 45 ha komnir í gagnið
á meðalbýli.
Þá segir í greinargerðinni að
verði skógurinn allur felldur að
30 árum liðnum, fást 112 rúm-
metrar timburs, sem eru að verð
mæti 141.694 krónur.
Um endurgreiðsluna til ríkis-
sjóðs segir í lok grelnargerðar-
innar:
„Réttmætt er a'ð skógareigandi
greiði í ríkissjóð ákveðinn hundr
aðshluta af skógarhöggi. Sú end-
urgreiðsla gæti hafizt t.d. 35 ár-
um eftir gróðursetningu. Þá eru
meðalbrúttótekjur áætlaðar kr.
225.000.—, eða samtals á þyí
svæðL sem áætlunin nær til kr.
4.500.000.—. Ekki er fráleitt að
endurgreiðslan næmi 10% af
brúttðtékj um.“
Þá ber að geta þess að víð
allan útreikning hefur verið farið
með mestu aðgát, að sogn þeirra
sem að henni standa. Allar tölur
eru þriðjungi lægri, en reynslan
hefur kennt skógræktarmönnum
á Hallormsstað.
inni 20 til 30 árum frá gróður-
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Iðnaðarbanka Islands h.f. verður veðskulda-
bréf útg. 13/9 1966 af Helgu Á. Rósmundsdóttur, að
eftirstv. kr. 111.125.00 með 3. veðr í hluta hússins nr.
176 við Sogaveg, selt á nauðungaruppboði, sem háð
verður í borgarfógetaskrifstofunni að Skólavörðu-
stíg 12, þriðjudaginn 23. júlí n.k. kl. 14.00.
Á sama stað og sama tíma verður selt á nauðungar-
uppboði að kröfu Hákonar H. Kristjónssonar hdl., veð-
skuldabréf útg. 18/11 1963 af Benedikt Guðmunds-
syni, nú að eftirstv. kr. 325.00.00 tryggt með 1. og 3.
veðr. í Öldustíg 9, Sauðárkróki.
Á sama stað og tíma verða einnig seldar nokkrar
ótryggðar kröfur.
Greiðsla við hamarshögg.
Borgarfógetaemhælttð i Reykjavík.
Lerkiskógur í GuttormslundL Hann er nu 30 ára og hæstu trén
eru nú um 13 m á hæð. Lerkið er upprunnið frá Arkangelsk við
Hvítahaf í Rússlandi. Þessa trjátegund á nú að rækta á býlum