Morgunblaðið - 18.07.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.07.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 196« NÍGERÍA - LAND HÖRMUNGANNA 3000 deyja í Biafra á dag Hinn 6. júlí síðastliðinn var liðið nákvæmlega eitt ár frá því,að borgarastyrjöldin í Níger íu brauzt út. Á þessum tíma hefur Nígería — stærsta ríki Afríku — sokkið æ dýpra í böl styrjaldarinnar og nú er svo komið að þar hafa fallið 100.000 manns, eða jafnmargir og á þremur árum í Víetnam- stríðinu. Sagt er, að 3000 börn deyji daglega í Biafra, Austur héraði landsins, af næringar- skorti og þar muni 2 milljónir manna láta lífið fyrir lok ágúst mánaðar berist ekki aðstoð frá öðrum ríkjum. í Biafra búa 12-13 milljónir manna, flestir þeirra eru af Iboa-kynþætti, en í öðrum hlut um Nígeríu búa 47 milljónir Odumegwu Ojukwu, ofursti, leiðtogi Biaframanna, en hann var herstjóri Austurhéraðsins fram til 30. maí 1967, er hann lýsti yfir sjálfstæði þess. manna. Norðurhérað landsins er byggt fóíki af Hausa- og Fulani-kynþáttum. Löngum hafa staðið deilur milli íbúa Norðurhéraðsins og Austurhér aðsins og þær má rekja til þess tíma, þegar brezka heimsveldið ákvað að stofna eitt ríki í Ní- geríu. fbúar Norðurhéraðsins eru múhameðlsitrúar og á fyrstu ár- um sameínaðs ríkis í Nígeríu, bægðu þeir erlendum áhrifum mjög frá lamdi sínu, þeir dróg- ust aftur úr og lifðu frumstæðu. lífi, án þess að tileinka sér nú- támatækni og þekkingu. Öðru máli gegndi um íbúa Austurhér aðsins, þeir lögðu sig fram um að 'kynna sér starfshætti hvíta mannsins og menningu hans og almennt tóku þeir krilstna trú. Brátt kom að því, að Iboar úr austri fluttu til annarra héraða ilandsins og tóku þar við trún- aðarstöðum, hófu verzlun og af Skipti af fjármálum. íbúar Norð ur'hér'aðsins lögðu fæð á þessa aðkomumenn og leyfðu þeim ekki að setjast að I borgum sín um, settust Iboar því að í þorp um utan borgarveggjanna, sem kölluðust „Sabongaris" eða „út lendingabúðir“. Ríkti þetta ástand, þegar Bretar veittu Ní geríu sjálfetæði árið 1960. Er Nígéría hafði hlotið sjálf- stæði fór nokkuð að bera á því, að íbúar Norðurhéraðsins neyttu aflsmunar fjölmennisins og settu lög, er takmörkuðu réttindi íbúa Austurhéraðsins og sviptú þá eignum eða störf- um. Samvinna kynþáttanna var þó stórátakalaus, þar til árið 1966, en þá kom til blóðugra átaka milli íbúanna í norðri og austrL ★ ★ ★ Hinn 15. janúar 1966 gerðu ungir herforingjar í Nígeriu byltingu, þeir drápu forsætis- ráðherrann, Sir Abubakar Taf ewa Balewa, sem rakti ættir sínar til lítils kynþáttar í Norð urhéraðinu, en auk hans voru myrtir æðstu menn tveggja af sambandsríkjunum fjórum inn- an Nígeríu og tólf rosknir her- foringjar, sem flestir voru úr Norðurhéraðinu. Við völdum tók herforingjastjórn og valda- mestur innan hennar varð Ibo inn, Johnson Aguiyi-Ironsi, her foringi. Hann reyndi að auka FYRRI HLLTI vald stjórnar sinnar á kostnað stjórnar einstakra sambands- ríkja. í fyrstu naut stjórnin vin sælda, vegna þess hve forverar hennar voru hataðir, en brátt kom gamli rígurinn upp á ný og forystumenn Norðurhéraðs- ins töldu aðgerðir Aguiyi-Ironsi beinast gegn sér. Þeir breyttu um baráttuaðferðir og gerðu hinn fallna forsætisráðherra að píslarvætti ofríkis austan- manna yfir norðanmörnum. Hugðu íbúar Norðurhéraðsins á hefndir. f lok maí 1966 hófust fyrstu ofsóknirnar gegn Iboum í Norð urhéraðinu og voru 2000 þeirra drepnir, en margir sviptir eign um sínum. Greip um sig mikil skelfing meðal Iboa og lögðu margir af stað til Ausfcurhéraðs ins. En þeir voru hvattir til að fara hvergi og hugsa fremur um framtið lands síns en eigin hag. Voru margir forystumenn Austurhéraðsins fremstir í flokki þeirra, sem þessar hvatn ingar fluttu, meðal þeirra var Ojukwu, ofursti, núverandi leið togi Biafra, sem þá var her- stjóri í Austur-Nígeríu. Tveimur mánuðum síðar, í júlí, gripu norðanmenn aftur til ofbledisverka gegn Iboum, að þessu sinni innan hersins og alls staðar í Nígeríu nema í Austurhéraðinu. Þeir drápuAg uiyi-Ironsi, herforingja, og um 200 aðra háttsetta samstarfs menn hans, sem allir voru af kynþætti Iboa. Að þessu sinni varð Yakubu Gowon, herfor- ingi úr Norðurhéraðinu, valda mestur innan herforingjastjórn arinnar. Stjórn hans hafði að- eins setið að völdum í tvo mán- uði, þegar hroðalegustu átökin áttu sér stað, 29. september, átök, sem Iboar eru að hefna fyrir í stríðinu um þessar mund ir. ¥ ¥ ¥ 29. september, 1966, og dag- ana þar á eftir voru um 30.000 Iboar drepnir í Norðurhérað- inu. Þeir voru hundeltir í bæj- um og sveitum, almennir borg- arar og nermenn gengu á eftir þeim, klöppuðu saman höndun- um og hrópuðu: „Ina Nyamiri“ sem á máli Hausa-manna þýðir: Hvar eru bölvaðir Iboarnir? Allir Iboar utan Austurhéraðs ins voru gripnir ofsalegri skelf irugu og voru sannfærðir um, að nú ætti að útrýma þeim öllum. Þeir tóku sig upp og með bílum, lestum, flugvélum og fótgang andi héldu þeir til fornra heim kynna ætta sinna. Þeir héldu af stað í skyndi og flestir þeirra komu slyppir og snauð- ir inn í Austurhéraðið. Vegna fjöldadrápanna og fjöldaflóttans, sem í kjölfar þeirra fylgdi, byrjuðu leiðtog- ar Iboanna alvarlega að hugsa um að slíta tengsl Austurhérað sirns við sambandsstjórnina í Nígeríu. Leiðtogi þeirra var ungi herstjórinn, Odumegwu Ojukwu, ofursti. Fyrir hönd Austurhéraðsins setti hann í upphafi fram kröfur um aukna sjálfsstjórn og aukna hlutdeild í tekjunum af hinum auðugu olíunámum í Nígeríu. Flestar þeirra eru innan landamæra Austurhéraðsins og úr þeim komu meira en 20 milljón tonn af hráolíu árið 1966. Gjöld er- lendra olíufélaga til sambands- stjórnarinnar námu um 4600 Jack Yakubu Gowon, hershöfð- ingi, forsætisráðherra sam- bandsstjómar Nígeríu í Lagos. Hann tók við því embætti eftir byltinguna í júlí 1967. milljónum króna af ríkistekj- um, sem námu um 28 milljörð- um. Iboarnir notuðu olíulindir- nar sem tromp í djörfu spili, en samningar náðust ekki við sam bandsstjórnina og pólitísk lausn fannst ekki. ¥ ¥ í maí 1967 fóru Iboar í mikl- ar mótmælagöngur og kröfðust sjálfstæðis Austurhéraðsins. Ráðgefandi þing skipað 300 fulltrúum kom saman til fund- ar 26. maí í höfuðborg héraðs- ins Enugu og veitti herstjór- anum Ojukwu umboð til að lýsa yfir sjálfstæði Austur-Nigeríu, sem hér eftir skyldi heita Bi- afra-lýðveldið. Mótleikur Gow ons, herforingja, var að til- kynna breytta skiptingu á land inu í héröð, þar sem gert var náð fyrir því, að Nígeríu yrði skipt í 12 ríki og við skipting- una yrði tekið mikið tillit til ættbál'ka. Austur-Nígeríu Skyldi skipt í þrjú ríki, en að- eins í einu þeirra yrðu Iboar 1 meirihluta, en fámennari kyn- þættir u.þ.b. 5 milljónir manna áttu að stjórna hinum tveimur, en þar á meðal var landsvæðið þar sem auðugustu olíulindir og mikilvægustu hafnarborgir Austurhéraðsins eru. Sambands rikið, seim ætlað var Iboum — East Central — hefði orðið um lukið 5 öðrum sambandsríkjum. Þremur dögum síðar — 30. maí 1967 — lý3ti Ojukwu yfir sjálfstæði Biafra. Sambands stjórnin herti enn efnahagsleg- ar þvinganir gegn Ibounum og herskip lokuðu höfnum Biafra til þess að varna því, að olía yrði flutt út og til að hefta flutning matvæla og annarra vista inn í landið. Rúmum mán uði eftir sjálfstæðisyfirlýsing- una hóf sambandsherinn árás sína, hinn 6. júlí 1967, á þrem- ur vígstöðvum búinn stórskota liði, sprengjuvörpum og bryn- vorðum farartækjum, og frá þeim tíma hefur blóðug borg- arastyrjöld geisaði í Nígeríu. ¥ ¥ ¥ Þegar her Gowons hófst handa, höfðu Biafra-menn um nokkurt skeið treyst her sinn og orðið sér úti um tvær gaml- ar bandarískar sprengjuvélar af gerðinni B-26. Þessar vélar voru notaðar til þesis að flytja vopn frá Evrópu. Sambands- stjórnin réð á þessum tíma hvorki yfir sprengjuflugvélum né orrustuþotum. Og þrátt fyr- ir herútboðið var her hennar fremur lítilfjörlegur. Árið 1966 skipuðu hann 6 hersveit- ir eða samtals 11.500 menn, en aðeins hluti þeirra gat í upp- hafi tekið þátt í aðgerðunum gegn Biafra. Mánuði eftir árásaraðgerðirn ar urðu leiðtogarnir i Lagos fyrir miklu áfalli. Herlið Bi- afra hafði haldið yfir Níger- fljótið og lagt undir sig Mið- vesturhéraðið hinn 9. ágúst. Rúmri viku síðar, eða 18. ág- úst, hafði herinn náð fram til vegamóta, ®em eru aðeins i 210 kílómetra fjarlægð frá Lagos, höfuðstað sambandsstjórnarinn ar. En þar með var stríðsgæfu Biaframanna lokið. Tæpum 20 klukkustundum eftir að Mið- vesturhéraðinu hafði verið gef- ið nafnið, Benin-lýðveldið, her- námu sambandshermenn höfuð- borg þess, 20. september. Bi- aframenn voru hraktir til baka yfir Níger-fljótið. Frá þeim tíma hefur stríðið verið háð á landssvæði Biafra, þar sem víg línan hefur færzt fram og til baka í kringum mikilvægustu borgirnar. Sambandisherinn tryggði sér yfirráð lofthelginnar þegar í september. f bardögunum beitti hann sprengjuflugvélum og orr ustuþotum, sem Sovétríkin og Tékkóslóvakía létu í té. Fót- gönguliðar og skriðdrekasveit- ir sambandsstjórnarinnar hafa hins vegar átt í miklum erfið- leikum í sókn sinni í gegnum þéttan frumskóg Biafra og um mýrarfiáka. Her Biafra hefur barizt fremur óskipulega ogoft ar en einu sinni stráfellt ein- stakar liðsveitir úr sambands- hernum með því að ráðast aft- Kortið til vinstri sýnir skiptingu Nígeríu í fjögur sambandsríki, þessi skipting gilti þar til 27. maí 1967, en þá ákvað sambands- stjórnin í Lagos, að skipta Nígeríu í 12 sambandsríki, en sú skipting er sýnd á kortinu til hægri. Þegar sú ákvörðun hafði verið tekin sögðu íbúar Austurhéraðsins sig úr lögum við sambandsstjórnina og mynduðu lýðveldið Biafra 30. maí 1967. Voru það menn af Ibo-kynþætti, sem beittu sér fyrir þessari ákvörðun, en samkvæmt ákvörðun sambandsstjórnarinnar áttu þeir að búa í East-Central State sem er umlukið 5 ríkjum. Á kortinu til vinstri eru staðsettir helztu kynþættir, sem Nígeríu byggja. f Austurhéraðinu eru fjölmennastir Iboar, en í Norðurhéraðinu menn af Hausa- og Fulani-kynnþáttum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.