Morgunblaðið - 18.07.1968, Blaðsíða 12
12
MORiGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. JÚL.Í 1968
Sjónvarpsauglýsingu
Loftleiða hrðsað mjög
í Bandaríkjuiium
Hjónin Svandís Pétursdóttir og Magnús Oddsson í Unuhúsi í gær, er Alfreð Guðmundsson' af-
henti þeim málverkið eftir Kjarval, sem þau unnu í happdrætti Kjarvalssýningarinnar.
Hlutu málverk eftir Kjar-
val i happdrœtti
í RITSTJÓRNARGREIN í hinu
þekkta flugblaði Airline Manag-
ement and Markering, skrifar
Richard Slawsky um það sem
hann kallar „10 sekúntu árangur
inn“. Á hann þar við fyrstu aug-
lýsingarherferð Loftleiða í sjón-
varpinu í Ameríku. Segir hann,
að hin örstutta og einfalda aug-
lýsing Loftleiða í sjónvarpinu
hafi í samkeppni við dýra og
íburðarmikla þætti stóru flug-
félaganna náð með 29 orða texta
því sem máli skiptir — stórkost-
legum árangri. Hafi Loftleiðir
slegið öllum við.
Auglýsingin, sem fær þetta
hrós, hljóðaði svo: „Á þessari
stundu getur ferðaskrifstofan yð
ar sparað yður 137 dali á flug-
ferð til Luxemborgar, hjarta
Evrópu. Spyrjið um lægstu ís-
lenzku fjargjöldin til Evrópu“.
Myndin sem fylgdi var kort af
Evrópu, er sýndi hve miðsvæðis
Luxembúrg er í Evrópu.
Höfundurinn vekur athygli á
því, að þessi stutta orðsending
sé líkleg til að selja farmiða
Loftleiða, þar eð þrisvar sinnum
sé getið um ákvörðunaistað ferð
arinnar, og að auki takist að
skjóta inn ferðaskrifstofunum á
aðeins 10 sekúndum. Ekki sé að
furða þó engin tónlist hafi kom-
izt fyrir. Þessi auglýsing var birt
í tvo mánuði í helgarþáttum á
markaðssvæði New York. Eftir
fyrstu auglýsinguna sunnudag
einn í marz, hafi símahringingar
meira en þrefaldazt til skrifstofu
Loftleiða í New York. Og hvað
kostaði svo auglýsingaherferðin?
Enginn Loftleiðamaður vill segja
það, áreiðanlega af því hve hlá-
Iega ódýrt það var, segir leiðara-
höfundur. Og hann giskar á 50
þúsund dollara, eða hátt í 3
milljónir ísl. króna.
Það sem leiðarahöfundur er í
ráuninni að benda á með þessari
frásögn er það, að ekki þurfi svo
Greinin um
Þinghárnar
í GREININNI um Þinghárnar
Eina- og Hjaltastaða, sem birtist
í blaðinu s.l. sunnudag, urðu tvö
nöfn röng vegna mislesturs.
Þórður á Finnsstöðum er þar
nefndur Þrándur og Dalhúsa-Jón
er nefndur Pálhúsa-Jón.
Athugasemd
RÉTT þykir að taka fram í sam-
bandi við frétt um Hroll Sigurð-
ar Ólafssonar í blaðinu á þriðju
dag, að hrossin, sem með í för-
inni voru voru í taumi, en ekki
laus, eins og margir virðast hafa
lesið af fréttinni.
Athugasemd
Steingrímur Kristinsson, sem
staddur er um borð í Hafernin-
um hefur beðið Mbl. að láta
þess getið að hann hafi alls ekki
verið að gagnrýna starfsmenn
Landssímans í grein sinni í Mbl.
í gær — eins og ýmsir virðast
hafa lesið úr orðum hans, heldur
hafi hann verið að ræða um
slæm hlustunarskilyrði. Starfs-
menn Landssímans gera allt sem
í þeirra valdi stendur til þess að
ná sambandi skipa í milli og
sa^ðist Steingrímur sjálfur hafa
orðið vitni að því, þar eð hann
hefur sjálfur hlustunartæki um
borð.
mikinn íburð, þó maður vilji aug
lýsa eitthvað, aðeins svolítið hug
myndaflug og 10 sekúndur. Hann
bendir á að sl. ár hafi auglýsing-
ar flugfélaganna orðið betri og
íburðarmeiri en nokkru áinni.
í kapphlaupinu sé nú búið að
bæta við mynd- og tónlistar-
flutning í sjónvarpsauglýsing-
um alls kyns sniðugheitum til að
vekja athygli og hver reyni að
vera öðrum snjallari í smellnu
orðavali. En enn hafi Loftleiðir
skotið hinum ref fyrir rass. Mik-
ið lá við, því með auknum flutn-
ingamöguleikum hafi Loftleiðir
átt von á góðu ári, en sparnaðar-
viðleitni Johnsons hafi dregið
mjög úr þeim. Með 500 þús. doll-
ara auglýsingafé á árinu, hafi
ekki virzt góðir horfur á að fé-
lagið gæti- gert neitt til að bæta
þar úr. Ekki fyrr en Sigurður
Helgason, forstjóri félagsins í
New York, auglýsingafyrirtæki
John Lougherys og Clinton E.
Frank Ine. settust á rökstóla og
bjuggu til 10 sekúndu auglýsing-
arnar fyrir sjónvarp.
Viðskiptasamningur sá, er end
urnýjaður verður í næsta mán-
uði, milli Rússa og íslendinga,
mun í aðalatriðum verða á sömu
lund og sá, er nú fellur úr gildi.
Verður hann byggður á jafnvirð
iskaupum en Rússar munu auka
kaup sín á íslenzkum afurðum,
aðallega á saltsíld og freðfiski,
til þess að koma í veg fyrir
skuldasöfnun af hálfu íslend-
inga, en hún nam 48 millj. króna
um s.l. áramót. Ennfremur verða
samningarnir gerðir með bandá-
ríkjadali, sem mynteiningu, en
íslendingar töpuðu talsverðu fé
vegna gengisfellingar sterlings-
puundsins, þar sem sölusamning-
arnir voru í pundum, en kaup-
samningarnir í dölum.
Gylfi Þ. Gíslason, viðskipta-
málaráðherra, skýrði frá þessu
á fundi með fréttamönnum i gær.
Er Gylfi nýkominn úr ferðalagi
frá Rússlandi, þar sem þessir
samningar tókust og frá Pól-
landi, en þar var hann ásamt
konu sinni frú Guðrúnu Vil-
mundardóttur í opinberri heim-
sókn, fyrstur íslenzkra ráðherra.
Var Gylfi mjög ánægður með
Póllandsferðina og Iofaði mjög
gestrisni Pólverja.
Viðskiptamálaráðherra sagði
það hafa verið áhyggjuefni ís-
lenzku ríkisstjórnarinnar nokkra
hríð, hvernig viðskiptum Rússa
og íslendinga væri háttað, en
þau væru mjög mikil, eða um
450-500 milljónir króna á gamla
genginu hjá hvorum aðila á ári.
Nú stæði fyrir dyrum að gera
nýjan viðskiptasamning við
Rússa og ættu samningar að fara
fram í ágúst. Vildi ríkisstjórnin
ekki að til þeirra yrði gengið
nema tryggt væri með samning-
um við rússneska ráðamenn, að
fyrrgreindur viðskiptasamning-
ur yrði í svipuðu formi og und-
anfarið.
Áhyggjuvakarnir voru þrír. í
fyrsta lagi var að sögn ráðherra
ástæða til að ætla, að Rússar
vildu breytt viðskiptafyrirkomu
lag. Hingað til hefur það verið
í formi jafnvirðiskaupa með föst
um kvótum. Rússar hafa á hinn
bóginn í vaxandi mæli viljað
í GÆR afhenti Alfreð Guð-
mundsson þeim hjónunum Svan-
dísi Pétursdóttur og Magnúsi
Oddssyni, tæknifræðingi, til heim
ilis að Kleppsvegi 20, vinning
þann er þau höfðu hlotið í happ
drætti því, er stofnað var til í
sambandi við Kjarvalssýninguna.
breyta til frjálsra gjaldeyrisvið-'
skipta, en ríkisstjórnin og ísl. út
flytjendur hafa á hinn bóginn
talið, að af því skapaðist mikið
óhagræði. Er það vegna þess, að
við getum ekki fengið olíuna
nema með föstum samningum, og
viljum þá á móti geta tryggt
ákveðna sölu á íslenzkum vörum
Þá sagði ráðherra, að íslend-
ingar hefðu við s.l. áramót skuld
að Rússum 48 milljónir og væri
fyrirsjáanlegt, að sú skuld ykist
stórlega á þessu ári, nema Rúss-
ar fengjust til að auka kaup sín
á íslenzkum vörum.
Þriðja atriðið væri svo, að okk
ar sölusamningar væru í sterl-
ingspundum, en kaupsamningar í
bandaríkjadölum. Því hefðum
við orðið fyrir verulegu tjóni
vegna gengisfellingar sterlings-
pundsins, þar sem sama verð var
á olíunni í dölum, en við feng-
um minna fyrir okkar vöru, sem
greitt var fyrir í sterlingspund-
um.
Aðalviðskiptamálaráðherra
Rússa, Patolisjew tók þátt í við-
ræðunum og var það til þess að
umræður urðu mun styttri, en
þær tóku aðeins einn morgunn.
Sagði Patolisjev, að Rússar
væru fúsir að gera sams konar
'Samning og nú væri í gildi. Enn
fremur lýsti Patolisjev Rússa
vilja gera viðbótarkaupsamning
við íslendinga til þess að jafna
hallan á viðskiptunum og auk
þess eru Rússar reiðubúnir að
gera alla samninga í bandaríkja
dölum.
Gylfi Þ. Gíslason sagði aðþess
ir samningar hefðu orðið sér og
ríkisstjórninni mikið ánægjuefni.
Verður viðbótarsamningurinn að
allega um saltsíld og freðfisk.
Þá sagði Gylfi, að hann hefði
rætt við Patolisjev um aukn-
ingu fiskveiða Rússa og áhyggj-
ur íslendinga vegna þess, en
eins og kunnugt er, stefna Rúss-
ar að því marki, að vera sjálf-
um sér nógir með fisk. Patolisjev
sagði, að Íslendingar gætu verið
óhræddir, því að um ófyrirsjáan
lega framtíð mundu Rússar kaupa
fisk af íslendingum, þar sem
Vinningurinn var málverk frá
Þingvöllum, sennilega málað
1935, séð yfir Almannagjá. Mál-
verki’ð er metið á áttatíúþúsund
krónur. Hjónin skoðuðu sýning-
una sautjánda júní, og fór af-
hendingin fram 17. júlí í Unu-
húsi. Magnús á afmæli 17. nóv-
þeir gætu ekki sjálfir fullnægt
sínum heimamarkaði í einu.
í þessum viðræðum tóku þáft
auk ráðherra, Oddur Guðjóns-
son, sendiherra í Mosikvu, Hann
es Jónsson sendiráðsritari og
Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneyt-
isstjóri.
Gylfi sagði að lokum, að sér
væri bæði Ijúft og skylt að taka
fram, að þeim hefði verið ívajn-
úrskarandi vel tekið í Rússlandi
Heimsóknin til Póllands.
Þá ræddi ráðherra um heim-
sókn sína og konu sinnar til Pól
lands, en þangað var þeim boð-
ið af ríkisstjórn Pólverja. Sagði
Gylfi, að hann væri fyrsti ís-
lenzki ráðherrann sem þangað
hefði komið í opinbera heimsókn
sem þó væri undarlegt, þegar
tekið væri tillit til þess, að við
skipti landanna væru mjög mik-
il eða um 100 til 125 milljónir á
ári frá hvoru landi reiknað á
gamla genginu.
Gylfi sagði, að hann hefði orð
ið var við, að mjög náin tengsl
væru milli Póllands og hinna
norðurlandanna, enda teldu Pól
verjar sig öðrum þræði mjög
tengda Norðurlödnunum. Væri
þar töluvert um heimsóknir ráða
manna í vináttuskyni, því að all-
EINS og áður hefur verið skýrt
frá tók kór strætisvagnastjóra í
Reykjavík þátt í norrænu söng-
móti strætisvagnakóra, sem hald
ið var í Málmey. Fékk kórinn
mjög góða dóma. „Arbetaren" í
Málmey skrifar m.a.:
„Um þessa helgi (14.—16.
júní) er haldið í Malmö söng-
mót strætisvagnastjóra á Norður
löndum. Mættir eru fullttrúar frá
öllum tíu kórunum, sem sam-
vinnu hafa með sér, nema kórn-
um í Þrándheimi. Firrjmta hvert
ár hittast kórarnir til að syngja
saman opinberlega ... . “
„. . . . Minnsti, yngsti og lengst
a’ð komni kórinn, tvöfaldi kvart-
ettinn frá Reykjavík, ásamt hin-
pmber, svo að orð var haft á
því við afhendinguna, að sautján
hlyti að vera happatala hans.
Þau hjónin eru að flytja upp
á Akranes, þar sem Magnú§ tek-
ur við starfi rafveitustjóra á
staðnum, og sagðist hann vera
alveg ákveðinn í því að skilja
aldrei málverk þetta við sig,
hvað sem á dyndL
ar þjóðirnar teldu slíkar heim-
sóknir mikilvægar fyrir hags-
muni landanna og sagði Gylfi
það einnig vera sína skoðun. Við
ræður fóru fram á óformlegan
hátt. Viðskiptamálaráðherra og
pólskir ráðamenn skiptust á vin
samlegum kveðjum, en um bein-
ar viðræður var ekki að ræða á
stjórnmálalegum eða viðskipta-
legum grundvelli.
Gylfi sagðist m.a. hafa hitt
póslka viðskiptamálaráðherrann
og hefði komið í ljós að þeirra
frami hefði verið svipaður, þvi
að hann hefði verið í eina tíð
prófessor í hagfræði, en tekið
við embætti viðskiptamálaráð-
herra um líkt leyti og Gylfi.
Þau hjónin ferðuðust um Pól-
land, m.a. lagði Gylfi Þ. Gísla-
son blómsveiga að minnismerkj-
um í Auswitch þar, sem Þjóð-
verjar hófu innrás sína í Pól-
land. Ennfremur skoðuðu þau
ýmis mannvirki m.a skipasmíða-
stöð eina í Gdansk, sem er ákveð
in í að gera tilboð í skuttogara
smíð fyrir íslendinga.
Gylfi Þ. Gíslason sagði, að
hann hefði orðið var við mikinn
vináttuhug til íslendinga í Pól-
landi og hefðu þau hjón notið
framúrskarandi gestrisni.
um unga söngstjóra Jóni Stefáns
syni var tvímælalaust í sérflokki.
Þau fjögur lög, sem kórinn flutti,
voru á háu stigi hvað hljómblæ
og hljóðfall snerti. Stefánsson
fékk fram frábæran léttleika .og
snerti. Stefánsson fékk fram frá
bæran léttleika og nákvæmni.
Textaframsögn var mjög þrótt-
mikil og það var 'nautn að heyra
hinn fullkomna skírleika, ekki
sízt í hinum 500 ára gamla söng
,,Ó mín flaskan fríða“ með sín-
um stríða hljómi og mörgu
fimmundum ....“
Á heimleið söng kórinn á ís-
lendingafagnaði í Kaupmanna-
höfn 17. júní.
Rússar auka kaup á íslenzkum vðrum
— Viðskiptasamningar landanna verði áfram á jafnvirðisgrundvelli
— Viðskiptamálaráðherra nýkominn úr opinberri heimsókn til Póllands og
samningaför til Rússlands
Kór strætisvagnastjór-
anna fær góða dóma